Dagfari - 14.05.1906, Blaðsíða 1
DAG FARI
^Ust)OY\ o$ ev^andv; $.x\ ^owsso tv catvd. \wc.
I. árg.
Eskifirði mánudaginn 14. maí 1906.
13. töluM.
Ðagfari kemur út að minnsta kosti þrisvar á mánuði.
Verð árgangsins: 3 kr. innan lands, er borgist fyrir 1. september; 4 kr. erlendis,
er borgist fyrirfram.
Uppsögn bundin við áramót, ógild uema skrifleg sje og kornin til útgefanda fyrir
1. nóvember.
::i:i:i:::i:::::i:::i::::an::::i::::s:::s:s:s:s:s:s:
r
Askoru n.
Þegar jafn-stérkostlegt manntjón ber að höndum og
nú hefur orðið hjer við Faxaflóa, hljóta allir að taka hlut
í hinum mikla og sára missi, sem svo mörg heimili hafa
beðið nær og fjær.
En hluttöku vora í verki getum vjer sýnt með því
einu, að gefa af örlátu geði, og svo ríflega sem hver
megnar, til hjálparþurfandi ekkna og barna og annara
munaðarleysingja hinna drukknuðu sjómanna, sem þeir
voru eina stoðin og styttan f lífinu.
Vjer undirritaðir höfum nú gengið f nefnd saman til
að taka á móti slikum samskotum. Vjer munum jafnskjótt
birta samskotin og þau eru inn komin, og gera oss allt
far um það, með aðstoð kunnugra manna, að gjafafjeð
komi sem rjettlátast niður, og gera síðan almenningi
grein fyrir því.
Æskilegt væri að samskotin gengi svo greiðlega, að
þeim gæti orðið lokið á miðju sumri.
Gjaldkeri nefndarinnar er kaupmaður Geir Zoega.
Reykjavík á páskadag 1906.
(j. Zoega. (}. Björnsson. H. Hafliðason.
Páll Einarsson. Th. Jensen. Th. Thorsteinsson.
Þórh. Bjarnarson.
íslenzkur tannlœknir,
sem mörg ár hefir stundað tann-
lækningar í Sviss.
Österbrogade 361
Kaupmannahöfn.
S^órxvmáta - ástatvdvS.
—)o(—
Síðasta grein.
Landvarnarflokkurinn.
Hann er borinnogbarnfæddurl902,
þegar Heimastjórnarmenn hlupu und-
an merkjum þeirrar heimastjórnar, er
þeir kváðust hafa barizt fyrir, sem
fyrr er getið í þessu blaði. Svik
Heimastjórnarmanna við sjálfa
heimastjórnina eru ein aðalá-
stæða þess, að Landvarnarflokkur-
inn er í heiminn kominn.
Landvarnarmenn börðust gegn
því, að samþykkt væri stjórnarskrár-
ákvæði um, að sjermál íslands skyldu
borin upp í ríkisráði Dana. Þjóð og
þingi þóknaðist annað, sem kunnugt
er. Hringsól og snúningar misvit-
urra og hvikulla leiðtoga höfðu glap-
ið þjóðinni svo sýn, að hún villtist
með sjermál sín inn í ríkisráðið
danska. Tókst hjer svo óheppilega
til, að ákvæðið um ríkisráðssetuna
varð þveröfugt við það, sem hún og
Heimastjórnarnenn höfðu ætlazt til.
1897 fluttu þeir frumvarp utn, að
sjermál vor skyldu ekki borin upp
í ríkisráði Dana. 1903 samþykktu
þeir lagaákvæði um, að þau skyldu
borin |)ar upp!
Síðan danska heimastjórnin settist
á æðstu veldisstóla þessa lands,
hafa Landvarnarmenn verið and-
stæðingar hennar. Undirskriftin
fræga hefði þeim að vísu ekki átt að
koma á óvart. En hitt var það, að þá
sást bezt, hve mikið mark var takandi
á orðum Hannesar Hafsteins, er hann
tók við skipunarskjali sínu, þótt
Deuntzer hefði skrifað undir það.
