Baldur


Baldur - 27.02.1908, Qupperneq 2

Baldur - 27.02.1908, Qupperneq 2
B A L D U R , V. ár, nr. 47. MLDOR ER GEFINN ÖT Á GIMLI, ---- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIe. BORGIST FYRIRFRAM tÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : GIMLI, TÆ^Tsr. Verð 4 smáini ang’ýsin^'im er 25 cen yrir þnmlungrlá1 kslengdar. AfsJáfcturer efinn á sfcœrr auglý8ÍDgum,sem birtaRt j" blaðnu yfir lcngri Mma. Viðvíkjanfii 11 k iim afslæfcfciog Öð^um fjármálurr biaðs- ns.eru menn bednir að snúa sjer að ráðe man,ninum. N ^ ^ ^ * 999999 Hugsum okkurl Við getum hugsað okkur ýmis- legt, en það ernáttúrlega margt af þvf vitleysa. Hugsum okkur nú samt, að við vissum dálftið f landafræði, og sl^ildurn það, hve greitt erorðið um samgfjngur milli þjóðanna, og þekktum það, sem fornfræðin og sagan bera vott um, viðvfkjandi dreifingu þjöðannaútum hnöttinn. Ef þessi skilyrði væru nógu vfða fyrir hendi, þá gætum við haft fyllri not af þvf, sem góð blöð og bækur flytja um það, sem við ber í veröldínni, og ættum auðveldara með að draga ályktanir af þvf. Hvfti mannflokkurinn er ekki að verða alveg einn um hituna, eins og nú er komið. Japanftinn, ■ með ef til vill allan þriðjung mann- kynsins að baki sjer, er greinilega kominn ti! sögunnar til skrafs og ráðagjörða með hvftu þjóðunum, og það cr kominn f þær býsna mik- iil geigur við hann. Það gagn er honum í því að vera ungur og Iftt reyndur, að hann lætur sjerásama standa hvaðan gott kemur, Það er ekki kominn í hann þessi sami rembingur, sem hvítu þjóðunum stendur svo fyrir þrifum, að Ifta hvað eina hornauga, sem ekki er komið upp með hjá þeim sjálfum. Þess vegna sendir japanska þjóðin ungmenni sfn út um allan heim, til að smala saman þeim fræðum og listum, sem fremstar þykja f því og þvf atriði. Þegar lærdómi * þessara manna er lokið, er ensrin hætta á þvf, að þeir selji rnammoni atgjörvi sitt* f öðrum löndum í hcndur. Forfeðurnir eru þeirra guðir og þjóðræknin þeirra trú, og þótt mikið sje vafalaust af öfgum innan um lofið, sem á þá er borið, þá kemur þessi hugsunarháttur þeim að góðu haldi við sjálfsvernd- un hinnar japönsku þjóðar. Af þessu er það lfka eiiímitt sprottið hvað þeir eru ægilegir gestir í öðr- um löndum, sem ginnst hafa til að veita þeim heimilisfang, f þvf skini að þeir innlimuðust þjóðlffinu, eins og innflytjendur frá öðrum löndum. Hvftu þjóðirnar eru nú rjett að vakna til meðvitundar utn þetta þýðingarmikla atriði, í sambandi við óeirðirnar á Kyrrahafsströnd- inni, — ómögulegleikann á/því, að láta borqarabrjefin, sem mon- gólskir menn taka hjer f landi, hafa nokkra þýðingu þegar til ætti að taka, þvf trúin þeirra heimtar, að þeir bregði við fyrir velferð ætt- jarðar sinnar, hve nær sem kallið kemur. Það er ekki með þessu neitt ámæli látið fylgja f þeirra garð, hvorki að andlegu eða starf- semdarlegu gildi, en þetta hlýtur bara að vera alveg ókleifur erfið- leiki á yegi þeirra hjá sjerhverri þeirri landstjórn, sem ekki er gjör- samlega kærulaus um framtíð sinn- ar þjóðar. Þetta hafa sósfalistarnir f B. C. verið að benda á, og sum austur- blöðin