Baldur


Baldur - 31.12.1908, Blaðsíða 3

Baldur - 31.12.1908, Blaðsíða 3
B A L D U R, VI. &r, nr. 30. Kristinn Sósíalisti. Eftir Charles M. Sheldon. —:o:— (Framhald). “Þjer verðið að fyrirgefa ónæði Það, er Íe§ ger* yður“, mælti komumaður og brosti á ný. “Jeg er annar eigandi útgáfuhússins — í New York og er kominn hingað til Lennox til að kynnast höfundi hinnar merkilegustu bókar þessar- ar tfðar. Þjer getið eigi lengur dulist undir gerfinafni þessu. Al- menningur heimtar að fáaðþekkja yður. Við höfum engan frið á skrif- stofunni f Nevv York fyrir áskor- unum frá lesendunum um að birta mynd af yður og lýsingu, og fyrir- lestrafjelögum, sem vilja fá yður til að halda ræður. Dagblöðin eru að leita að yður, og það má allt að þvf kraftaverk kallast, að þjer ekki hafið fundist fyr. Við viljum fyr- ir hvern mun fá mynd af j'ður og æfisögu yðar til að birta f nýrri skrautútgáfu af bókinni, og jeg er hjer kominn til þcss að fá þessu framgengt“. “En ef jeg nú neita að verða við þessum tilmælum“, spurði sjera Friðrik alvarlega. “Neita! Minn góði herra, það er ómögulegt! Almennings ósk- inni verður að fullnægja. Það verð ur hvort sem er ómögulegt að dylj- ast mikið lengur“. “Þvf ekki það ? Mörg ár liðu svo að enginn vissi að George Fliot var höfundur ‘Adam Bedes1. f fimm ár vlssi enginn að Charles Egbert Craddock var kona. Dr, Joseph Parker f Lundúnum, Ijet cigi uppskátt að hann væri höf- undur bókarinnar ‘Ecce Deus‘ fyr cn eftir að tfu ár voru liðin fiá þvf bókin kom út, og um hann hafði hane eigið safnaðarfólk lengi rætt áður en það komst að þvf að hann væri höfundur. “En minn kæri herra, jeg skil ekki f öðru en að þjer hljótið að vilja að yðar sje getið. Engin bók, sem gefin hefir verið út f þessu landi, hefir haft aðra cins útbreiðslu og bók yðar. Við höfum neyðst til að hætta við allar aðrar bækur til þess að geta haft undan að prenta hana. Ekkert dæmi þessu líkt er til f sögu bókaútgerðarinn- ar“. “Samt sem áður vil jeg ekki láta mfn geílð. Jeg hefi heimu- legar ástæðurfyrir því að viljaekki vera þekktur sem höfundur bók- arinnar“. Útgefandinn þagði nokkra stund. “Jeg efa stórlega að þjcr getið varðveitt þetta leyndarmál. Efþað er yðar einlægur ásetningur, þá gjörum við auðvitað allt, sem f voru valdi stendur til að hjálpa yð ur til þess. Þjer megið reiða yður á það“. Svo spurði hanneftir augnabliks hvfld : “Getið þjcr — viljið þjer — það er að scgja — er það af nokkrum þeim ástæðum, sem þjer vilduð leyfa útgcfendunum sjálfum að vitæ uni!“ j Hægt og seint svaraði sjera Friðrik Stanton : “Nei, það get jcg ekki. Ástæðuna get jeg eng- um manni sagt“. Komumaður hneigði sig, og skömmu sfðar kvaddi hann prest og endurtók það loforð hátfðlega að ljósta eigi upp leyndarmáli hans. Þegar gesturinn var farinn, beygði prestur höfuð sitt niður á borðið, og þegar hann loks leit upp aftur, voru sorgarrúnirnar á ásjónu hans enn dýpri en áður og svipur hans var enn þreytulegri nú þegar frægð hans var á hæsta stigi, frægð, sem hann virtist vilja forðast og flýja undan eins og hon- um stæði stuggur af henni. Sumarið leiðog aftur kom haust og vetur. Þá varð sá viðburður í dómkyrkjusöfnuðinum í Lennox, sem seint mun mönnum úr minni lfða. Sjera Friðrik Stanton, guð-1 fræðis doktor, var kosinn f bisk- upsembætti, f stað annars, sem úr því göfuga embætti hafði orðið