Baldur


Baldur - 02.06.1909, Blaðsíða 2

Baldur - 02.06.1909, Blaðsíða 2
BALÐUR, VI. ár, nr. 49. ER CEFINN ÍJT A GIMLI, MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIUFRAM. ÓTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PUBLISHING COMPANY LIMITED. / frumvarpinu, og manninum, sem bar það fram, þv( æstari og áhuga- j fyllri urðu fylgismenn hans t að j berja það í gegn; og þar með, meðal annars, gefa lávörðunum snoppung fyrir þar.n mótþróa, sem þeir hafa oft sýnt stjórninni, þegar j frumvörp hennar hafa komið til efri deildarinnar. Bruggarar og vínsalar og alls- konar fjárgróðafjelög hjeldu fund eftir fund, og Ijetu mótmælum og ávítunum rigna yfir stjórnina. Sfð- ast skrifuðu .allir hinir stærstu kaupmenn og bankastjórar brjef til forsætisráðherrans, Mr.Asquith, og heimtuðu, að stjórnin hætti við þetta frumvarp. í hópi bankastjór- anna var þó ein undantekning: Lord Swaythling. Hann vildi !áta stjórnina halda sitt stryk. Og stjórnin hjelt sitt stryk, og UTANÁSKRIFT TIL BLAðSINS : BALDUE, GIMLI, ZMZ-A-dSr. Verð 4 smáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á stærri auglýs- ingum, sem birtast f blaðinu ynr lengri tfma. Viðvfkjandi slfkum af- slætti ogöðrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snúa sjcr að r&ðsmanninum. Fjárlög “rauða fánans.” ("Tke Red Flag liudget”) ÖLI. VERÖLDIN HLÓ að því, hversu ámátlega ensku milljónerarnir gátu borið sig, þcgar fulltrúar alþýðunnar fóru loksinsað kreppa skóinn að þeim. Áður hafa þeir átt þvf að venj- ast, að þingmcnnirnir reyndust þeirra fulltrúar f öllu þvf, sem til þess gæti miðað, að gjöra þeirra gióða sem mestan; — en það brást í þctta skiftið. Frumvarpið ER SAMþYKKT, og það er almennt nefnt “The Red Flag Budget” (fjárlög ‘rauða fánans’), af þvf að allir vita, að fáni sósfalistanna blakti f fararbroddi þeirrar sveitar, sem þessu kom 1 vcrk, Lloyd-George hefir reynst þjóð sinni frelsishetja, þótt hann væri t ráðherrasessi f vissum stjórntnála- flokki, —og flokkurinn hefir getið sjer, út um allan heim, stóra sæmd af þessu máli, þrátt fyrir það, hve margir afstjórnarinnar eigin flokks- í sfðasta blaði var sagt frá því að enska stjórnin lægi í ófriði við auðmenn þjóðarinnar, og skal nú nokkru frekar gjörð hjer grein fyr- ir þeirri baráttu. Hinn brezki fjárm&laráðherra, Lloyd-George, lagði fyrir þingið frumvarp um svo þungar álögur á landeignir, að óhugsandi skyldi verða fyrir auðmenn að láta mikla fláka liggja ónotaða, eða notaða aðeins af veiðidýrum merkurinnar 1 staðinn fyrir lifandi fólk. Enn- frcmur h&ar prósentur á erfðafje, o.fl. o.fl., sem miðaði f þá átt, að sljetta úr peningahrúgum liinna riku, og draga þær f rfkissjóðinn beinlfnis, og þar með f fjöldans hendur óbeinlfnis. Það cr cins og mcnn vita libcr- i alstjórn við völdin á Englandi nú scm stendur, og þó hefði naumast verið hægt að koma meiri sósfal ismus f þetta frumvarp þó að tóin- ir sósfalistar hefðu átt að gjöra það, heldur en nú var gjðrt. Formaður conservatfvflokksins, Mr. Balfour, barðist um 4 hæl og hnakka móti frumvarpinu. “Lát- um oss fara gætilega,” sagðí hann, “við megum ekki blanda saman þjððræði og ræníngjahætti.” En því ineira sem hamast var á nióti j