Breiðablik - 01.08.1913, Side 12

Breiðablik - 01.08.1913, Side 12
44 BREIÐABLIK að eg geti starfað á meðal yðar Og þér getið blátt áfram ekki orðið sáluhólpnir nema þér trúið því“. Á þessa leið tala ýmsir af þjónum hans á vorum dögum, en Jesús sjálfur talaði ekki á þessa leið. Hann talaði við mennina um guðs ríkið, hvernig þeir gaetu þar inn kcmist og hve eftirsóknarvert það vaeri; hann talaði við þá um föðurinn algóða á himnum, sem engu barna sinna gleymir og þrairaföllu sínu hjarta að lykja þau öll í faðmi sínum, breiða blessunarvængi sjna yfir þau, hlúa að þaim.líkna þeim,fyrirgeft þeim,hugga þau, gleðja þau. En skoðanir rnann- anna á sjálfum sér lét hann sig litlu skifta; hann lofaði þeim að myndast og þróast í næði með vaxandi viðkynningu. Máttug orð, lífsins, og andans orð, framgengu af vörum hans alt til hinztu stundar, en játningar samdi hann ekki, nöfn og titla hirti hann ekki um. Jafnvel þá er ríki unglingurinn kallaði Jesúm ,,meistarann góða“, vísaði hann því á bug með orðun- um: .,Enginn er góður nerha guð einn“. En þegar svo vitnisburðurinn hljómaði af vörum Péturs hjá Sesarea Filippí, þá gladdist frelsarinn, því að þessi játning var honum sönnun þess, að nú væri Ijós guðs opinberunar tekið að skína í hjarta lærisveinsins. Og ekki löngu seinna stað- festi hann sjálfur með eiði þessa játningu lærisveins síns frammi fyrir hinu mikla ráði, þóli hann vissi, að hann tefldi lífi sínu með því í opinn dauðann. Sonur guðs, sonur hins lif. anda guðs! Svo hljóðar vitnisburður trúarinnar um Jesúm og þann vitnisburð hefir Jesús sjálfur tekið gildan. Sonur guðs, sonur hins lifanda guðs! svo hefir vitnisburðurinn hljómað í kristinni kirkju alt til þessa dags og svo mun hann hljóma meðan nokkur sála játar Jesú nafn á þess- ari jörðu. Hjá því getur blátt áfram ekki farið. Hvers vegna? Ekki af því, að Pét- ur varð til þess að orða játningu sína á þessa leið, og ekki heldnr af því, að Jesús sjálfur lagði eið út á það, að hún væri rétt, heldur af því að ekkert heiti annað samsvarar til fulls myndinni af manninum Jesú, sem vér eiguni málaoa í guðspjöllunum með svo óviðjafnanlegum sannleiks-einkennum hvar sem á hana er litið, og af því að ekkert heiti samsvarar betur guðlegri dýrð hins innra manns, sem við oss blasir hvenær og hvar sem frelS- arinn gefur oss tilefni til að skygnast inn í krystálshreina, guðfylta sálu sína. En þá kem eg að þeirri meginspurningu, sem alt snýst að síðustu um: Hvað merk- ir þetta tignarheiti ,,g uíssonur" þar sem það er sett í samband við manninn Jesúm? Hvaða merkiugu er mér heimilt að leggja í þenna vegsamlega vitnisburð trúarinnar eða hvernig getur þetta tvent farið saman ,,maðurinn Jesús Kristur“ og ,,sonur hins lifanda guðs“? Hér vandast málið, hér skiftast skoðanirnar, þetta hefir um aldaraðir valdið þeim hinum grátlega ágreiningi innan kristninnar, er hefir unnið kristninni meira tjón og óbæt- anlegra en allar ofsóknir og allar Srásir í sameiningu, sem yfir hana hafa dunið frá upphafi fram á þenna dag. Hver er þá merking þessa nafns ,,guðs sonur“ í heilagri ritningu? Hér verð eg að biðja menn að hafa það hugfast, hve merkingar nafna og orða eru hrevtingum undirorpnar. Ollum alnienningi hættir til að ganga að því vísu, að hvert orð í ritningunni hafi nákvæmlega þá merk- ingu, sem hann hefir nú einu sinjii vanist og leggur í það, er hann tekur sér það í munn. Svo er þá og farið nafninu ,,guðs sonur“ eins og það er viðhaft um Jesúm. Almenningur setur það óðara í samband við hina kirkjulegu kenningu um Jesúm og hygst að finna hana alla fólgna í þessu nafni. En þetta er misskilningur. Eftir því sem eg frekast fæ séð,hefir þetta nafn eins og ritningin notar það um Jesúm, í sér fólgið fæst af því, sem hin kirkjulega kenning hefir viljað láta það tákna, sízt af öllu þá merkinguna, sem algengust er í meðtvitund trúaðs almennings, að Jesús hafi ekki átt neinn jarðneskan föður, en verið getinn yfirnáttúrlega, þótt sú hugs-

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.