Hann hafði þó gert ráð fyrir því í
nefndaráliti, er hann hafði sjálfur sam-
ið, að ráðherra íslands myndi rita undir
veitingabrjef sjermálaráðgjafans ís-
lenska, og hann og þingmenn höfðu
í rauninni samþykkt frumvarpið með
þeim fyrirvara. En Hannesi Haf-
stein var meira í mun að ná í em-
bættið en svo, að haiin gæti verið að
fást um slíkt. Hann tók við embætt-
inu, guðsfeginn og frá sjer numinn
af fögnuði. — «GuðIaun og slepptu»,
sagði kerlingin.
Rás viðburðanna hefur haft það
í för með sjer, að Landvarnarmenn
og Þjóðræðismenn hafa fylgzt að
máluni. Þjóðræðisflokkurinn virð-
ist nú hafa horfið frá fornum villum
og gömlum syndum. Hann hefir
nú að mestu fallizt ákenningarLand-
varnarnianna. Flokkarnir urðu sam-
ferða í undirskriptamálinu. Þeiráttu
samleið í ritsímamálinu. Og þess
hefir ekki orðið vart, að þeim hafi
neitt á milli borið, fyrr en nú i vet-
ur, er Dagfari sagði sögu stjórnar-
skrárbaráttu vorrar á síðustu 10 ár-
um. Þá kom það í ljós, að eitthvert
ryk var eftir af valtýskum hugsunar-
hætti í höfðum sumra Þjóðræðis-
manna.
Landvarnarmenn vantar ákveðna
stefnuskrá, sem Þjóðræðisflokkinn.
Vjer höfum heyrt ávæning af, að
hennar sje von nú í vor, enda
má það ekki lengur dragast. Væri
æskilegt, að hún yrði sem skýrust
og ákveðnust.
Vjer höfum nú í örfáum orðum
minnst á þrjá stjórnmálaflokka vora.
Vjer munum innan skamms skýra frá
stefnu Dagfara í sjálfstjórnar- og
sjálfstæðis-máli voru.
Hitt og þetta.
—o—
Jón Ólafsson segir í 17. tbl. Reykja-
víkur, að það viti «a!lir, sem satt vilja
segja ,að engar aðskilnaðaróskir lifa nú á
íslandi hjá skynbærum mönnum»—.
í sama blaði er skýrt frá því, að Guð-
mundur læknir Hannesson hafi talað
um aðskilnaðinn á fundi Fjelags ís-
lenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn.
Flestir ræðumenn og fundarmenn vóru
á sama máli sem málshefjandi um,
að langheppilegast og affarasælast
myndi að slíta ríkistengslunum að
fullu og öllu. Kallar ritstjóri Reykja-
víkur Guðmund Hannesson, einhvern
mesta gáfu- og menntamann þessa
lands, þá ekki «skynbæran mann»? Ef
hann gerir það ekki, bjóðum vjer ekki
fje við mannþekkingu hans. Og var
Jón Ólafsson ekki «skynbær maður»,
þegar hann var gallharður skilnðar-
maður? Að því er vjer bezt vitum, er
hann fyrsti faðir þeirrar hugmyndar,
að vjer skiljum við Dani. Hann reit
fyrst góðar greinir um það mál í Fjall-
konuna 1889, og var það þá mesta
áhugamál. Ef oss misminnir ekki, þá
sendi hann skjöl út um allt land, sem
kjósendur áttu að skrifa undir, og
var þar krafizt aðskilnaðar við Dani
eða skorað á þingmenn að berjast
fyrir því. Og hann var ekki 19. ára
gamall unglingur, þegar hann gerði
þetta, eins og þegar hann orti íslend-
ingabrag, heldur 39 ára að aldri og
hafði verið alþingismaður 9 ár. Jón
Ólafsson ætti ekki að vera að skafa
þetta af sjer, þótt ekki væri annara
en sjálfs sín vegna. Ef það er nokkuð,
sem varðveitir nafn hans frá gleymsku
og glötun, þá er það það, að hann
hefir fyrstur kveðið upp úr um algerðan
aðskilnað íslands og Danmerkur, sent
hver óvilhallur «skynbær maður» hlýtur
að sjá, að fyrr eða seinna verður
ofan á, ef þessi þjóð og þetta land
á annars nokkra framtíð fyrir höndum.
