Baldur - 24.11.1909, Blaðsíða 2

Baldur - 24.11.1909, Blaðsíða 2
BALDIIR ER GEFINN ÚT k GIMLI, ---- MANITOBA OHAÐ VIKUBLAÐ. KOSTAR $1 UM ÁRIð. BORGIST FYRIRFRAM. ÓTGEFENDUR: THE GIMLI PRINTING & PÖBLISHING COMPANY LIMITED. mm UTAN ÁSKRIFT TIL BLAðSINS : G-IM3LI, dSÆ^HST. Verð á srnáum auglýsingum er 25 c. fyrir þumlung dálkslengdar. Afsláttur er gefinn á stærri auglýs- jngum, sem birtast f blaðinu yfir lengri tfma. Viðvfkjandi slfkum af- slætti ogððrum fjármálum blaðsins, eru menn beðnir að snóa sjer að ráðsmanninum. Bakkus, Satan og Fallus. U Þetta eru nðfn á þremur átrún- aðargoðum langt aftan úr fornOld, frá Grikkjum, Persuin, og Kalde- um. Og mannkynið er ekki enn þá búið að fitkljá þau málefni, sem standa f nánustu sambandi við nOfn þeirra: bindindisstríðið, sálu- hjálparstrfðlð, og kvennrjettinda- strfðið. Svo ve' hafa afreksverk þeirra allt til þessa dags verið samtengd, að naumast er hægt að höggva þá úr tengslum. Þcgar verja þarf gjörðir Bakk- usar, er hlaupið f afreksverk Satans til sannlndamerkis um á- gæti beggja kappanna. Á ís- lenzku mun það nó sfðast hafa verið gjört f 'SIáttuþíinkuin” þeim, sem prentaðir eru hjer á eftir. Það et nokkuð bjálfalegur siáttu- maður, sem hefir tíma tii að vera f heimspekilegum hugíelðingum við orfið, enda er hann lfka latínu- lærður. Hætt er við að sumum fslenzku bændunurn hjer finndist fátt til um svoleiðis gaufara, Slíkur atorkumaður ætti að kalla sig snfgil, en ekki Ijón. Að maður, sem rætla-tuskast áfram við verkíð sitt skuli halda að hann sje Ijón, sýr.ir sjókan anda; enda getur ekki ainútð verlð, þegar pennaf.erir BALDUR, VII. ár, nr. 13. menn flýja á náðir Satans og annars, þess sem auðvirðilegast er f úreltum trúarbrögðum, til þess að sækja varnargögn handa Bakkusi. Sama er að segja um kvenn- rjettindastrfðið. Það er æfa- gamall arfur frá Fallusi, að konan skuli vera manni sfnum undirgefin. Þvf til sönnunar er lfka hlaupið til Satans. Konan fjeil, Kristur stóðst freistingar Satans. Annað glataði, hitt frelsaði. Fyrir Bakkus, Satan og Fallus eiga manneskjurnar að missa jarð- neska lffið, himneska lífið og jafn- gildi sálna sinna fyrir kynferðis- mismun. I Vitleysan getur naumast kom- ist öllu lengra, Hitt er eftir að vita, hvað iengi fólki þóknast að viðhalda henni á svona háu stigi. Hvorki karlar nje konur ættu átölulaust að mega drekka f sig nokkurn ‘spfritus’ lyginnar nje vitfirringarinnar úr bókum eða flöskum. Það vita allir, að heim- urinn væri betri, ef það væri ekki gjört. Og það eru ekki aðrir en fantar eða flón, sem hafa á móti nokkru þvf, sem getur gjört heim- inn betri. Það á að ryðja öllum afguðum af stalli, sem standa f vegi fyrir Ijöfnum mannrjettindum, þessa heims eða annars. Og það væri áreiðanlega guðs vilji ’svo á jörðu sem 6 himni.” Sláttuþankar. Bel'uro víta, vit* bellum. Þegar jeg stend við orfið mitt, flýgur hugurinn oft út fyrir þúfuna, sem jeg er að kroppa f það og það skiftið. Verkið er orðið svo tamt, að ekkert þarf um það að hugsa. Ljárinn sker grasið af eins og af sjálfsdáðum og tómið er gott fyrir hugann. Jeg er að hugsa um blöðin, sjerstaklega þau íslenzku. Öll eru þau heilög og góð og flekklaus og öil eru þau full vandlætingar yfir hinum blöðunum. Ekkert þeirra þykist f rauninni geta átt í deilu j við eins ósvífna blaðamenn og j mótstöðurnenn þeirra eru. Öll j hrista þau höfuðið yfir spíliingunni f j “hinum flokknum” og undrast, að ekki skuli þau vera svo mikið sem einn einasti skynsamur og rjettsýnn maður, og að aldrei skuli ncitt nýtilegi úr þeirri átt koma. Og ót frá þessu dettur mjer í hug aðfiutningsbannið. Það er dálftið sjcrstakt að þvf leyti, að þar skiftast menn ekki algjörlega | eftir flokkum. Annars er það j undarlegt samræmi, sem oft er f j skoðunum manna af sama flokki, ; Eitt stórmál kemur á dagskrá ogj ! skiftir mönnum f