rnönnum greiddu atkvæði á mótri hepni að þessu sinni. Álitið er að þessi þingsamþykkt sje einhver hinn merkasti stjórnmálaviðburður sem nokkurn tíma hefir skeð án strfðs og blóðsúthellinga. * * * Til þess nokkurn tímaað skilja vcrulega þá atburði, sem eru að gjörast, þurfa menn einnig að átta sig á þvf, sem er á undan gengið. Fyrir meir en 800 árum var England hertekið f þriðja sirvn, sem sögur fara af.' í fysta skiftið hfifðu Rómverjar lagt undir sig hina brczku frumþjóð. Svo urðu sveitir þeirra að hvcrfa heirn aftur, Róma- borg til varnar á 5. öldinni; og þá flykktust Englar, Saxar og Jótar f hreiðrin, sem hinir yfirgáfu á suðurhluta hinnar frjóvsömu eyjar og af nafni eins þcssa germanska flokks var síðan dregið nafnið Eng- land. En í þriðja skiftið var landið hertekið að kvöldi hins 14. okt. 1066, þegar Haraldur Guðnason hneig f valinn á Senlac-hæðinni, og Vilhjálmur, Norðmannaforing-! inn, — sem koinið hafði með j norræna riddara, norræna bog- j menn, norrænt fvtgöngulið, og; franskt og keltnest málalið sunnan j yfir Englandssund, — Ijet ýta! lfki hins dauða konungs svo tiJ á hæðinni, að hann gæti slegið tjaldi sfnu á blettinum, þar sem hinn hafði fallið. Sigurvegarinn gjörðist að sjálf- sögðu konungur. Þá var fólks- fjöldi landsins ekki meiri en svo, að afarmikið af landinu var talið almenningseign. Konungur sló eign sinni fyrst og fremst á allt það land, auk allra þeirra eigna. sem þeir höfðingjar höfðu átt, sem fallnir voru, eða þröngva þurfti meðan allt var að komast á lagg- irnar. Landi þessi* skifti hann svo milli sinna hæstvirtu fylgismanna. Franska og brezka málaliðið fjekk ekkert af þvf; norræna fótgöngu- liðið, lftið eða ekkert; en bog- mennirnir, og einkum riddararnir svo mikið, að þeir urðu hver um sig stórauðugir menn f eitini svip- an. Undir sjálfan sig tók Vilhjálm- us langmest, en Odo (Auðunn) bróðir hans fjekk um 400 stórbýli, og F'itz-Osbern, Montgomery, Mowbray, og Clare litlu minna. Að öllu búnu var gjörvallt Eng- land, að heita mátti, komið f hönd- urnar á 700 mönnum. Til að vita um allar þessar eignir og hvaða skyldur hann ætti á þær ajk leggja handa sjálfum sjer, ljet konungurinn erindsreka sfna fara um allt landið og gjöra ‘úttekt* á hverju einastabýli. Skrá sú, sem allt það hefir að geyma, hefir sfðan verið nefnd “Domesday Book." Ránsför þessi var hin sfðasta og stærsta, sem norrænir vfkingar frömdu. Þótt allir þessir yfirgangsseggir fylgdu rækilega einum foringja í stríði, undu þeir og afkomendur þeirra því ekkert betur en kon- ungurinn sjálfur og hans afKom- cndur, að vera undir nokkurn mann gefnir meira en að nafni til. Afleiðing þess ofstopa varð sú, að áður en hálf önnur öld var liðin, höfðu barónarnir dregið svo mikið vald úr höndum krúnunnar, að hún hefir aldrei sfðan getað verulega komið nokkru tauti við hina ensku lávarðastjetj. En hinir efnaðri alþýðumenn hafa hermt það eftir lávörðunum 1 að draga valdið áfram í gegnum greipar þeirra niður til sfn, og hefir heppnast það rækilega Margir úr alþýðunnar hópi keyptu I sjer lönd af aðalsmönnunum um j þær mundir, scm aðflutningstollar ! voru numdir af bændavarningi.' Þá fjell landið svo f verði, af þvf j að eigendunum varð það miklu