að vfkja sökum ellilasleika. Vfgsla hans til hins háa embættis átti nú að fara fram f dómkyrkjunni, sem hann svo lengi hafði þjónað sem prestur. Söfnuðurinn, sem saman var kominn við þetta tækifæri var glæsilegur á að horfa, þvf þar gaf að líta allan höfðingjalýð borgar- innar f dýrum klæðum. Æðstu yfirboðarar kyrkjunnar og prestar víðsvegar aðkomnir voru þar einn- ig saman komnir. Þótt sóknar- börnum Dr. Stantons þætti sárt að missa hann sem sálusorgara varþó fögnuður mikill þeirra á meðal yfir hinni háu tign, er honum hafði veizt. Rodney dómari, frú Rodney og ungfrú Mildred sátuásínum venju- lega stað rjett fram undan kórnum. Þegar hinn nýkosni biskup kom fram á hápallinn, þar scm hinir klerkarnir sátu, varð honum ósjálf- rátt að lfta þangað, sem Rodney fólkið sat. Sfðan sneri hann sjer að hinum aldurhnigna og göfuga biskup, sem það hlutverk hafði fengið að lcggja fyrir hann hinar venjulegu vfgs'uspurningar. Hann leit aldrei af biskupnum meöan á athöfninni stóð og var hátíðleg al- vara yfir svip hans, en andlit hans var, að þvf er ungfrú Mildredvirt- ist, óvenjulcga fölleitt. Biskupinn: Kæribróðir! Mcð þvf heilög ritning býður oss að leggja ekki skyndilega hendur yfir nokkurn mann til að fela honum umsjón kyrkju Krists, þá eigið þjei f ótta drottins að svara þeim spurn- ingum, scm jeg nú leggfyrir yður: Eruð þjcr fullviss að þjer sjeuð rjettilega til þessa embættis kjör- inn og að vilja drottins vors Jesú Krists ? Svar: Já, jeg er þess fullviss. Biskupinn: Trúið þjer þvf staðfastlega að heilög ritning inni- haldi hina sáluhjálplegu lærdóma, og viljið þjer þá lærdóma kenna þeirri hjörð, er yður verður trúað fyrir, og engan annan lærdóm boða en þann, sem heilög ritning geymir ? Svar: Þvf lofa jeg með guðs hjálp. -mer. <8 € ■8 <8 <8 <8 <8 e THIE (3-I3VŒ_,X T1~R, A ~DT~ISrC4- CO. GIMLI.------------MAN. Heíir ávalt í verzlun sinni birgðir af eftirfylgjandi vörum: I kanna af ágætu kafifi, brendu og möluðu 25 c x hálfpunds kassi af bezta Ceylon tei 20 - 1 pundspakki af hreinsuðum kúrennum ió — 1 pundspakki af hreinsuðum rúsfnum 15 — lausar rúsfnur pundið 10 — Vanilla og lemon flavors, glasið 20- Jelly í glösum hverc glas 10- Jelly f fötum hver fata 65- ágætt Jam f sealers (heiman frá Englandi) ................. 25 — 1 kanna af niðursoðnum Beans 10- 1 kanna af ágætum lax 15 2 könnur af Kippered Herring 35 - 1 kanna Roast beef 15- 1 kanna Corned beef 15 - uó «8 « 1 kanna Tomatoes 15- 1 flaska Tomatoe Catsup 15 — I flaska af góðu Pickles 20- 1 flaska af ágætu Pickles 30 - 1 kanna af niðursoðnum eplum 15- 1 kanna af niðursoðnum strawberries 20- 2 pd kanna af Edwardsburg table syrup 15 — 10 punda kanna af sama sfrópinu 65 - 1 kanna af Molasses 15 - 6 stykki af góðri handsápu 25 — Einnig höfum við hina alþekktu Golden West þvottasápu, 6 stykki 25 — Þegar teknir eru tveir pakkar f einu gefum við ágæta teskeið í kaupbætir. Einnig höfum viö birgðir af ettirfylgjandi vörum; 'á <8 t§ t§ <§ <8 <8 Patent meðul Groceries Leirvöru S tundaklukkur Trjefötur Axarsköft Brooms Álnavöru Olfudúka Stffskyrtur OG MARGT FLEIRA. Nærfatnað Blankett Overalls Skófatnað Ennfremur hinar alþekktu, ágætu prjónavjelar. Þessar vörur seljum við með ems lagu verði og hægt er, gegn borgun út í hönd. Komíö, sjáið og sannfærist. Við óskum viðskifta, og munum þar af leiðandi reyna að