Breiðablik - 01.06.1913, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.06.1913, Blaðsíða 6
6 BREIÐABLIK arlærdóminum til sönnunar, en sú er nú líka komin til ára sinna. Á 14. öld komst þetta andlausa og ósmekklega inn- skot fyrst inn í gríska biblíutextann. En það var ekki fyrr en eftir dauða Lúters að það komst inn í einstakar lúterskar biblíuútgáfur og breiddist þaðan út. Sjálf- sagt hefir þetta verið gjört í góðum til- gangi og samt er það ekki nema argasta fals. En þetta fals hefir verið dýrkað, sem heilagt orð af guðs munni eina kyn- slóð eftir aðra, unz biblíurannsókn vorra tíma hefir haft þrek og sannleiksást til þess að vísa þessu á bug. Þekkingin hefir eigi hikað sér við að hafna þessum ritningarstað, þó forseti Kirkjufélagsins segi það óhæfu svo mikla, að sá sem slíkt gjöri glati rétti sínum til hins lút- erska nafns. Og hve sterklega sem hann neitar rétti einstaklingsins til að beita rannsókn trú- arvitundar sinnar við hinar kanónisku bækur, heldur hún starfi sínu áfram, og hver einasta ný biblíuþýðing ber þess Ijós merki. í nýju þýðingunni íslenzku stendur strik og stórt bil á eftir 8. versi í 16. kapítula Markúsar-guðspjalls, en niðurlagið frá 9. til 20. vers alveg frá- skilið. Þetta niðurlag guðspjallsins kem- ur biblíufræðingum nú saman um að sé óekta, og hafi ekki orðið til fyr en á 2. öld e. Kr. Upphaflegi endir guðspjalls- ins sé glataður. Til þess að ráða bót á því hafi ný niðurlög verið samin. Ann- að er til frá 4. öld, sem menn ætla að runnið muni vera frá Egiptalandi. Og nú tala menn um, að þriðja niðurlagið sé fundið. Að þetta niöurlag guðspjallsins skuli vera óekta er býsna alvarlegt mál, þegar þess er gætt, að hér er um elzta guðspjallið að ræða og að þetta niðurlag leggur önnur eins orð og þetta í munn Jesú: Farið út um allan heim og prédik- iö gleöiboðskapinn allri skepnu. Sá sem trúir og veröur skírður, mun hólpinn verða, en sá sem ekki trúir, mun for- dæmdur verða. Mikinn og óumræöileg- an hörmunga-þáttt hefir það orð fléttað inn í kristnisöguna. En er það ekki sjálfsagt og heilög skylda gegn sannleik- ans guði að kannast við annað eins og þetta og vera ekki að hampa þessu leng- ur sem óyggjanda guðsoröi? Sama er að segja um tvo kafla í Jó- hannesar guðspjalli. Hinn fyrri byrjar með síðasta versi í 7. kap. og endar með 11. versi í 8. kapitula. Það er frásagan um hórkonuna. Þessi kafli stendur inn- an sviga í báðum síöustu útgáfum ísl. biblíunnar, bæði þelrri frá 1866 og 1908 Hann stendur ekki í beztu grísku hand- ritunum, né heldur nokkurum gömlum þýðingum. Elztu kirkjufeðurnir þekkja hann ekki. í nokkurum yngri handritum stendur hann í 7. kap. á eftir 30. versi eða 44. versi, eða síðast í guðspjallinu eða á eftir 20. kapítula Lúkasar guð- spjalls. Stíllinn, frásögnin og efnið er ó- líkt Jóhannesi og biblíufróðir menn efast ekki um að þetta sé síðara innskot, sem fyrst hafi komist inn í guðspjallið á 3. öld, þó sagan sjálf hafi að líkindum sann- sögulegan kjarna við ab styðjast. Hinn kaflinn er allur síðasti (21.) kap- ítuli Jóhannesar guðspjalls. Hann er nú fráskilinn meginmáli guðspjallsins í ísl. þýðingunni og flestum öðrum nýjum þýð- ingum með striki og stóru bili, til þess að sýna lesendanum, að hann heyri guð- guðspjallinu ekki til, heldur sé síðari viðbót. Það væri of langt mál aö gera til hlítar grein fyrir því. Eg læt það nægja að benda á, að í 23. versi stendur. ,,Því barst sú saga út til bræðr- anna að þessi lærisveinn mundi ekki deyja“. En höfundurinn veit að það er á allra vitorði, að hann er dáinn. Þess vegna bætir hann við. En Jesú sagöi ekki við hann, að hann skvldi ekki deyja heldur: ,,Ef eg vil að hann lifi þangað til eg kem, hvað tekur það til þín?“ Það er óhugsandi, að höfundurinn sé sjálfur að gefa vottorð um eiginn dauða sinn. Síra Kristinn Ólafsson sagði fyrir rétti

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.