Baldur


Baldur - 07.04.1909, Blaðsíða 3

Baldur - 07.04.1909, Blaðsíða 3
B A L D U R, VI. &r, nr. 4J. Kvennrj ettindi. 1. ( Meginatriðin úr ræðu, sem GUnNÝ E. JðNASSON flutti f Miklcy 20. marz 1909. ) Áður enn jeg innleiði málefnið, sem við ætluin að kappræða hjer t kvöld, ætla jeg að biðja afsökunar & þvf, hvað jcg er illa að mjer 1 is■ lenzkunni. Svo ætla jeg að gjöra ofurlitla skýringu svo að þið verðið ekki fyrir stórum vonbrigðum. Þið eigið kanske von & miklu af okkur stúlkunum, en svo jeg segi ykkur rjett eins er, þ& er það nú svona, að við erum báðar viðvaningar og eigum nú að fara að kappræða & nióti tveimum þaulæfðum ræðu- mönnum. En svo látum við okk- Ur ekki hugfallast fyrir því, heldur reynuin aðcins að gjöra okkar allra bezta. Það mál, scm við höfum valið fyrir kappræðucfni, er mál, scm núna er efst á blaði allt yfir, svo við ættum öll að kynna okkur það vel og ræða það við tækifæri; — j&, einmitt þetta m&l, sem velfcrð fólksins cr svo undirkoinin. M&l- efniðer nefnt “Kvennrjettindi",— þaíí að konan hafi ekki mitmi rjett- indi heldur en karlmaðurinn, og ekki heldur meiri, heldur alvcg jafnrjetti. Þetta cr það, sem jeg ÆTLA um að tala, cn jeg ÆTLA EKKI að fara að setja óverðskuld- að hól upp & kvcnnfólkið og halda þvf fram að þaA sje MlKln bctra og meira en karlmenn. Það flnnst mjer vera ósanngjarnt, þvf yfir það heila tckið finnst mjer vera ósköp Ifkt á mcð þeim kofnið. Það sem kvennfólkið krefst er það, að fá atkvæðisgreiðslu f pól- ítiskum kosningum; að fá að taka þitt f öllum opinberum m&Icfnum; að fi að taka hvaða stöðu sem þær kjósa. Þær biðja um að mega koina inn í mannfjelagið algjörlega og hafa rjctt til að vinna að vpl- ferð mannanna. Þvf ætti ekki kvennfólk að hafa jafnrjetti við karlmenn? Eru þær ckki eins færar og karlmennirnir til að vinna að þeim m&Ium, sem öllum koma við ? Jú, þær hafa bæði vit og hæfilcgleika, sem jafn- ast i við þeirra, en þær hafa aldrei haft fullt tykifæri til að sýna það f stjórnscmi eða opinberum m&Ium. Það eru lfkamskraftarnir einir, sem karlmennirnir hafa miklu meiri en þær, cn þcim held jcg að þcir beiti ckki mikið þcgar um stjórnmftl er að ræða;—nerna ekki alls fyrir löngu & Englandi, þegar konurnar biðu um m&Ifrelsi & þinginu, og þeim var svo misboðið og sýnd sú ókurtcisi og það ófrclsi að þcim var neitað um það svo þær ætluðu að taka sjer það; þ& vóru óðara unum og þær bornar f fangelsi. Þá fmynda jcg mjer að þeir hafi þurft að beita töluverðum Ifkams kröftum, en þar sýndu konurnar engu sfður dugnað sinn að gefast ekkj upp þegar þær mættu þessari miklu mótspyrnu, heldur að halda sfnu stryki, hvað svosem það hefði kostað þær, þó það hefði verið líf þeirra. Það er ómögulegt að scgja ann- að en að það sje rjettlæti, að kvenn- fólk hafi jafnrjetti, úr þvf þær standa ekki & baki karlmannanna f öðru cn þcssu eina, sem jeg tók fram rjett &ðan. Svo lifa þær við það sama og þeir og þeir lifa með þeim, en samt eru þeir ckki svo mannlegir f sjer að gjöra þær að fjelögum sfnum og taka saman hönduin við þær, safna kröftum og vinnu f einingu, en forðast sundr- ungu. Með þvf væri verið að vinna stórt verk. Með þvf væri verið að byggja gott og göfugt heimili & jöfðinni. í stað þessa llta fjölda margir karlmenn svo stórt & sig, og þykjast vera svo mikið fyrir ofan kvennfólkið, að þeir halda þvf fram, að það sje ekki hafandi til annars en að vera við eldhús störfin, yfir barns-vögg- unni og svo þess & milli að stjana v ð þ& sj&lfa; — með Öðrum or< * um, til þcss hæfar að þeir gjöri þær að þrælum sfnum. Svo tala þeir um hvað kvennfólkið sje hje- gómlegt, sm&smuglegt og Iftilfjör- legt; sfn i milli tali það um fötin sfn, hattana sfna, n&grannana, o s. frv. ;að þvf væri ekki trúandi