Baldur


Baldur - 06.02.1909, Blaðsíða 2

Baldur - 06.02.1909, Blaðsíða 2
BALDUR, VI. &r, nr. 35. ER GEFINN ÖT A GIMLI, --- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIÐ. BOROIST FYRIRFRAM tfTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISIIING COMPANY LIMITED. UTANÁSKRIFT til blaðsins : O-ITÆTL,!, 2sÆ_A_3sT. Verð & smánm auglýsingnm er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Af*!áttur er gefinn á stærri auglýs- ingum, sem birtast f blaðinu yfir lengri tíma. Viðvíkjandi slfkum af- slætti ogdðrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snúa sjer að ráðsmanninum. Bændastríðið. Þessu nafni,"Jeða einhverju sem þýðir það sama.^verður það, sem nú er að gjörast hjer f Vestur- Canada, nefnt í sögunni sfðarmeir. Strfð þetta er nú að eins að byrja fyrir alvöru, og það verður ekki heldur kæft niður fyr en bændurn ir sigra. Þeir, sem þetta lesa, — hinn fámenni íslenzki bænda- flokkur, — geta minnstu urn fram- kvæmdir þessa hcrnaðar ráðíð, en þeir geta gjört sfna vfsu í þvf, að reynast annaðhvort stjettarbræðr- urn sínum liðtækir menn, eða hfma hjá bardaganum eins og hengil- mænur. Kornyrkjumannafjelagsskapur- inn er vafalaust mannflesti alinn- lendi fjelagsskapurinn í Canada. Hann hefir smápfnt út úr stjórnun- um lagabætur, og nú að lokum krafist þess að losna við alla bldð- sjúgandi milliliði kornverzlunar- málanna, með þvf að láta gjöra kornhlöðurnar að þjdðeign, svo kornið geti sama sem selst beint frá framleiðandanurn f þessu landi til verzlunarstjettarinnar f öðrum löndum. Með því væri sópað út úr spilinu millimannakeðjunni hjer í landi, en það verðurað vera und- ir alþýðunni í hinu landinu komið, hvc nær hún losnar við kaup- rnannakeðjuna sín megin. Það eru naumast margir af bændunum, sem skynja glögglega hvcrsu ógurlegia mikið cr fólgið f því spori, sem þeir eru að leitast við að stíga ; en stjórnarformenn- irnir, sem nú eru að neyta allra afsakana til að smeygja sjer úr ægilegum vanda og eru jafnframt að bjarga kosti sínum og sinnar stjettar, þeir segjast fyllilcga skynja mikilleik og þýðingu þessa málefn- is, og það eru lfklega ekki nein ó- sannindi. Það er eiginlega spursmálið um það, hvort sá sem framleiðir mat- inn úr moldinni skuli vera eins mikils ráðandi f þessu landi eins og maðurinn, sem ekki framleiðir hann. Það er spursmálið um það, hvort bændastjettin áað vera matreiðslu- þerna höfðingjastjettarinnar í borg- unum, og höfðingjastjettin & að vera matmóðirþessarar þernu sinn- ar þegar hún er búin með verkin f eldhúsinu. Það er spursmálið milli yfir- drottnunar og undirlægjuskapar. Það er spursmálið milli upp- lýstrar ásælni og fáfróðrar ótor- tryggni Það er spursmálið milli AUsS, og VINNU. Það er spursmálið, sem höfð- ingjar jarðarinnar hræðast nú mest af öllu, og kenna erfiðismönnunum, sem ekki vita hvað til síns friðar heyrir, að gefa langt nef, og nefna með scm mestri fyrirlitningu og sem mestum heimskingjahlátrr — Sósfalismus. Þið, sem þetta lesið, horfið þið nú svo lítið, án þess að verðastrax hræddir við skuggann ykkar, og hræsnisbjánaháttinn, sem búið er að berja inn f svo marga af okkur. Sagan, lýsingín á lífsreynslu mannkynsins, er lærdómsbókin, sem allir ættu að geta lært eitthvað af, ef þeir eru ekki algjörðir aum- ingjar. Það er sagt að Gyðingar, Grikk- ir, og Rómverjar hafi látið seinni tfma þjóðum eftir sig f arf trúna, listina, og stjórnsemina. Þið hafið biblíuna og ættuð að geta verið kunnugir lífsrejmslu Gyðinganna ef þið vilduð ; og svo getið þið kannske náð í fornaldar- sögu Páls Melsted, og rifjað eitt- hvað upp aftur um hina. Þið þurfið ekki að halda að korn- hlöðumálið hjerna sje neitt veru- lega nýtt. Hjer er að eins ný strfðs- aðferð f æfagömlu strfði, “Jörðin