Baldur


Baldur - 29.01.1909, Blaðsíða 2

Baldur - 29.01.1909, Blaðsíða 2
BALÐUR, VI. ár, nr. 34. ER GEFXNN TÍT A GIMLI, --— MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIs. liORGIST FYRIRFRAM ÍÍTGEFENDUR : THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : ZB-A.ULIDTTIR, C3-I3VCXjX, TÆWZST. Verð á smáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á stærri auglýs- ingum, sem birtast f blaðinu yfir Jengri tfma. Viðvfkjandi slfkum af- slætti og fiðrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snúa sjer að ráðsmanninum. S3.;vr Á hvaða menn- ingarstigi standa Þjóðverjar? ¥ Sfðastliðinn föstudag, 22. þ. m., sfmritaði Marquis de Castellan eft- irfylgjandi ritgjörð frá Parfs á Frakklandi, og var hún prentuð f W.innipegblöðum á laugardaginn : ■“Það er erfitt að lýsa þvf lofts' lagi, — svo fullt er það af fyrir- boðum, — sem nú hjúpar sig um allt mannfjelagslff f höfuðstað Þýzkalands. Bæjarbragurinn er gjörbreyttur. Hroki nafnbóta- mannanna flýr f felur, og virðingin fyrir honum er ekki heidur finn- anleg. “Engin rfkilætis akfæri; engin duftstrokin ökumanna-andlit; eng- ir röndóttir, borðalagðir fótgöngu sveinar með hinum glæsilegu kerr- um ; — þetta virðist nú allt saman vera orðið að menjum annarar, úr- eltrar aldar. “Engir keisarar ! engar hirðir! “Aftur snýr þetta öfugt við með miðstjettirnar og iægstu stjettirnar. í stað þess að hneigja sig með lotningu, eins og áður var, þegar gengið var fram hjá lögreglustöðv- um eða hermannaskáium, renna menn nú augunum þangað með ó- lundarsvip, sem ber með sjer ótvf- ræðan vott um fyrirlitningu. Þeim scm á þetta horfir, virðist ailt bera vott um almenningsgremju, sem þá og þegar muni brjótast út. “Að kvöldi dags má sjá menn f skósfðum yfirhöfnum læðast eftir götunum, eins og þeir sje ófúsir á að láta þekkja sig. í fám orðum sagt, hefir Berlfn á stuttri stundu gagntekist af ókennilegum, tryll- ingslegum ótta. “Keisari, sendiherrar, nafnbóta- menn, auðkýfingar, kaupmenn, verkamenn, allir, allir virðast vera hræddir. Manni finnst eins og komið sje í mannþröng, þar sem við þvf megi búast að hver sláist upp á annan á næsta vetfangi. ‘ ‘í stuttu máli : Frá hinni efstu til hinnnr neðsfu tröppu ímann- fjelagsstiganúm, er eJcki svo að sjá sem nokkur einn beri virð- ingu fyrir nokkrum öðrum, “Skjátlist mjer ekki hraparlega, stendur stjórnarbylting fast fyrir dyrum á Þýzkalandi. “En hvejjum er að kenna?“ .... og Eng- lendingar ? Sama dag (23. þ. m.) var annað skeyti, sem einnig var sent daginn áður frá London á Engiandi, prent- að efst á blaði, við hlið þeirrar fregnar. sem að framan stendur. Það skeyti hljóðar svo : “Á næstu árstfð kcmst Mrs. Captain David Beatty, dóttir Mar- shalls heitins P'ield í Chicago, vafalaust f eitthvert hið fremsta sæti í hinuenska fjelagslffi, ogþað liggur f loftinu, að henni muni hlotnast sá öfundsverði heiður, að hafa konunginn f heimboði f húsi sfnu f Upper Grosvenor Square. “.......Eiginmaður Mrs. Beat- ty, Capt Beatty, hcfir orðið fyrir þeirri upphefð að vera gjörður A. D. C. konungsins, og það dregur h;na vinsælu konu hans í enn þá nánari viðkynningu við hirðfóikið og veitir henni upphefð, sem hún verður mikillega öfunduð fyrir af mörgum samlöndum sfnum, sem árum saman hafa eftir þvf keppst að þær gætu komist í námunda við hið konunglega fjelagslíf..... “Mrs. Beatty hefir mikið verið á veiðum f vetur, og sást nýlcga á veiðihundasýningunni f Belvoir f för með hertogakvinnunni af Suth- eriand