Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.04.1909, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK 169 hann andríka a8al-guðspjallið,en segir um það, að ræður Krists sé þar naumast í réttri röð,og frá sögulegum atriðum, eins og t.d. afneitan Péturs í húsi Kaífasar, sé ónákvæmlega sagt. Ut af ræöum Krists hjá Matteusi um heimsendi heldur hann því fram, að réttri röð, eins og hún birtist hjá Lúkasi, sé þar ruglað. í ræð- um Stefáns fann hann söguleg rang- hertni. En einnig í bréfum postulanna finnur hann mannlega ófullkomleika. Um líkingarfulla skýringu Hagar-nafns- ins (Gal425) segir hann, aö hún sé of máttlaus til að ná tilgangi sínum og um !Pét3'9 tekur hann fratn, að Pétur tali þar frá lægra sjónarmiði, en andi postul- anna. Esterarbók fanst honum ritsafni ganila testamentisins eigi samboðin og um bækur Esra og Nebemía segir hann, að þær sé Esterar-ígildi (estherissant). I nýja testamentinu finnur hann eigi postullegan anda í bréfinu til Hebrea og í Opinberunarbókinni átti andi hans svo illa heima, að hann áleit hana hvorki posiullegt rit, tté spámannlegt. Um Jak- ob dirfist hann að s;gja, af því hann fekk eigi samrýmt hann Páli : Male con cludit—delirat : hann dregur ósannar á- lyktanir -—- ruglar. Hann dæmdi um hvert rit eftir því, hvort það kendi Krist. ,,Þaö, sem kennir mér ekki Krist,er ekki postulleg kenning, hvort sem Pétur eða Páll áí hlut. Leiði andstæðingar ritn- inguna fram sem vitni gegn Kristi, svo köllum vér Krist til vitnis gegn ritningunni“. Andi Lúters hafði sogað til sín næringarefni ritningarinnar og sameinað hinn eilífa kjarna hennar vit- undarlífi sínu; þess vegna stóð hann eins og frjáls maður gagnvart ritningunni“. Svo farast Kahnis orð og hefir honum al- drei veriö brugðið um, að hann hafi hall- að máli. í formálanum fyrir nýja testamentinu 1524 segir Lúter : ,,Þú verður að gjöra réttan greinarmun allra bókanna og gjöra þér Ijóst, hverjar sé beztar; því einkum er Jóhannesar guðspjall og fyrsta bréf hans réttur kjarni og mergur allra bókanna. í einu orði, Jóhannesar guð- spjall og fyrsta bréf, — bréf Páls, eink- um bréfin til Rómverja, Galatamanna, Efesusmanna og fyrsta Péturs bréf eru þau ritin, sem sýna þér Krist og kenna þéralt, sem þú þarft aö vita þér til sálu- hjálpar, þótt þú aldrei hvorki heyrðir né sæir nokkura aðra bók eða kenning. Þess vegna er Jakobsbréf eiginlega hálm- bréf móts viö þau, því það hefir engan evangeliskan blæ“. Grundvallarreglan, sem Lúter vill láta dæma um bækur biblíunnar eftir, birtist í þessum orðum hans : ,,Öllum réttmætum ritum ber saman í því, að þau prédika Krist og boða (treiben); það er líka réttur prófsteinn að lofa og lasta allar bækur eftir, hvort þær boöa Krist eöa ekki, þar sem öll ritning bendir til Krists. Það sem eigi kennir Krist, er eigi postulleg kenning, þó Pét- ur eða Páll flytji. Það sem aftur prédik- ar Krist, er postulleg kenning, jafnvel þótt Júdas, Hannas, Pílatus eða Heró- des flytti“. Ummæli Lúters um spámennina, sem Kahnis á við hér að ofan, eru orðrétt á þessa leið : ,,Og vafalaust hafa spá- mennirnir lesið Móse og síöari spámenn- irnir í hinum fyrri og svo ritað í bók, góð- ar hugsanir sínar, sem heilagur andi hefir gefið þeim. En þó stundum hafi líka slæðst með hjá þessum góöu kennurum og einlægu rannsóknaröndum hey, hálmur og kornstangastúfar og þeir hafi ekki bygt úr eintómu silfri, gulli og gimsteinum, -verður þó grundvöll- urinn þarna og hinu eyðir eldur hins efsta dags, eins og Páll segir 1 Kor 3'3“. Eldur efsta dags er nú þegar farinn að vinna verk sitt. Jafnvel Lúter kom auga á hey, hálm og kornstangastúfa í ritn- ingunni innan um annað göfugt og gott, sem heyrir grundvelli trúarinnar til og er

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.