Birkibeinar - 01.02.1913, Side 16
24
BIRKIBEINAR
VI.
Hvert stefnir 1913?
I fyrra baðst „Thore“ undan samningum sínum
■og fekk lausn, þó að því til skildu, að það héldi áfram
ferðum milli landa og kœmi við í þýzkri höfn (t. d.
Lybiku). Stjórn íslands varð því að semja um strand-
ferðir hér við land 1913. Hún hefir neyðst til að
semja við „sameinaða félagið“ og orðið að sæta afar-
kostum.
Fargjöld hafa hækkað gífurlega1) og flutnings-
gjöld töluvert umhverfis landið. Milli landa hefir og
hækkað í sumu flutningsgjaldið og fargjald fyrir þá,
sem koma eða fara norðan um landið út eða utan.
A. Hækkun á fargjöldum umhverfis landið er svo
mikil, að meðaltal allra meðaltalna reiknað í hundr-
■uðundum (°/0) er 69.1) Farmgjöld hækka sem hér
segir: 1. Trosfiskur um 200°/0; 2. Tólg um 20°/0
3. Saltfisksbögglar um 42,fl°/0; 4. Steinlím um 25%;
5. Múrsteinn um 500%; 6. Kalk og tjara um 50%;
7. Kjöt lax og hrogn um 20%; 8. Minnsta gjald
um 100%; 9. Hálft gjald minkar um %; 10. skipa-
skiftagjald er lagt á, 5 kr. á smálest ef flytja þarf
í land og þaðan á skip, en 3 kr. ef flutt er milli
skipa.
B. Milli landa hækkar fargjald um 46% fyrir
þá sem fara frá eða til Reykjavíkur norðan um land
utan eða út, minkar eftir því sem nær verður Akur-
eyri. Farmgjöld hækka sem hér segir: a. frá Kaup-
mannahöfn. 1. Leirvörur (fajance) um 65%; 2.
þungaleir (urtapottar o. þ. h.) um 41%. b. frá Leith.
1. Bygg, mjöl, mais, baunir, jarðepli, hrísgrjón, hveiti
bankabygg og jarðeplamjöl um 12%%; 2. Járn og
stál í stöngum og plötum, bárujárn og járnhlekkir,
járnpípur, stálkaðlar og gaddavír um 25%; 3. Soda
feiti, síróp, sápa, baðmeðöl uin 25%; 4. Sykur í
sekkjum, kössum og umbúðum um 20%; 5. Kaðlar
og færi um 60%; 6. Ostar og flesk um 14%%; 7.
Keks um 20%; 8. (Héðan) gærur saltaðar húðir og
tólg um 10%.
Mjög erfitt er það að sjá, hve mikilli upphæð
þetta nemur. Því að svo er ramur selstöðubragur á
öllum verzlunarviðskiftum vorum, að allar skýrslur
félaganna, sem hingað sigla, liggja austur í Kaup-
mannahöfn. Eg hefi þó gert tilraun. Flefi eg stuðst
við það, sem afgreiðsla „Thore" hafði og áætlanir
bygðar á því, mjög svo varkárar; auk þess við upp-
lýsingar frá reyndum og greinagóðum íslenzkum kaup-
Sjá töflur yfir hækkun og ferðafækkun áður sendar stjórn-
arráðinu.
mönnum, Og að lokum hefi eg farið eftir verzlun-
arskýrslum íslands, þar sem þeim varð við komið.
Reikningurinn er bygður á jafnmiklum flutningi sem
var síðustu árin, t. d. skýrslum 1910. Alstaðar er
gert sem minst úr hækkuninni, og mun hún því vera
heldur meiri, því að flutningar aukast ár frá ári. Hér
kemur yfirlit
A. a. Fargjald umhverfis land voru 36000
kr. árið, sem leið; hækkun 69% . . kr. 24840
/?. Farmgjöld:
1. Tros kr. 300
2. Tólg - 10
3. Saltfisksbögglar . . — 20
4. Steinlím — 50
5. Múrsteinn .... - 100
6. Kalk og tjara . . . — 25
7. Kjöt, lax og hrogn . — 175
8. Minnsta gjald . . . — 3000
9. Hálft gjalt .... — 600
10. Skipaskiftagj. (nákv.) — 4900
9180
kr. 34020
kr.
500
Hækkanir hér við land samtals
eru víst heldur oflágt settar en hitt.
B. a. Fargjaldshækkunin milli landa
/3. Farmgjöld milli landa:
1. Leirvörur yfir Kaupmannahöfn
2. Frá Leith.
a. Bygg, mjöl, mais, baunir, jarð
epli. hrísgrjón, hveiti, banka-
bygg.......................
b. járn og stál í stöngum og
plötum, bárujárn, stálkaðlar
járnvír....................
d. Sykur .....................
e. Kaðlar og veiðarfæri . .
f. Keks......................
3. Héðan: Saltaðar gærur og tólg
4. Áætluð hækkun á jafnmiklum
flutningi frá Hamborg sem 1912
5. Afsláttur minkar um ....
Af þessum upphæðum samtals . .
er ekkert oftalið, nema ef afslátturinn væri oftalinn
Alstaðar er reiknað, hvað bæði félögin hafa flutt, því
að sjálfsagt má telja að önnur félög sé eigi ódýr-
ari en það, sem hefir styrk úr landssjóði. Geri eg
að bæði félögin hafi í flutningsgjald 1900000 kr. þar
frá dreg eg 150000 kr. í fargjöld, og frá afganginum
10%. Er þá eftir hérumbil 150 000 kr. Tíundaraf-
sláttur af því fæst ekkki nema í þau skifti sem mað-
ur flytur fyrir 300 kr. með skipinu d einufarmsMr
teini. En það segja kunnugir menri að sé boðið með
759
6825
850
3035
1800
1130
190
- 15300
—150000
kr. 180389