j arðminna en áður, að margir keyptu til eigin afnota. Jafn- 1 I framt fjölgaði fbúum borganna og iðnaður efldist þar þegar matvælin urðu auðfengnari, og aflmikil kqup- mannastjett komst á legg, Til hennar varð bráðlega helzt eftir peningum að leita þegar þörf knúði, og þeim viðskiftum við hina arfbornu' höfðingja lauk svo, að fulltrúadeildin brezka ræður nú orðið ein öilum fjárlögum þjóðar- innar, án þess að lávarðadeilditi fái nokkurt atkvæði að greiða um þau. Mcð þessu móti hefir krúmmni verið gjört neitunarvald sitt ónýtt, þvf fulltrúadeildin þarf ekki annað en neita lögum um þær fjár- veitingar, sem nauðsynlegar eru til að stjórna rfkinu, og þá getur konungurinn engan pening snert og allt situr fast. Ekki getur heldur hæsti rjettur á Englandi ónýct neina löggjöf þingsins með því, að bera það fyrir sig, eins og gjört er f Banda- rfkjunum, að hún komi í bága við stjórnarskrána. Engin ein stjórn- arskrá er til, f þeim skilningi, heldur margar rjettindaskrár, hinar merkustu frá 15. júní 1215 og 13. febrúar 1689. Hin sfðasta lög- gjöf þingsins f hvert skifti telst vilji þjóðarinnar, og sjerhver fyrri bókstafur fellur af sjálfu sjer úr gildi, ef hann stendur f veginum. Hin brezka auðmannastjett hefir þann g um langan aldur ráðið í raun og veru rfkjum á Englandi, fyrir tilstyrk þeirra, sem kosnir hafa vcrið f fulltrúadeildina, án þess að lávarðastjettin, hæstirjetturinn, eða konungurinn hafi nokkurn hlut getað við það ráðið. Landeignirnar hafa að vísu haldist að miklu leyti í ættum aðalsins, og sumar ættirnar hafa aldrei þurft þess við að selja neitt, ekki einu sinni bæjarstæðin. Hertoginn af Westminster á t. d enn í dag margar ferhyrningsmflur af London, Hann veitir mönnum leigubrjef en ekki eignarbrjef fyrir ló'8um, og svo byggja þeirsín hús. Eftir þvf, sem verðmætið vex er leigan hækkuð við hvert leigutíma- bil, og vilji einhver ekki sætta sig við það, gengur hann frá húsi sfnu, eða öllu heldur selur það einhverjum öðrum, sem fylgir straumnum f þvf að sæita sig við hina ævagörr.Iu hefð. * * * Sósíalistar, ein-skatts-menn, o. fl. hafa nú um nokkurn tfma amast við þessu ástandi, og ekki viljað meta neins þá hefðarhelgi, sem er færð fram því til afsökunar. Þeir segja að það sje dugnaði and- legra og lfkamlegra starfsmanna að þakka, að framfarirnar eflast í borgunum, og þar af leiðandi þeim að þakka, að verðmæti landeign- anna vex. Þeir tclja því rangt, að landeigandinn verði þess gróða einn aðnjótandi, án nokkurs til- verknaðar af sjálfs sfns ramleik. Kaupmannastjettinni væri það ckki f sjálfu sjer, beinlfnis neinn bagi að kosti þessara laudeigna- manna væri þröngvað, en þá kem- ur fleira til greina. F'yrst og fremst hafa landeigendurnir verið góðir í garð kaupmanna, þvf undir verzlunarfjörinu, iðnaðindm heima og viðskiftunum erlendis, hefir verðmæti landsins verið komið, Svo hafa sjerhverjar álögur á auð- æfi fasteignamannanna haft f för með sjer álögur á önnur auðæfi, svo það hefir orðið sameiginleg nauðsyn allra, sem auðugir hafa verið, að haldast f höndur. Auk þessa eiga konungurinn og aðrir landeignamenn of fjár f| bönkum og gróðafyrirtækjum, með öðrum orðum, leggja það á vöxtu f hendur kaupmannastjettarinnar, og