Dagfari - 25.04.1906, Side 3
Báta- og skipamotorinn
„Gideon“ frá Horsens, sem
reynzt hefur motora bezt hjer
á landi og auk þess verið
endurbættur nú í vetur, svo
hann eflaust er sá langbezti
og traustasti motor, sem nú
er á boðstólum, fæst hjá
Carl D. Tulinius Efterfölger.
menn, að hamingjan brosti eigi við
henni. Mikla eptirtekt hefur það vak-
ið, að hvorki konungur nje drottning
vitjuðu hennar meðan hún lá á bana-
sænginni.
Sama daginn sem prinzessan ljezt, dó
tengdafaðir hennar, prinz Wilhelm,
af hjartaslagi, 71 árs að aldri.
Próf við háskólann í Khöfn.
Embættispróf í lögfræði hefur nýlega
tekið Bjarni Jónsson með II. eink.
Fyrri hluta lagaprófs hefur tekið Gísli
Sveinsson með hárri I. eink.
Mislingar.
Síðast þegar frjettist frá Khöfn lágu
sjúkir í mislingum milli 30 og 40
Iandar.
*\Dotvð.
—o—
Verða ljóss á Ieiðum
lyngi vaxin börð,
hýrnar yfir heiðum,
heilsar fósturjörð
aptur vorið væna,
visnuð lifna blóm,
að sjer hlíðar hæna
hreinan fugla róm.
Þiðnar klaki kaldur,
kyrrast gustur má,
fríkkar jökul-faldur,
fæðast rósir smá,
yfir brekkur blíður
blær að morgni fer,
ljóss á vængum líður,
lífið helgar sjer.
Bráðum grundir gróa,
greinar laufga á við,
kveður ljóð sín lóa
ljóð um sumarið,
allt hið góða glæðist,
gleði skín á brá,
vorið kemur, klæðist
kali völlur frá.
Hreiðar.
Nokkur atriði
um
kynbætur
kvikfjenaðar.
Eptir:
Jónas Eiríksson
skólastjóra.
-)S(-
Framhald.
B. Blandað kyn er hin önnur
regla eða aðferð við kynbætur bú-
fjár, sem er fólgin í því, að kaupa
karldýr af betra kyni en bóndinn
hefir og hafna með því kvenndýrin,
til þess að koma kostum þess á
fjárkynið.
Eptirfylgjandi reglur ber að við-
hafa þegar stofndýrið er valið:
1. Að það sje uppalið við líkt
fóður, hirðingu og landkosti eins
og sú hjörð er það á að bæta.
2. Að stofndýrið sje komið af
góðu og gömlu kyni, sem lengi
hefir verið reynt að góðum kostum.
3. Að dýrið sje ekki mjög ólíkt
að kostum, þeim kvenndýrum, sem
það á að hafnast við, svo blönd-
unin þurfi ekki að ganga í marga
ættliði.
Blöndun kynferðanna ber að gera
þannig, að karldýr af ekta kyni er
notað til kvenndýra af lakara kyni, ár
eptir ár, og kynblendingarnir ná-
kvæmlega merktir á hvaða liðstígi
þeir eru. Fyrsta afkvæmi af ekta
karldýri og óekta kvenndýri er talið
að hafi hálfan skyldleika (‘/2 Blod),
en afkvæmi ekta karldýrs og kvenn-
dýrs, sem hefir '/, skyldleika, 3/4 að
skyldleika (3/4 Blod); sje það kvenn-
dýr og hafnist með ekta karldýri
er afkvæmið heill skyldleiki (fuldt
Blod), ef blöndunin gengur aðeins
í 3 liði, sem er vissast og affara-
sælast, en kynin verða þá að vera
ekki mjög ólík hvert öðru. Mjög
ólík kynferði verður að blanda í 6-7
ættliði, en það er vandasamt.
Ein af aðalreglum við kynblönd-
un húsdýra er að gelda öll karl-
dýr af blendings-kyninu í 3-5 ætt-
liði, eptir því í hvað marga liði
blandað er, á meðan áiitið er, að
ekki geti verið komin kyngæðafesta
í fjárkynið. Væri t. d. um kyn-
blöndun sauðfjár að ræða, þá er
mjög líklegt, næstum áreiðanlegt,
að ef hrútar af blandaða kyninu,
sem hefðu V-2—SU skyldleika, væri
notaðir til ánna, þá kæmi apturför
í kynferðið, að vísu hæg í fyrstu
en þeim niun hættulegri. Það er
3ví aðalregla, að nota karldýr til
löfnunar af ekta kyni í alla liði
cy nblöndunarinnar. Það má taka
ram til frekari glöggvunar, að karl-
dýrið á ætið að vera af sama kyni
sem það fyrsta er, þegar kynblönd-
unin er byrjuð, sem líkust hvert
öðru að vaxtarlagi og öðrum góð-
um kostum.
Þegar álitið er, að kynblöndunin
þurfi ekki að ná lengra, þá er farið
að nota karldýr af blendingskyninu
til höfnunar, skal þá ætíð hafa jafn-
hliða karldýr af ekta kyni, og auð-
kenna afkvæmið, svo hægt sje að
vita hvert nokkur afbrygði t i 1
verra eru á afkomendum karldýra
af hinu nýmyndaða kyni.
