Dagblaðið - 29.12.1914, Síða 2

Dagblaðið - 29.12.1914, Síða 2
101 DAQBL. 51 tb. 43 foringja og liðlega 2500 fanga. Næsta dag eltu Rússsr Austurríkismenn, sem hörfuðu undan, og tóku þá ennfremur 8 vjelbyssur og um 1000 fanga. Hjá Duchla voru Austurríkismenn hraktir frá stöðvum sínum og hörfa nú óðfluga undan. í síðustu orustunni í þessu hjer- aði hafi Austurríkismenn beðið geysilegt tjón og skilið eftir 10,000 fanga í höndum Rússa. Reniers-Bureau London. London, 28 des. kl. 4,15 síðd. 4. skip hafa farist í Norðursjónum, 1 þeirra var norskt, 1 hollenskt en 2 voru bresk; Höfðu þau rekist á tundurdufl, sem Þjóðverjar stráðu út, er þeir rjeðust á Scarborough. Fjöldi manna fórust. Austurríkismenn hafa aftur beðið ósigur í Galizíu og mist 3500 menn og 18 hríðbyssur. Eftir JVlorgunblaöinu í Reykjavík TÖULTT Stúkurnar Isafold-Fjallkon n nr. 1 og Brynja nr. 99 halda sameiginlegan fund í stóra s 1 Goodtempláráhússins 1. jan. 1915 kl. 6 e. h. Þetta tilkynnist hje með fjrelögum beggja stúknanna. Bréf til Bessa í Básum. iii. Einhver munur er á stjórnmálamönminum hjer eða í Básasveitinni, það er eilthvað meiri mannsbragur á mönnum hjer. Jeg hefi nú altaf verið »neutraU í pólitíkinni, eins og þú veist, en af því þú ert áhuga- samur, gamall heimastjórnarmaður, þá hefi jeg gaman af að segja þjer af bardagaað- ferðum og róksemdum flokksbræðra þinna hjerna á Akureyri, svona þjer til leiðbein- ingar og eftirbreytni. Hjer eru tvö stjórn- málablöð, hvort öðru betra og fjölbreytt- ara. Heitir annað Norðri og hitt Norður- land. Þau eru bæði af sama flokki og eins og bæta hvort annað upp. Ritstjórarnir eru nefnilega báðir hæfileikamenn, cn hver upp á sinn hátt. Ritstjórí Norðra getur skrifað vel, en nennir því ekki, en ritstjóri Norð- urlands aftur á móti nennir vel að skrifa, en getur það ekki, svo þú sjerð, að það er einmitt einkar hentugt, að hafa blöðin svona tvö saman, því að þegar þau jafna þannig hvort annað upp, þá veröur aðal- útkoman upp á það ákjósanlegasta. Nú síðan heyrðist að kóngurinn vildi ekki samþykkja stjórnarskrána og væri jafn vel tregur með fánann líka, hefir birst hver greinin annari betri hjerna í blöðunum. Þáð getur engínn lesið þær greinar ógrát andi, svo átakanlega er lýst þessum sorg- aratburðum. Sá sem skrifar í Norðra heit- ir J. J. H.. en í Norðurland skrifar ritstjór inn sjáltur. í þessum greinum er bent á hvílík ó- hamingja nú dynur yfir þetta land. Kven- fólkið verður enn um fleirí ár að stynja undir þrældómsokinu, undirokað, kúgað, þrælkað, eins og það hefir verið undan farið. Það verður enn þá ef til vill um niargra ára bil svift hinum helgustu mann. rjettindum hvers manris, þeim rjettindum, að mega kjósa til alþingis og láta »agitera« í sjer fyrir kosningar. E'ia þá æskulýðurinn; hann fær ekki að njóta sín, úr því að stjórnarskráin varð ekki samþykt. Eða þetta segir J.J. H., svo að það hlýtur að vera rjett. Reyndar skil jeg ekki við hvaða æskulýð hann á, því að kosningarrjettur er þó bundinn við 25 ár í stjórnarskrárfrumvarpinu, alveg eins og nú er. Ellegar þeir konungkjörnu, hve lengi þessir . . . að sitja á