fyrir neinu ftbyrgðarfullu opinberu starfi og fleira þessu lfkt. Þó að allt kvennfólk væri til svona, þ& væri það ekki annað en eðlilegar afleið- ingar af ófrelsinu, sem þær mega Ifða, en sem betur fer eigum við ckki nema mjög f&ar Ifkar þessu. Við eigum fjölda margar h&ttstand- andi merkiskonur, há-Iærðar og göfugar, scm væru rciðubúnar að taka hvaða stöðu sem væri, hversu vandasöm og ábyrgðarfull sem hún væri, og hvc nær sem væri, alvcg eins og nokkur karlmaöur, sem sit- ur f því sæti núna. Kvennfólkið hefir lengi verið haft i l&gri hyllu f lffinu, og þótt lftið til þess koma, en þær eru þó komnar svo langt núna, að þær eru búnar að ryðja sjcr þi braut, að allur heimurinn starir undrandi & margar þeirra, fyrirþcirra dugnað, og sjerstök eftirtekt er nú veitt bæði þvf/scm konur tala og rita. Vfð- ast hvar eru bæði karlar og konur að vinna eitthvað að kvennfrelsinu, sem n&ttúrlegt er, þvf eftir þvfsem menntun og siðmenning eykst, verður afm&ð þetta ófrelsi, sem er eftirstöðvar gamallar kúgunar og þekkingarleysis. Kvennfólkið cr nógu lengi búið að horfa upp & stjórnsemi karl- mannanna og lfða mikið fyrir það hvað hún er & I&gu stigi, þar sem vfða í stórborgunum cr svo þús- undum skiftir af fólki, bæði börn og fullorðnir, sem kallað cr skrfll, og gengur nakið og hungrað um strætin. Þetta fólk er algjörlega hj&Iparlaust. Það getur cnga björg sjer vcitt nema mcð þvf að stela, eða þft cinhverju öðru röngu móti. Og það veit ekki að það er rangt; það þekkir ékkert gott; þvf hcfit aldrei verið sýnt nema svipuhögg- in. Það er villt, sem eðlilegt cr, því það fæðist sama sem úti & stræti og clst upp cins og skepnur. Það HINAR AGÆTU SHARPLES TUBULAR RJOMASKILVINDUR standa nú Ný-íslendingum til b'-ða Verð þeirra, sem aðskilja 200 pund i klukkustund, er $40 (aðrar tegi ndtt sem afkaáta jafn miklu verki, kosta venjulega $65 til $7") og þær sem dýrari eru afkasta að s»ma skapi meira verki. S& sem hefir þær til sölu hjer f nýlendunni er G-ISLI CTOItTSSOTM. JRNES P. O. MAN. t t t \ af þvf, scm hrynur niður úr hungr er auðvitað sælt; en er þetta ckk stórkostlegt tap fyrir mannfjciagið. að inissa fólkið til svona, sem gæti verið nýtir borgarar cf ekki væri fyrir þcssa óguðlegu meðferð? Það eru fjölda margir bl&snauðir menn. sem neyðast til að stcla, til þess að seðja hungur sitt og sinna. Svo eru þeir teknir og hegnt fyrir það. Fólkið segir: Þvf st&Iu þcir? þeir g&tu unnið fyrir brauði sfnu & ærlegan h&tt. En einmitt þessir menn eru búnir að ganga dag eftir dag, hús úr húsi að biðja um at- vinnu, en all oftast mæta þeir kulda svari: NEI, og þeir fara eitt- hvað út f heiminn, og það endar oftast mcð þvf, að þeir vcrða stór- glæpamenn, ef þcir svelta ekki f hel &ður. Er það ckki von að konurnar sje orðnar uppgcfnar að þurfa að ncyðast til að l&ta börnin sfn þræla & verkstæðum, þar sem þau cru pfnd áfram miskunarlaust, fyrir litla borgun, og lifa ekki til annars en bara að taka út kvalirog þræla. Margar konur tnega ckki missa nokkra mfnútu fr& vinnu sinni. Þær mega til að þræla nærri þvf bæði nótt og dag til að geta treint f sjer llfið ofurlftið lengur, barn- anna sinna vegna, eða þft einhvcrra annara vegna. í sambandi við þetta ætla jeg að leyfa mjer að benda & kvæði eftir Thomas Hood. Það leiðir fram & sjónarsviðið konu, scm vann við að sauma skyrtur, og m&tti vinna dag og nótt til þess aðeins að hafa ofanaf fyrir sjer. Hún var orðin dauðþrcytt og hafði Iftið þrek eftir til að geta lifað. Þetta kvæði er nokkuð langt, en jcg ætla bara að taka þrj&r setningar úr þvf. Hún segir mcðal annars: “O.menn, það er ekki klæði, sem þið eruð að slíta hcldur líf mannlegrar veru; og sfð- ar: “Ó, guð, að brauð skuli vcra svona dýrt, en hold og blóð svona ódýrt “— Hún heldur ftfram að syngja sönginn um skyrtuna, en óskar “að hljómur hans n&i til þeirra ríku.