Baldur


Baldur - 26.04.1907, Page 3

Baldur - 26.04.1907, Page 3
BALDÖR, 26. apríl 1907. 3 berst fyrir þvf, sem hún finnur að líf hennar liggur við. Og fáninn er merki sóknar og varnar f þess- ari baráttu. Fáninn er borinn í brjóstfylkingu, um hann safnast allt sem veit fram, vonin, áræðið og karlmennskan. Flóttamenn hafa aldrei fána á lofti. Fáninn er þvf helgur dómur þjóðarinnar, einskonar sáttmálsörk, sem geym- ir lögmálstöflur hennar. Þar eru rituð öll þau boðorð, sem þjóðin verður að hlýða, ef hún á að verða langlff í landinu. En þá er auðsætt, að sami fán- inn getur ekki verið viðunandi tákn tveggja frjálsra þjóða. Engar tvær þjóðir eiga að ðllu leyti sömu sögu, sama markmið og sömu von- ir. Þess vegna geta þær ekki að rjettu átt fán'a saman. Jeg ímynda mjer nú, að flestir játi þetta f orði kveðnu, en hinu gæti jegtrúað, að einhverjir scgðu sem svo : Þjóðin getur ve! verið sjálfstæð f raun og veru, þó hún eigi' ekkert sjerstakt tákn þess. Aðalatriðið er að vera sjálfstæð þjóð. Hitt gjörir minna til um táknið. Það er ekki annað en f o r m. En slfkt er hin versta fjarstæða; það er jafn mikil fjarstæða eins og að segja, að manni mætti á sama standa, hvort hann væri nefndur sfnu rjctta nafni eða honum væri alltaf f daglegu tali slengt saman við annan mann. Nafn mannsins er ekki annað en tákn hans, Karl Karlsson t, d. táknar alveg sjer- stakan mann. Hann gengur undir þvf nafni og ábyrgist þau verk, sem hann vinnur undir þvf nafni. Auðvitað er maðurinn út af fyrir sig hinn sami, þó nafnið breytist. En mundi t. d. Karli Karlssyni ekki þykja sjer óvirðing sýnd, ef honum væri alltaf slengt saman við Hrólf Hrójfsson ? Mundi hann kurina þvf vel að vera þannig bendlaður við þá klæki, sem sá Hrólfur kynni að hafa f frammi, eða mundi hann vilja taka við því lofi, sem Hrólfur ætti, en hann ekki ? Ef hann ljeti sjer slfkt nægja, þá teldi jeg hann mesta aula og lftilmenni. Sá sem vill ganga undir röngu nafni, sá scm lætur sjer lynda, að honum sjeu eignuð annara verk, ill eða góð, og að öðrum sje þakkað eða kennt það, sem hann gjörir, hefir enga sómatilfinningu, hann er sneyddur sannleiksást, þeirri dyggð, sem er undirrót al!s þess, sem drengileg- ast er og helgast f manneðlinu. Að láta sig engu skifta þótt hlut- irnir sje nefndir röngu nafni, leið- ir óhjákvæmilega til hins, að láta sjer á sama standa um rjett og rangt. Röng nafngift er fyrsta boðorð f iögmáli lyginnar. En hjer ber að sama brunni, hvort hcldur er um einstakan mann eða einstaka þjóð að ræða. Þjóðar nafnið táknar þjóðina á sama hátt og mannsnafnið táknar manninn. I En fáninn er fangamark þjóðarir.n- ar, skrifað þjóðlitum hcnnar. Sje það ósamboðið manni að láta bendla sig við nafn, sem hann á ekki, og gjöra þannig einn af tveimur, þá er það ósamboðið þjóð, sem þykist vera sjerstök og sjálf- stæð þjóð, að sitja eða sigla undir fána annarar þjóðar, þvf að það er að segja rangt til nafns síns, ættar og eðlis. Þegar vjer erum spurðir að þvf