Baldur


Baldur - 05.09.1907, Qupperneq 3

Baldur - 05.09.1907, Qupperneq 3
B A L D U R. V. ár, nr. 28. öðrum Iðndum. Austur-íslending- ar eru lfka farnir að sjá að meðal þeirra, sem hafa farið vestur um haf, eru margir nýtir og góðir drengir, sem íslandi væri upp- bygging í að hafa, og ef það nö orðið ýmsum af þeim, er bera framtfðarhag íslands fyrir brjósti, áhugamál, að f& eitthvað af þessu fólki til að flytja heim aftur. Reynslan hefir sýnt þeim, að þeir menn, sem eftir nokkurra ára dvöl 1 Amerfku koma til íslands aftur, koma með meira en það og það mannsliðið; að þeir koma t. d. með nýjar og betri vinnuaðferðir, er þeir geta kennt mönnum, og & þann hátt orðið landi og þjóð til ómetanlegs gagns. í stuttu máli er sfi breyting á orðin, að f staðinn fyrir ríg þann og misskilning, er átti sjer stað milli Austur- og Vestur-íslend- inga-, er nft kominn velvildar- og bróður-hugur. í staðinn fyrir að lfta mcð óvild og tortryggni á vesturferðir og vesturfara, eru Austur-fslendingar nú farnir að hugsa um það, með skynsemi og stillingu hvernig Austur og Vest- ur-íslendingar mættu verða hvorir öðrum sem mest til uppbyggingar; hvernig hólzt mætti snúa vestur ferðunum íslandi og fslendingum til heilla. Tvær eftirfarandi greinar, sem komu út í "Lögrjettu", eru hjer teknar upp til að sýna hve algjörð ri breytingu hugsunarhálftur manna & íslandi, gagnvart vesturferðum, hefir tekið nú f seinni tíð. Fleiri greinar, sama efnis, hafa birzt í íslandsblöðunum, og lýsa þær sama hugsunarhætti. Um það, hve framkvæmanlegar sumar til- lögurnar, sem koma fram f grein- um þessum, eru, m& sj&lfsagt dcila; en þær eru skrifaðar f rjettum anda, og benda f rjetta átt. Þær benda & þennan þrefalda leika : að þeir Vestur-íslendingar, sem heim kunna að flytja, eru Ifk- legir til að verða íslandi til mikils gagns; að flestir íslendingar mundu heldur vilja búa & íslandi en f öðrum löndum, ef Iffsskiiyrðin & íslandi væru ekki miklum mun verri en þau eru annarstaðar, og að eina ráðið til að fá burtflutta ís- lendinga til að flytja heim aftur, er að leitast við að gjöra þeim mögu- legt að lifa þar. A. E. K, Innflutningur V estur-1 sl endinga. % Avalt heyra menn almenna um- kvörtun yfir vinnufólkseklu hjer í iandi, og er það óefað að utnkvört- un sú erágóðum og gildum rökum bygð. Það ér alls ekki ætlun mfn með lfnum þessum, að útskýra hversu miklu tjóni það veldur landi og lýð, að hinar fáu atvinnu- greinar, sem f landinu eru, verða ekki reknar til fullra nota fyrir vöntun á vinnandi fólki, en hitt er áform mítt með lfnum þessum, að vekja athygli skynbærra manna á þvf, hvort ekki væri mögulegt að hlynna að þvf, að fólk flytti inn í landið, ekki útlendur ótrosalýður, heldur okkar eigið fólk, sem flutt hefir hjeðan vestur um haf. Það er alls engum vafa undirorpið, að margir íslendingar, sem nú dvelja vestan hafs, óska sjer einskis fram- ar en að vera komnir aftur heim til ættjarðar sinnar, og hefi jeg með höndum brjef frá mörgum merkum mönnum og