Dagblaðið - 28.10.1913, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.10.1913, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ Skósmídayinnustofu höfum við undirritaðir sett á stofn á Laugavegi 58. HLöíum til sölu nýjan skólatnaö mjög ódýran. Vönduð viiuin. lúljót aígreiðsla. Virðingarfylst. Felix G uðmumlsson. Magnús Gíslason, skósmiðir. ofan Svínadal, suður Strönd, og enda á Hrafneyri. Hvernig lízt þér á þessa tillögu? Siggi: Tillögu! Má eg gera tillögu? Gróa: Já, við mig. Siggi: Jæja. Gott og vel! Eg vil helzl að hún byrji hér á heiðarhorninu, og þræði fjöll á Eiríksjökul, og þaðan fjallsýn á toppinn á Öræfajökli, þá kæmi hún einhverjum að gagni við Qallaleitir og fleira. frh. Stökur. Hinn sjálfhælni. Lofsyrðum safna eg saman, er sagt hefir fólkið um mig; en þó finst mér gjarnan gaman hið gagnstæða að breiða’ út um Þ>g- III ástæða. Vitið tekur vitrum frá valdafýknin megna; sæmd og virðing setja hjá sóttar þeirrar vegna. M. G. Skrítlur. Eitt sinn fór kerling til ný- bygðrar kirkju og var svo ó- heppin að reka sig á dyrum- búninginn þegar hún ætlaði inn. Varð henni þá að orði: »Miklir bölvaðir asnar geta mennirnir verið, að setja kirkj- una rétt á gangveginn«. Eitt sinn mætti maður dreng sem kom grátandi úr skólanum. M. »Hversvegna ertu að gráta, drengur minn?« D. »Kennarinn sló mig utan undir«. M. »Af hverju gerði hann það?« D. »Þegar hann var að hlýða okkur yfir náttúrusöguna, spurði hanri mig að, hve margar tennur væru i mann- inum«. M. »Og hverju svaraðir þú?« D. »Eg — sagði bara, að hann hefði fullan kjaftinn«. »Einu sinni kom eg heim í rökkri«, sagði karl einn, »og sýndist mér þá konan mín standa á hlaðinu og sagði: ,Sæl og blessuð, Helga mín!‘ En þetta var þá helvísk tunna«. Skaðræði hernaðarins. Eftir Amerisku blaðl. —o— Kostnaðurinn hefir bundið heiminn á þeim klafa, sem lam- ar áhrit kirkju- og kristindóms, limlestir öll líknarráð, er þrösk- uldur í vegi allrar góðrar lög- stjórnar, dregur dáð úr öllum umbótum, blindar alla stjórn- málamenn svo þeir sjá ekki yfirvofandi vandræði, svo sem örhyrgðina og alt það ilt, sem fylgir ónógri næringu, en lætur þá stara á ímyndaðar ógnir og háskasemdir, sem fjærri liggja — eða ekki eru til. Hernaðar- farið magnar og margfaldar út- sæði alls sundurlyndis og fjand- skapar, skerðir vit og ráðdeild manna með vitlausum ímynd- unum, nagar hjartaræturnar með tortrygni og illgirni. Þessi blindni sveltir menn miljónum saman og styttir ótal mönnum æfina, og i fám orðum sagt hefir þeg- ar þokað mannfélaginu út í þá ófæru, að alt skipulag þjóð- anna er komið á heljarþröm og hlýtur vonum bráðar að koll- steypast. Þjóð sem kaupir fall- byssur fyrir hálft annað hundr- að þúsund krónur hverja, sem eru alveg óþarfar, meðan heil borgarhverfi með miljónir íbúa, lifir hunda lífi, sú þjóð hlýtur annaðhvort að bæta bráðlega ráð sitt, ellegar kemur fyr eða síðar refsing drottins yfir hana, lík refsing þeirri, sem steypti Babílon, og kipti fótunum und- an veldisstól Rómaborgar, þeim er þjóðirnar ætluðu að eigi mndi bilau að eilífu. Elzti maður heimsins er Indíáni sá, er mynd þessi er af. Róald Amundsen heimskautafar- inn frægi, er fyrstur komst á Suð- urpól jarðar. Útgef.: Félag í Keybjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Magnns Qislason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/170

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.