Dagblaðið - 28.10.1913, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.10.1913, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ Hernaðartæki nútímans, ílugvél og herskip. Slungnir þorparar. Fyrir nokkrum árum vakti járnbrautarslys við Boston mikla eftirtekt um alla Ameríku. Yfir tuttugu manns slasaðist meira og minna. Biðstofan var orðin að einu sárarúmi; tveir læknar ognokkrir hjúkrarar önnuðust um, að binda sár hinna sjúku. Eftir að búið var að flytja þá, er slasast höfðu, á sjúkrahús, til heimila sinna og á gistihús, ef þeir máttu við því, fóru læknarnir burtu og hjúkrararnir fylgdu dæmi þeirra. Var þá komið með sjúkling til að skoða; einn hjúkrunarmanna, að nafni Spide, bauðst til að bíða, þangað til sjúkravagninn kæmi aftur, til að afgreiða þá. — Hér um bil klukkutíma síð- ar komu tveir menn með sjúkl- ing á börum, er hafði mist bæði hendur og fætur, en var um- hyggjusamlega búið að binda um. Maður sem gekk með börunum, gaf sig fram sem læknir við stöðvarmanninn og sagði, er hann aftur hefði farið til þess staðar, er slysið hefði viljað til, hefði hann fundið þennan sjúkling, er hefði kast- ast út í skógkjarr, þar sem slys- ið varð. Hann hefði tekið sjúkl- inginn að sér og bundið sár hans, og mælti með, að hann fengi góða aðhjúkrun. Skömmu siðar kom umboðs- maður frá því stóra slysaábyrgð- arfélagi »White Star« (Hvíta stjarnan) og spurði stöðvarstjór- ann um Mr. Lowry, sem hefði slasast við áreksturinn. Eftir nokkrar spurningar fram og aftur var honum fylgt til síðasta sjúklingsins, mannsins, sem hvorki hafði hendur né fætur. »Þér hafið símað eftir mér«, sagði umboðsmaðurinn. »Eg hefi látið síma«, svaraði hinn særði, með veikum rómi. »Eg hefi, eins og þér sjáið, mist bæði hendur og fætur, og er þar með algerlega atvinnulaus, þar sem eg er ferða-kaupmaður. Þér gerðuð mér greiða, ef þér, svo fljótt sem unt er, sæuð um, að eg fengi slysasjóðsfé mitt greitt; ábyrgðarbréfið liggur í innri vasa minum«. Umboðsmaðurinn tók það upp, ransakaði það og viðurkendi rétt- indi þess. »Þér eigið að fá fjörutíu þús- und dollara, en eg verð að fá löggildun yðar á því«. — »Eg hefi hana einnig, þar sem það er nauðsynlegt fyrir mig sem ferða-kaupmann. Öll skrif mín eru að finna í efsta brjóst- vasanum«. Einnig þessi bréf sýndust vera fullkomlega rétt. Hinn áreiðanlegi umboðsmað- ur lét svo læknirinn, stöðvar- manninn og hjúkrunarmanninn vita, að Mr. Lowry hefði mist hendur og fætur við slysið, og fór síðan burt að fá alt í reiðu. Klukkustund siðar fékk Mr. Lowry sína fjörutíu þúsund doll- ara. Þar eftir bað læknirinn að flytja hann til einnrar af nefnd- um kenslustofum sínum. Öll þessi saga var ekki ann- að en vel unnið þorparastryk aí tveimur áðurverandi vinnumönn- um við hermannasjúkrahúsið í Boston. Annar þeirra lék læknirinn, en hinn sjúklinginn. Mr. Lowry var enginn annar en »Maður- inn handa- og fótalausi«, kom- inn frá einni af samkomum sín- um, er lék sér við, að láta fólk- ið undrast af allskonar listum, er hann gerði með tönnunum. Upprunalega hafði það verið ætlun gróðrabrallaranna að láta hann verða fyrir slysi af spreng- ingu, en þá varð járnbrautar- slysið til að hjálpa þeim, er þannig alt í einu kom ráða- bruggi þeirra í framkvæmd. Á- byrgðarbréfið fengu þeir með því, að Spide lét Lowrys hafa löghelgunarbréfið og vátryggja sig í hans stað. Þegar þessir Qörutíu þúsund dollarar voru skiftir og upp- gengnir, vildu þremenningarnir gera sama leik á öðrum stað. Þar ætluðu þeir aftur með sama hætti að láta Mr. Lowry vera hinn vátrygða, en örlögin höfðu látið þann umsjónarmann, er þeir áður skiftu við, verða nú umsjónarmann hjá því félagi, er þeir ætluðu að svíkja, og hann taldi út féð til þess, sem slas- ast hafði. Hann þekti fljótt manninn frá Boston-slysinu, og þannig var gríman tekin frá andliti þorparanna. Gróa á Leiti og Siggi hlaupari hittast á Skarðsheiði. Siggi: Hvað sé eg? Ert það þú Gróa, gamli kunningi? Og hvert ætlarðu nú að álpast, til að ljúga alla fulla? Ertu ann- ars ekki afturgengin? Amma mín sagði, að þú hefðir verið hundrað ára, þegar eg fæddist, og siðan eru sjötíu ár. Gróa: Skárri eru það viðtök- urnar, drengur minn! Það er auðséð, að þú ert ekki búinn að hlaupa af þér tærnar enn þá, eða úr þér vitið, enda er lítið gert á einum sjötíu árum. Ekki vissi eg mikið á þínum aldri, drengur minn! Hvaðan kemur þú annars, Siggi minn? Eða geturðu sagt nokkuð tíð- inda? Siggi: Eg kem vestan úr Dölum; var sendur þangað með bréf. Síminn vildi ekki taka það, sagði B. í Vogi. Eg fekk mikinn og góðan mat í ferðinni,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/170

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.