kannast við, en allt um það veigrar Ottawastjórnin sjer við að gjöra nokkra rögg á sig móti inn- flutningi þessa fólks. Hún þvert á móti ber vopnin á hina hvftu löggjafa í B, C , það lftið þeir reyna til að bjarga úr hættunni. Allt er þetta gjört til þess að af- stýra vandræðum , milli Englands og Japan, en þeir, setn skiljanlega súpa arðinn af þeirri vináttu, eru ensku auðmennirnir, og fyrir það skal svo fórna okkur hjerí Canada, Sje of mikið ýfst við Japanftum hjer, á England á hættu að þeir kveiki í Indlandi fyrir sjer. Rjett eins og vant er, — mörg- um fátækum fórnað fyrir fáeina ríka, og þó reynir fólkið að telja sjer trú um, að það sje frjálst í frjálsu landi. — Það er frjálst að sfriu frjálslyndisfleipri f orði, — og kúguninni á borði. Þetta er það, sem þessar útnára- þjóðir hafa upp úr þvf, að vera kjöltubörn stórveldanna, en auð kýfingarnir í stórveldunum vilja hafa jarðrfkið svona, og þeir ráða. Uppgangur gula flokksins hefir vfðari þýðingu en þetta. Ahugi Ástralfumanna fyrir þvf, að verja Japanítum landsvist hjá sjer, getur leitt til erfiðleika fyrir Eingland; og tilraunir Japanfta til að ná fótfestu f Suður-Arr.eríku hefir mikla þýð- ingu fyrir Þýzkalartd, sem lengi hefir Icitast við að smeigja sjer þar inn. Kyrrahafið má nú orðið heita hólmgöngufeldur hvfta og gula mannflokksins, og svo er að sjá sem Þjóðverjar sje þeir einu, sem nokkuð hugsa til þess, að bjóða byrginn, ef sú frjett reynist sönn, að þeir sje að kaupa Filippíneyj- arnar af Bandaríkjamönnum. Hin- ar þjóðirnar hálflúpa sig niður, ým- ist með þvf að færa inn kvfarnar, tjins og Bandarfkin, ef satt er, í þessu tilfelli, eða þá með því, að beita brögðum heima fyrir, eins og Canada gjörir nú, sem ætlar að kaupa sjer fyrir peninga svo mik- inn innflutning frá Evrópulöndun- um, að ekki verði rúm í landinu fyrir þá gulu. Þar ættum við nú þessar vestur- fslenzku hræður, að geta lesið for- lög okkar á milli línanna. Ekkert gætum við, sem fslenzkur bænda- lýður, flúið, þó við vildum. Hvar sem ónumin svæði eru nú eftir í Canada, er allt í hershöndum fyrir slafneska þjóðabálkinum. Hans innflutningur er svo óður, að af- gangurinn af öðrum innflytjendum, sem ekki fer í borgirnar, hverfur í straumnum. Við þvf gjörir eng- inn maður, meðan innflutningsmál- unum er svona stjórnað, og að stjórna þeim einmitt svona, segja þeir sem bækurnar hafa, að sje ó- hjákvæmilegt mótbragð gegn inn- flutningi mongólskra manna að vestanverðu. Þeir voru vfst heppn- ir að fá þessa afsökun, eftir allar innflutningsmála rannsóknirnar í hitt hið-fyrra, og hún verður að teljast góð, úr þvf sem komið er. Stjórnmálamönnunum dettur sein- ast af öllu f hug, að hefjast svo handa, að hagsmunir auðkýfing- anna verði í veði. Hugsum okkur ekki, að Ísleíhd- ingar færu nú að leita hjeðan úr Gallakássunni vesturá strönd í Ja- panftabálið. Það væri sannarlega að stökkva úr pottinum í eldinn. Hugsum okkur fremur, að þeir hefðu það af forfeðrum sfnum, að hrekjast alveg úr landi fyrir ofríki Haraldar, heldur en að láta kúgast af þrælum. Þá ætti hólminn gamli að vera þeim hjartfólgnasti