Breiðablik - 01.02.1913, Page 15

Breiðablik - 01.02.1913, Page 15
BREIDABLIK H3 Er nú á fyrsta árinu yfir sextugt. Og ætla að deyja með ,,forvitnishug“, eins og Páll gamli Melsted! En eitt stendur mest í vegi. Það er þ e k k- ingarleysið og kæruleysið. Þ>að er að gagntaka okkar vestur-íslenzka ungdóm. Sú hugsan gagntók mig í dag sem oftar. Hér var ákaflega fjölmenn nýársgleði.......í nótt. Og hvað var hugsjónin sem skemti? Ekkert a n n a ð en 10—12 tíma dans. Börnin mín eru nýkomin og það vakti hjá mér þá hugsan, sem reyndar vakir altaf, að mein mitt að vera fátæk- ur, er það, að geta ekki mentað börnin, sem öll hötðu fremur góðar gáfur.------Þekkingarleysið gjörir menn að sauðum, sem hægt er að smala, til að berjast undir merkjum hræsni og harð- stjórnar, hve nær sem vera skal. Sjálfur hefi eg ekki mentaður verið, en eg hygg þetta samt rétt athugað. Sverð og bagall á ensku. Leikritið eftir Indriða Einarsson, S v e r ð o g b a ga 11 hefir nýlega verið þýtt á ensku. Segir Isafold um þýðing þessa, að hún sé í ensku skáldfræðistímariti, er nefnist P o e t L o r e, en þýðingin eftir enskan fræðimann, Lee M. Hall- ander. Halldór Hermannsson, bókavörður í Iþöku, sem nú er nokkurs konar útvörður ís- lenzkra bókmenta í enskum heimi, hefir yfirfarið þýðinguna, og er þá ekki hætt við að efni leiks- ins hafi á nokkurn hátt verið misskilið. Er Hall- dór líklegur til að gjöra íslenzkum bókmentum gagn og sóma erlendis. í þessu skáldritasafni hafa áður verið þýðing- ar eftir Björnson, Drachmann, d’Annunzio, Hauptinann o. fl. að mestu eða eingöngu leikrit. A eftir leikritinu er allöng grein um höfund þess og leikritið sjálft. Er þess getið, að þetta sé fyrsta íslenzka leikritið, er þýtt hafi verið á enska tungu. Lýsir þýðandinn því með glögg- um skilningi, hverja örðugleika leikritaskáld eigi hér við að stríða, fámennið fyrst og fremst og svo hitt, hve útlendingum veiti örðugt að skilja íslenzka tungu. Því meira þykir honum um það vert, að hér skuli vera leikritaskáld,er sýni þjóð- inni og heiminum, að Islendingar standi ekki öðrum þjóðum að baki í þessu efni og get enn lagt sinn skerf til heimsbókmentanna. Um leikritið segir þýðandinn ýmislegt, telur á því kosti og lesti frá sínu sjónarmiði. Af per- sónum leiksins þykir honum mest um vert þau Brand og Jórunni, en Bótólfi biskupi þykir hon- um að nokkuru ofaukið. Annan þátt leiksins telur hann beztan, kallar hann meistaraverk. Öll er grein þessi rituð af góðvild, en án alls þess fagurgala, sem stundum er látinn bæta upp skilnings- eða þekkingarleysið. Má Indriða Einarssyni það vel líka, bæði að vera í tímariti þessu settur á bekk með helztu leikritaskáldum nútímans og eins hitt, hve vel og sanngjarnlega er dæmt um þetta leikrit hans á víðlesnustu tungn heimsins. (ísafold). T rúmála-hugleiðingar frá ný guðfræðilegu sjónarmiði, lætur Jón Helgason, prófessor, birtast eftir sig í tveim blöðum af nýkominni Isafold og virðist eiga að verða áframhald á því. Tekur hann fram, að hann láti hugleiðingar þessar birtast í ,,Isafold“, til þess þær komi sem flestum fyrir sjónir. Hing- að til hafa íslenzk blöð verið að því ólík blöðum annarra þjóða, að trúmál hafa verið alveg lokuð úti. Betur og betur er nú farið við það að kannast af öllum mannvinum,hve ranglátt þetta sé. Blöð- in eru biblía almennings, nokkurn veginn eina biblían —bókin—sem alþýðan les, þar vill hún fá að heyra eitthvað um öll hugðarmál sín. Trúmál- in eiga ef tilvill fegursta heimilið í huga almenn- ings. Þar eiga um leið dygðir og mannkostir frjóastan jarðveg. Og þar er oft og tíðum dóm- greindin heilbrigðust, sannleiksþorstinn mestur og skilningurinn næmastur. Þess vegna er það synd, þegar ekki er talað við alþýðu, nema tim daginn og veginn, stjórnmálaþref og hreppamál helzt á borð borið, eins og væri ekki annað við hæfi hennar. — f fyrri ritgjörðinni talar síra Jón Helgason um tákn tímanna. Gjörir hann þar grein þess, hve hugir manna hneigist nú al- mennt frá efnishyggju og afneitan hins ósýni- lega heims, til trúar og andlegra viðfangsefna. þess vegna þurfi kirkjan nú að þekkja vitjunar- tíma sinn og kannast við, að hún má ekki bjóða mönnum sannleikann í gömlum og úreltum um- búðum, heldur í búningi, er samsvari þekkingar- kröfum tímans og að því leyti sé við hæfi þeirr- ar kynslóðar, sem nú er uppi. — Síðari ritgerðin er um þörfina á nýrri guðfræði. Rit- gerðir þessar eru sérlega ljósar og sanntærandi. Enda er ekki vanþörf á, að alþýða manna geri sér eins ljósa grein þess mikla máls og hún frek- ast má. Síra Jón Helgason á þökk skilið fyrir.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.