Breiðablik - 01.08.1913, Page 11

Breiðablik - 01.08.1913, Page 11
BREIÐABLIK inn almenningur er því vanastur aö heyra ekki talað um manninn frá prédikunar- stólnum eða í guðsorðabókunum nema í sambandi við synd og spillingu, og því finst honum sem verið sé að draga úr tign firelsarans, þegar talað er um hann sem mann. Sé ekki þegar í stað bætt við einhverju, sem lætur menn ganga úr skugga um, að Jesús hafi verið mera en maður, er óðara spurt, hvort hann hafi þá verið ,,e i n g ö n g u maður“. Hitt athuga menn ekki, að slík spurn'ng felur að réttu lagi í sér óvirðingu á almáttug- um guði — þótt sízt sé til þess ætlast — og lítilsvirðingu á handaverkum hans. Eingöngu maðurPspyrja menn. Mig lang- ar til að spyrja aftur á móti: Er þá nokk ur meðal handaverka guðs, sem komist nær guði, nokkuð undursamlegra, nokk - uð lotningarverðara, nokkuð heilagra en einmitt maðurinn? Er maðurinn ekki kóróna sköpunarverksins? Er maðurinn ekki það eitt af handaverkum guðsá jörð. ur.ni, sem heilög ritning segir oss að guð e 1 s k i? Og svo ætti það að varpa rýrð á nafn frelsarans að talaumhann sem mann, sannan inann, fullkominn mann! Vér ættum vissulega fyrir löngu að vera upp úr þeim barnaskap vaxnir, að kinnoka oss við aðsegjaþaðum frelsarann, sem sann- ast verður um hann sagt. H i n ástæðan er sú, að menn álíta að endurlausnarverk Krists heimti, að alveg sérstök áherzla sé lögð á guðlegu hliðina. Friðþægingin sé öll undir því komin, að Kristur hafi verið fyrst og fremst guðleg vera, því að eins og þegar hefir verið bent á, þá er það eitt af meginatrið. um hinnar katólsk-lútersku friðþægingar- kenningar, að sekt mannkynsins við guð, sem bæta þurfi fyrir, sé svo óendanlega mikil, að enginn nema guð sjálfur geti bætt fyrir hana svo að kröfum guðs sé fullnægt. Þess vegna kemur jafnvel fyrir, að menn láta sér annað eins og það um munn fara á prédikunarstólnum, að „guð hafi verið krossfestu r“, að 4 3 ,,g u ð hafi d á i ð“. En slíkt tal er e k k i kristilegt og ekki biblíulegt,heldur af heiðinglegri rót runnið. Þetta gerðu góðir kristnir menn vel að athuga. Eins og sýnt var fram á í síðustu hug- leiðingu minni, ber enga nauðsyn til þess vegna endurlausnarverksins að draga fjöður yfir það, að Jesús hafi verið sannur maður. Jesús v a r sannur og fullkominn maður, svo sannur og svo fullkominn, að þar hefir mannlegt eðli komið fram hér á jörðu í sannastri og fullkomnastri mynd sem hann var. Hann var ekki aðeins maður, heldur maður bú- inn öllum þeim mannkostum í ríkasta mæli, sem prýtt geta þroskaöan, mann- legan sjálfstakling. ,,Að neita því (að Jesús hafi verið mað- urjsegir R. Seeberg, aðalforingi í h a 1 d s- stefnunnar meðal þýzkra guðfræðinga, það er sama sem að reka steyttan hnef- ann frarnan í allar hinar sögulegu frum- heimildir að lífi hans og er blátt áfram óbiblíulegt“. Því fer svo Ijarri, að á- stæða sé til að draga úr því, aft Jesús hafi verið maður, að miklu fremur mætti telja það einn höfuðþátt tignar hans, að hanri var maður; því að hann er að réttu lagi eini alsanni maðurinn, sem lifað hefir hér á jörðu. Svo mikil er ,,fegurð“ þessa sanna og fullkomna manns, svo miklum ,,yndi.sleik er úthelt yfir varir hans“, svo dásamleg eru verkin hans, svo óviðjafnanleg öll framkoma hans, að samróma vitnisburð- ur allra þeirra sem kyntust honum bezt verður þessi: maðurinn Jesús er sonur hins lifandaguðs. Jesús hafði ekki sagt þeim það lærisveinum sínum þarna hjá Sesareu Filippi, þar sem þessi vitnis- burður um hann hljómaði í fyrsta skifti af lærisveins vörum. Jesús hafði ekki byrjað á því að ganga fram fyrir fólkið og segja: ,,Eg er sonur guðs! Því verðið þér fyrst og fremst statt og stöðugt að trúa, ef eg á að geta hjálpað yður. Eg get engin mök átt við yður nema þér trúið þessu. Það er skilyrði fyrir

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.