vönduðum, sem nú búa í Amerfku, og lýsa þau öll mikilli heimþrá. En um leið má sjá það, að menn eru f vafa um, hverju sje að að hverfa, og er það að miklu leyti vor eigin sök, sem búum kyrrir hjer heima. Vjer höfum aldrei gjört okkur verulegt far um að taka vel & móti þeim fáu, sem korr.ið hafa hingað heim frá Ameríku, og enda ekki trútt um, að ferðamenn þaðan hafi mætt andköldum getsökum um, að þeir væru & mannaveiðum fyrir Canadastjórn, og hefir þvf alla jafna sá endir á orðið, að menn þessir hafa leitað til Ameríku aftur. Jeg vil nú leyfa mjer að benda &, hvort ekki sje gjörlegt, með til- styrk þings og stjórnar, að stofna öflugan fjelagsskap, sein ynni að því, að n& þeim löndum vorum, sem nú eru vestan hafs og löngun hafa til að hverfa heim aftur, þann- ig, að þeim yrði sýnd fullkomin liðsemd hjer heima með atvinnu- útvegun og fyrirgreiðslu um veru- staði, og ábýli þeim, sem óskuðu eftir að búa, og að öðru leyti bætt úr brýnustu þörfum þeirra, þvf bú- ast mætti við, að ekki mufidu allir þeir, sem heim kæmu, hafa svo fullar hendur fjár, að þeir gætu af eigin ramleik uppfyllt þarfir þær, sem búskapur og önnur sjálfs- menska hafa í för með sjer. Landar vorir vestan hafs verð- sann- g^ui^a sannarlega af oss, sem hjer erum heima, að vjer ekki að eins bjóðum þá velkomna til ættjarðar- innar, heldur einnig, að vjer sýn- um það í verkinu, að þeir sjeu oss kærkomnir, og fósturjörðin hefir sannarlega þörf &, að fá aftur þau börn sfn, scm hún hefir orðið á bak að sjá. Jeg vil og leyfa mjer að benda mönnum á, þótt þess ætti vart að vera þörf, hversu Vestur- íslenditigar hafa innilega tekiðþátt f kjörum voruin hjer heima, með því að senda stórgjafir hingað til Ifknar þeim, sem sorgmæddir og nauðstaddir hafa verið, og þykist jeg þess fullviss, að þar hafi marg- ur, ekki sfður en hjer, gefið af litl- um efnum, en góðum vilja. Enn fremur skal þess ekki látið ógetið, að margur landínn kemur hjeðan heiman að til Amerfku, inállaus og fjelaus, og eru landar vorir í Amc- ríku þckktir að þvf, að reynast slfkum mönnum bjargvættir. Vjer eigum alls ekki að láta það viðgangast, að vjer seilumst eftir ruslfólki frá öðrum löndum, en lát- um aftur vora eigin Ianda vestan hafs afskiftalausa, hversu innilega sem þá kann að langa aftur heim til ættjarðarinnar. Jeg skal að svo komnu ekki fara fleiri orðum um þetta mál, en vil leyfa mjer að óska þess, að mjer vitrari menn taki málefni þetta til alvarlegrar íhugunar, jafnframt þvf, að jeg geng að þvf vfsu, að landstjórn og þing styðji að því með ráðum og dáð, að íslendingar þeir, sem löngun hafa til að flytja heim aftur, geti haft að einhverju að hverfa á föðurlandi sínu. Ritað í júnímánuði 1907. Bjarni Þorkelsson. Fjelag gegn Vesturheims- ferðum. m »11 G-IMl Menn hafa á íslandi oft og ein- att kvartað yfir Vesturheimsferð- unum og skaða þeim, er af þeim leiðir, Þarf ekki um það að f&st hjer. En fnenn hefir greint tals- vert & um ráð til að afstýra þeim. Nú vill svo tii, að ýms önnur lönd kvarta