erlendis, hvort vjer sjeum Danir, þá segjum vjer óhikað: “Nei, vjer erum íslendingar“. Ef vjer höfum rjett til þcss — og hver þorir að bera brigður á það ? — þá höfum vjer líka rjett til að fá sjer- stakan fána, viðurkenndan af öðr- um þjóðum. Enginn ætti þvf að láta sjer til hugar koma, að það sje sprottið af óvild gegn Dönum, að vjer viljum hafa sjerstakarí fána. Ekki er það heldur fyrir þá sök, að oss þyki ekki fáni þeirra fagur. Flestir munu sammála um það, að naum- ast getur fegri fána en “Danne- brog". Hitt vitum vjer lfka, að undir þeim fána Isitur og siglir ein hin virðingarvcrðasta þjóð. Og það vona jeg að aldrei hendi oss f bar- áttunni fyrir fána vorum, að fara óvirðingarorðum um hinn danska fána og þjóð þá, sem hann táknar. Nei, vjer viljum hafa sjerstakan fána fyrir þá sök, að vjer viljum vera og heita íslendingar; vjer viljum segja öllum heiminum satt til nafns vors, ættar og eðlis. Og svo er annað. Vjer viljum eiga fána til þcss að tengja við hann vitundina um allt það sem oss er heilagt í eðli og sögu lands og þjóðar. Vjer viljum skrifa í þann fána allar vonir vorar um fagra framtíð þjóðarinnar, hverja drengilega hugsjón, sem vakir f huga sona hennar og dætra. Vjer getum ekki skrifað þetta í fána neinnar annarar þjóðar, og vjer viljum það ekki heldur. Einn mikilsvirtur maður, sem jeg talaði við um fánann, sagði, að fáninn þyrfti helzt að eiga sfna sögu ti! þess að verða þjóðinni kær. Þessi fáni, sem vjer nú viljum hefja, ásjer enn að vfsu engasögu. Enn þá hefir hann aldrei blaktað á stöng, enn þá hefir hann aldrei verið borinn f fylkingu, hann hefir aldrei f orustu komið og engum hefir blætt undir honum. Fánar margraannara þjóða hafa herfrægð að baki sjer. Þeir eru eins og garnlar strfðshetjur með mörg ör f andliti og hermannsins harða svip. En þeir hafa misst sakleysi æsk- unnar, undirþeim hafa lfka illvirki verið unninn. En þessi fáni er saklaus eins og barnið f reifum. Engin þjóð, sem sjer hann, getur tengt við hann neinar illar endurminningar. Þessi fftni er hreinasti fáni heimsins, f hann er ekkert illt skrifað. Það erum vjer og eftirkomend- ur vorir í þessu landi, sem eiguna að gjöra þenna fána frægan. Vort eraðskapa honum frægð oggengi, og framtfð hans á að geta orðið því fegri, þar sem engar fortíðar- syndir fylgja honum úr garði. Nú er hann merki vonarinnar, síðar verðnr hann merki frægðarinnar. Hann á að verða tákn þeirrar þjóðar, sem að vfsu e>' ein minnsta þjóð heimsins, en hefir þó Iífs- magn, vit og vilja til að lifa sfnu lffi, og koma f framkvæmd sínum sjerstöku hugsjónum. Jeg veit það vel, að margir halda að stór- þjóðirnar einargeti unnið stórvirki, en sagan mótmælir þvf. Frá smá- þjóðunum hefir heimurinn marg- oft fengið yngjunarafl og svo mun enn verða. Einhvern tíma kemur sá tfmi, að þjóðirnar verða ekki vegnar eftir höfðatölu eða þunga holdsins, eins og kjöt á búðarvog, heldur eftir andanum sem f þeim býr. Ósjálfrátt viku dyraverðirn- ir í höllu Noregskonunganna, Har- alds og Magnúsar, fyrir Arnóri jarlaskáldi. “Gefið rúm skáldi konunga!“ sagði hann, og hirð- mennirnir fundu, að hann talaði eins og sá sem vald hafði — því hann hafði ódauðlegt kvæði að flytja. Og enn mun Islendingum verða gefið rúm, hvenær sem þeir hafa ódauðleg erindi mannvits og drengskapar með höndum. Mcð þetta mark fyrir augum viljum vjer hefja þennan fáría. Enginn getur bannað einstökum mönnum eða fjelögum f landi hjer að draga hann á stöng, hvenær sem þeir sjálfir vilja. Það eigum vjer að gjöra, og þar eiga ailar stjettii manna að taka höndum saman. Áður fyrri saumuðu konur merki og gáfu þeim sem þær unnu. Jeg vona að íslenzkar konur taki upp þann sið. Jeg vona að á hverri þjóð'nátfð fái íslcnzkar mæður börn- um sfnum þennan fána í hönd til að bera hann f fylkingu. Hjerna um daginn sáu menn undarlega sýn. Það var ljós úti á höfninni. Það leiðyfir höfnina um hábjartan daginn furðu skært og einkennilegt. Enginn vi?si af hverju það kom, og jeg held það sje óráðin gáta enn. Jeg sá það ekki. En jeg sá aðra sýn. Jeg sá þennan fána á ferð uin landið. Borinn af ósýnilegum höndum kom hann fyrir 'nvers manns dyr, og staðnæmdist þar um stund. Og fánann bar að garði auðugs manns, og maðurinn gekk til dyra og allt hans heimafóik. Og jeg heyrði þennan mann halda langa tölu. Hann sagði, að fáninn væri að vfsu fagur, hann munái að lfk- indum hefja hann á stöng einhvern tfma seinna — þegar sjer þætti tfmi til kominn. Hann kvaðst virða mikils allar þjóðlegar hug- sjónir—ef sjer þætti þær tfma- bærar, en vjer ættum ekki að hugsa um þær — fyrst um sinn, það væri engin þörf á þeim f bráð- ina. Hann vonaði samt, að hann gæti orðið með — einhvcrn tfma — seinna — ef guð lofaði honum að lifa. — Og maðuritin varð minni og minni með hverju orði, þangað til hann hvarf alveg. Þá kom maður gangandi eftir götunni; hann gekk boginn og tötralega klæddur. En þegar hann sá fán- ann, var eins og leiftri brygði fyr- ir f augum hans og hann þreif stöngina og bar fánann hátt. Og þá sá jeg, að þetta hafði verið á- gætur konungsson í álögum. Á- iögin hrundu af honum þegar hann brá upp fána þjóðar sinnar. ELDSÁBYRtíÐ og PENINGALAN. i Þeir sem þurfa að setja hús og aðrar eignir í eldsábyrgð, eða J fápeningalán út á fasteignir, geta snúið sjer til mín. EINAR ÓLAFSSON, Skrifstofu ,,Baldurs,“ GIMLI, MAN. ÓYIÐJAFNANLEG KJÖRKAUP Á BÓKUM framlengd um nokkrar vikurA 30 til ðo prósent afsláttur. Lesið eftirfylgjandi verðskrá: Uirele Tom’s Cabin, eftir H. B. Stowe IOC. Hidden Hand, eftir Mrs. E. D. E. N. Sauthworth io.c. Self-Made, ,, tvær bækur 150. Hovv Christianity Began, eftir William Burney ioc.. Advancement of Science, eftir Prof. John Tyndall 15C. Christianity and Materialism, eftir B. F. Underwood 15.C. Common Sense, cftir Thomas Paine ISC- Age of Reason, Kftir Thomas Paine w 15c. Apostles of Christ, eftir Austm Holyoake 0.5C. The Atonement, eftir Ch. Bradlaugh 05C. Blasphemy and the Bible, cftir C. B. Reynolds. 