er drottins og fylling hennar“, segir í Davfðssálmum. Svo löngu fyrir Krists burð var sú meðvitund vöknuð, að skapar- inn ætti þar nægtabúr handabörn- uin sfnum. Lúkasar guðspjall er gagnsýrt af anda þeirrar stefnu, sem nú er kölluð sósíalismus, af þvf höfund- urinn hefir verið svo þrunginn af meðlíðun með hinum fátæku og undirokuðu. Það er almennt nefnt fátækra guðspjallið, og það er eng- ;n ástæða til að hugsa að sá frásögu- maðurinn hafi neitt fremur misskil- ið orðræður og framkomu Krists, heldur en hinir guðspjallamenn- irnir. En hvorki hjá Gyðingum nje Grikkjum komst jafnaðarkrafa fá- tæklingsins f verulega stjórnfræðis- legri starfsemi inn í þjóðlífið. Gyð- ingar sátu í örtröð og höfðu aldrei ráðrúm til að sinna sjálfum sjer; Grikkir uxu aldrei upp úr nesja- pólitfk, sem sfðast varð þeim að bana. En Rómverjar glfmdu í nærri 500 ár við hið eldgamla auðfræðis- spursmál, hverafstaðan skyldi vera milli auðlegðar og fátæktar, hvern- ig mennirnir skyldu sitja til borðs í veizlusal skaparans á jörðinni. Hjá þeim var sífelld pólitisk styrjöld heima fyrir, þrátt fyrir öll erlendu stríðin, og bitbeinið milli höfðingjanna og alþýðunnar þar, — Patricfa og Plebeja — var allt af stöðugt afnotarjettur landsins og meðhöndlun akuryrkjumálanna. Það mátti heita að glíman byrj- aði að marki 494 árum f. Kr. með almennu verkfalli og burtflutningi verkalýðsins í Rómaborg. Þá urðu höfðingjarnir að kannast við verka- lýðinn sem sjerstaka stjett, og á- skipa honum skdgreinda hluttöku f stjórnarfari rfkisins, og af þvf leiddi varanlegt viðhald þeirrar stjettar fram á keisaraveldisins daga. En það voru ekki nema 8 ár liðin frá þvf upphafi þegar ág,æt- asta manni þjóðarinnar var “hrund- ið fyrir hamra niður (Tarpeju- klett á Capftólshæð),“ segir PáH Melsted, af þvf “hann bar það frumvarp upp, að alþýðumenn fengju nokkrar þjóðjarðir til um- ráða“. Og enn 100 árum þar á eftir var öðrum ágætismanninum til hrundið fyrir sama klettinn, af þvf að hann “var alþýðumönnum hið mesta traust og bjargvættur“, en þeir voru þá “svo gjörháðir sfnum lánardrottnum, ef þeir gátu eigi staðið f skilum, að nærristapp- aði fullum þrældómi". Þó tók aldrei steininn úr fyr en Grakkusarbræðurnir komu til sög- unnar, liðugum loo árum f. Kr., með “hið nafnkennda frumvarp: akralögin \le.x agraria). Eftir frumvarpi þessu mátti enginn borg- ari hafa meira land af þjóðjörðum til umráðaen scm svaraði 500 daga plóglandi; en það sem þá varð af- gangs, skyldi nákvæmlega mælt af nefnd manna, og sfðan skyldi þvf skift með hinum fátækari borgur um, en rfkissjóðurinn endurgjalda þeim, er misstu nokkurs f við þá tilbreytni“. Rfkismennirnir urðu uppvægir, en alþýðan hinsvegar tók hörðum höndum á móti. Þegar Tfberfus Grakkus færðist þetta f fang'var hann aLþýduforingi, “og úr þvf hann hafði fengið það em- bætti á hendur, þá var það skylda hans að vaka yfir rjettindum alþýð- unnar gegn höfðingjavaldinu“. Viðleitni þessara bræðra til að fullnægja kröfum skyldunnar er víðfræg orðin um allan heim sfðan, og inóðir þeirra, sem synjaði E- gyptalandskonungi ráðahags við sig, svo að hún ekki þyrfti að van- rækja uppeldi sona sinna, — er allt af talin ein hin bjartasta fyrir- mynd kvenna f sögunni. Þó huk ævi þeirra bræðra svo, að Tíberíus fjell í orustu og. Ifki hans var “kastað í Tíbcrá eins og hann ÁRIÐANDI SPOR. hefði verið óbótamaður ;“ en Caj- us beittist þá enn f 12 ár fyrir mál- um alþýðunnar, þangað til svo var að honum þrengt, að hann “ljet einn af þrælum sfnum veita sjer bana“ (121 f. Kr.). Það, sem reið honum að fullu, var það slægðar- bragð höfðingjanna, að koma Drú- susi, samverkamanni Cajusar til þess, að halda fram svo hóflausum uinbótakröfum, að ekki gæti kom- ið til neinna