Breiðablik - 01.08.1913, Page 1
BREIÐABLIK.
MánaSarrit til stuSnings íslenzkri menning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
RITSTJÓRI.
VIII. ÁR. 'WINNIPEG, ÁGÚST 1913 Nr. 3.
SJÁLFSTÆTT KANADA.
íslendingadagsræða 2. ág. 1913, flutt í Wynyard, Sask.
AÐ ætti að vera hverjum góðum manni
eðlilegt og' sjálfsagt að hugsa um
landiÖ, þar sem hann hefur tekið sér ból-
festu, með hlýjum hug. Velferð þess er
velferð sjálfs hans. Heiður þess og sómi
er um leið heiður og sómi hans.
Kanada er eitt af heitnsins yngstu lönd-
um. Líkja mætti henni við eyju, sem
nýlega hefir rekið koll úr hafi. Kanada
er rétt ný farið að koma inn í mattnkyns-
söguna. Kanada hefir verið hingað til
nálega sögulaust land. Saga Kanada
hefir að sönnu verið rituð og er lesin í
skólunum. En heyrt hefi eg námsfólkið
segja, að það sé leiðinlegasti og erfiðasti
kafli mannkynssögunnar, sem það lærir.
Þar sem lítið hefir gerst, verður að tína
til smámuni til að fylla bókina, — smá-
muni,sem erfitt er að festa í minni og illa
gengur að láta grafast inn í hugann.
Kanada hefir legið í þagnargildi. Það
hefir bakast af sól og laugast af regni
eins og slétturnar, sem hér hafa verið að
byggjast síðast liðin tíu ár, eða skemur.
En um leið og maður tekur sér bólfestu
á einhverjum stað, myndast saga. Þó
fyrsta býiið sé torfkofi, ofurlítill moldar-
hóll, sem holur er að innan, myndast þar
saga. Þar er maður að hugsa. Þar eru
fy'rirtæki í byrjan. Þar er nýr sköpunar-
máttur kominn til sögu. Þar hefst ný
sköpunarsaga. Heimurinn sem er, fer
smám saman að breytast í heim eins og
hann á að vera.
Lærðir menn þrefa um, hvort Kanada-
menn eigi skilið að kallast þjóð. Og á
því getur leikið nokkur vafi. Lengi var
það álitið, að til þess að geta talist sér-
stök þjóð, yrði íbúar landsins að tala
sérstaka tungu. Og Kanadamenn eiga
enga sérstaka tungu. Tungumálið, sem
hér hefir orðið ofan á, er tungan hans
Jóns Bola. Hana verður hver útlendmg-
ur að keppast við að læra og neyðist til
um leið oftast nær að hafa eigið móður-
mál sitt útundan.
Tungan hans Jóns Bola er tungumál
brezku eyjanna. Hvernig getur hún gert
Kanadamenn að þjóð? En þá renna
menn augum suður yfir landamærin. Þar
verða inenn varir við níutíu miljónir
manna, sem mæla máli Jóns Bola og
samt sem áður eru þjóð. Það dylst eng-
um. Þeir hafa tekið af öll tvímæli.
Bandamenn eru þjóð, — ein hin glæsileg-
asta og fegursta söguþjóð, — þjóð í
fararbroildi, — hugsjónaelsk þjóð, sem
háð hefir hverja baráttuna á fætur ann-
arri fyrir æðstu hngsjónir mannanna.