Breiðablik - 01.08.1913, Blaðsíða 13
BREIÐABlIK
45
un gægisc fram semskýringáguössonern-
inu á tveim stööum í Nýja testamentinu
(Lúk. 1, 34—35 og Matt. 1, 18), sem
báðir verða að teljast vafasamir af ástæð-
um sem ekki skal frekar farið út í hér.
Nafniö guðssonur er annars í ritningunni
notað í ýmsum merkingum. í gamla
testamentinu er það t. d. notað um kon-
unga ísraels (Sálm. 2,7; 82,6), í Nýja
testamentinu um þá, sem guð hefir sér-
staka velþóknun á ( = ástmögur, Matt.
2, 15. 5, 9. ,,sælir eru friðfiytjendur því
þeir munu guðs synir kallaðir verða“)
27,54. Róm. 8,14 (,,því að allir þeir sem
leiðast af anda guðs eru guðs syni r“)
9,26 Gal. 3,26 (,,því að þér eruð allir
guðs synir fyrir trúna á Krist o. fl.)
eða að líkjast guði að heilögu hugarfari
(Matt. 5,45 ,,Llskið óvini yðar,til þess að
þér séuð synir föður yðar sem er á himn-
um“. Lúk. 6, 35; ,,Elskið óvini yðar
og gerið g3tt og lánið og þér munuð
verða synir hins hæsta'j. En
sérstaklega er þó ,,guðs sonur“ notað
sem nafn á hinum fyrirheitna Messíasi.
í þeirri merkingu notar Pétur það t játn-
ingu sinni (Matt. 16,16; ,,þú e'rt hinn
smurði, sonur hins lifanda Guðs“) og
æðsti presturinn í spurningu sinni (Matt.
26,63; Eg særi þig við hinn lifanda guð,
að þú segir oss hvort þúert hinn smurði,
guðs sonurinn“ sbr. Jóh. 1,50. Lúk. 1,32.
Post. 9,20 o. fl. st.). Og þegar Jesús
sjálfur notar það um sig,má telja víst, að
hann geri það í sömu merkingu, því að
Jesús talar ávalt tungu þjóðar sinnar og
samtíðar; án þess hefðu menn alls ekki
skilið hann. En nú vitum vér, að Messí
asar hugmynd Jesú, var æðri og
andlegri en Messíasarhugmynd Gyðinga,
fyrir því hefir líka guðs sonar-nafn-
ið æðri og andlegri merkingu á tungu
hans en í meðvitund almennings.
Með fullri vissu er erfitt að segja nán-
ar, hvaða sérstaka merkingu Jesús
hefir lagt í nafnið, því að hann hefir hvergi
skýrt frá því sjálfur. Jesús hefir yfirleitt
gert miklu minna að því, að fræða menn
um sj úfan sig, eti um hitt að fræða þá um
hverir þ e i r séu. Jesús hefir ekki ætlast
til þess að þekkingin, heldur trúin (þ. e.
traustið til hans) yrði vegur mannanna til
hans. Eftir því sem næst verður komist
bendir guðs sonarnafnið á vörum Jesú til
alveg einstaklegs sambands föðursins á
himnum við hann persónulega og þar af
leiðandi sérstöðu hans sem manns meðal
maiuanna, Þetta kemur skýrast fram í
orðunum alkunnu: ,,Alt er mér falið af
föður mínum og enginn gjörþekkir soninn
nema faðirinn og eigi heldur gjörþekkir
nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er
sonurinn vill opinbera hann“ (Matt. 11,
27)- í meðvitundmni um þessa sér-
stöðu sína meðal mannanna og hið alveg
sérstaklega samband við föðuritin lalar
hann hin dýrðlegu orð sín: ,,Komið til
mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru
hlaðnir, eg ntun veita yður hvíld“ (Matt.
11,28).
Eins og nú leiðin til Krists var fyrir
lærisveina Jesú og alla höfunda Nýja
testamentis-ritanna fyrst og fremst t rú-
a r leiðin, svo er og skilningur þeirra á
guðssonernihansfyrst og fremstsá^aðmeð
guðs sonerninu sé gefin til kynna alger
sérstaða mannsins Jesú meðal mann-
anna vegna hins alveg einstaka sambands
hans við föðutinn. Að nokkur þeirra
leysi til fulls úr þeirri vandaspurningu,
sem persóna Jesú ber upp fyrir oss, h vern-
ig það tvent geti farið saman að vera
sannur maður og sonur guðs, verður ekki
sagt. Fyrir þeim er t r ú a rafstaða safn-
aðarins ávalt aðalatriðið og til þess að
hafa áhrif á hana gera þeir sér miklu
meira far um að benda á, h v a ð Jesús
Kristur sé fyrir oss, en að útlista það,
hvernig guðs sonerni hans sé varið.
Þetta er þó engan veginn s\ o að skilja
sem þeir blátt áfram leiði það alriði hjá
sér. Slíkt hefði beinlínis ver-ð óeðlilegt.
Trúin er ávalt spurul. Trúin þráir ávalt
einhverja fræðslu um trúarefnið. Trúin
skapar sér alt af guðfræði í einhverri
mynd. Svo og hér. En guðfræði post-
ulatímabilsins að því er snertir persónu
Jesú Krists er engan veginn samhljóða,
þegar kemur út fyrir hið sameiginlega
trúarefni, að maðurinn Jesús hafi verið
guðs sonur. Miklu fremur tekur krists-
fræðin þá á sig ýmsar myndir. Eins verð-
ur þar vart þróunar og hennar ekki sein-
fara. Svo er að sjá sem frumsöfnuður-
inn hafi sett guðs-sonerni Jesú í samband
við s t a r f það, sem faðirinn hafði fengið
honum að leysa af hendi; vegna þess
,,hafi guð ge r t hann(o: manninn Jesúm)
bæði að drotni og hinum smurða“ með því
að vekja hann upp frá dauðum (sbr. ræðu
Péturs Post. 2, 14—36). Þar er krist-
fræðin á bernskuskeiði sínu. Næsta stig