Dagblaðið - 08.02.1915, Page 2

Dagblaðið - 08.02.1915, Page 2
172 DAOBL. 86. tbl. Búist er við, að vátryggingargjöld muni nú hœkka að mun vegna sigl- ingabannsins. Stórt skip kom í morgun fermt salti. Botnvörpungarnir afla ágætlega. Kveðja. A einum kransinum, sem var lagð- ur á kistu frú Margrjetar sál. Valde- marsdóttur var eftirfarandi kveðja frá hinni háöldruðu ömmu hinnar látnu: Hálf tíræð amma upp til hæða bendir á eftir þjer og fölvan krans á kistu þína sendir og kveðju ber. Kveðjan er stutt, en stutt er líka stundin, er stari jeg mót, af miskunn Guðs þá muni verða fundin öll meinabót. Því hlaustu, barn, að Ijúka lífi og deyja, — og lifði’ jeg enn? En þó mitt kvöld sje kalt og langt að þreyja, % þá kem jeg senn. Stúlka getur fengið vist í góðu húsi hjer f bæ. — Ritstjóri vísar á. Lög íslands öll þau er nú gilda safnað hefir Einar Arnórsson koma út í 12 — 15 heftum á kr. 1.25 (en að eins 75 aur. fyrir áskrif- endur). Nytsamasta bókin sem út hef- ir komið á íslenzku í langa tíð. Hver fulltíða maður þarf að eiffa hana. Móti áskriftum tekur Sig. Sigurðs- son bóksali. Sýnishorn liggjaframmi hjá honum. Peir sem segja til sín fyrir 9. febr., fá bókina á mjög góðum pappír. y\UGLYSING. Verðlagsnefndin hefir breytt hámarki útsöluverðs fyrir Akureyri á eftirtöldum vörutegundum sem hjer segir: Bankabygg 50 aura kílógrammið. Hveiti 40 —-------- Petta birtist hjer með. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 6. febrúar 1915. 9áll Cinarsson. Hinir viðurkendu, ágætu, endurbættu „Danu-motorar af öllum stærðum, fást með Iangbestum kjörum, ef þjer snúið yður til verslunarstjóra Hallgríms Davíðssonar á Akureyri. Jqi ði œh tarfjelagið a Akuieyii heldur fund þriðjudaginn 9. þ. m. kl. 5 slðdegis í veitingasal Sig. Fanndals. Fundarefni: 1. Nýir fjelagsmenn teknir inn. 2. Landsjóðsstyrkurinn. 3. Erindi Ræktunarfjelags Norðurlands um kvikfjárræktarniálið STJÓRNIN. Úr þýskum blöðum. Hamburger Fremdenblatt 20/i2 1914 getur þess að Frakkar hafi vegna her- foringjaskorts gjört nokkra Annamsbúa að herforingjum í franska hernum og nefnir sjerstaklega Annamsbúann Do- Hun-Chan, sem sje óberst-lautinant og ráði fyrir hersveit hvítra manna. Rykir blaðinu það nokkuð langt farið að setja Asfu-mann til að stjórna Evrópubúum. Ágœt sœt saft fæst hjá Eggert Einarssyni.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.