tvo flokka, Svo i koma smámálin og þá kemur ^þotta undarlega, að þar stciftast f<; .' . , , . skoðanirnar hjer um bil eins. Það þykja hreinustu svik, ef einn eða fleiri eru svo illa af guði gefnir að þeir fylgjast ekki með flokks- bræðrum sfnum f öllu. Já, það var aðfluttningsbannið. Mjer dettur út frá þvl f hug eldgamla saganum skilningstrjeð góðs og ills, þetta undarlega trjc, sem enginn mátti eta af. Allirkunnasðgunafrá biblfusögunum sínum. Guð setti trjeð, þar sem þægilegast var að ná 1 það, f miðjan aldingarðinn, og harðbannaði mönnum að eta af þvf. Hversvegna var nú guð að þessu? Svarið kutmum vjer utanbókar síðan vjer gengum til prestsins: Maðurinn þurfti að fáfæri á að beita frjálsræðinu. Það er að segja: Mögulegleikinn til þess að gjöra rangt varð að vera,til þess að maður inn gæti styrkt vilja sinn með þvf að standa á móti freistingunni. En hvernig fór? Maðurinn át, og dauðinn var það, sem hann hafði fyrir. Mundi nú ékki guð hafa sjeð þetta fyrir, að svona mundi fara? Jú, en hann gjörði það samt, hann varð að gjöra það. Hvað mundi nó alþingi það, sem samþykkt bannlögin gjöra, ef svona trje stæði á íslandi, þar, sem þægilegast væri að ná f það, t. d. í Keykjavík? Þarna væri ekki að eins ‘‘áfengisbölið” heldur og öll önnur “böl” samankomin á einu trje. Það mundi víst ekki skoða huga sinji lertgi um að samþykkja lög um það, að trjeð skyldi upp- höggvast og á eld kastað verða. Má vera að það væri rjett. Skoð- anir manna hafa mikið breyzt og sicilningi manna farið fram sfðan á dðgum Adams og Evu, þegar guð ckki að eins Ijet trjeð standa, heldur jafnvel gróðursetti það. Nú mundi einhver segja, að þesst saga sje ekki áreiðanleg, hana megi ekki skilja bókstaflega. Það held jeg líka. En hún missir ekki gildi sitt fyrir það. Sagan er alviðurkend sem eitt mesta sálar- fræðislegt listaverk, sagan af því, hvernig maðurinn verður allt af að hafa eitthvað við að berjast, til þess að hann missi ekki kraftana, allt af að hafa cinhvcrja hættu, til þess að hann hætti ekki að hafa gát á sjer. “Hætturnar eru nógar eftir,” segja bannmenn, “þó að áfengishættan sje farin”. En hvað er þá unmð? Það er sjaldnast tilviljunað menn falla fyrir Bakkusi Þeir sem falla fyrir horium, eru oftast þeir menn, sem hvort sem I er nrundu falla fyrir' einhverri freistingu. Allar verða þær að fara, ef gagn á að verða að þvf. Og þá höfum við aftur gömlu s iguna um skilningstrjeð góðs og ílls, sem guð ljct standa í aldingarðinum. En alþingi er nú vaxið frá þeim gama'.dags skiln ngi á nauðsyn hættunnar. Leo. —Eftir INGÓLFI. * * * Latnesku orðin, sem ”Leo“ setur framan við grtin sfna, eru útskýrð á öðrum stað f þessu blaði. Um bindindið o. fl. (Aðsent, utan úr sveit. )* ... . Jeg er þjer þakklátur fyrir margar ritgjörðir þfnar í Baldri — og svo munu fleiri vera, — og ekki sfzt fyrir þá með yfir skriftinni ‘‘Bakkusarfjelagið á íslandi”. Þar er margt vel sagt og maklega að orði komist, “Flest verður nú óhamingju íslands að vopni” Hin auðvirðilega framkoma ráð- herrans og fylgifiska hans í hinni alræmdu Hafnarferð þeirra, þar sem þeir svo að segja skriðu f duftinu fyrir Dönum, var vissulega nógu sár og auðmýkjandi fyrir þjóðina, þó önnur eins háðung og brennivínsfjelagið er, bættist ekki þar ofan á. Er það ekki dæmalaust í sögu nokkurrar þjóðar, að hinir svokölluðu menntamenn, og leiðtogar hennar, skuli bindast fjelagsböndum með þvf sjerstaka augnamiði, að styðja vinsölu? einmitt þá atvinnugrein, sem leiðir af sjer hið mesta böl og spilling fyrir þjóðfjelagið. Ef íslendingar fylgja slfkum leiðtogum, ber það vott um, að þeir sje ekki á háu menningarstigi, og ekki því vaxnir að stjórna sjer sjálfir. Eu jeg vona að hið gagnstæða komi f ljós, svo að brennivíns- fjelagið verði forsmáð og fyrirlitið, eins og það verðskuldar; og svo rækilega kveðið niður, að þvf