Það hefir áður verið tekið fram-
að affarasælast sje, að kvikfjárkyn-
ferðin sjeu lík þegar þeim erbland-
að saman, og að þá þurfi ekki kyn-
blöndunin að ganga lengra en í
3—4 liði, sem kemur af því, að óekta
kynið er kostaríkt, að ekki þarf að
fá nema fáa kosti hins ekta karl-
dýrs inn í kynferðið.
Jafnframt kynblönduninni á fóður,
meðferð, húsvist og hirðing kvik-
fjárins að vera góð, sem er jafnan
aðalatriðið jafnframt öllum kynbóta
tilraunum.
Framhald síðar.
Alexander Kjelland
dáinn.
—o—
Norska skáldið AlexanderKjel-
land Ijezt 7. þ. m* Banamein hans
var hjartaslag.
Kjelland varfæddur 18. febr. 1849,
og var faðir hans kaupmaður í
Stafangri. 1871 tók hann embættis-
próf í lögfræði. 1879 kom fyrsta
bók hans út og á næstu 10 árum
samdi hann flestar hinar stærri
skáldsögur sínar. 1891 varð hann
borgmeistari í fæðingarbæ sínum
og síðar amtmaður í Romsdalsamti.
Skáldsögur hans hafa náð mjög
mikilli útbreiðslu, enda er það ein-
róma álit, að þær sjeu með því
44
Hann hæfði einnig skapi mínu; hann truflaði mig ekki.
«Svo þjer eruð á heimleið Iíka?»
«Jú, svo er það.»
«Get jeg fengið að verða yður samferða spöIkorn.»
«Já, auðvitað.»
Svo þögðum við Ianga stund.
Og síðan tók jeg að tala um morgun-fegurðina.
Mjer datt það ekki í hug, fyrr en eptir stundarkorn, að þessi
blindi maður átti ekki kost á, að sjá þennan dásamlega vetrar-himin
og allar stjörnurnar, er tóku að blikna fyrir dagsbrúninni.
En svo talaði hann, rjett eins og hann sæi alit.
«Já svona vetrarmorgun er fagur. Litirnir hafa svo mildan blæ
þar sem þeir mætast. Á daginn eru þeir skarpari og greina sig betur
hver frá öðrum. Áður en eldir aptur eru allar litbreytingar svo óljósar
en þó unaðsfagrar.
Það er næstum allt-of fagurt. Og snjóinn elska jeg. Hversu marrar
í honum undir fótunum. Hann er líka fegurri að nóttunni en deginum
þegar sólin skín á hann.»
Jeg var forviða yfir að heyra blindan mann tala eins og hann
hefði fulla sjón.
«Hvernig getið þjer dæmt um þetta, þarsem þjersjáið ekkertaf því.»
«Jeg sje það ekki, en jeg veit hvernig það lítur út allt saman,
Mjer finnst optsinnis mig ekkert skilningarvit vanta.
Við vorurn nú komnir út fyrir húsa-raðirnar og tók þá við skraut-
hýsa-þyrping. Kyrrðin drottnaði alstaðar.
Blindi maðurinn gekk eins og hann væri sjáandi.
Það var ómögulegt að verða var við, að það bagaði hann minnstu
vitund í gangi, að sjónina vantaði.
41
«Ójá, það verður líklegast að heita svo. Jeg get leikið það
sama tímunum saman, breyti aðeins hljóðfallinu eptir dönsunum».
Nú slitnaði samtalið, því dans-stjórinn kallaði niður kurteislega:
«Nú — áfram. Kvennfólkið vill dansa.»
Hinn blindi brosti aptur dálítið, Ijet höfuðið síga, og lagði hend-
urnar á nóturnar.
Með lítilsháttar handtaki hafði hann rekið sig úr skugga um
hvar þær voru, og svipstundu síðar hljómuðu fyrstu tónarnir af dans-
laginu.
Svo hafði jeg ekki tækifæri til að tala meira við hann í það
skipti. En síðar, þegar lengra hlje varð á, til þess að endurnýja loptið
í þessum stóra danssal, fór jeg til hans aptur.
«Gætið yðar, að ekki komi kuldi að yður».
«0, jeg er svo vanur við þetta,» sagði hann rólegur, «annars
er mjer ekki heitt, jeg leik næstum ósjálfrátt á hljóðfærið».
Og svo fórum við aptur að tala saman. Hann sagðist hafa
leikið talsvert á hljóðfæri við dansskemmtanir þennan vetur og að
hann hefði haft góðan hagnað af því, og spurði jeg hann þá, hvort
nokkur fylgdi honum eða sækti hann, þegar hann spilaði í ókunnum
húsum.
Hann brosti blíðlega eins og fyrri og sagði í viðkvæmum róm:
«Hún mamma mín fylgir mjer þangað, sem jeg á að fara, en
heini aptur fer jeg einsamall.
«Hvernig á það sjer stað, að þjer getið einn verið á ferð?»
«Áttgreindin er á svo háu stigi hjá mjer, að hjerna í bænum,
sem jeg er svo kunnugur, treysti jeg mjer til að finna hverja götu,
sem vera skal, þegar jeg hef einusinni farið liana áður.
Og að stundarkorni liðnu bætti hann við: