Breiðablik - 01.06.1913, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK
7
í Pembina: „Samkvæmt kenningu minni
um fullkominn innblástur er ekki sam-
vizkufrelsi einstaklingsins neitt svigrúm
leyft til at5 veljá eða hafna í biblíunni og
dómgreind einstaklingsins ekkert rúm til
aö beita sér, né kveöa á um hvort trúa
skuli eða trúa ekki“ (Rsk. 93). Og samt
sem áður verða strikin og bilin á blaðsíð-
um biblíunnar fleiri og fleiri, sem benda
fróðleiksfúsum og sannleiks-þyrstum les-
ara á, aö hér hafi þekkingin verið að
hafna heilum köflum, er áöur hafa verið
skoðaðir öld eftir öld óyggjanda guðsorð,
sem það væri sáluhjálparsök að beygja
sig ekki fyrir. Hvort sýna nú þeir meiri
trú eða minni á gildi biblíunnar, sem
djörfung hafa til að kannast við þetta,
en hinir, sem stöðugt eru að dylja og
breiða yfir og fara með slíka hluti eins
og manns morð? Þeir óttast að öllu gildi
bibliunnar sé hrundið, ef eitt orð glatast.
Og svo væri það sjálfsagt líka, svo fram-
arlega hvert orð væri talað af guði
sjálfum. Þá væri það krenkingar-athöfn
gegn guðdóminum að láta nokkurt orð
falla eða nokkurn staf glatast. En eng-
inn máttur getur varðveitt það sem þekk-
ingin nemur úr gildi. Sannleikurinn er
ávalt sagna beztur í hverjum hlut. Mál-
efni sannleikans styðja menn með því
einu að vera stöðugt að grafast eftir
sannleikanum og hafa hugrekki til að
kannast við hann. Það er enskur máls-
háttur, sem segir: Not to undeceive is to
deceive, — að fara í launkofa með sann-
leikann er að fara með fals. Eg fyrir
mitt leyti elska meginmál ritningarinnar
því meir sem eg kannast betur við hvað
bókstafurinn er hrörlegur. Það er næsta
hrörleg trú og lítilsvirði, sem byggir alla
vissu sína á bókstafnum. Lúter sagði:
Krisiur er lávarður biblíunnar (Skýr. á
Galatabr. I,388n.). Nú er verið að reyna
að láta þann sannleika standa á höfði og
biblían gjörð að lávarði Krists. Látum
það ekki hepnast. Verum öruggir í
þeirri játningu með föður vorum í trúnni,
að Kristur er lávarður biblíunnar og
grundvöllur trúar vorrar, hann og ekkert
annað.
Hvað það er annars feikilega furðulegt
leikspil, sem verið er að fremja kring um
oss! Þeir sem einir þykjast hafa einkarétt
til lúterska nafnsins, afneita Lúter hver í
kapp viðannan. Naumast myndi Lúter fá
inngöngu í nokkurn söfnuð Kirkjufélags-
ins eins og nú er komið. Hann væri
ekki álitinn nærri nógu lúterskur, hvorki
ungi Lúter né gamli Lúter, en yrði óðara
lýstur í bann sem aumur trúvillingur.
Skilningur hans var sá seint og snemma,
að hver einstaklingur yrði að sannfærast
um sannleikann við eigiö áhrifavald hans.
Það er eigi unt að láta neitt útvortis úr-
skurðarvald fastnegla sannleikann eitt
skifti fyrir öll. Það er hverjum manni
óráð að breyta gegn samvizku sinni!
Þann boðskap lét hann leiftra út frá
Worms. Þar lýsti hann ótvíræðlega yfir
frelsi einstaklingsins ogábyrgð. ,,Hvorki
páfi né biskup hefir rétt lil að leggja eitt
eisasta atkvæði kristnum manni á herðar
án samþykkis hans“(De captivitateBaby-
lonica 1520. Opp.var. V,68.)
Á öðrum stað kemst hann svo að oröi:
,, Allir kristnir menn og hver einstakling-
ur hefir réttinn til að afla sér skilnings á
sannleikanum og dæma um hann, já rétt
svo mikinti, að hver sá sem skerðir hann
um hársbreidd, sé bölvaður“. ,,Sér-
hver hefir rétta trú eða ranga upp á.eigin
ábyrgð og þess vegna verður sérhver að
gæta vel að sér, að trú hans sé rétt, eins
og líka almenn skynsemi og frjálsræðis-
krafan heimtar með nauðsyn, að valdið
til að dæma um kenningar sé í höndum
þess, sem heyrir“ (Contra Hinricum re-
gem Angliae 1522. Opp.var Vl^^m).
Svona ákveðinn var Lúter í að gefa
mannsálunni sjálfri úrskurðarvaldið og
setja hana í dómarasætiö. Þegar hann
les biblíuna, fer hann eftir því, hver áhrif
orðin hafa á hann, er hann dæmir um,
hvað sé guðs orð og hvað ekki. Og