Breiðablik - 01.08.1913, Side 10

Breiðablik - 01.08.1913, Side 10
42 BREIÐABLIK JESÚS KRISTUR GUÐS SONUR. Úr trúmálahuglciðingum í ísafold. (Fyrri hluti). T undangengnum hugleiöingum mínum "*■ hefi eg eftir megni leitast við að gera þess grein, hvað Jesús Kristur sé fyrir oss kristna menn. Þar hefi eg dregið fram þessi þrjú meginatriði, að Jesús Kristur sé grundvöllur trúar vorrar, að hann sé lifandi opinberun guðs og að hann sé frelsari mannanna frá sekt og synd og dauða. Með þessu mætti nú segja, að tekið væri fram það, er mestu skiftir trúarafstöðu vora til Krists, því að eins og Melanchton, höfuðguðfræðingur siðbótarinnar og hægri hönd Lúters í hans mikla starfi, að orði kemst í inn- gangi hinnar frægu trúfræði sinnar (,,Loci communes“),þá erþaS ,,að þekkja Krist sama sem að þekkja velgjörninga hans, en ekki tvens konar eðli hans.“ En alt fyrir það er þessum nefndu megin- atriðum svo farið, að því betur sem vér athugum þau, þess fleiri spurningar vekja þau upp í huga vorum. En allar þessar spurningar rennaaðlokum saman í þessa einu höfuðspurningu, sem frá fyrstu kristni hefir verið eitt hið ljúfasta og hug- næmasta íhugunarefni trúhneigðra sálna: H v e r var hann sjálfur, hinn óviðjafnan- legi grundvöllur trúar vorrar, opinberandi guðs og frelsari vor frá sektinni, synd- inni og dauðanum? H v e r var Jesús Kristur? Hvernig fæ eg gert mér viðunanlega grein hans sjálfs, þessa hins langmesta og áhrifamanns, sem mannkynssagan veit að nefna og öll siðmenning veraldarinnar er í hinni mestu þakkarskuld við, og hefir komið á fót hinu innilegasta og hreinasta sambandi milli guðs og manna, sem .trúarsagan þekkir? Hvaða hugmyndir á eg að gera mér um hann, sem umgekst hér á jörðu sem jannur maður, með algerlega mann legu eðli í sér búandi, og að ytra hættí sem fullkominn maður, en lifði þó jafn- framt svo guðlegu lífi, að menn fundu til nálægðar guðs í návist hans, og sáu eins og bjarma af sól eilífðarinnar ljóma t kring um hann hvar sem hann gekk fram? Hvernig á eg að lýsa honum, sem í aug- um trúaðs kristins manns er sá, sem ráð- ið hefir allar hinar miklu gátur, sem lífið ber upp fyrir oss og hjarta mannsins þrá- ir ráðningu á, en er þó sjálfur, að því er virðist, óráðin gáta, leyndardómur, sem mannlegu hyggjuviti er ofvaxið að af- hjúpa? Eg Sen& þess ekki dulinn, að hér er um þá meginspurningu að ræða, sem aldrei verður til nokkurrar hlítar greitt úr í lítilli blaðagrein. Og eg geng þess ekki heldur dulinn, að nér er um afarviðkvæma spurningu að ræða, svo að ganga má að því vísu, að tilraun mín til að greiða úr henni baki mér Óvild ýmsra góðra manna, sem eiga erfitt með að fyrirgefa mönnum að þeir hafa aðra skoðun á kristindóms- málum, en sjálfir hafa þeir alist upp við. En hvorugt þetta vil eg þó láta aftra mér frá að gera þess grein, eins og eg bezt get það í jafn-stuttu máli, hvernig þessi’ mikla og viðkvæma spurning horfi við mér, ef ske kynni, að hún yrði einhver- jum manni til leiðbeiningar og skilnings- auka. Það sem þá fyrst og fremst skal tekið fram í þessu sambandi er þetta: J e s ú s Kristur var sannur maður. Menn skyldu ætla, að ekki þyrfti að eyða orðum að jafn auðsæum sannleika og þessum. svo ótvíræðan vitnisburð, sem vér eigum um það í öllum ritum Nýja testamentisins. En því er nú samt svo farið, að fjöldi góðra kristinna manna vill sem minst um þ a ð atriði heyra, nema því að eins að jafnskjótt sé bætt við, að Jesús hafi jafnframt verið m e i r a en mað- ur. Og þó er þetta skiljanlegt af þeim ástæðum aðallega. Ö n n u r ástæðan er sú, að allur krist-

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.