05C. Career of Religious System, eftir C. B. Waite. 050. Christian Deity, eftir Ch. Watts , 05c* Christian Mysteries °5.c* Christian Scheme of Redemption eftir Ch. Watts; 05C. Christianity—- eftir D. M. Bennett c 5c. Daniel in the Lions’ Dæn, eítir D. M. Bennett 05,0; Giordano Bruno, æfisaga hans, kenningar og píslarvættisdauði 05C. Last Link in Evolution, eftir Ernst Ilaeckel 05C. Liberty and Morality, eftir M. D. Convvay 05C. Passage of the Red Sea, eftir S. E. Todd 05C. Prophets and Prophesies, eftir John E, Remsburg 05C. Science and the B.ible. Antagonistic, eftir CJi. Watts. 050. Science of the Bible Qiþi Superstition Displayed, eftir William Pitt 05C. Twelve Apostles,eftir Ch. Bradlaugh 05C. What did Jesus Tcach ? eftir Ch.. Bradlaugh 05C. Why don’t God kill the Devil ? eftir M. Babcock loc. Allar þessar ofantöldu bækur $2.00 Jeg borga póstgjöld til hvaða staðar sem er, 1 Canada eðan. Bandartkjunum. PÁLL JÓNSSON,. 65.5 Toronto S.t„ WINNIPEG, MAN. ivcEXdax BŒKUR! HEIMSPEKISLEGS, VÍSINDALEGS, STJÓRNFRŒÐISLEGS, OG TRÚARBRAGÐALEGS EFNIS. WHAT IS RELIGION ? Sfð- asta ræiða Ingersolls. Vcrð icc. DESIGN ARGUMENT FAL- ACIES.eftir E. D.Macdonald 25C. WISDOM OF L.IFE, eftir Arth- ur Schopenhauer. — Verð 25C. RITVERK Charlcs Bradlaughs, með mynd, æfisíigu, og sfigu um baráttu hans { enska þinginu. Verð : í skrautbandi - - $1.10 í kápu - - - 500. FÓRCE AND MATTER : or Principles of the Natural Order of the Universe, with a System of Morality based theron, eftir Prof. Ludwig Buchner. Með mynd. Verð: £ bandi - * $110 MEN, WOMEN, AND GODS, eftir Helen H. Gardener. Með formála cftir Col. R. G. Ingersoll, og mynd höfunnarins. Þessi bók er hin langsnjailasta sem þessi fræga kotia hefir ritað. Verð : í bandi $i. 10, f kápu 50C. PHILOSOPHY of SPIRITUAL- ISM, eftir I'rederic R.Marvin. í bandi. Vei-ð;.....................50C. PULPIT, PEW.and CRADLE, eftir Helen H. Gardener. í kápu. Vcrð: ioc. God aud My Neiglibour eftir Robert Blatchford á Eng~. landi, sem e.r höfundur að v>Merrie. England,” ,,Britain for British,‘c o.fl, Bókin er 2QO> bls. á stærð., prentuð með skfru letri á góðam pappfr. Bókin er fram.úTskatanicfc. vel rituð, eins öll ritverk Robert. Blatchfords. Verð: f bandi $1.00 t kápu 5oc, ADAM’S DLARY, eftir Mark Twajn 0 0 EVE’S DIARY, eftir Mark Twain $1.00 EXAMIN ATION OF THE PROPHECIES—Paine 15C- I Is the God of Jsrael the True God? • ! eftir Israel W. Groh. 15C. . i Ritverlí Voltaires: VOLTAIkEIS ROMA'SCES. Ný útgáfa f bandi .. $1.50, Micromegas. í kápu * 250,. Man of Forty Crowns 250,. Pocket Theology 250. Letters on the Christian Religion,, með myndum af M.de Voltaire. Francois Rabelais, John Locke, Peter Bayle, Jean Meslier og Benediqt Spinoza. 25C., Philósophy of History 25C. Ignorant Philosoplier, wacð mynd- I um af René Deseartes og Benc~ I dict Spinoza. 2 50. j Chinese, Catecism 25C... Sentið pantanir yðar til PÁLS JÓNSSONAR,. 655 Toronto St. WINNIPEG, ---- MANÁ

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.