og mörgu öðru heldra fólki“. Ekki er hægt að ncita þvf, að f fregnum þessum felist votturein- hvers ástandsmismunar hjá þess- um tveimur þjóðum, þeirri þýzku og þcirri ensku. Þýzka þjóðin er, af þcssari frjett að dæma, svoleiðis til skapsmun- anna, að hinn lítilmótlegi, sem svo er talinn, þykist ekki til þess fædd- ur, að skrfða f duftinu fyrir nein- um meðbróður sfnum á jörðunni, og hinn, sem æðri teist, ekki sem firuggastur um þann fæðingarrjett, sem hann hafi fengið til þess að að annað fólk skyldi hneigja höfuð- in fyrir sjer. Enska þjóðin virðíst afturá móti vera enn þá með mjög ‘heilbrigð- um‘ sönsum, alveg laus við slfkar grillur f höfðinu og hukl f sam- vizkunni. Hún er sjer þess ljós- lega meðvitandi, að drottinn gjörir fátækan og rfkan, og að meira er um það vert að fá Edward konung tjl þess að borða mat hjá sjer held- ur en aðra menn. Stúlka frá Bandarfkjunum, scm fær svo góða giftingu, að margt heldra fólk yfir á Englandi getur verið þeklrt fyrir að vera sjeð með henni á hunda- sýningu, er sannarlega öfundsverð af því hve hátt iiún er komin f menningaráttina upp yfir aðrar samlöndur sfnar. Meðan það er skilyrði menning- arinnar, að einn hópur fólksins sýni öðrum hópi hina auðmjúkustu lotningu, og láti klæðaburð sinn og sjerhverja hreyfingu bera ‘siðsam- legan' vott um stjett sína og hinn sjálfsagða mismun á meðlimsrjett- incjhm f þjóðfjelaginu, — þá fær vonandi engin þjóð í heimi staðið Englendingum á sporði. Þeir eru svo afarlangt komnir f þvf efni, eins og við höfum JítilJega kynnst hjer vestur f Canada, og af veik- um burðum leitast við að semja okkur eftir. Það er a^kunnugt um Þjóðverja, að þeim hættir fjarska mikið við, að gefa sig við allskonar blöðum og bókarusli, og hvað helzt kann- ske heimspekislegu og vísindalegu, og verða svo ringlaðir út úr öllu saman, eins og við munum eftir að kom stundum fyrir á íslandi með skólagengna menn, sem voru mæta- vel gefin börn, en spilltust á þess- um Jestri. Enn fremur er það kunnugt um Þýzkaland, að þar er mögnuð gróðrarstfa fyrir ‘sósfalismus1, ‘hærri krftfk' og allt þesskonar. Þess vegna hefði ekki frjettaritar- inn átt að þurfa að spyrja að því, hverju þessi ólga væri að kenna í höfuðborg Þýzkalands. Eplið er ekki enn þá farið að falla langt frá eikinni, nje athafnirnar frá hugsun- arhætti fólksins. Það er hreinasti óþarfi að vanda um verkin mannanna, þar sem hugsunarhátturinn og lundernið cr í góðu lagi. Maður getur náttúrlega hugsað sig um það að gamni sínu, hvort þetta menningarástand eigi betur við sig, en annars cr mjög Jftil hætta á, að þetta þýzka uppistand skaði neitt Vestur-íslendinga.nema ef vera skyldi einhverja hugsandi auðnuleysingja, sem glæpast á þvf að lesa Breiðablik og Baldur. J. P. S. Hrognamatnr. Það er nú inatur, sem ekki er hvers-dags-lega á almennings borði. Á aðfangadag jóla færði póst- urinn Baldri dálitlar dósir frá Free Press, fullar af þessu fásjeða sæl- gæti. Á lokinu á dósunum stendu- haglega gjörð mynd af vatni með fiskibát á, og reka tvær styrjur hausana upp úr vatninu, sfn hvoru megin við orðin, sem prentuð eru yfir myndina : “Lake Winnipeg Caviar from the Manitoba Free Press, Winnipeg, Canacia. Christ- mas 1908. ^ Hæstmóðins orgel og píanó. Hinir einu umboðsmenn fyrir Heintzman & Co. píanó. J. .7. H. McLean & Co, Ltd. 528 Main St. Winnipg. ^--------------------^ Samræður við vini okkar um orgel og pfanó eru okkar ánægju- efni, þvf okkur er óhætt að ábyrgj- ast hvaða hljóðfæri, sem