Baldur


Baldur - 24.05.1907, Blaðsíða 4

Baldur - 24.05.1907, Blaðsíða 4
4 BALDUR, 24. maí 1907. Leikfimi. Hugsið um börnin ykkar. Börn, sem eru að vaxa, geta alls ckkiveriðán mikillar hreyfing- ar, þar sem hver einstakur hluti líkamans er f þvf ástandi, að hann verður að hafa hraða blóðrás, ef þroskinn og þróunin á að geta komið að tilætluðum notum. Ein- asta ráðið til að fá blóðið í nægi- lega hreyfingu, er, að iðka lfkams- æfingar, leiki, leikfimi, hlaup, o, s. frv. Börnum er meðfædd þrá og hvöt til að hreyfa sig; þau geta helzt aldrei kyr verið. Því betra tækifæri, sem börnin hafa í upp- vextinum, til að uppfylla þessa þrá, þess kröftugri og betri grund- völl h'laða þau undir he'lsu sfna allt lifið. Oft og einatt hefi jeg heyrt foreldra taka svo til orða : “Það eru aum vandræði með þetta barn, það gildir einu hvað mikið það borðar, samst þrffst það ekki, það getur heldur aldrei nokkra stund kyrt verið“. Svo kaupa foreldrarnir barnið til að vera stillt (sem svo er kallað), dálitla stund, annaðhvort með sælgæti eða álfka meðulum, og þegar þeim þykja ó- lætin úr hófi keyra, þá beita þau vcndinum að gömlum vana. En því fer betur, að vöndurinn erekki eins mikið notaður nú sem áður, — enda ættu allir foreidrar að var- ast að beita þessum uppeldistækj- um. Er það ekki innilegasta og bezta ósk foreldranna, að börnin þeirra sjeu heilbrigð á sál og lfk- ama og dafni vei ? Foreldrarnir geta verið viss um, að þegar börn- in vilja leika sjer dg ólmast, þá fara þau eftir sfnu rjetta eðli. Er það ekki ónáttúrlegt, þegar börn t. d. frá 8—12 og 14 ára aldri fást ekki tii að fara út og lcika sjer, heldur eru inni og h'ggja f bókum eða sauma, þann tfma, sem þau hafa frf og ættu að hreyfa sig? — Þetta þykir sumum foreldrum ákaf- lega vænt urn, og hugsa jafnvel, að þetta barn hljóti að verða ‘geni' (í einhverja átt) með tfrnanum, — en það fer stundum öðruvfsi en ætlað er, fyrir þessum blessuðurr börnum, — þvf þetta er vanalega byrjun til blóðleysis eða annars lasleika. Þessi dæmalausa kyrseta á ekki við mannlegt eðli, og sfst barnanna ; þau missa og við kyr- scturnar ýms efni úr blóðinu, sem eru nauðsynleg til að halda heilsu og ná eðlilegum þroska, og svo verða þessi veslings börn (eða unglingar) að taka ‘pillur' og ‘púl- ver‘ sjer til hjálpar, enda þótt bezta meðalið væri auðvítað hreyf- ing og útivist. En væri það ekki betra og skynsamlegra af foreldr- um, að fá börnin þcgar í byrjun til að vera úti og leika sjer svo langan tfma af deginum, sem þau geta ? Jú, það er vfst, að þá mundu börnin ekki vcrða aumingjar af blóðleysi eða taugaveiklun, Börn, sem ganga á skóla, og eru þar 4 og 5 stundir á dag, fara sfðan heim og lesa undir morgundaginn í Iengri eða skemmri tfma. Það gctur þó hver heilvita maður sjeð, að barnið þarfnast nauðsynlega úti- lofts og hreyfingar, eftir þessa innivist, þótt það fái dálitla hvfld f skólanum, sem svarar 5 til 10 mfn. af hverjum tíma. Barnaskóli Reykjavíkur er sá eini