verða með þvf f aðra röndina óaðskiljanlegur hluti hennar. Stjctt sú, sem þannig hefir unn- ;ð sig upp úr hópi alþýðunnar, I kaupmannastjettin, —milljónerarn- ir, sem ekki eiga landið, heldur húsin, skipin, brautirnar, og allan kaupvarning, — lrúu hefir nú.um langan a'dur lagt fulltrúum, lávörð- um, og konungi lffsreglurnar ura það, hvernig stjórna skyldi. Stjórna hverju? Ekki þeim sjálf- um, f þeim skilningi, að marka bás framferði þeirra. t hvert sinn, sem eitthvað er nefnt í þá átt, er öllu hleypt í uppnám. Verzlun Englendinga er sögð lífæð þjóðar- innar. Sje henni hnekkt eru land- eignir f veði, atvinna í veði. Og í þessu er mikill sannleikur. Ástandið er orðið það, að allt þjóð- lffið snýst um kaupskap. Fyrir þennan samtvinning á hagsmunum landeignahöfðingja og lausafjárhöfðingja hefir kaupskap- arandinn (Commercialism) lagst eins og martröð yfir Engil-Sax- neskar þjóðir, og af honum stjórn- ast allur sá mikli múgur, sem ýmist eru leiguliðar á landsbyggð- inni eða kaupamenn í borgunum. Lögin eru aktýgi, sem lögð eru á alþýðuna. Milljónerarnir, sem eiga orðið allt saman, lönd og lausafje, brúka þingið fyrir aktýgja- smið, krúnuna fyrir kúsk, með herinn og liigregluna í hendinni, eins og svipu, Og svipan só arna cr einmitt það, sem mest ríður á, að sje í standi. Með henni á bæði að kúska akneytin í aktýgjunum og aftra öðrum samskonar kúskum frá því, að keyra ofan á sig í þess-. um kappakstri þjóðanna, En sú svipa kostar reiðinnar skelfing, og hin nýafstaðna rimma var um það hver ætti að borga fyrir hana. Að undanförnu hefir alþýðan verið rækilega látin fylgja fyrir- mælum háðkveðlingsins: “Borgaðu aðeins allt, sem fcr f akstur þjóðarsleða. Á magra kinn þá klappar þjet konungurinn, — cða — . ” En nú komu sósfali.starnir loksins ár sinni fyrir borð, þegar farið var að ræða um herskipasmfðarnar miklu. Öll þjóðin hefir skolfið af ótta fyrir yfirvofandi strfði. Aud- mennirnir af kvfða, sem á góðum rökum var byggður, og ræflarnir, sera ekkert áttu til að eiga f húfi, þeir skulfu llka, hinum til sam- lætis. Þá hömruðu sósfalistarnir það fram, að það vær* bezt að þeir, scm mest hafa gagnið af að brúkasvipuna, borguðufyrir hana. Asquith ráðaneytið sansaðist á þetta, Að vlsu gegnir það stórri furðu, þegar litið er til þess, hvað hjer er við að tefla, allt frá kaup- manni upp í konung; cn svo var ekki um gott að gjöra, Fjöldinn heimtaði skipin, svo peningarnir urðu að fást. Stjórnin tapaði að sönnu á annað hundrað at- kvæðum úr slnum eigin flokki, sem gengu I lið með conserva- tfvum, en hún hafði auðvitað alla sóslalistana á sfnu bandi, og vann með meira en 100 atkvæða mciri hluta. “Eftir þetta” scgja blöðin, “má vesahngs auðmaðurinn borga 8% á ári f tekjuskatt; $200 af hverjum sjálfeykli; helmingi meira en áður af öllum vfxlum; nýjan landskatt; og 20% af verð- mætishækkun landsins. Og þegar hanti deyr tekur rfkið 15% af arfi. 10% erfðaskrárgjald af þvf, sem eftir er, og sYo 2% handa arfsmála- dómstólunum,” Áætlað er að árlega dragi laga- boð þctta með nýjum álögum á auðmannastjettirnar $100,000,000 I ríkissjóðinn, Það verður látið ganga upp í svipuverðið.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.