Breiðablik - 01.02.1913, Side 12

Breiðablik - 01.02.1913, Side 12
140 BREIÐABLIK söguna segir (Elohistinn), skilur ekki þetta lengur svo, en lætur steininn ein- ungis vera settan þarna, til endurminn- ingar um guölega opinberan. Slíkir steinar voru oft geröir að altari. En alt- ariö fylgir fórnarathöfnum með öllum þjóðum. Þaö var guða-boröið, sem gjaf- irnar handa þeim voru lagðar á. Meö ísraelsmönnum var vanalega reist tré- súla,skrýdd böndum, hjá altarinu. Hún nefndist a s é r a og er því nafni haldiö í hinni nýju biblíuþýðingu vorri. Það er sama sem ístar eða Astarte, frjósemis- gyðja Babyloníumanna, himnadrotning- in, sólin. Og allur þessi útbúnaður var á hæðunum, fjöllunum; ,,þeirreistu sér merkisteina og asérur á öllum háum hólum og undir hverju grænu tré“ (2Kon ]7IO). Þrátt fyrir allar siðaba tur, héld- ust merkissteinarnir við langt fram yfir herleiðingu^g). Að steinadýrkan átti sér stað í fornöld á íslandi, höfum vér sýnis- horn af í Biskupasögum. Þarsegir: ,,At Giljá stóð steinn, sá er þeir frændr höfðu blótað, ok kölluðu þar búaíármann sinn; Koðrán lézt eigi mundu fyrri skírast láta, en hann vissi hvorr meir mætti, biskup eða ármaðr í steininum. Eftir þat fór biskup til steinsins, ok söng yfir þar til er steinninn brast sundur; þáþóttist Koð- rán skilja, að ármaðr var sigraðr“3°). Grjóthrúgur finnast þann dag í dag í Palestínu, einkum í landinu austan Jór- danar, sem eru leifar þeirrar menningar, sem átti sér stað þar í landi, áður sögu- öldin hefst. Með forn-ísraelsmönnum voru þar heilagir staðir, þar sem fórnar- máltíðir voru haldnar og guðdómurinn á- kallaður (lM314gS:i). Grjóthrúgur þessar voru oft á landamærum. , ,Þessi hrúga skal vera vitni í dag milli mín og þín“ 29) Gressmann: Religion in Geschichte und Gegenwart (1911) IV, 111—112. (1M3148), sagði Laban við Jakob. " Bæði grjóthrúgan og guð eru kölluð til að dæma milli þeirra. Eldri hugmyndin hefir verið sú, að guðdómurinn búi þar sjálfur og sjái þess vegna ránsmanninn, sem ræðst inn á landareign nágrannans, og verður að ganga fram hjá vörðunni. Þegar sáttmáli er gjörður, er heilög mál- tíð haldin, sem allir taka þátt í. Það er skuggi af fórnargjörð til guðdómsins í steinahrúgunni, sem framkvæmd hefir verið fyrri á tímum. Yar þá blóð fórn- ardýrsins látið renna undir grjótið. Þeg- ar eiðurinn var svarinn, nefndi hvor um sig guð feðra sinna. Sál dýrsins var í blóðinu, þess vegna er svo mikil áherzla lögð á blóðið í öllum fórnargjörðum. Og það ekki sízt vegna þess, að þegar dýrið var vígt eða helgað til fórnarinnar, álitu margar fornþjóðir, að guðdómurinn sjálf- ur færi í dýrið. Þess vegna urðu fórnar- máltíðarnar svo heilagar. Þegar guð gjörir sáttmálann við Abra- ham (lM15g) lætur hann Abraham færa sér þrevetra kvígu, þrevetra geit, þre- vetra hrút, turtildúfu og unga dúfu. Og hann. færði Jahve öll þessi dýr og hlutaði þau í sundur í miðju og lagði hvern hlut- ann gegnt öðrum. Svona voru samning- ar gerðir manna á milli, áþessum tímum. Báðir málsaðiljar gengu milli dýrahlut- anna.gegn um blóðið, með formælingum: Láti gaðdómurinn þann, sem brýtur, verða höggvinn sundur á sama hátt og þetta dýr! Hugmyndin, sem liggur sið- venju þessarri að baki, er sú, að sá, er eiðinn vinnur, og á þann hátt gengur inn í dýrið, gerist líkur því um leið, og dreg- ur með formælingunni yfir sig örlög þess. Með Babyloníumönnum og Grikkjum kemur sami siðurinn fyrir. Með Róm- verjum var formálinn þessi, eftir sögn Liviusar: ,,Rjúfi Rómverjalýður með vilja og vitund samning þenna, þá skalt 30) Biskupasögur I5.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.