Bóksalatíðindi


Bóksalatíðindi - 16.03.1896, Qupperneq 3

Bóksalatíðindi - 16.03.1896, Qupperneq 3
3 J»ær, sem jeg hefi í umboðssölu frá útlendum Lókaverzlunum. í öðrum flokki eru bækur, sem jeg gef af að eins 25% sölulaun, og í Jíriöja flokki bækur, sem aS vísu eru reiknuð- af 25% sölulaun, en sem jeg gef auka-af- slátt á, er nemur 8*/s%, hverjum þeim bók- sala, er selur af þeim fyrir minnst 50 kr. á ári, og færi jeg þenna auka-afslátt bóksalan- um til góða við áramótin, þegar jeg gjöri reikning hans upp, því að þá fyrst get jeg sjeð, hverjum hann ber með rjettu. Vandinn við reikningsfærslu mína er því einungis fólginn í því fyrir bóksalann, að búa bókaleifaskrána svo undir, að rjett sje út- reiknuð, bækurnar í fyrsta flokki færðar út að frádregnum 20%, en hinar að frádregn- um 25% sölulaunum, alveg á sama háttj eins og vitsendingaskrár mínar eru reiknaðar. Þegar það er gjört, þá eru fyrst færðar í reikninginn bókaleifar frá fyrra ári, síðan meðteknar bækur á árinu eptir útsendinga- skránum og þar á móti færast bókaleifar við árslokin og endursendar bækur, ef nokkrar eru, sem einnig reiknist með nettó verði; er þá mismunurinn upphæð sú, sem bóksalinn á að stánda skil á, ef honum ber enginn auka- afsláttur á bókunum í þriðja flokki, samkvæmt því, sem áður er fram tekið. Þeir, sem þykir það hægra, geta líka sent bókaleifaskrána óútreiknaða, að eins sett tölu bókanna í dálkinn framan við bókanöfnin, og verður þeim þá sent endurrit af skránni út- reiknað með reikningi sínum hjeðan, svo þeir geti sjálfir athugað eptir á, hvort rjett er eða eigi. Enn fremur bið jeg útsölumennina aö gefa því gaum, að sumar bækur, sem jeg hefi í bókaverzlun minni, læt jeg eigi öðruvísi úti en í »fastan reikning«. Er það svo að skilja, &ð þær bækur má ekki telja með bókaleifum og ekki endurskila, heldur verða þær að borgast með sömu skilyrðum og aðrar seldar bækur, eptir að ársreikningur er upp gjörður. Á útsendingaskrá minni hef jeg sjerstakan dálk fyrir bækur þær, sem svo stendur á. Meðal þeirra er Barnalærdómurinn og /rnsar bækur, senr jeg hef kallað inn og lítið er orðið til af. Ætla jeg að auglýsa þær síðar hjer í blaðinu. Með pöntun á þeim bókum verða bóksalar því að haga sjer eptir því, hve góður markaður er fyrir þær kringum þá, eða þá að eins panta það af þeim, sem þeir hafa vissa kaupendur að. I sambandi við þetta mál vil jeg leyfa mjer að taka fram, að oss meðlimum Bók- salafjelagsins er einkar-áríðandi, að fá bóka- leifaskrárnar sendar útfylltar frá útsölumönn- um með fyrstu póstferð eptir nýár ár hvert, jafnvel þótt þeir meö þeim sama pósti geti eigi sent reikningsskil. Margt af bókum þeim, sem vjer höfum í bókaverzlunum vor- um, eru umboðssölubækur, sem vjer verðum að gjöra reikningsskil fyrir, er á að vera lok- ið fyrir 1. marz ár hvert, en þaö er oss því að eins hægt að gjöra, að bókaleifaskrárnar sjeu þá komnar til vor frá öllum útsölumönn- um fjelagsins. Sigfús Eymundsson. Bóksalafjelagið. Meðlimir Bóksalafjeiagsins eru: Sigfús Eymundsson, bóksali í Beykjavík, formaður fjelagsins. Björn Jónsson, ritstjóri, í Reykjavík. Friðbjörn Steinsson, bóksali, á Akureyri. Sigurður Kristjánsson, bóksali, í Reykjavík. Útsölumenn fjelagsins á ídandi: Ari Hálfdánarson, hreppstjóri í Fagurhólsraýri í Oræfum. Benedikt Jónsson í Þinganesi í Hornafirði. Benjamín Jóhannesson, kennari, í Flatey í Breiðafirði. Bogi Sigurðsson, verzlunarstjóri, í Skarðstöð í Dalasýslu. Einar Brynjólfsson, bókbind., á Sóleyjarbakka í Árnessýslu. Einar Markússon, verzlunarstjóri, í Ólafsvík. Eyólfur E. Wíum á Búðum í Fáskrúðsfirði. Gísli Jónsson í Hjarðarholti í Dölum. Guðmundur Guðmundsson, bókhaldari, á Eyrarbakka. Guðmundur Guðmundsson, prentari, á Oddeyri. Halldór Jónsson, umboðsmaður, í Vík í Mýrdal. Hallgr. Jónsson, hreppstjóri, á Akranesi. Jónas Bjarnarson, prestur, í Sauðlauksdal. Jón Ármann Jakobsson, verzlunarmaður, á Húsavík.

x

Bóksalatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóksalatíðindi
https://timarit.is/publication/167

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.