verði ekki framar 1 ffs von. Pað, að brennivínsfjelagið færð’i sjer f nyt predikun sjera Jóns Bjarnasonar, virðist mjer mjög eðhlegt. Jeg hefi ekki sjeð eða heyrt sterkari meðmæli með vínnautn. Áuðvitað ætlast hinn hinn heiðraði höfundur til þess, að vfnsins sje neytt f hófi, og að menn hafi Krist með sjer á þeim gleðistundum. Hann minnir á, að Kristur hafi neytt vfns sjá]fur, og að hann leggi blessun sfna yfir slíka gleði, og slfka nautn hjá öðrum; en mjer vírðist, að hann hefði átt að gæta að þvf, að það er hægra að leiða menn út á hálkuna en að verja menn falli, og að hófdrykkjan er einmitt breiði vegurinn, sem leiðir til ofdrykkjunnar; fortfðin og nútfðin bera svo sorglegan vott um það. Mennirnir eiga svo dæmalaust bágt með að gæta hófs, og eklci sfzt þegar tii víndrykkjunnar kemur. Enginn tekur fyrsta staupið með þeim tilgangi að verða ofdrykkjumaður. Nei, allir vilja fylgja hófsemdarkenningun- um, og vera hófsemdarmenn. En eru þeir ekki allt of margir sem yfirstíga það mark? Spyrjum lögreglumenn bæjanna að því, og skoðum skýrslur fangahúsanna; og okkur mun hrylla við þeim fjölda. Mennirnir hafa frá upp- hafi verið svo breiskir og óstöðugir * Þessi ritgjörð sýnir hvað vestur-íslenzki bóndinn er mikið andlega heilbrigðari held- nr en latfnumaðurinn austur- fslenzki, sem aðallega grund- vallar lffsspeki sfna á afreks- verkum Satarts. Heyrðu, vinur góður! Gætirðu nú ekki greitt einhverja vitund fyrir BALDRI, ef þú vildir vel? í sfnum góðu áformum, og þar af leiðandi svo hætt við falli. Þess vegna verðum vjer af fremsta megni að haga seglum eftir vindi og reyna sð stýra fyrir boða og blindsker á ólgusjó lffsins. Og ætfð vera við óveðri búnir, þótt vjer leggjum af stað f góðu leiði. Jeg hefi verið í mörgum gleði samkvæmum, bæði þar sem víi) hefir ekki verið, og lika þar sem þess hefir verið neytt, og mjer hefir ávalt virst að gleðin hafi verið eðlilegri og innilegri án vfns; sú gleði, sem af víninu leiðir, eróeðli- leg, skammvinn oghefiroftast sorg f för með sjer. Þvf verð jeg að segja af hjartans samfæring, að jeg hefi en ekki getað sjeð að Kristur hafi lagt blessun sfna yfir vfnnautn, eða þá gleði, sem af henni jleiðir; miklu fremur hið gagnstæða. Jeg hefi líka stundum iitið inn f drykkjustofur — þó jeg að óþörfu venji ekki komur mínar þangað — og aldrei sjeð þess merki, að sá söfnuður, sem þar hefir verið saman kominn, hafi tekið Krist með sjer. Mjer virðist þvf mjög varhuga vert að prjcdika drykkju f þeirri von, áð þeir, sem vfnsins neyta, taki Krist með sjer. Jeg er þvf eínhuga með bann- lögunum, og þeim “þröngsýnu” bindindiskenningum, að það sje vissasti og farsælasti vegurinn, að sneiða algjörlega hjá hinni svo kölluðu “hófdrykkju” og það jafn- vel þótt einhverjir reyni að heimfæra slfkt til “djöflalær- I dóma’’ .... Mikið gengur nú á f heimi trúarbragðanna, svo að segja hjá öllum menntaþjóðum heims'ns. Upplýsing og menntun nútfmans er að ryðja nýar brautir fyrir göfugum og háleitum hugsjónum; en kyrkjan, einkum sú katólska, rcynir af fremita megni að halda öllu f gamla vanþekkingar-myrkr- rinu; — en aldrci hcfir hún fyr átt eins örðugt uppdratta<- f þessu tilliti. Þessi umbrot á svæöi trúarinnar, hafa ekki alveg gengið framhjá íslendingum, og hafa vfst öll fslenzku blöðin okkar hjer lagt orð f belg, — og Heims- kringla, "vantrúarblaðið, “ hefir nú um tfma verið að nokkru leyti málgagn kyrkjufjelags ns. — Já, ótrúlegt er það, —- eftir öll þau óvirðingarskeyti, sem henni hafa verið send frá garði kyrkjufjelags- ins. En nú má je'g' til að hætta, enda mun það hollast; og þar sem jeg er einn af áhorfenduiium, en ekki einn af leikendunum, f hinum ömurlega trúarbragðaleik, sem nú er verið að tefla, hefi jeg enga löngun til að fara fleiri orðum’;um það mál. ;i /

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.