yfir þvf sama, og einkum hefir Svfum staðið stuggur af hin- um miklu Vesturheimsförum það- an úr landi; kveður þar svo mikið að þeim, að kunnugir segja, að horfi til landauðnar f sumum sveit- um. Nú hafa Svfar stofnað fjelag, sem & að hafa það fyrir mark og mið að berjast gegn útflutningi fólks þaðan úr landi. Fjelagið kallast ‘‘Nationalforeningen mot emigrationen", og hefir deildir um land allt. Tillag er að cins ein króna áári, og er það gjört tilþess, að allir geti verið með f þessu þarfa^verki. hvað fátækir sem þeir eru. Væri ekki hægt að gjöra eitthvað lfkt á íslandi ? — Reyna að koma upp fjelagi með öflugum sjóð, og deildum eða erindrekum um land allt. Svo þcgar frjettist, að einhver bóndinn ætlar að taka sig upp og fara til Vcsturheims, — mætti þ& ekki reyna að hjálpa honum til þess að ná betri lífskjör- um heimaáFróni? Og einkum ætti fjelagið að láta sjer annt um að n& góðum íslendingum að vest- an; þvf þaðan hafa ýmsir nýtir menn komið aftur, menn sem hafa getað kennt frá sjer ýmislegt, er þeir hafa lært vestra og menn ekki kunnað á Fróni. Fjelagið ætti helzt að hafa deild f Winnipeg, og má telja víst, að ýmsir góðir landar vestan hafs yrðu til að styrkja það, þvf ekki eru þeir neinu bættari við það, að íslenzk höfuðból leggist í eyði og fámenni og fátækt breiðist út um sveitir á hinni fornu ættjörðu þeirra. Khöfn í júnf 1907. S. Bl. Komið til okkar þegarþjer þuríið að byggja. Við höfum allar tegundir af yið til húsa- bygginga, einnig “LATHS“, HURDIR, GLUGGA, ÞAKSPON 0(J ‘PAPPJ. Þjer sparið yður PENINGA með því að finna okkur, ef þ|éf ÞURFIÐ AÐ BYGGJA. Einnig seljum vjer HIN HEIMSFRÆGU SHERWIN WILLIAMS MAL. Tilbúin að eins ÚR HINUM BEZTU EFNUM. He has outsoared the shadow of our night; Envy and calumny, and hate and pain, And that unrest which men miscall delight, Can touch him not, and torture not again. SlIELLEY. SIGURD8S0K & THORYALDSON GIMLI,-----MAN. ^C^C&C^t^t^C&C&C^C&C^C^C&C&JC&JC&JC&J# 8> « & t§ T L rv jjijll lllUil lu J & GIMLI. —------------ MAN. Hefir ávalt 1 verzlun sinni birgðir af eftirfylgjandi vörum: 8* i> ÁLNAVÖRU BORÐDÚKA SUMARHÚFUR STÍF-SKYRTUR NÆRFATNAÐ BLANKETT SKÓFATNAÐ GROCERIES PATENT-MEÐUL GLERVÖRU stundaKLUKKUR LEIRVÖRU ' Þ 8* Þ « C§ t§ «8 «§ t§ c§ « « rS Og margt, óteljandi margt fleira. m m m Ennfremur hinar alþekktu, ágætu prjónavjelar. m m m Þessar vörur seljum við með eins tágu verði og hægt er, gegn borgun út f hönd. Komíö, sjáið og sannfærist. Við óskum viðskifta, og munum þar af leiðandi reyna að gjöra alla ánægða. THE GPXTÆXjT TXc.^A_I3IXsí G- C°. G-IMLI. 8> 8> p Þ 8» 8> Þ í 8> 8» 8» 8> Nor love thy life, nor hate; but what thou liv’st, live well. MlLTON. TIL SOLU. Undirritaður hefir til sölu bæjar- lóðir víðsvegar um Gimlibæjar- stæðið, við bæinn og sömuleiðis lönd í nánd Upplýsingar viðvfkjandi verði og skilmálum geta menn fengið hjá mjer, brjeflega eða munnlega. E. S. Jónasson. P. O. Box 95. Gimli,----Man.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.