Dagblaðið - 28.10.1913, Page 1
Nr. 1
1913
Reykjavík, 28. okt.
DAC^BLAÐIÐ.
Fyrir nokkrum árum gaf Jón Olafsson út dag-
blað í sambandi við Reykjavík eins og menn muna,
og hefi eg fengið leyfi til að taka upp nafn blaðsins.
Eg mun reyna að hafa blaðið sem fjölbreytilegast
að efni, ópólitískt, annars á blaðið að sýna sig sjálft.
Aug'lýsingar kost a 25 aura þiiml-
unguriim og góður afsláttur eí mikið
er auglýst.
Auglýsingum sé skilað í Gutenbergprentsmiðju.
Drengir geta fengið góða atvinnu við söluna.
Blaðið kemur út kl. 4 og verður afgreitt á af-
greiðslu Reykjavíkur, Skólastræti 3.
Reykjavík, 28. okt. 1912.
Virðingarfylst.
cJfiagnús <3íslason.
Fyrsta bjarta nóttin.
» — Eg get ekki við því gert,
eg er barn augnabliksins, fæðist
sífelt á ný er umhverfið breytir
útliti. Hið fagra og hið ljóta,
Ijósið og myrkrið, hlýjan og
kuldinn, alt getur ríkt með jafn-
miklu einveldi yfir mjer, að eins
eitt þeirra í einu. Mér finst
eins og náinn skyldleiki sé með
mér og því öllu. Og eins og
þú getur skilið eru þó mennirn-
ir enn þá skyldari mér og jeg
finn því næmar til með þeim,
hvernig sem þeir eru og hvar
sem þeir eru«.
»Svo er ekki að eins um þig,
heldur einnig um mig og alla
menn aðra. f*að er vegna breyt-
ingarinnar að við finnum það
betur. Nýkominn sér maður
alt af meira en þeir, sem fyrir
eru á staðnum«.
Skipið brunar áfram, hreyfist
að eins af hjartaslögum sjálfs
sín. Fað er komið miðnætti,
þó er bjart sem um dag; hvergi
ber skugga á. Við sjáum enn
þá nokkuð af kaupstaðnum, er
við höfnuðum við síðast.
Við hölduin áfram að ganga
um þilfarið.
»Mér er enn þá í minni góð-
gætið frá henni æskuvinu okkar
þarna í kaupslaðnum. Nú þyk-
ir mér hálfvænt um hafið og
storminn, sem við höfðum, án
þeirra hefðu ljúfu viðtökurnar
ekki orðið okkur eins ljúfar«.
»En mér er enn þá í huga
landið fyrir sunnan hafið og
storminn, landið þar sem drung-
inn býr og sólin skín að eins
bak við drungann. Manstu, er
við gengum þar og sáum mann-
fjöldann, er verksmiðja ein
spúði út úr sjer? Eg finn oft
til með mönnunum öðru vísi
og meira en þeir finna sjálfir.
Vesalings fólk, sælt af því það
sér ekki sjálft sig. Eg sé það
betur nú, er ég er nýkominn
frá henni bernskuvinu okkar.
Þessar veslings beinagrindur.
Hvernig getur það fólk verið
annað en beinagrindur? Það
er sífelt verið að sjúga hold
þess, hold feðra þeirra var sogið
og langfeðra. Það er ekki harka
náttúrunnar, sem hefir sogið
hold þeirra, hún hefði^ þá gefið
eitthvað í staðinn, það eru blóð-
sugurnar, mannæturnar, sem úr
blóði þeirra og holdi byrla sjálf-
um sér nautnafullan dauða«.
»Munir þú betur þá of-mögru,
þá man eg betur þá of-feitu.
Eg hef séð þá fleiri og oftar,
og meðaumkvun mín með þeim
er varla minni en þín með hin-
um. En frá þeim hvarfla eg
aftur til hennar bernskn — vinu
okkar og þess er við töluðumst
við; hætturnar eru alstaðar, en
munurinn á hetjulífi og heigla-
lífi verður svo gífurlegur». »Hef-
ur manni þínum aldrei hlekst
á á sjó?« »Nei, aldrei síðan
hann var formaður sjálfur.
Einu sinni áður var hann á
bát, er fórst, en honum og
nokkrum öðrum varð bjargað,
heilum á húfi«. »En hafa samt
ekki verið slysfarir hjerna und-
anfarið?« »Það hefur verið með
lang minsta móti í vetur; að
eins einn bátur farist með fjór-
um mönnum á —«. (Frh.).
Eyja fly^.ur sig.
Eldsumbrot hafa verið mikil
í Behringshafi, sem er milli
meginlands Asíu og Alaska. Eyju
allstórri skaut þar upp úr haf-
inu árið 1906. Hvarf sú eyja
snögglega í vor, en skaut upp
nokkru síðar á öðrum stað og
hafði þá breytt fyrri mynd sinni.
Margar eyjar eru þar í hafi og
nefnast einu nafni Alenteyjar eru
með brunagrjóti víða. Sumar
þeirra eru bygðar.
Tyrkneskir fangar.
Frá Miklagarði hefur borist sú
fregn, í byrjun þ. m., að 13000
af herteknum Tyrkjum, er Grikkir
tóku til fanga og voru settir á
eyjuna Makronisse, líði þar mikla
neyð, séu læknalausir og skorti
fæðu, og af þessari eymd deyji
50—60 þeirra á dag.