Breiðablik - 01.08.1913, Page 2

Breiðablik - 01.08.1913, Page 2
34 BREIÐABLIK Hví skyldi Kanadamenn eigi eins geta veriö þjóð, þótt ekki eigi þeir sérstaka tungu? Hið annað þjóðarmerki sem talið er, eru bókmentirnar. Bókmentalaust fólk getur ekki talist þjóð. Kanada er skamt komið í því efni. Skáld þess ei u enn fá og litt kunti. Rithöfundarnir fáir, sem frægir hafa orðið. Sérkennin eru lítil. Það er ef til vill hægt að segja að Kan- adamenn eigi ofurlítinn vísir, örlitla hyr- jan til bókmenta, en annað og meira er það naumast. En bókmentir eru blóm, sem lengi eru að vaxa. Það á hið sama heima um þær og börnin vor. Það er langur á þeim ó- magahilsinn. Fari alt með feldu,verfiur maður úr ómaganum á sínum tíma. Það kemur sú tíð, að hann sýnir það að hann er sjálfstæður maður, sem brjóta kann bein fyrir sig eigi síður en hinir eldri. Um Kanadamenn verður þá að segja hið sama. Þó þjóðarberið sé enn ekki fullvaxið á lynginu, er vísirinn kominn. Og hver vísir er fyrirheit um ber. Mann- kynið sjálft að eins vísir til mannkynsins, sem á að verða. Sagan, sem fram undan er, svo miklu fegurri og glæsilegri en sú saga sem gjörst hefir. Búverkareykur- inn að eins kominn upp. Smalinn að eins farinn að hóa í hlíðunum. Ait dagsverk- ið enn fram undan og sagan, sem því fylgir. Kanada er jafn-skamt á leið komið til að verða þjóð og bygðin ykkar að verða bygð — sú manna-bygð sem hún á fyrir hendi að verða. Hún er svo sem átta ára gömul, eða nálægt því. Að nokkuru leyti er hún langt á leið komin. Hér hafa gerst kraftaverk á átta árum. Það hafa verið sögurík ár. Eg sá hana fyrir sjö árum, og þá austar en' hér. Fyrstu landnemarnir voru komnir. Hér um þessar slóðir var verið að skoða sig um. Mér leizt iandið fagurt, en eigi rendi eg grun í, hve fljótt myndi byggjast. Svo kom eg hér að fjórum árum liðn- um. Eg féll í stafi. Hér í þessu sögu- lausa landi hafði gerst saga svo mikil að undrum sætti. Það var eins og Aladdin hefði verið hér með töfralampann sinn og kallað á heilar hersveitir af öndum til að yrkja og iðja. Ungt land, ungt fólk, brúðkaupsnóttin rétt liðin hjá og lífsdag- urinn eins og sólbros framundan. Enn líða þrjú ár. Þrír bætast við fjóra og verða sjö. Eg er staddur hér aftur. Enn sé eg hið sama. Hugurinn hefir verið stór, dugurinn dæmafár. Akr- arnir hafa stækkað, bæirnir blómgast, lagleg híbýli risið upp, alt hefir gengið fljótara en varði. Engin skáldsaga, sem skráð er í bók, kemst í h.álfkvisti við hina óskráðu skáldsögu lífsins, — skáld- sögu hvers líðandi dags, — hvers líðandi árs. Saman við rennur einstöku tár, einstöku andvarp, einstök von brigði, — haglskúr dynur yfir, frostnótt bregður fölva yfir akurblóma og uppskerufögnuð. En það gerir að eins söguna viðkvæmari — hugðnæmari. Því lífið er vefur, sam- an ofiiin úr vonum og vonbrigðum, sigri og ósigri, hlátri og helrúnum. Þessi átta ár hafa verið sögurík ár. Það hafa stórmiklir viðburðir verið að gerast bæði í Kanada og bvgðinni ykk- ar. Hugsið ykkur bygðina þúsund ára gamla. Hugsið ykkur að jafnmikið ger- ist hlutfallslega hver átta ár eins og gerst hefir þessi fyrstu átta ár.—Framkvæmd- ir standa ávalt í hiutfalli við fólksfjölda og afl þeirra hluta, sem gera skal. Hvorttveggja vex eins og það hefir auk- ist með ykkur þessi átta ár, — vex og margfaldast. Hugsið ykkur blómann sem þá verður. í samanburði við það sem nú er, ætti bygðin ykkar að vera orðin sannkallað himnaríki. Ef hver ótta ár verða að breyta þessu sögulausa landi í söguland að eins miklu leyti og þið hafið gert á liðnum átta árum, — - ef landið breytist eins til batnaðar,— ef þessi smá- heirnur, þar sem hvert handarvik var ó- unnið, breytist eins í heim eins og hann

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.