Baldur - 26.04.1907, Page 4
4
BALDUR, 26. aprIL 1907.
Trúfrelsið.
Á fyrri öldum skifti löggjöfin
sjer af miklu fleiri málum, en hún
gjörir nú á dögum. Þar á meðal
var trúin. Það er fyrst með
stjórnarskránni 1874, að trúfrelsi
er löghelgað hjer á landi, það er
að segja löghelgað á pappfrnum.
Samkvaemt konungalögunum 1665
var það beinlínis s k y 1 d a, að
vera Lúterstrúar, og það var blátt
áfram hegningarvert að vera ann-
arar trúar. Reyndar voru ýmsar
undanþágur veittar frá trúarskil-
yrðinu hjer á landi, og mest af
fjárhagsástseðum.
Trúfrelsið fslenzka er f raun og
veru varla nema pappírsfrelsi og
hlýtur að vera það svo lengi sem
ríkið verndar og styrkir eitt trúar-
fjelag fremur öðru. Önnur trúfje-
lög eiga að vfsu rjett á að fá viður-
kenningu fyrir tilverurjetti sfnum,
og rjett til þess að vera f landinu,
ef þau kenna etiga þá lærdóma,
sem strfða gegn lögum og velsæmi.
En þau fá engan styrk af almanna-
fje. Þjóðkyrkjan þar á móti á,
samkvæmt stjórnarskránni, styrks
rjett og verndunar af hálfu rfkis-
ins, og ckki nóg með það. Þótt
menn hafi sagt sig úr þjóðkyrkj-
unni, þá verða þeir samt að gjalda
til hennar þar til þeir hafa sannað,
að þeir hafi gengið f annað viður-
kennt trúarfjelag. Á þenna hátt
lafir fjöldi manna f þjóðkyrkjunni,
án þess, að hann trúi kenningum
hennar eða á nokkurn hátt sje
hlynntur henni. Þetta skapar að
eins ytra band milli kyrkjunnar
og einstaklingsins. — I'róðlegt
væri að vita, hversu margir hjer á
landi teljast til þjóðkyrkjunnar,
eingöngu fyrir þá sök að þeir eru
orðnir því vanir, hafa verið upp-
aldir f henni og sjá sjer ógagn f
því að segja sig úr henni, af ytri
ástæðum. T. d. erviss trúarjátn-
ing f orð. kveðnu heimtuð, til þess
að fá veitingu fyrir ýmsum em-
bættum hjer á landi, og enginn
getur því þjónað þeim eða fengið
veitingu fyrir þeim, sem eigi játar
kenningum þjóðkyrkjunnar, enda
vafasamt, hvort nokkur ‘vantrúað-
ur‘ maður lögum samkvæmt gæti
fengið embætti hjer á landi. Em-
bættismenn eiga scm sje að vinna
eið að því, að halda stjórnarskip-
unarlög landsins (embættiseiðinn).
Þessu mun að vfsu ekki strangt
fylgt fram, en það sýnir einungis,
að lffið fær menn stundum til að
vfkja frá rjettarreglunum, af þvf
að þæreru óheppilcgar eða ómögu-
legt að halda þær. Það má í. d.
fyrst benda á það, að ráðherra ís-
lands yrði samkvæmt núgildandi
rjettarreglum, að vera meðlimur
þjóðkyrkjunnar. Æðsta stjórn
kyrkjumála er f höndum hans, og
mundi því vera talið algjörlega ó-
viðurkvæmilegt, að hann væri op-
inberlega fylgjandi annars trúar-
fjelags. Skólastjórar við þá skóla,
þar sem trúfræði er kennd, eiga
Ifka vafalaust að vera evangelisk-
lúterskir og allir barnakennarar,
því að trúfræðikennslan er einmitt
aðalþungamiðjan í undirbúningn-
um til fermingarinnar, í barnaupp-
fræðslunni.
Vafasamt er það enn fremur,
hvort dómarar þurfi ekki að vera
vissrar trúar, án tillits til embætt-
iseiðsins, sem áður hefir verið tal-
að um. Þeir verða að eiðfesta
menn, en eiðurinn byggist einmitt,
eins og eiðstafurinn hljóðar nú, á
trúarkenningum kyrkjunnar, og
yrði því hugsunarrjett að krefjast
þess, að dómarinn tryði þessum
kenningum.
Hjer má cinnig benda á það, að
kennsla í trúfræðum þjóðkyrkjunn-
ar er lögboðiti f barnaskólum. Af
þessu leiðir, að foreldrar, sem ekki
hafa efni á að kosta uppfræðslu
barna sinna á annan hátt, en að
láta þau sækja skólana, og þeir eru
margir, verða að hlfta þvf, aðýms-
um trúarkenningum sje þar troðið
í börnin, sem foreldrarnir alls ekki
trúa, og ef til vill kenna þeirbörn-
unum allt annað um þau efni, svo
að börnin vita ekki hvoru þau eigi
að trúa heldur, því sem skólinn
kcnnir þeim, eða þvf sem foreldr-
arnir kenna þeim.
Ýms fleiri dæmi mætti nefna.
Þessi ættu að vera nægileg tilþess
að sýna, að núgildandi löggjöf
fullnægir hvorki þeim kröfum, sem
eftir hlutarins eðli og núverandi
menningarstigi ætti að gilda, nje
heldur ákvæðum stjórnarskrárinn-
ar. Þar stendur, að enginn skuli
missa rjett til nokkurra borgara-
legra cða pólitiskra rjettinda fyrir
sakir trúar sinnar. Þessu er ekki
unnt að fylgja, á meðan rfkið hcfir
eitt trúfjelag á kostnað annara.
Af þcssu sjezt, að trúf relsi og
fijóðkyrkja eða ríhiskyrhja e,ru
ósamrýmanleg liugtök.
Enn fremur ná lögin frá 19. febr.
1880 um borgaralegt hjónaband,
allt of skammt. Eftir þeim lögum
geta hjónaefni gift sig löglega án
kyrkju'eg 'ar athafnar, ef þau eru
ekki játendur sama viðurkennda
trúarfjelags eða alls einskis trúar-
fjelags. Annars eru þau neydd-
til að láta prestinn gefa sigfhjóna-
band. Öllum ætti að minnsta
kosti að vera leyft að giftast borg-
aralegu hjónabandi.
Þá eru ákvæði hegningarlaganna
um refsing fyrir guðlast nokkuð
gamaldags og jafnvel hlægileg.
Nútfðarmönnum þykja nú galdra-
brennur og trúarofsóknir miðald-
anna bæði hlægilegar og bera vitni
um grimmd og heimsku þeirra
manna, er þá lifðu, en þeir geta
eflaust gjört ráð fyrir þvf, að fram-
tíðin muni ekki síður kýma af
refsiákvæðum núgildandi laga fyr-
ir guðlast. Refsiákvæði hegning-
arlaganna um guðlast, hafa ekki
heldur verið látin sofa í danska
ríkinu. í Danmörku hafa nokkr-
ir slíkir dómar verið dæmdir nú á
síðustu árum, og f fyrra vetur var
maður hjer f Reykjavfk dæmdur
fyrir guðlast, eins og mcnn mun
reka minni til. Reyndar var hon
um sektin gefin upp, en það hefir
víst meðfram verið af þvf, að menn
i hafa talið hann citthvað smágeggj-
aðan, en ekki eingöngu af þvf, að
menn vildu ekki beita lögunum
eftir ‘orðanna hljóðan1.
[Eftir Fjallk.
Stökur.
m
Vetrar galla, fyr sem fól,
fá þá allir lfta,
nú er að falla fyrir sól
fönnin mjallahvfta.
Kraftar myndast kaldri fold,
klaka hrinda görmum ;
visinn rinda og vota mold,
vorið bindur örmum.
Báran sanda sólgyllt þvær,
saman blandar straumum.
Vorsins andi viðum hlær
vekur land af draumum.
Hulda.
Til Jóns Stefánssonar,
eftir að hafa lesið
“Fuglinn minn smái“.
m
Syngdu oft f sama tón,
sumar, haust og kaldan vetur;
þjer jeg færi þakkir, Jón,
þú hefir sjaldan kveðið betur.
Finndu vorið fyrir mig.
Fáðu efni að ljóðum þfnum.
Láttu eggin eiga sig
og Auðunn gamla á ferðum
sfnum.
HULDA.
Lengi lifi landinn!
Þjer, sem þjáist af einhverjum
veikleika og þar af leiðandi þarfn-
ist meðala, 'Sendið tafarlaust
pantanir til mín, svo að jeg gcti
sameinað þær og sent til niNS
GóDKUNNA Lundins-fjelags f Chi-
cago, sem ávalt hefir þessi ein-
kennilega góðu meðul tilbúin eftir
‘ordum‘. Föntunum þurfa ekki
að fylgja peningar en áreiðanleg-
lieit.
Með kæru þakklæti til allra við-
skiftavina minna fyr og sfðar.
SV. BJÖRNSSON.
GIMLI,-----MAN.
Veitið athygli.
Vantar að kaupa nokkrar lóðirá
Gimli, ef verð og skilmálar er
sanngjarnt.
* ¥ *
Hús tekin f eldsábyrgð.
G. Thorsteinsson.
Gimli,-------Man.
Aldur Sedrusviðarins skiftir þús-
undum ára. Ekkert trje veitir jafn
mikla forsælu, og það er mælt að
þau deyi aldrei nema af völdum
eldiriganna eða axarinnar.
Sagt er að i Japan komi fyrir
500 jarðskjálftar árlega.
“MOTSAGNIR
BIBLIUNNAR“
eru til sölu hjá undirri uðum,
Verð 25 cts.
E. ÓLAFSSON.
Gimli -Man
Eftirfylgjandi menn eru um-
boðsmenn Baldurs, og geta
þeir, sem eiga hægra með
að ná til þeirra manna heldui
en til skrdstofu blaðsins, af-
hent þeim borgun fyrir blaðið og
áskriftir fyrir því. Það er ekkert
bundið við það, að snúa sjer að
þeim, sem er til nefndur fyrir það
pósthjerað, sem maður á heima f.
Aðstoðarmenn Baldurs fara ekki í
neinn matning hver við annan í
þeim sökum:
Jóhannes Grfmólfsson - Hecla.
Stefán Guðmundsson - Ardal.
Sigfús Sveinsson - - - Framnes.
SigurðurG Nordal - - Geysir.
Finnbogi Finnbogas.- Arnes.
Guðlaugur Magnúss. - Nes.
Ól. Jóh. Ólafsson.....Selkirk.
Sigmundur M. Long - Winnipeg.
Sveinn G. Northfield - Edinburg.
Magnús Bjarnason - - -Marshland
Magnús Tait ------ Sinclair.
Björn Jónsson ----- Westfold.
Pjetur Bjarnason -----Otto.
Helgi F. Oddson - - - Cold Springs
Jón Sigurðsson........Mary Hill.
Ingin.undur Erlendss. - Narrows.
Freeman F'reemans. - - Brandon.
Guðmundur Ólafsson - Tantallon.
Stephan G.Stephanss. - Markerviiie
F. K. Sigfússon. Blaine, Wash.
Chr. Benson. - - - Pcint Roberts
TIL SÖLU.
Bújörð með öllu tilheyrandi ná-
lægt Geysir P. O., og sömuleiðis
lönd f nánd við Gimli.
E. ÓLAFSSON.
Skrifstofa Baldurs.
GIMLI. —— MAN
Maí 1907 •
s. M. Þ. M. F. F. L.
I 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 3i
Tunglkomur.
Sfðasta kv. 4. kl. 3, 24 m.
Nýtt t. 12. kl. 2, 30 m.
Fyrsta kv. 20. kl. 2, 30 m.
Fullt t. 27. kl. 7, 49 m.
ÁGRIP AF HEIMILISRJETT-
ARREGLUGJÖRÐ FYRIR
CANADA-NORÐVESTUR-
LANDIÐ.
jþær ’sectiomV f Manitoba, Sas-
katchewan og Alberta, sem
númeraðar eru með jöfnum tölum,
og tilheyra Dominion stjórninni
(að undanskildum 8 og 26 og öðru
landi.sem ersetttil síðu),eru á boð-
stólum sem heimillsrjettarlönd
handa hverjum (karli eða konu),
sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá,
og handa hverjum karlmanni, sem
hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og
handahverjumkarlmannisem eryfir
18 ára að aldri; 160 ekrur eða %
úr ’section* er á boðstólum fyrir
hvern um sig.
Menn verða sjálfir að skrifa sig
fyrir því landi, sem þeir vilja fá, 1
landstökustofu stjórnarinnar, í þvf
hjeraði sem landið er f.
Sá sem sækir um heimilisrjett-
arland getur uppfylgt ábýlis-
skylduna á þrennan hátt:
1. Með þvf að búa f 6 mánuði
á landinu á hverju ári f þrjú ár, og
gjöra umbœtur á þvf.
2. Með þvf að halda til hjá
föður (eða móður, ef faðirinn er
dauður), sem býr á landi skammt
frá heimilisrjettarlandi umsækjand-
ans.
3. Með þvf að búa á landi,
sem umsækjandinn á sjálfur f nánd
við heimilisrjettarlandið sem hann
er að sækja um.
# T
S | he
l SELKIRK
$ LAND & IN-
VESTMENT
CO., LTD.
t
*
t
t
t
*
t
i
t
t
SELKIEK,
TÆ^VISriTOBVV.
VERZLAR MEÐ
FASTEIGNIR: HÚS
OG LÖND, í BŒJUM
OG ÚT í BYGGÐUM.
ELDSÁBYRGÐ,
LÍFSÁBYRGÐ
' OG
PENINGAR TIL LÁNS.
5
5
#
#
t
t\
t\
fl
t
Œ1 A. GEMMEL,
4) IÆ^3ST^.C3-Em. ^
Sex mánaða skriflegan fyrirvara
þurfa menn að gefa Commissioner
of D:minion lands f Ottawa um
að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir
heimilisrjettarlandi.
\V. \V. CORY,
Deputy of the Minister of he Interior
60 YEAR8'
EXPERIENCK
Trade Marks
Designs
Copyrioht* Ae.
yono senrtlng a eketrh and deBcrlptlon may
kly ftscertain onr opinion free wnetner an
ntion is probably pateiit«hle. Communicii-
iBtrlctly conðdentlal. HANDBOOK on Patente
free. OMest ncency forsecurlDB-patentB.
tents taKen tbrouffh Mnnn & Co. reaelre
al notice, wlthout charjíe, In the
cieníífíc Bmcrican.
mrtmnnolr lllnatrated weekly. elr-
tlon of nnj Bcientlflo tournal. Terms. »3 a
- íonr montha, tL Sold by all new,rtoaler».
IMM P Po ílfi t Rrnadwav. Nouu Ynrlf
& T)r. 0. Stephensen
S 643 Ross St.
J WINNIPEG, MAN.
JQT Telefó n nr. 1498.