valið er úr okkar búð. Þær tegundir, sem við höfum á boðstólum, eru allar reyndar að þvf, að standa fremstar allra þeirra hljóðfæra, sem seld eru hjer f landi. ARIÐANDI SPOR. Það er ekki eingöngu í dansin- um, að fótabragð þitt sýnir sig. Daglega, heima eða á strætum kemur það f ljós. Kaupirðu skó hjer, þarftu ekki að kosta til meiru en þú ættir að gjöra, til að fá þá skó er þú ættir að nota. KJORKAUP. GULLSTÁSS. — 30 proc. af- sláttur. Brjóstnálar, Nisti, Skyrtuhnappar, Festar, Úr etc. Ábyrgð á vörunum. Allskonar aðgjöröir fljótt og vel. C h. Goldstein. Boot & Shoe Dealer. 695 Wellington Ave. Winnipcg. En hvað er svo þetta Lake Winnipeg Caviar? Einhver hin dýrasta fæðutegund, sem til er í heimi, búin til úr hrognum, helzt styrjuhrognum. Allt að þessum tfma hefir ‘caviar* verið talið næstum ein- göngu rússneskur varningur, en nú virðist svo sem Þ'ree Press sje að gjöra rösklega tilraun til að ávinna Manitoba nokkuð af þeim heiðri, þvf vafalalaust er þessi skrftna sending útbreidd til margra blaða utanlands, ekki sfður en innan. En með allri stærð heimsins merku og miklu blaða, kemur engu þeirra þessi sending eins mikiðvið eins og Baldri. Sagt er að kenni þegar kemur að hjartanu, og þess vegna kemur honum lfklega þessi dýrmæti hrognamatur allt öðruvfsi fyrir sjóriir heldur en nokkru öðru blaði f heimi. í bæklingi þeim, sem “Free Press“ lætur fylgja þessari send- i igu, standa meðal annars þessar upplýsingar : “Manitoba gefur af sjer aðrar uppskerur en þær, scm úr jarðveg- inum éru teknar. Nafn og frægð Manitobahveitisins er flogin um öll lönd, en það er ekki Jfkt þvf jafn víða kunnugt, að um þýðingar- miklar fiskiveiðar sje að ræða f Mtnitoba. Hugmynd manna um þetta fylki er eins og það væri einn sljettuflötur, þakinn bylgjandi bár- um ‘hins sprettandi gulls1. En auk þeirrar miklu sljettu, sem til er af þvf tagi og plægð á vanalegan hátt, eru lfka til hjer gríðarstór veiðivötn, plægð af kjölförurp fiski- skipanna, sem árlega afla sjer rfku- legrar uppskeru. “Af vötnunum f Manitoba er Winnipegvatn stærst. Það er 275 mílna langt; 40—60 mflna breitt; og að flatarmáli um 90O0 ferh. mílur, og gengur næst Su- periorvatni að strandlengju. Ekk- ert fylki eða rfki hefir neitt nálægt þvf jafn stórt vatn, allt saman inn- an sinna takmarka. Stóra Salt- vatnið svarar að eins fimmta parti af Winnipegvatni. Stærsta áin, sem f Winnipegvatn rennur er Saskatchewanáin, 109O mflnalöng. Auk hennar er Rauðáin, 700 m. löng, Winnipegáin, 300 m. löng, og fjölda margar smærri ár. NeJ sonáin er aðal-burtrennslið, ogfell- ur út f Hudsonflóann. Næst- stærstu vötnin í fylkinu eru Mani- tobavatnið, 125 mflna langt og 25 m. breitt, og Winnipegosisvatnið, I30mflna langt og 20 m. breitt, en auk þeirra eru f fylkinu fjölda mörg smærri vötn. “Mestur hluti fiskivciðanna qr stundaður á Winnipegvatni. Þetta árið voru 8 milljónir punda teknar úr því vatni, scm með 5 centa meðalverði, nema $400,000. Mest af þeirri veiði sendi Dominion fiskifjelagið til Bandarfkjanna, og var það einkum livftfiskur, en þó nokkuð af nálfiski, geddu, kattfiski og styrju. Af ‘caviar* er árlcga eftirtekjan frá $ 10,000til $15,000. Sú vara fer til Evrópu, einkum til Hamborgar, sem er aðal-markaður þeirrar vöru. Hin litla sending, sem fylgir bæklingi þessum, er af þessa árs veiði úr Winnipegvatni. Manitoba Free Press sendir yður hana með beztu óskum um góða matarlyst á jólunum'*.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.