Breiðablik - 01.02.1913, Side 6

Breiðablik - 01.02.1913, Side 6
134 BREIÐABLIK sinn er orðin venja. Svo er um aila siBi og venjur mannanna. Sjö-daga-vikan er miklu eldri en frá- sagan um sköpunina. Með Babýlóníu- mönnum og Assýringum var sjö heilög tala. í almanökum þeirra er ákveSiö bann gegn hversdagslegum athöfnum til- tekna daga og eru þær reglur nærri hliS- stæöar sabbats-reglum GyBinga. í tveim mánuöum vita menn fyrir víst, aö 7., 14., 21., og 28. og líka sá 19. voru alveg sér- stakir dagar, þegar fyrirskipaS var meö lögum, aS ,,hiröir margra þjóSa^o) mætti ekki neyta kjöts, er steikt hefði veriÖ á eldi, eöa nokkurrar fæöu, er soöin hefSi verið viö eld; hann skal ekki skiftafötum á líkama sínum og ekki klæöast hátíða- búningi, hann skal ekki taka þátt í fórn- arathöfnum, og eigi má konungur aka í skrautvagni sínum og eigi halda hirS- fundi og eigi skal prestur leitahonum vé- frétta í helgidóminum,enginn læknir skal ganga í sjúkraherbergi, dagurinn er ó- heppilegur til bölbæna, en aö kveldidags má konungurinn færa fórnir í nálægS Marduks og Istar. Þá má hann framkvæma fórnarathöfn, svo aö bænir hans veröi heyrSar“. Það er af þessu augljóst, aö á þessum dögum hreyföu menn eigi viS daglegum störfum,en guS- ræknisathafnir virSast heldur eigi hafa átt sér stað, fyrr en aö kveldi. Þessir ó- heilladagar (dies nefasti) voru haldn- ir í tveim mánuSum, E 1 u 1 og M a r c h- e s v a n2i), en líkindi eru til, að eins hafi verið al!a mánuöi. AS 19. dagur mán- aöarins er talinn meS, álíta menn, aö sé vegna þess, að hann hafi veriö talinn 49. dagur frá byrjan fyrra mánaöar (19 + 30 = 49 og 7 x 7 = 49). í Babyloníu var sjö- undi hver dagur einnig hvíldardagur eins 20) Clande Hermann Walter Johns (Cam- bridge), author of Assyrian Deeds and Docu- ments. Ency. Brit. 23,961. 21) Skinner (Cambridge) Genesis. Int. Nat. Crit. Com. 1910 bls. 38. og með ísraelsmönnum. Ástæðan er að eins önnur. Hún er hjá þeim sú, að dag- urinn er slæmur dagur, óheilladagur, helgaður illum öndum. En meS ísraels- mönnum er sjöundi hver dagur heilagur dagur, af því hann heyrir guSdóminum til. MeS báðum þjóðum stendur dagur- inn í sambandi viö tunglganginn. AS nóttu til fer fórnfæringarathöfn fram meö Babyloníumönnum. Hins vegar tala ísraelsmenn ávalt um sabbats-daginn í sambandi viö tunglkomuhátíS. Verkfall með báöum þjóðum á þessum dögum bendir á sameiginlegan uppruna. En GySingar vildu ávalt einkenna sínar sið- venjur frá öllum öðrum. Babyloníumenn létu sína viku ávalt standa heima viS kvartilaskiftin; meS þeim voru allir mán- uðir tunglmánuSir og höfSu 28 daga, og í hverjum slíkum mánuði var látiö verSa verkfall 7., 14., 21., og 28. mánaöarins. GySingar voru þeim miklu éfróöari um gang himintunglanna. Þeir einkenna sitt sabbatshald með því aö láta kylfu ráða kasti um sabbatsdagana, hvort þeir standa heima viö tunglganginn eöa ekki. Þeir taka upp þann siS, aS halda helgan 7. hvern dag fyrst eftir aS þeir fá fasta bólstaSi í Kanaanlandi. Þá taka þeir upp þann sið aö halda 7. hvern dag helg- an, eftir akuryrkjuþjóSinni, er þeir setjast að hjá, Kanaanmönnum, en leitast viö aö einkenna hann frá þeirra degi og láta hann vera aö einhverju frábrugðinn. Kanaanmenn kölluSu daginn óheilladag og fylgdu í því dæmi Babyloníumanna, frænda sinna, oe álitu hann helgaöan ill- um vættum. ísraelsmenn sögöu: Það er heilagur dagur, drottins dagur,sem Jahve hefir heimtaö, aö honum væri helgaöur frá veraldar-sköpun. MeS því aS teljaaS eins frá sjö til sjö, í staö þess aS binda vikuna viS tunglganginn, sem þá brast stjörnufræBilega þekkingu lil, og láta vikuna eigi vera bundna viS mánuSinn, stigu þeir, án þess aö hafa sjálfir grun um, spor í menningaráttina.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.