Breiðablik - 01.02.1913, Síða 13

Breiðablik - 01.02.1913, Síða 13
BREIÐABLIK þú, Júpíter, slá Rómverjalýð, eins og eg slæ grís þenna“3!). Fórnarmáltíðirnar hafa fylgt mannkyn- inu frá upphafi vega og eru eitt hið al- mennasta atriöi helgisiðanna. Þær lifa enn í kristnum sið í sakramentinu. Þær standa í sambandi viö þá hugsan, að menn fái tileinkað sér kraftinn og hæfi- leikann, hjá dýrum eða hlutum, með því að leggja sér það til munns. Sá sem et- ur ljónshjarta, verður hraustur og hug- aður. Sá aftur, setn leggur sér héra- hjarta til munns, verður hugdeigur. Það hefir komið fyrir, jafnvel á vorum dögum, að menn hafa etið læknis-,,forskrift“, og ímyndað sér aðhrifi. Á austur-indversku- eyjunum þar sem hrísgrjónarækt er stund- uð,safnast kynflokkarnir saman til helgr- ar máltíðar,sem þeir nefna ,,át hrísgrjón- asálarinnar“. í Noregs gömlu lögum stendur þetta ákvæði: ,,Ef nú blót(blæti) er framit í húsi láslausu, mat-blót eðr leir-blót gört í mannslíki af leir eða deigi, þá ... . “ Þetta sýnir að þar hafa guða- myndir verið gerðar úr brauðdegi, sjálf- sagt tií átu32). Á Vermalandi í Svíþjóð bökuðu húsmæður brauð úr korni síðasta kornbundinsins, og létu brauðið vera í líki lítillar stúlku. Af þessu áttu allir á heimilinu að eta. Og á vorin, er farið var að vinna á ökrum, var brauði úr síðasta bundininu út býtt, bæði vinnu- mönnum og vinnudýrum og stundum jafnvel grafið ofan í akurinn. Kraftur allrar uppskerunnar frá fyrra ári átti eins og að hafa þézt saman í síðasta bundinið. Það var heilagt; guðdómurinn bjó í því. Sá kraftur átti aftur að helgast næstu uppskeru og þeim, sem að henni störf- aðu33). í Heimskringlu Snorra Sturlu- 31) Nilsson: Primitiv Religion, bls. 88—89. 32) Norges gamle Love I, 383,^389. Eftir Cleasby-Vigfússon orðabókinni bls. 70 (blót.) 33) Nilsson: Primitiv Reiig-ion, bls. 85. I4I sonar stendur: Þat var háttr hans (Óð- ins), ef hann sendi menn sína til orrostu eða aðrar sendifarar, at hann lagði hendr í höfuð þeim ok gaf þeim bjának; trúðu þeir, at þá myndi vel farask34). Bjának eða bjannak, er orð, er kemur fyrir ein- ungis á þessum stað. Guðbrandur Vig- fússon álítur það sama orðið og skozka orðið bannock, haframjölskaka, og að þessi frásögn bendi til, að kristnirsið- ir hafi blandast saman við heiðnina á Norðurlöndum; hér sé ef til vill átt við útdeiling brauðs í kveldmáltíðinni. En getur það ekki átt sér stað, að eins og forfeður vorir létu börn sín vatni ausa í heiðnum sið, eða höfðu helga siðvenju, sem á einhvern hátt líktist skírn í kristn- inni, hafi þeir líka haft aðra siðvenju,sem að einhverju leyti hafi líkst kveldmáltíð- inni? Spámaðurinn Amos kemst svo að orði á einum stað (44_s): Farið tit Betel og syndgið til Gilgal og syndgið enn þá meir! Berið fram sláturfórnir yðar að morgni dags, á þriðja degi tíundir yðar! Brennið sýrð brauð í þakkarfórn, boðið til sjálfsvilja fórna, gjörið þær heyrinkunnar! Því það er yðar yndi Israelsmanna, segir drottinn Jahve. í þessum orðum, sem töluð eru í æst- um spámannsham, koma ljóst og greini- lega fram skoðanir spámannanna á fórn- færingunum. í þeirra huga eru þær blátt áfram syndsamlegar athafnir, hrein og bein heiðni, hinum sanna guði andstygð og ósómi. Fólkið þyrpist stöðugt til fórnarstaðanna, Betel eða Gilgal, á svip- aðan hátt og Múhameðstrúarmenn nú; því fórnin var álitin mikill guðrækn- isvotttir. Fyrsta morguninn eftir að komið var á staðinn var fórnin fram- 34) Finnur Jónsson: Heimskringla, Köben- havn 1893—1900, 1,11.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.