Um þessar mundir er uppi fótur
og fit meðal konungssnápa í Dan-
mörku. Þeir láta ekki svo gott færi
sem dauða konungsins sáluga ganga
úr greipum sjer til að mjaka sjer
upp við kóng og hirð og allt kon-
unglegt. Er það skýlaus farsótt, þessi
konungssnápskapur, er nú fer yfir Dan-
mörk. Meðal annars hlaupa nú danskir
oddborgarar og ýms auðmannafjelög
hvert í kapp við annað um, að verða
fyrst til að hefja máls á að reisa
Kristjáni heitnum 9. minnisvarða í þess-
um eða hinum smábæ eða smáþorpi.
Þykir mikið undir að komast í ein-
hverja minnisvarðanefnd, því að menn
búast við krossi, titli eða jeinhverju
öðru konunglegu glingri að launum*)
Þessi danska farsótt hefir borizt hing-
að til Islands, sem svo margur annar
danskur hjegómi. En það er merki-
legt, að þessi ófagnaðarfjandi hefir
fyrst hlaupið í ritstjóra Reykjavíkur,
þenna gamla frelsisgapa, er eitt sinn
kvað um sjálfan sig:
<■ kónginum var hann kær ei sagður,
kross ei neinn að framan bar hann»,
— og var hróðugur af.
Það er skrítið, að hann skuli
ekki fyrirverða sigfyrir að kveðja
nú hljóðs um þetta mál. Slysfarir
og hörmungar og harðindi hafa nú
dunið yfir ísland. Vjer höfum týnt
nærfellt hundrað ungra og vaskra
manna í sjóinn. Fjöldi bláfátækra
ekkna og munaðarlausra barna á við
böl og bágindi að búa. Væri ekki
þúsund sinnum rjettara að verja til að
ráða bót á neyðarkjörum þessa sorg-
mædda fólks því fje, er gefið kynni
að verða til þessa fyrirhugaða minnis-
varða yfir konunginn sáluga, sem
virti ísland ekki þess, að hann teldi
það í konungstitli sínum?
Og ef vjer viljum reisa minnisvarða,
væri þá ekki sæmra að reisa hann
einhverjum ágætismanna íslands, er
borið hafa þjóðlíf vort og þjóðerni á
herðum sjer yfir hörmungar og þrautir?
Fyrir tveim árum var skorað á íslend-
inga að gefa fje til minnisvarða yfir
Snorra Sturluson, hinn frægasta íslend-
ing, er verið hefir uppi, — og engu
sinnt. Það væri þjóð vorri lítill sómi,
ef þessi nýjasta minnisvarðauppástunga
fengi betri byr undir vængi.
Hannesi ráðgjafa Hafstein væri víst
hollast að lýsa yfir því, að hann sje
ekki riðinn við þetta mál. Annars er
hætt við, að þjóðin gruni hann um að
vera stuðningsmann eða jafnvel höf-
und þessarar uppástungu. Ef það
kæmi upp úr kafinu, að hann væri
einn hinna vísu feðra þessarrar Reykja-
víkur-tillögu, þá sýndi það, ef til vill
betur en allt annað, hugarfar stjórnar-
innar. Kóngadýrkun og frjálslyndi
hefir sem sje sjaídan farið saman.
Fleira er athugavert við þessa
Reykjavíkurgrein, en það verður að
bíða seinni tíma Það er í sjálfu sjer
harla umhugsunarvert atriði, að slík
grein skuli hafa birzt í aðalblaði stjórn-
arinnar.
*) Ekki er nenia sjálfsagt að geta
þess, að frjálslyndir Danir skopast
að þessum fleðulátuin og hjegóma-
skap.