skóli hjer í bæ, sem lætur kenna leikfimi nem- endum sfnum, enda lfka er það sú grein, sem líkaminn naumast má án vera. Heilbrigt hjarta og heili geta ekki haft bústað f veikluðum líkama. Um fermingaraldur velja flestir sjer starf, sem þeir svo reyna að læra svo vel, að þeir geti haft það fyrir lífsstarf, og þar af leiðandi til lffsviðurhalds. Margar af þessum lffsstöðum eru nú þann- ig lagaðar, að það fylgir þeim á vissan hátt nægileg hreyfing, (en ekki heldur nema á vissan hátt) t. d. trjesmiður, — þeirra hreyfing er að mcstu leyti f þvf innifalin, að hfiggva og hefla, og hvorugt getur maður gjört án þess að vera meira eða minna fboginn við vinn- una. Þannig er það með flesta og þvf nær alla vinnu, að maður get- ur ekki fullnægt hlutverkinu, án þess að vera meira og minna fbog- inn, og á endanum fær maður þannig lagað innsigli af þeirri vinnu, sem maður gengur að, ,að það er hægt að sjá á Ifkama og limaburðum hvaða starf maðurinn stundar. En tcikum nú t. d. þá, sem ganga að skrifstofustörfum, bóknátni, saumum eða annari inni- vinnu ; þeir verða vanalega fölir og heilsuleysislegir útlits; fá oft boginn hrygg og framslútandi höf- uð og axlir, vegna þess að vöðv- arnir, bæði á hryggnum og annar- staðar á Ifkamanum, missa mátt sinn af 'ofiftílli brúkun, jafnframt veikjast lungun og meltingarfærin, og þar af lerðandi verður hjartað og taugarnar veikari fyrir og mót- tækilegri fyrir sjúkdóma. Eina ráðið til þess að halda fallegum og beinum vexti, eða ti'. að ná honum nokkurnveginn aftur, ef hann miss- ist, er, að iðka leikfimi; með þvf styrkjast allir vöðvar, liðamót og sinar, — f stuttu máli gjörir leik- fimi bæði sál og lfkama þannig úr garði, að sá eðasú, sem iðkarþessa grein rjettilega og gjörir sjer far um að gjöra æfingarnar rjettar, er fær um að vinna að sfnu starfi, hvað sem það nú er, án þess að verða boginn eða stirður; þvert á móti verður sá, er, iðkar leikfimi, lipur og Ijettur á sjer, fallegur í öllum sínum hreyfingum ; hann verður harðgjör, þolnari og sterk- ari, fær góða meltingu og styrkar taugar, og hefir meira mótstöóuafi gegn sjúkdómum. Þetta er löngu sannað frá líffræðinnar sjónarmiði. L. f Lögrj. Heirnska kjósendanna. (Eftir N. Y, World)—Free Pr. m Hvað mundu New York-menn s^gja um bankastjóra, sem rjeði til sfn innbrotsþjóf til þess að ræna bankann sinn ? Hvað mundu þeir hugsa um kaupmann, sem rjeði til sfn þjóf til þess að stela úr búðinni frá sjer ? Hvað mundu þeir hugsa um lög- mann, sem hefði það fyrir reglu að fásjermann til að múta dómnefnd- inni til að vera á móti sjer? Þeir mundu segja að bankastjór- inn, kaupmaðurinn og lögmaður- inn væru algjörðir vitfirringar, sem ættu að vera á vitfirringaspítala. En á þennan hátt hagar samt fólk- ið í Nevv York sjer í opinberum málum. I reiði sinni út af svikum lífsá- byrgðarfjelaganria og prettvfsi stjórnardeildarinnar sem yfir þeim átti að vaka, hafa þeir neytt lög- gjöfina til að gjöra ný lög áhrær- andi fjelögin. Þessi lög eru ónýt nema þeim sje framfylgt. Fólkið kaus Charles E. Hughes til að framfylgja þeim, og svo sendir það menn af sama tagi og Raines, Graby og McCarren til cfri mál- stofunnar, til að taka fram fyrir hendurnar á rfkisstjóranum, svo hann skuli ekki geta sett.þá mcnn úr embættum, sem láta framfylgja lögunum ábyrgðarfjelögunum í hag og almenningi f óhag. Gæti póli- tisk afskiftasemi verið klaufalegri. Menn hrópa um fjárdrátt, um óráðvendni og ráðrfki af hendi stofnana sem almenningur hefir skifti við. Þeir heimta kröftugar fyrirskipanir frá rfkinu almenningi til verndar. Og svo kjósa þeir til þings undirgefna og margkeypta þjóna fjárglæframannanna, svo að það skuli ekkert geta orðið úr framkvæmdum í þá átt, að koma þessum fyrirspurnum í fram- kvæmd, Þeir heimta að fá það sem þeim beri, ogþó stokkaþeir spilinþann- ig, að þcir skuli fá hrökin. Þeir setja ræningjann f bankann, þjóf- inn i búðina og mútumangarann f dómnefndina, og eru svo hissa á afleiðingunum. Islenzkt Skólamáí. Sameiginlegt ‘picnic* fyrir nokkra skóla f Norður-Nýja-íslandi 15. júnf. Eitt af því scm hefir reynst á- gætt meðal til að glæða einingu og áhuga í skólunum, eru hinir árlegu leikfundir, -sem ýmsir skólar hafa haldið f sameiningu hjer og þar um landið. Unglingar frá nokkr- um skólum korna saman tiltekinn dag, til að skemmta sjer með alls- konar íþróttum. Síðastliðið ár var þesskonar skólamót haldið að Geysir, og tóku þrír skólar þátt f þvf, og 15. júnf næstk, verður í annað sinn haldið samskonar skóla- mót, sem ætlast er til að 5 — 6 skólar taki þátt í. Leikir af ýmsu tagi eíga að hafast um hönd, og verðlaun verða gefin fyrir flýtir og kunnáttu, Nytsemí svona funda ætti öll- um að vera augljós. Fyrir utan það scm þeir gefa bina beztu skemmtun fyrir alla sem viðstadd- ir eru, fara þar fram nytsamlegar æfingar. Tölur verða og fluttar f því augnamiði að örva*unglingana til atorku og framtakssemi. Ef þessu fyrirtæki á að geta reitt vel af, er nauðsynlegt að foreldrar barnanna hjálpi kennaranum f að hafa allt scm bezt undir búið. Ekk- ert aðgöngugjald verður tekið, og allir eru þar velkomnir, ungir og gamlir. Það er búiztvið að skóla- umsjónarmaður E. E. Best, frá Winnipeg, verði viðstaddur oghafi yfirstjórn á hendi. Frá fregnrita að Geysir P. O, SUNDURLAUSIR ÞANKAR. m Carnegie segir að það sje glæp- ur að deyja ríkur. Rockefeller tekur peningana af fólkinu svo þ; ð fremji ekki glæp þegar það deyr. Þeir segja að Rockefcller hafi svo mikla peninga, að hann geti ekki etið. Stundum get jeg ekki etið fyrir peningasakir. Sá scm framfylgir þvf sem hann prjcdikar, scgir aldrei neitt. Vjer sendum trúboða til Kfna til að gjöra Kfnverjana svo góða að þeir fari til himnarfkis, samt viljum vjer ekki hafa þá í þessu landi. I Chicago eru yfir 7000 vfn- drykkjuhús, og 3500 lögregluþjón- ar, þ. e. a. s. tvö vfndrykkjuhús fyrir hvern lögregluþjón. í Mil- waukee eru íjögur vfndrykkjuhús á móti hverjum einum lögrcghiþjón. — Chicago á eftir að fara fram. Ef maður í Missouri á sex kon- ur, er hann sendur f tugthúsið. En ef maður f Utah á sex konur, er hann sendur á þing. í Japan er hægt að fá konu fyr- ir 50 cent. Af 198 þingmönnum á Finn- landi cru 19 konur, og af þeim aftur 9 Iögjaínaðarkonur (sósfalist- ar). [í Finnlandi eru nú hlutfalls- kosningar]. Síðastliðin 40 ár hafa meira en 4,000,000 manna flutt burt af ír- landi. Portúgiska er töluð af 1 miljón manna f Portúgal, en af 11 miljón- um í Brasilfu. f New York búa nú flciri ír- lendingar en í Dublin, fleiri ítalir en í Flórens, fleiri Pólverjar en í Warschau og fleiri Gyðingar en f Jerúsalem. “MOTSAGNIR BIBLIUNNAR“ cru til sölu hjá undirri uðmn, Verð 25 cts. E. ÓLAFSSON. Gimli -- Man Maí 1907. s. M. Þ. M. F. F. L. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 2 5 26 27 28 29 30 3i Tunglkomur. Sfðasta kv. 4. kl. 3, 24 m. Nýtt t. 12. kl. 2, 30 m. Fyrsta kv. 20. kl. 2, 30 m. Fullt t. ' 27. kl. 7, 49 m. ÁGRIP AF HEIMILISRJETT- ARREGLUGJÖRÐ FYRIR CANADA-NORÐVESTUR- LANDIÐ. J)ær ’sectionir' í Manitoba, Sas- katchewan og Alberta, sem númeraðar eru með jöfnum. tölum, og tdheyra Dominion stjórninni (að undanskildum 8 og 26 og öðru landi,sem er sett til sfðu),éru á boð- stólum sem heimillsrjettarlönd handa hvcrjum (karli eða konu), sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handa hverjum karlmanpi, sem hefir fjölskyldu fyrir að sjá, og handahverjumkarlmannisemeryfir 18 ára að aldri; 160 ekrur eða % úr ’section* er á boðstólum fyrir hvern um sig. Menn verða sjálfir að skrifa sig fyrir þvf landi, sem þeir vilja fá, í landstökustofu stjórnarinnar, í því hjeraði sem landið er 1. Sá sem sækir um heimilisrjett- arland getur uppfylgt ábýlis- skylduna á þrennan hátt: 1. Með þvf að búa f 6 mánuði á Iandinu á hverju ári í þrjú úr, og gjöra umbœtur ú þvf. 2. Ivleð því að halda til hjá föður (eða móður, ef faðirinn er dauður), sem býr á landi skammt frá heiinilisrjettaríandi umsækjand- ans. 3. Með þvf að búa á landi, sem umsækjandinn á sjálfur f nánd við heimilisrjettarlandið sem hann er að sækja um. Sex mánaða skriflegan fyrirvara þurfa menn að gefa Commissioner of D'minion lands f Ottawa um að þeir vilji fá eignarbrjef fyrir heimilisrjettarlandi. W. w. CORY, Deputy of the Minister of he Interior 60 YEARO# EXPERIENCE Tradf. Markb DE3IGN8 COPYRIGHTB &C. Anyone eendlns a sketch and descriuUon snay quickly nacertutn oht o)>inton froe whothor aa tnvent.ion ia probably pntontable. Coimnunirft- ttonsHtrtctlyconfldentlal. HANDBOOK on Uate#U í'ínt free. Oldcst nH’enoy for BeourtriR patenta. Patenta taken tnrouRh Munn & Co. recelye tpeclal rwtice, wlthout charge. in the Sdentific ílierlcan. andaoirjoly lHiistrated weekly. J.argest ctr- ition «>f nny sclentlflO journal. Terina. $3 a r ; four months, $L fiold byall newsdealera. ........ “ 1 Uaw Vnrlr T)r. O. Stephenaen■ 643 Ross St. WINNIPEG, MAN. Telefón nr. 1498.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.