Baldur - 23.03.1907, Síða 3
BALDUR, 23. marz 1907.
3
manna, ætti honum að vera þetta
vekjandi lexta, sem hefði góðar af-
leiðingar, Þessi sigur, er að miklu
meira leyti sigur fólksins, en sigur
Liberalflokksins—og úr þessu þarf
fólkið æfinlega að sigra.
E. Ó.
Fi •ægðarbrautir.
Eftir Unnarstein f Fjallk.
Til frægðar liggja tvær leiðir.
Jeg þekki báðar. Önnur er ‘lang-.
sótt og höll', hggur um ‘frera
harða, furðugljúfur og margar urð-
ir‘. Á þeirri leið er stríð og strit.
Fáir gengu hana á enda, fleiri
týndust, flestir sneru aftur. Um
þá Icið var þetta kveðið :
“Ógurleg er andans leið
upp á sigurhæðir“.
Hin er örugg : Stritast við að
sitja, gjöra ekkert, segja ekkert —
Það er leiðin. Gáum að ! Á hverju
strandar frægð framtaksmannsins ?
Á yfirsjónum. Ein yfirsjón sökkur
hundrað afreksverkum í gleymsku.
Og öllum getur yfirsjezt. Afreks-
verk orka jafnan tvfmælis.og mjótt
er mundangshófið, þegar verk eru
vegin. Eitt glappaskot — og
vogarskálin rjettir aldrei við aftur.
•— Sá sem viil verða frægur þarf
að hafa hreinan skjöld, en það get
ur enginn f orustum. Hreinan
skjöld hefir sá einn sem situr hlut-
laus hjá — og þegir. Það er ekki
satt, að fá orð hafi minsta ábyrgð. j
Þögnin er ábyrgðarminnst. Þögn
er gull. Manngildi er þagnargildi.
'— Lftum á hugsjónamanninn,
tnanninn sem er upp fullur af á-
hugamálum, þykist sjá ný ráð í
hverju máli, hefir fj ilda fyrirætl-
ana á prjónuntim, sftalandi um þær
‘fyrir fólkið'. Setjum svo að hann
væri óskeikull, allarhans hugsjónir
góðar og gildar. Þvf flatari fellur
hann. Þvf fleiri sem fyrirætlanir
hans eru, því færri verða að til
tölu þær sem hann framkvæmir,
En manngddið mælist við brot : í
teljaranum eru framkvæmdirnar,
í nefnaranum fyrirætlanirnar, hug-
sjónirnar. En hver er svo ófróð-
ur að hann viti ekki að brotið verð-
ur þvf minna sem nefnarinn er
stærri að tiltölu við teljarann. Þó
ekki sje nema 1 f teljaranum v_rð-
ur útkoman óendanleg, ef nefnar-
inn er o. En öruggast er að tclj
arinn sje lfka o, Útkoman er þá
óákveðin, en það er sú stærðin sem
mest er metin. Sjc manngildið
engin verk, engar hugsjónir, stærð-
in óákveðin, þá vantar ekki nerna
eitt til þjóðfrægðar, ert það er spek-
ingssvipurinn. En spekingssvip-
Ur er ekki bundinn við neitt sjer-
stakt andlitsfa.ll, hann samþýðist
jafnvel sauðarhaus ; þvf spekings-
svipur cr ttáðargjöf, sem fæst fj>rir
daglega iðkun tveggja dvggða : að
gjöra ekkert og segja ekkert. Þeg-
ar hann er fullþroskaður, þá er
frægðin unnin,
Enginn undrist þetta. Það er
lögmál Iffsins. Mennirnir verða
hrifnir utn stund, þeim hitnar af
hugsjónum, þeir dást að fram-
kvæmdum—um stund, En hug-
sjónirnar kólna, þegar þær komast
í framkvæmd, og framkvæmdirnar
gleymast fyrir nýjum hugsjónum.