mála að fá þeim fram- gengt, en þó jafnframt glæstar svo í alþýðunnar augum, að hún sneri baki við þeim fyrirliða sfnum, sem vildi halda málum hennar fram með viturlegri gætni. Þessari rómversku akuryrkju- málapólitík lyktaði svo & endanum meðlffláti Síserós, sjálfsmorði Brút usar, og landflótta Pompejusar yngra. E11 frá þvf liðu ekki held- ur nema 6 ár þar til hið rómverska lýðveldi leið undir lok, og Ágústus setti keisaraveldi þar á stofn í staðinn. Sfðan hefir aldrei hjá nokkurri þjóð jafn skýr stjórnmála fiokka- skifting verið viðurkennd á grund- velli auðlegðar og fátæktar. En hjá germönsku þjóðunum er hún nú aftur að koma fram í al- gleymingi, og berst hart fyrir því að verða viðurker.nd. Undir merki sósíalistanna skipa sjer nú á Þýzkalandi allir þeir, sem hálf- velgjulaust veita höfðingjavaldinu mótspyrnu ; en keisarinn og allt hið konungborna fólk í hinum ýmsu rfkjum, stórum og smáuin, og ótal áhangendur þess, skipaAt í höfðingjaflokkinn. Gegn yfir- drottnunaranda þess hluta þjóðfje- lagsins er þar nú að magnast hin mesta fyrirlitning og lotningar- leysi, eins og bent var á í síðasta tölublaði Baldurs, og tvísýnt hversu lengi hjeðan af höfðingjaflokkur- inn reisir þar rönd við kröfum al- þýðunnar. í brezkum löndum er verkalýðs samhyggð að vfsu orðin afarmikil, en höfðingjavaldið er þar svo vel grundvallað, að miklu torveldara verður að vinna bug á þvf þar, heldur en víðast annarstaðar. Bæði f Bandaríkjunum og hjcr f Canada, kemur sósfalista hugsun- Það er ekki eingöngu f dansin- um, að fótabragð þitt sýnir sig. Daglega, heima eða á strætum kemur það í ljós. Kaupirðu skó hjér, þarftu ekki að kosta til meiru en þú ættir að gjöra, til að fá þá skó er þú ættir að nota. KJORKAUP. GULLSTÁSS. — 30 proc. af- sláttur. Brjóstnálar, Nisti, Skyrtuhnappar, Festar, Úr etc. Ábyrgð á vörunum. Allskonar aögjörðir fljótt og vel. Ch. Goldstein. Boot & Shoe Dealer. 695 Wellington Ave. Winnipeg. Lesið. JÓNAS HALLDÓRSSON á Gimli, smfðar stkaubord fyrir kvennfólkið með fótum á lömum, sömu tegund og brúkuð er á þvotta- húsunum f Selkirk, fyrir 40 cent. Dregur á stein bitlaus skæri, svo þau flugbfti, lyrir 5 cent, og gjörir við ýmsa innanhuss hluti fyrir litla borgun. arhátturinn mest fram í einu og eiriu sjerstöku máli, og liggur þá f rauninni fólginn undir einhverjurn öðrum nöfnum, sern ekki er eins mikil grýla gjörð úr f brftðina. En allt kemur þó eiginlega út fyrir það sama þegar á hólminn er komið. Þannig er þvf varið með korn- yrkjumanna fjelagsskapinn hjer f sljettufylkjunum. Lfklega yrðu flestir af þeim reiðir, ef þeir væru kallaðir sósfalistar, en þó hafa þeir nú á prjónunum málefni, sem er annaðhvort, — eftir þvf sem hvcrj- um þóknast að nefna það, — hinn versti eða bezti sósfalismus, scin til getur verið. Þeir hafa vafa- laust margir blekkt sjálfa sig með nafninu: Þjóðeign. En mesti mismunurinn er f þvf fólginn yfir hvað þeim þjóðeignarrjetti er ætl- að að ná. Það er sá mismunur, sem níi kreppir skóinn fastast aðfæti stjórn- arformannanna f þessum þremur sljcttufylkjum hjer. Þeirerubún- ir að draga kornyrkjumanna fje- lagsskapinn eins lengi á svari, við- víkjandi kornverzlunarmeðhöndl- uninni hjerna, eins og þeim hefir verið möghlegt. Svo þcgar það loksins kemur, þá er það efni þess, eins og vænta mátti, að biðja bænduma fyrir alla muni að trúa sjer til alls hins bezta, en þvf sje nú ver og miður að þeirra geta sje engin. Uppfylling á óskum korn- yrkjumannanna sje ómöguleg, of kostbœr, og ekki þarfleg. Það er efnið f brjefinu eins og sjá má hjer á næstu blaðsíðu. En það er ekki heil brú f þessu brjefi, nema kurteisin áyfirborðinu. Á það verður frekar minnst sfðar. J. P. S.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.