“ Þetta er aðeins eitt dæmi, en þetta mega fjölda margar konur og stúlkur liða f tórborgunum, — og LÍKA í þeim íMÆRRt. Þvf Ifður fólkinu svona illa þeg- ar guð hefir gcfið nóg til þess að allir gætu liíað góðu lffi? Það cr ekki af öðru en slæmu mannfjelags fyrirkomulagi. Ástandið er svo, að ffteinum mönnum lfðst að taka þúsundfalt meira cn sinn skcrf, og að kúga f&tæklingana, sem engir þyrftu að vcra, ef rjett væri & hald- ið. Margt fleira mætti segja f sam- bandi við þetta, ef tfmi leyfði, þvf til sönnunar hvað lftið karlmenn hafa til að þykjast af f stjórnsemd- arlegu tiliiti. Þctta n1& kv'ennfólkið sitja mcð, hvað sem það hefir mikla rjettlætis tilfinningu og löngun til þess að vinna f þ& Attina, að koma þvf fyrirkomulagi i, að almenningi gæti liðið betur. Það getur ekki til hlýtar unnið að þvf, fyr cn það er búið að f& jafnrjetti, og getur óhindrað unnið fyrir heildina. Þcgar kvcnnfrclsið kcmst &, meg- um við eiga vfst, að margt f heim- inum sk&nar. Yfirleitt cr kvenn- fólk n&kvæmara og brjóstbctra en karlmennirnir. Þar af leiðandi mundu þær stofna Ifknarfjclög, og taka munaðarlaus börn og sj& þeim fyrir góðu uppeldi; og hj&lparlausa aumingja og annast þ&, svo að þeir þyrftu ekki að kveljast það scm þcir ættu eftir ólifað. Einnig mcðal annars mundu þær hafa dýr- averndunarfjclög fleiri, scm eru æfinlega nauðsynleg. Enn þ& meira hata þær vfn en karlmenn- irnir, svo það mundu þær útiloka sem fyrst þær gætu; og þ& væri mikið unnið, þvf allir vita hvað illt vfnið hefir f för með sjcr. Öllu öðra góðu mundu þær hj&lpa *il að koma &. Það er núna kvennfjelag f Bandaríkjunum, scm gjörir mikið gott. Allar konurnar^sem f þvf standa, cru sósfalistar, þvf sósfal- istaflokkurinn er hinn eini pólitfski flokkur, sem hcfir kvennrjettindi & stcfnuskrá sinni. Það er flokkur, sem berst & móti ófrelsinu og berst fyrir fyrirkomulagi þar sem öllum gæti liðið vcl. Sósfalismusþýðir ekki. annað en það, að 'öllum geti liðið vel. Og einmitt þeir menn, sem berjast mest fyrir umbótum á frelsi mannanna, eru þeir menn, sem vinna að kvennrjettindum. Þeir vilja að konurnar komi f hópinn til að vinna mcð þeim. En þeir, sem berjast i móti, eru þeir, sem vilja halda kúguninni við. Margt mundi bre) tast þegar kvennrjettindi kæmust i. Það er nú eitt, að þegar að kosninga tfm- anum kæmi — þegar ekki cr nú allt scm glæsilégast, þar sem menn eru bæði keyptir og seldir og ttförg brögð brúkuð f sambandi við það,- þ&kæmi það að góðu að karímenn- irnir bera þó alltaf virðingu fyrir kvennfólkinu (cða oftast nnsr) * mannamótum. Þá mættu þcir vcra þakklátir fyrir að hafa kvenn- fólk við hlið sjer, svo þcir gleymáu þvf sfður að koma fram cins og mcnn, þar sem þeir hefðu iður komið fram sem dónar. Afleið- ingin yrði siðsamlcgra framferði. Ileimili öll yrðu miklu fullkomn- ari, þar sem móðirin vissi um það scm væri að gjörast f heimi^um. Áður vissi hún kannske ckki nema um það, sem gjörðist & hcimili hennar. Og hún mundi hafa svo- Jeiðis fthrif & börnin sfn, að þau yrðu miklu betur undir það búin að ganga út Úr heimilunum og út f heiminn, til að starfa þar á skyn- samlegan h&tt að almennri velferð, hcldur en þau eru nú. Sú þroskun komandi kynslóða cr þýðingarinesta atriðið, og hún fæst aldrci fyr en konurnar standa við hlið karhn.mnanna f öllum vel- ferðatinilum mnnfjclagsins. OFUREFLI. Ofurrfli afglapa enginn h'.utur f nnst sjer vcra; vjcr söknum ekki sannana, vjcr sáum hann Stjána’ ‘í Kringlu gcra.‘ Með viti undrar engan mann annað eins að sj&og þetta; ew hitt var raun: i ritstjórann reyndist drjúpa talsverð sletta. X

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.