Og mennirnir þreytast og hverfa
aftur á fornar stöðvar. Þar situr
hann, sem hafði þrekið til að sitja
aðgjörðalaus, þegar aðrir voru f
uppnámi, hann, sem þagði þegar
aðrir töluðu, hann, sem engan
særði, hann, sem. hefir hreinan
skjöld, hann, ímynd hins óbifan-
lega, bjargið, sem öldurnar skullu
á en fengu ekki fært úr stað. Um
höfuð hans er geislahringur. Allt
er fullkomnað, Hantt er orðinn
dýrlingur þjóðar sinnar.
Gildi
sam v inn u fj e 1 agan na.
V
Einn af kaupendum Baldurs
hcfir sent oss blað úr Farmers Ad-
vocate, með eftirfarandi grein, og
kunnum vjer honum þökk fyrir:
“Bóndinn hefir ávalt verið fram-
leiðandi, en hefir látið sjer lynda
að sjá aðra útbýta þvf sem hann
framleiðir, Akuryrkju hefir farið
stórlega fram sfðastliðin 20 ár, og
bóndinu hefir lært að auka frarn-
leiðsluna að miklum mun. Hann
má ttú heita lærður maður f þeirri
grein, En þrátt fyrir framfarir
hans, hafa aðrir uppskorið arðinn
af framleiðslu hans. Margir af
rfkismönnum heimsins, hafa grætt
allan sinn auð á þvf að eins, að út-
býta varninginum sem bændurnir
framleiða.
Nú á sfðustu árum eru bændurn-
ir fyrst farnir að skilja, að með
samvtnnufjelögum (Co-operations)
gætu þeir útbýtt varningnum sjálf-
ir, sjer til hagnaðar. Hver bóndi
fyrir sig, getur sjaldan sent varn-
ing sinn frá sjer f vagnhlössum,
og þess vegna getur hann ekki
fengið eins lágt flutningsgjald eins
Og kaupmaðurinn, og þess vegna
getur hartn lítil áhrif haft á mark-
aðsverðið. Hann býður venjulcga
fram varning sinn í smábytlingum,
með ljelegutn frágangi. Afleiðing-
in er sú, að hann verður að eyða
tíma í að lcita að kaupendum, og
selja síðan meo afföllutn,
Því skyldi bóndinn ekki fá gott
verð fyrir varning sinn ? Allt sem
bóndinn framleiðir, er þó nauð-
synjavara. Ástæðan er sú, að
bóndinn nefir enga meðgjörð með
útbýtingu varningsings ,sem hann
framleiðir. Bændavarningur, sem
fluttur er til bæjanna í keyrslu-
vögnum, sem éru látnir standa ein-
h'-erstaðar afsíðis, er ekki borgað-
ur góðu verði, af því fæstir bænd-
ur kunna að ganga frá varningi
sínum eins og þyrfti. Afleiðtngin
er sú, að þeir scm þurfa að kaupa
bændavarning, fara hcldurtil kaup-
mannanna, og borga þeim þeim
mun meira fyrir varninginn, sem ;
ágóða þeirra nemur.
Hjerna er lækningin. Bóndinn !
verður :.ð læra að ganga frá.varn-1
ing sfnum. Hann verður að læra
að meðhöndla útbýtinguna alveg
eins og hann hefir lært að gjöra
framleiðsluna. Bændurnir þurfa
að taka saman höndum og mynda
samvinnufjelög (co-operative asso-
ciations), smá cða stór eftir þört-
um ; safna hlutafje til að byggja
nauðsynleg geymsluhús ; náí færa
og áreiðanlega menn til að stjórna
fyrirtækinu ; senda að eins frásjer
vandaða vöru, og útbola milli-
mönnunum, sem nú taka arðinn af
þvf sem bóndinn framleiðir.