gjöra alla ánægða. THE GIMLI TRADING 0°. G-IdVELX________ i1 $ s i1 i3 i> i1 i1 i1 i> i5 i3 i5 i1 i1 i3 & i1 i3 i3 i1 8* i1 i1 i1 i5 i1 i3 §3 ^C^C^[^C^C^C^C^£^C^C^C^C^^Cg3CgJCg3Cg)[^3Cg3Cg3C&J[£3Cg3Cg)^ Biskupinn: Viljið þjcr vera árvakur f þvf að útrýma öllum ann- arlegum og óheilnæmum lærdóm- um, sem gagnstæðir eru guðs orði og leynt og Ijóst hvetja aðra til hins sama ? Svar: Það vil jeg gjöra með drottins hjálp. Biskupinn : Viljið þjer afneita öllum illum girndum og veraldleg- um tilhneigingum, og lifa grand- vöru, rjettlátu og heilögu líferni í þessu lífi, svo að þjcr f öllum hlut- um getið gefið öðrum gott eftir- dæmi og óvinurinn geti um ekkert ásakað yður? Svar: Já, það vil jeg gjöra, með aðstoð guðs. Biskupinn: Viljið þjer stuðla að þvf eftir mætti að varðveita kærleika og frið meðal manna ; en aga og vanda um við óstýriláta, ó- ráðvanda og óguðlega samkvæmt valdi því er guðsorð gefur yður þar til ? Svar: Já, með guðs hjálp. Biskupinn: Viljið þjer með varkárni og samvizkusemi annast vfgslu og útsending þeirra, er gjörast skulu kennimenn kyrkjunn- ar og hafa eftirlit með embættis- færslu þeirra og leiðbeina þeim cftir mætti ? Svar : Já, með guðs hjálp. Hinn gamli biskup ljet aftur handbókina og til mikillar undrun- ar öllum lýð tók hann til að ávarpa hinn nýkosna biskup með eigin orðum. Slfkt hafði aldrei komið fyrir við biskups vígslu í manna minnum. “Kæri bróðir, sjera Friðrik Stan- ton ! Mjer finnst það vera heilög skylda mín við þetta tækifæri að bæta nokkrum orðum við það, sem jeg nú þegar hefi í umboði kyrkj- unnar lagt fyrir yður. Um þessar mundir gjöra hvarvctna vart við sig trúarbragðalegar kenningar, sem mjög koma í bága við sann- leikans kenningu og eru sjerstak- lega skaðlegar fyrir kyrkju vora. Jeg tala hjer um hina svo kölluðu kristilegu jafnræðis-kenningu, scm nú útbreiðist óðum. Sjerstaklega hcfi jeg f huga hina háskalegu og afvegaleiðandi skáldsögu, sem ber nafnið Kristinn Sósíalisti. Kenn- ingar þeirrar bókar stofna auðlegð og upphefðarstöðum mannaf voða, og ef þær yrðu að framkvæmdum mundi þetta hafa illar afleiðingar í för með sjer fyrir kyrkjuna og neyða hana til að breyta öllu nú- verandi fyrirkomulagi sfnu. Sem eldri bróðir yðar finn jeg mig til þess kvaddan að skora á yður mjög alvarlega, að nota þau áhrif og það vald, sem þjer með þessu embætti fáíð, til þess með ræðum og ritum að verja með öllum yðar miklu gáfum og hæfileikum þær kenn- ingar, sem vjer höfum meðtekið af feðrum vorum, og heyja óaflátan- legt strfð við villulærdóma þá, er framsettir ern f ^minnstri bók, og svo mikið vald hafa fengið yfir hugsunarhætti alþýðunnar ogjafn- vel margra f hinum æðri stöðum mannfjelagsins. Ofdirfska er það, ef til vill, af mjer, þótt jeg sje yð- ur mörgum árum eldri, að skora á yður að nota nú yðar miklu and- ans gáfur og sterka ímyndunarafl til þcss að semja bók, sem koll- varpqiði algjörlega kenningum þcssarar háskalegu bókar samtfðar vorrar. Hvað sem þvf lfður, þá skora jeg á yður hátfðlega, að berj- ast á móti hinni banvænu kenn- ingu, sem kölluð er hin kristilega jafnræðiskenning. Viljið þjerlofa þvf frammi fyrir guði ? (Framh.) Elzta reikningsbókin sem til erí heiminum, er 2600 ára gömul, e- gypzk að upprutia. Titill hennar er: ‘Fræðsla um ískyggilega hluti'.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.