nátt- staðurinn. FRELSISVINIR Á ÍSLANDI ! Hugsið þið betur út í þetta ástand hjerna vestra. Það er ekki ómögu- legt, að einhverntfma sjáist þess menjar. > ÞjóðRÆKNISMENN hjer vestra! Er nú ekki tfmi til þess kominn, þegar við glápum upp f gfnandi ) Ijónskjaft rammkaþólsks Austur- Evrópu menningarleysis yfir höfð- um okkar, að hætta því að ginna fólk að heiman í glötunina með okkur ? SAMTIXmGUE. » Eftir Jovi. ¥ ■ FYRSTI ATLANTSHAFS-SÆSÍMINN. Málfræðingarnir eru beðnir að afsaka kvenntegundarskortinn á þessu orðfæri. Það var próf. Samúel Morse. sem fyrstur fann upp ritsfmann, > og það er fyrst og fremst honum að þakka, að menn geta nú sent, °g fengið fregnir frá hinni hlið hnattarins á fáeinum mfnútum, en næst þvf er það að þakka hinni miklu þrautseigju Cyrus W. Field, | setn þrátt Tyrir mörg óhöpp og mótbyr tókst að leggja hínn fyrsta sæsfma yfir Atlantshafið. Cyrus W, Field, sem dó árið 1892, er af nafnkunnri ætt frá Massachusetts. Hann var einn af fjórum bræðrum, sem allir urðu þjóðkunnir menn. Sem ungur maður fór hann til New York, gjörðist þar kaupmaður og safnaði miklum auð á fáum árum, svo miklum, að hann gat hætt verzlun og lifað af vöxtum eigna sinna. Þá ásetti hann sjer að taka eitthvað annað fyrir, sem meira væri um vert en verzlunin. Þetta var árið 1853. Þá var hið volduga West- ern Union símþráðaíjelag ekki til, en þar á móti mörg smá fjelög sem áttu sfmþræði hingað og þangað um landið. Um þetta leyti voru nokkrir að ráðgjöra að leggja sím- þráð frá New York til St. John’s á New Foundland-eyjunni. Svo ætluðu menn að láta nokkur hrað- skreið gufuskip fara á milli St. John’s og Englands, og vonuðu á þann hátt að geta komið áríðandi fregnum á milli Amerfku og Evrópu á skemmri tfma en viku, eða að minnsta kosti tveim dögum fljótar en þá tíðkaðist. Þcir fóru nú og fundu Cyrus Field, í þvf skyni að fá hann til að leggja pen- inga í fyrirtæki þetta. Hann hugsaði sig um og svaraði svo: “Jeg hefi að eins eina athugasemd að gjöra. Hvers vegna má ekki leggja símþráðinn þvert yfir hafið ?“ Þessi hugsun, sem Field hafði fyrstur manna komið upp með, var rædd aftur og fram í blöðunum, bæði af lærðum mönnum og leik- mönnum. Margir hlóu að henni, og álitu að honum hefði ekki ver- ið alvara. Margir iðnfræðingar og rafmagnsfræðingar sýndu fram á, að ekki væri mögulegt að fram- kvæma þetta áform Fields, og þó að það heppnaðist að leggja þráð- inn, yrði hann algjörlega gagns- laus sem frjettafleygir. Prófessor Morse, sá hinn sami og ritsímann fann upp, hjelt þar á móti aðþetta væri framkvæmanlegt, og eggjaði Fields á að reyna það. Sumarið 1857 var fyrsta tilraun- in gjörð Sú var fyrirætlun Fields, að ferma skyldi tvö gufuskip með símþræðinum, sinn helminginn á hvort, svo áttu þau að mætast á miðju hafinu, tengja þar saman endana og stefnasvo þaðanfgagn- stæðar áttir, annað til Vaienciafló- ans á írlandi og hitt til Hearts Content á New Foundlandsströnd- inni. Fjarlægðin milli þessara staða er hjer um bil 1600 mílur. Skipin, sem gjöra áttu þessa fyrstu tilraun, voru <:Niagara“ frá Ame- ríku og “Agamemnon“ frá Eng- iandi. Skip þessi voru fengin hr. Fields til umráða af hlutaðeigandi stjórnum. 