Afleiðingin af svona starfsemi
mundi fljótlega koma í ljós, og
hún mundi verða sú, að bóndinn
fengi meira fyrir vinnu sfna ; að
þeir sem keyptu bændavarninginn
til neyzlu, fengju hann með lægra
verði heldur en þeir fá hann frá
kaupmönnunum ; og í þriðja lagi
sú, að varan mundi verða vand-
aðri. Það er auðskilið hvernig
samvinnufjelögin geta aukið tekjur
bændanna, um leið og þau lækka
verðið sem neytendur varningsins
þurfa að borga. Bóndinn fær t.
d, nú 20—40 cts fyrir mais, sem í
borgunum er seldur á $1.00—-I-75-
I Kansas selja bændur hveitibush-
eiið fyrir 53 cent, en kaupahveiti-
mjöl eftir þeim mælikvarða, að
bushelið kosti $1,00, Bændur fá
$1.50 fyrir eplatunnuna, en f bæj-
unum borgum vjer $6.00 fyrir
hana, Fjárræktarbóndinn færsex
cent fyrir pundið í sauðakjöti, en
I vjer borgum 20 cent fyrir það.
Bóndinn fær 10 cent fyrir eggja-
tylftina, en átta mánuðum sfðar
eru þau tekin úr kæiiklefunum og
seld fyrir 35 cent tylftin. Verzl-
unarfyrirkomulagið sem vjer höf-
um, gengur út á það, að koma í
veg fyrir að framleiðandinn og
neytandinn geti átt bein viðskifti
hver við annan, Hlekkirnir í við-
skiftalífskcðjunni hafa fjölgað fram
úr öllu hófi á síðari árum, og af-
leiðingin er sú, að vjer borgum of
mikið fyrir bændavöruna, og að
bóndinn fær samt minna fyrir hana
en hann ætti að fá. Bóndjpn og
neytandinn þurfa að taka saman
ráð sín, til að koma í veg fyrir
hinn óhóflega hagnað, sem kaup-
mennsku-milhliðurinn fær nú.
í samvinnufjelagsskapnum hefði,
bóndinn mest að segja. Hann
verður að ganga á undan, Hann
verður að sjá um útbýtinguna
sjálfur, en láta tkki aðra fjalia um
hana fyrir sig. Jeg efast um að
einn af hverjum tfu bændum geti
greiðlega leyst úr því, hvað það
kostar að framleiða t. d. hushel af
mais, hveiti og kartöflum, eða
pund af sauðakjöti, svfnakjöti eða
nautakjöti. En án þess að geta
reiknað út framleiðslukostnaðinn,
er ómögulegt fyrir bóndann að
hafa greinilega hugmynd um hvar
hann stendur. Bóndinn verður að
vita hvað það kostar að framleiða
vöruna, og eins hvað það kostar
að útbýta henni.
Starf verzlunarmannsins gengur
út á það, að kaupa með heildsölu-
verði en selja með smásöluverði
Að hinu levtinu kaupir bóndinn
með smásöluverði, en selur með
Sjá 4. s.
*»•• •>>»••»*•• >■»»*•••• •*««••••«■•««#»•**•*•«»
ELDSÁBYRCiÐ og PENINGALÁY.
Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir í eldsábyrgð, eða
fápeningalán út á fasteignir, geta snúið sjer til mfn,
EINAR. ÓLAFSSON,
Skrifstofu ,,Baldurs,“ GIMLI, MAN.
o
ÓYIÐJAFNANLEG KJÖRKAUP
Á BÓKUM
framlengd um nokkrar vikur.
30 til 00 próseut afslátturj
Lesið eftirfylgjandi verðskrá :
Uncle Tom’s Cabin, eftir H, B. Stowe loe,
Hidden Hand, eftir Mrs, E, D. E- N- Southworth ioc.
Self-Made, ,, tvær bækur 15C,
How Christianity Began, eftir William Burney ioc.
Advancement of Science, eftir Prof. John Tyndall 1 §<?,
Christianity and Materialism, eftir B- E- Underwood 159,
Common Sense, cftir Thornas Paine i|c.
Age of Roason, Rftir Thomas Paine t^c,
Apostles of C.hrist, eftir Austin Holyoake Q5c,
The Atonement, eftir Ch, Bradlaugh Q5C
Blasphemy and the Bible, eftir C, B. Reynolds o.se..
Career of Religious System, eftir C- B. Waito 05Q-
Christian Deity, eftir Ch. Watts OSQ.
Christian Mysteries 050,
Christian Scheme of Rede.mption eftir Ch. Watts, 05c.
Christianity— eftir D. M. Bennett c 5c.
