Dagfari - 14.05.1906, Page 3

Dagfari - 14.05.1906, Page 3
Frá heiðum til hats. Ari ritstjóri Jónsson er setíur sýslumaður á Seyðisfirði. Pað slys vildi til á fiskiskipinu Rut, eign Friðgeirs kaupmanns Hali- grímssonar hjer á Eskifirði, að skip- stjórann, Jón Diðriksson, tók útbyrðis í föstudagsrokinu 27. f. m. Hann var ættaður að sunnan. Hann var kvæntur og átti jarjú börn. Var mikill dugnaðarmaður og er mannskaði að honum. Bóndinn að Borgum í Eskifirði, Tryggvi Hallgrímsson, fyrverandi póstur, missti yfir 100 fjár í sjóinn sama dag. Hann varð að skilja við fjeð úti, því að hann gat ekki komið því heim — átti að sækja í mót veðri og vindi. Hreppsbúar hjer hafa hlaupið drengilega undir bagga með honum. Enn vildi það slys til á páska- dagsmorgun, að Brynjólfur Sig- urðsson, vinnumaður Þórhalls verzl- unarstjóra Daníelssonar að Höfn í Hornafirði, drukknaði af hesti í svo- nefndum Þveitarlæk. »Einstakt slys má það kallast«, er oss skrifað úr Hornafirði, »að hraustur maður, allsgáður, í björtu og bezta veðri skuli farast í læk þessum, sem ekki var dýpri á vaðinu en í hnje. En hann hafði farið utan við vaðið og lent þar i djúpum kýl. Hesturinn komst til sama lands. Brynj. heit. var dugnaðarmaður, 36 ára gamall. Samsöngur var haldinn á Seyðis- firði sunnudaginn 6. maí — og þótti að góð skemmtan. Kristján læknir Kristjánsson var söngstjóri. Er það þarfaverk og þakklætis vert, að læknirinn hefir stýrt söngflokki þessum. Slíkt eykur söngmentun í landinu, og er söngmönnum og bæjarbúum til ánægju og gleði, og það veitir ekki af. Það er ekki svo mikið um skemmtanir í kauptúnum hjer á landi. Fuúdur var haldinn í Hafnardeild Bókmenntafjelagsins 21. apr. Par gerðist fátt sögulegt. Þorv. Thor- oddsen endurkosinn forseti. Rætt var um, að óhæfa væri að gera Skírni að andatrúboðsriti og var tillaga samþykkt um, að fundurinn teldi það óheppilegt að nota tíma- ritið þannig. Mótorbátar fjölga mjög hjer Aust- anlands, sem getið er í síðasta blaði. Verzlun Carls Tuliníusar liefir komið mótorbáta-verksmiðju á stofn hjer á Eskifirði. Á skipum, sem komu hingað í síðustu viku frá útlöndum, vóru nokkrir mótorbátar. Sjómenn hjeðan úr firðinum sáu, að Vesta sneri suðurum á föstudag- inn. Hefir auðvitað orðið að hverfa frá Norðurlandi, sakir hafíss. Skálholt hafði líka farið suður fyr- ir. Orðið að halda suður og aust- ur fyrir af sömu ástæðu sem Vesta. Slys enn. Þórhallur verzlunarstjóri Daníels- son í Höfn í Hornafirði skrifar Dag- fara 3 maí. Síðustu dagana í apríl voru hjer mikil norðanveður. Þó tók útyfir þ. 28. f. m. Þá var svo rnikið af- spyrnu rok, að elztu menn hér muna tæplega annað eins. Fá heimili í A. Skaítaf. sýslu munu hafa farið á mis við að verða fyr- ir einhverju tjóni í því veðri á hús- um, bátum, fje o. s. frv. Niðri í byggð var lítið snjóveður, en fje hrakti undan veðrinu í ófær- ur og slóg niður til dauðs. Fyrir tilfinnanlegustum skaða urðu bænd- ur í Bjarnanesþorpinu. Misstu um 100 fjár í svo kallaðri Skoey. Orjót og sandfok víða mikið. Nokkrar jarðir stórskemdust við það, einkum á Mýrum. Rjett eftir að veðrinu slotaði (þ. 30.), strandaði frönsk fiskiskúta við Suður- sveit; hafði brotnað svo í veðrinu, að hún varð ósjófær. Skipið hjet Sirena fra Dunkerque. Skipshöfn, 1Q. menn, komst af, mjög litlu varð bjargað úr skipinu, því að af- landsveður var. Mennirnir voru fluttir austur á Höfn óg biðu Hóla þar. Ýmislegt. Tiðin er hræðileg. Fjúk, kafald og kuldi á hverjum degi. Snjór ofan í sjó. Er miklu líkara, að það væri nú þrjár vikur af vetri en sumri. Hjer í hreppi munu menn samt allvel staddir með hey. Benedikt Kristjánsson, hinn nýi skólastjóri á Eiðum, var á Mjölni um daginn. Hann hefir dvalið 7 ár í Noregi og veitt þar stærðarbúi forstöðu. Hann er Húnvetningur að ætt, bróðir Jónasar læknis Kristjánssonar í Brekku. Jóhannes sýslum. Jóhannesson dvelur í Silkiborg á Jótlandi, sjer tií heilsubótar. Hann er nú albata eða sama sem og ætlaði að koma heim í júní, er hann skrifaði seinast. Sjera Einar Þórðarson, alþm., dvel- ur á sama stað. Er væntanlegur heim í þessum mánuði. Guðmundur læknir Hannes- son kom hingað um daginn á Mjölni og var á heimleið frá út- löndum. Hafði ferðast um Danmörk og Noreg — fór alla leið norður í Þrándheim. Þorkell Þorkellsson, cand. mag., og Sigurður Jónsson, stud. med., ætla að ferðast um landið í sumar til «radium»—rannsókna. Fara þeir til Kröflu, Kveravalla, Kerlingafjalla og seinast suður í Árnessýslu. Þórður Sveinsson, cand. med., höf- undur greinarinnar um andatrú hjer í blaðinu, dvelur í Árósum á Jótlandi og leggur þar stund á sálarsjúk- dóma og sálarlækningar. Hann verður læknir við fyrirhugað geð- veikrahæli á Kleppi við Reykjavík. Skip. MJölnir kom 4. maí frá útlöndum. Farþegjar: Asgeir kaupmaður Pjetursson á Akureyri, Þórður kaupmaður Gunnarsson í Höfða og Ólafur frændi hans, Jón Mel- stað, jarðyrkjumaður, Jóhannes Jósefsson kaupm. á Oddeyri. Otto Wathne kom að norðan 6. maí. Kong Helge kom að sunnan 4. maí. Vesta kom frá útlöndum 2. maí. Far- þegjar: stúdentarnir Gísli Sveinssou, Gtið- brandur Björnsson og Sigurður Jónsson, cand. jur. Bjarni Jónsson og Þorkell Þorkellsson cand. mag. 52 móður minni sárnaði það, að nú var ekki leikið eins dátt við hana, eins og þegar hún var borgarstjóra-frú. Frá henni hurfu líka vinirnir hver af öðrum, og henni fannst enginn slægur í að verða Iaus við þá. Henni fannst sjer misboðið með því. Nú varð hún einnig döpur í bragði og sár yfir tilverunni og mjer finnst líklegast, að það hafi borgið mjer. Það greip mig fyrirlitning fyrir þessum síngjörnu smásálum, þesum hræsnurum. Jeg þóttist þess fullviss, að bezt mundi vera að hirða ekki um aðra, reyna að standa stuðningslaust og treysta aðeins sjálfum sjer. Mjer skildist af sáryrðum móður minnar, að henni þótti ein- stæðingsskapurinn þungbær. Það bætti einnig gráu á svart, að systur mínar, er báðar voru lifandi um það leyti, gleymdu algjört hinni gömlu móður sinni, af umhyggju fyrir mönnum sínum og börnum. Þetta kom mjer á rjettan kjöl, veitti mjer þrek og sjálfstraust, brá upp Ijósi í svartnættinu, smeygði litbreytinguni inn í þunglyndis- móðuna Jeg þoldi ekki að hlusta á raunatölur móður minnar. Taldi í hana þor og þrek. Og ýmsir hlutir í mannlífinu skýrðust fyrir mjer, þegar jeg sat hjá móður minni, þar sem hún var að vinnu sinni á kvöldin, eftir að kveikt hafði verið. Jeg einsetti mjer að verða stoð og stytta hennar á þessum vonbrigðis-tímum. Jeg bjó mjer til eins konar heimspekiskerfi. Það var heimspeki harðúðar og gremju, og óvirðingar á mönnum. Hugsjónir mínar urðu með degi hverjum ljósari, því við töluðuin optsinnis um þess kyns atriði. 49 flest. Eg var latur, en ekki mjög heimskur. Hefði sennilega komist af á lífsleiðinni, eins og fjöldinn. Gat einnig skeð, að missir sjónarinnar yrði mjer að happi. Það var því að þakka, að jeg bætti ráð mitt. Umheiminum var lokað fyrir mjer, hann var týndur. Og úr vitund minni hvarf hann smámsaman. Fyrst framan af komu skólabræður mínir til mín; en svo varð jeg bráðlega meir og meir einmana. Þeim leiddist að tala við mig. Eg gat ekki tekið þátt í áhuga- málum þeirra: að nú átti einhver þeirra að lesa hátt, að á morgun áttu þeir að fá mánaðarfrí, hvere þeir bjuggust við af nýja skólastjór- anum, hver litla, laglega skólastúlkan var, sem þeir höfðu orðið sam- ferða heim á leið, að einhver þeirra hafði orðið skotinn á dansæfing- unum og s. frv. Endirinn varð sá, að skólabræður mínir fjarlægðust mig meir og meir, af því við gátum ekki framar talað saman um þau atriði, er jeg hafði engin kynni af, og á hina hliðina höfðu þeir lítið annað til að skemmta mjer með, en að harma hlutskifti mitt, og f þær sakir fóru þeir varlega, til þess að styggja mig ekki. Smámsaman hættu þeir svo að koma. Það er alvanalegt í lífinu. Með hverjum deginum varð kyrlátara í kringum mig. Mjer varð sama um vinina, sem jeg átti áður. Hafði ekki ánægju af neinu, og hafði engan framar við að styðjast, aðra en ættfólk mitt. í fyrstunni voru aliir ættmenn mínir mjer innilega góðir, en þess varð jeg fyllilega var, að þeir gátu ekki gleymt mjer því, að jeg hafði reynt að stytta mjer aldur. Að minnsta kosti ekki systur mínar.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.