þingi, landi og þjóð til niðurdreps, þessir fuglar, sem urða í urð ósjálfstæðis og fyrirlitlegs Dana sleikju- skaps öll sjálfstæðismál þjóðarinnar. Við þekkjum þessa peia, því einn þeirra er hjer á Akureyri, og margir vonuðu að hann yrði ekki landskjörinn ef stjórnarskrá- in hefði orðið samþykt og annar er hjer í nágrenninu. Reyndar má nú búast við að margir þessir sömu skollar hefðu orðíð landskjörnir en þú sjerð náttúrlega að það væri munur. Þeir hefðu komið betur fram sem slíkir. Jeg skil reyndar ekki í hverju þetta liggur, en þetta er alment viðurkent og veit hver maður. Öllu þessu lýsir J. J. H. hreint aðdáan lega. En hvað er það hjá stærsta óláninu, og því lýsir hann best. Það er íslenski fáninn, sem við verðum nú að sjá á bak fyrst um sinn. Hann lýsir hinni lofsverðu baráttu Hannesar Hafstein fyrir því að útrýma Dannebrog hjeðan og útvega land- inu sjerstakan fána. Hvílík hrygð hlýtur nú að búa í brjóstum allra sannra föður- landsvina, og Hannesar Hafsteins ekki síst, að verða nú enn að horfa upp á Danne- brog blakta við hún bæði á landi og við strendur landsins? Sút flaug í brjóstið, eins má hjer um segja. Þetta er nú mest í J. J. H. grei»inni. En Norðurlandsgreinin er svoria meira almenn. Það er hrópandans rödd sem hrópar »Vei þeim sem hneykslunum veldurt. Æskan og kveufólkið hrópar, »vei þeim sem, leiðir slíkar hörmungar yfir þjððina*. Hann á líklega við konunginn. Þungt er þetta alt. En við hverju er að búast, eins og þegar til ráðherra er valinn sýslumaður úr fámennu hjeraði í sveit. Þetta bendir J. J. H. líka á. Hvaða'undir- búning hafa slíkir t. d. í samanburði við þá, sem settir hafa verið til þess að þjóna umfangsmiklu embætti í kaupstað. Það gefur að skilja að slíkir menn væru færari til þess að koma ár sinni fyrir borð við konung. Simon. Oaman og alvara. Maður nokkur amerískur, varð ósáttur við prestinn sinn og voru þeir engir vinir mörg ár. En þegar hann fann að dauðinn nálgaðist gerði hann boð dftir prestinuin og bað hann að finna sig. Prestur skund- aði strax af stað í þeirri von að hinn deyjandi maður vildi sættast við sig, Þegar haun kom aö sóttarsænginni sagði sjúklingurinn af veikum mætti: »Jeg á að eins eftir nokkrar klukkustundir og Ijet sækja yður — ljet sækja yður til þess að láta yður vita — að láta yður vita, að þetta er síðasta tækifærið til þess — til þess að biðja mig fyrirgefningar.« í samkvæmi var einu sinni mikið talað um tóbaksreýkingar og hávaðinn af kven- þjóðinni sem þar var, var á sama máli utn það, að reykitigar styttu mönnum aldur. »Nei, það er ómögulegt« sagði einn karl- mannanna. »Til dæmis er hann gamli Jörgen, föðurbróðir minn, mjög hraustur og er hann bráðum 70 ára gamall, en pípan lians er aldrei köld allan daginn*. »Það sannar ekkert« svaraði ein kvenn- anna. »Ef hann hefði ekki reykt, væri hann ef til vill 80 ára nú.« Ur bœnum og grendinni. Annaðkvöld ætlar »UngmennafjelaS Mörðuvallasóknar* (forniaður Einar óujf' ormsson á Ósi) að leika tvo smáleikj 1 nýja þinghúsinu. Heita leikirnir „Happlö« og „Tveir heyrnarlausir".

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.