Birkibeinar - 01.02.1913, Side 1
I. Inngangur.
„Island er öðrum löndum fremr háð verzlun
«inni við erlendar þjóðir. Landið er bæði afskekt og
náttúra ])ess öðrum löndum frábrugðin. Að vísu
gefr landið af sér fémæt gæði, langt fram yfir þörf
landsmanna sjálfra, en þó þessi gæði sé að vöxtum
ríkuleg, þá er tegund þeirra og tala bæði fáskrúðug
•og fábreytileg og vantar landið tugum saman þau
gæði, sem landsmenn geta tæplega eða alls ekki án
iifað. Landsmenn vei’ða því að skifta þvi sem þeim
-verðr afgangs af fiski, lýsi ull og kjöti, og kaupa
sér fyrir það nærri alt annað, sem þarf lil tifsforða
-eðr nautnar. Island stendr því öðruvís að en
önnur lönd, þar sem náttúran teiðir af sér fleiri gæði>
filutar sitt af hverju, minna, enn jafnara.
Yerzlunarsaga Islands er þvi landssaga þess, í
fám löndum hata umskipti á verzlunarhag dregið
æftir sér slíkan slóða sem á íslandi, og ráðið slíku
um hag og heill lands og lýðs.“ (Ný félagsrit, XXII
ár, bls. 100)-
Svo fara Konráði Maurer orð, og fer hann ef-
ilaust með rétt mál. Væri því full þörf fyrir lands-
imenn að þekkja verzlunarsögu landsins, en því er
miður, að hún hefir eigi verið rannsökuð ennþá til
neinnar hlítar, og liggur því eigi á harðbergi sú kunn-
átta. Nú höfum vér Islendingar, góðu heilli, sett á
stofn innlendan háskóla, og er þvi von á að bráðum
rætist úr til batnaðar um þetta mál.
En þótt rannsókn á þessum efnum sé eigi lengra
komið en nú var sagt, þá er þó alkunna, hver leiks-
lokin urðu, að vér komumst í hina verstu verzlunar-
ánauð og urðum fullkomnir hlutræningjar í nálega
öllum hlutum. Þar af leiddi örbirgð og eymd og
mannfall, svo að nærri stappaði fullum þjóðardauða.
Oss væri nauðsyn á að vita, hverjar orsakir lágu
til þess að svo fór, til þess að vér gerum eigi hin
söniu glapræði sem forfeður vorir. Þessar orsakir
hafa verið margar og margbreyttar, og munu verða
leiddar í ljós við nánari rannsókn, en fram hefir farið
hingað til, sem fyr var sagt. Hér verður drepið á
eina orsökina, þá er án alls efa hefir verið ríkust og
aífaramest. Má með sanni heimfæra áður töld um-
mæli Konráðs Maurers upp á hana, og setja verzlun
fyrir land en skipakost fyrir verzlun. Því að svo er
um öll eylönd að vitni veraldarsögunnar, að saga
skipakostsins er saga verzlunarinnar. Og þar sem
svo er háttað sem hér á landi, að verzlunarsagan er
landssaga, þá er saga skipastólsins saga landsins.
Eigi eru hér tök á að rannsaka það mál til neinnar
hlítar, en talin munu verða nokkur höfuðatriði og
sýnt um leið, hverjar urðu afleiðingar þeirra. Að
því búnu mun verða sýnt fram á, hverja lærdóma
vér hljótum að draga þar af og til hverra framkvæmda
þeir benda oss.
11. Skipakostur landnámsmanna.
Noregur teygir sig alla leið norðan úr Dumbs-
hafi og suður undir Jótlandsskaga, en er að því skapi
mjór sem hann er langur. Yiða eru þar fjöll og ó-
færur inn i landið og alstaðar torsóttir landvegir, þar
sem iðjandi mannshöndin hefir eigi fjallað um. En