26. júnf 1857, láu skip- in hlið við hlið á miðju hafinu. Sfmþráðaendarnir voru sameinað- ir og “Niagara“ stefndi til Ame- rfku, en “Agamemnon'* til ír- lands. Þráðurinn slitnaði nærri þvf strax. Þrisvar var hann bætt- ur, en slitnaði jafnótt, svo það var sýniiegt að hann var of veikur. Svo fóru bæði skipin til írlands, til að reyna aðra aðferð. Þráðend- anum var festá landi við Valencia- flóann, og “Niagara1* stefndi svo áleiðis til Ameríku. Hugmyndin var sú, að þegar það skip væri bú- ið að leggja helminginn af þræðin- um, skyldi “Agamemnon“ taka við og leggja hinn helminginn. Fyrstu 11 dagana gekk allt slysa- laust, og “Niagara“ var búið að leggja 335 mílur af þræðinum, en þá slitnaði hann, og allar tilraunir til að finna endann urðu árangurs- lausar. Skipin sneru aftur til írlands, og Field kallaði stjórnamefnd fje- lagsins á fund í London. Hann fór fram áað fá nýjan peningastyrk til frekari tilrauna, en varaforifiað- ur nefndarinnar, enskur auðmaður, hóf mótmæli gegn þvf. Hann kvað það vera blátt áfram óheiðar- legt, að eyða fleiri peningum f þessa heimsku, þar eð peningarnir væru fengnir með þvf móti, að selja talhlýðnu fólki hluti í fjelag- inu, sem hjeldi að fyrirtækið mundi heppnast. Fáir urðu þeir sem samsinntu honum ; allur fjöldinn lýsti yfir trausti sfnu á hr. P’ield, og skoruðu á hann að taka aftur til starfa. Næsta sumar, sumarið 1858, fóru skipin aftur af stað til hafs- miðjunnar, tengdu saman endana og hjeldu svo sitt í hvora átt, og nú gekk allt vel. 6. ágúst náðu skipin til sinna ákveðnu lendinga, og sæsfminn yfir Atlantshafið var lagður. Fyrsta skeytið sem hann flutti yfir hafið, varþannig: “A- meríka og England eru nú sam- einuð. Dýrð sje guði“. Victorfa drottning og Buchanan forseti, skiftust á kveðjum og árnaðarósk- um. Gleðin var mikil beggja vegna hafsins, en það stóð ekki iengi, að þrem vikum liðnum þagn- aði sfminn, hann hafði slitnað ein- hverstaðar, menn vissu ekki hvar. Blöðin fóru að skopast að fyrirtæk- inu, og margir sögðu að þetta væru svik, að sfmritunin yfir hafið hefði ekki átt sjer stað, Field og Kon- sort hefðu logið því, til að narra út meira fje. Margir af vinum Fields reyndu nú að fá hann til að hætta við þetta fyrirtæki. Kona hans á að hafa sagt við hann einusinni: “Jeg vildi að allt þetta umstang lægi & hafsbotninum“, en þá svaraði hann : “Já, þa® vildi jeg lfka, og þar skal símþráðurinn einhvern- tfma einnig liggja“. Maður með minni kappgirni og veikara hugarþreki hefði eflaust hætt við fyrirtæki þetta, eftir öll óhöppin, en Cyrus F'ield var enn ákveðnari að framkvæma það en áður. Það var nú um að gjöra að fá þráð sem var nógu sterkur, og þannig útbúinn að hann dyggði f nokkur ár að minnsta kösti. Field fjekk nokkra duglega rafmagns- fræðinga til að ráða þessa gátu. Á meðan á þessu stóð hafði myndast fjelag, sem ætlaði sjer að leggja símþráð yfir Alaska, Beringssund- ið, Síberfu og Rússland, og tengja Amerfku og Evrópu saman áþann

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.