Daniel in the Lions' Den, eftir D. M. Bcnnett 05C.
Giordano Bruno, æfisaga hans, kenningar og pfslarvæfti^dauði 05C,
Last Lmk in Evolution, eftir Emst Haeckel 050,
L'berty and Mbrality, eftir M. D. Conway 05,ca
Passage of the Red Sea, eftir S. E. Todd Q5Q..
Prophets and Prophesies, eftir John E. Rcmsburg 050,
Science and thc Jfible Antagonistic, eftir Ch. Watts 0.50,
Science of the Bible o5cv
Superstition Displayed, eftir Wil'iam Pitt Q5C-.
Twelve Apostles, eftir Ch. Bradlaugh 05C.
What did Jesus Teach ? eftir Cfy- Bradlaugh 05C.
Why don’t God kill the Devil? eftir M. Babcock ioc.
Allar þessar ofantöldu bæScur $2.0Q
Jeg borga póstgjöld til hva^a staðar sem er, í Canada eð&
Bandarfkjunguy
PÁLL JÓNSSON,
655 Toronto St., WINNJPEG, MAN.
HEIEI
1
H EIM S, P E KIS L E G S,
VÍSINDALEGS,
STJÓRNFRCEÐISLEGS,
OG trúarbragðalegs
EFNIS.
WHAT IS RELIGION? Sfð-
asta ræða Ingersolls. Verð lOc,
DESIGN ARGUMENT FAL-
ACIES.eftir E. D.Macdonald 250.
WISDOM OF LIFE, eftir Arth-
ur Schopcnhauer. — Verð 25C.
RITVERK Charles Bradlaughs,
mcð inynd, æfisögu, og sögu um
baráttu hans f enska þinginu.
Verð : í skrautbandi - - $1.10
f kápu - 50C.
FORCE. ANP MATTER : or
Principles o.f the Natural Order
of the Universe, \vith a System of
Mor.ility based thero.n, eftir- Prof.
Ludwig Buchncr, Mcð mvnd.
Verð; f bandi •> -> $110
MEN, WOMEN, AND GODS„
eftir Helen H. Gardener. Mcð
formála cftir Col. R. G. Ingersofy
og.mynd höfunnarins. Þessi bók
er hin langsnjallasta sem þessi
fræga kona hefir ritað.
Verð : f bandi $1.10, í kápu Joc.
PHILOSOPH Y of SPIRITUAL-
ISM,
cftir Frederic R.Marvin. í bandi.
Vcrð:......................50C.
PULPIT, PEW.and CRADLE,
eftir Helen H. Gardener. í kápu.
Verð: ioc.
God and My Nei^hbour
eftir Robe.rt Blatchford á Eng->
landi, sem er höfundur að ,,Merrie
Engiand,M ,,Britain for British,1'
o.fl. Bókin cr 200 bls. á stærð,
prentuð með skfru letri á góðan
pappfr. Bókin er framúrskara.pd
vel rituð, eins öll ritverk Robert
Blatchfords, Verð;fbandi $1.00
f kápu 50C.
ADAM'S DIARY, eftir Mark
Twaiu $1.00
EVE’S DIARY, eftir Mark
Xwain » $1.00,,
EXAMINATION OF THE
í’RQPHECIES—.Paine 150,
Is thc God of Israelthe True God?.
eftir Israel W. Groh. 150.
Ritverk Voltaires:
VOLTAlKE’fy, ROMANCES.
Ný útgáfa f bandi $1.50.,
Micromegas. í kápu 250.
Man of Forty Crowns 250,
Pocket Theology 25C,
Lqtters on the Christian Religion,
með myndum af M.dc Voltaire.
Francois Rabplais, John Locke,
Ppter Bajd.c, Jbun Meslier og
Benediqt Spinoza. 250,
Phijosophy of History 250.
Ignorant Philosopher, með mynd-
u.n af René Descartes og Benc-
dict Spinoza 25C,
Chinese Catecism 25C,
S.entið pantanir yðar til
PÁLS JÓNSSONAR,
655 Toronto St.
WINNIPEG, MAN,