Dagfari - 14.05.1906, Síða 2

Dagfari - 14.05.1906, Síða 2
örfá orð um andatrú. (Spiritisme.) —o— Þótt andatrú sje í rauninni ekki fremur gagnstæð aliri skynsemi og þekkingu en fjölda mörg atriði í öðrum trúarbrögðum, þá rjettlætir það ekki, að hún eigi mótinælalaust að ná útbreiðslu. b>að er í rauninni ekki meiri fjarstæða að halda því fram, að framliðnir menn geti gert alls konar kynjaverk, en að Kristur hafi getað lífgað dauða menn, eða breytt vatni í vín eða sjálfur upp- risið. Mjer finnst því, að þeir, sem trúa slíku, geti ekki nema haft hægt um sig og stungið hendinni í eigin barm, er um andatrú er að ræða. En þeim fækkar ávailt, sem betur fer, er trúað geta slíkum fjarstæðum. Meðvitundariíf manna er íhaids- samt. Pað þarf feiknalangan tíma til að sleppa því, sem það eitt sinn hefir viðurkennt. Margskonar sjúk- leiki í meðvitundarlífi þjóðannagreiðir ávallt götu fjölda andlegra farsótta, sem allt af gjósa upp hingað og þangað, t. d. trúhreyfingunni íWales í fyrra (hysterisk epidemi). Mörg- um forkólfum slíkra hrejdinga er sjálfum ljóst, að það er ekki neitt undur >, sem þeir bera á borð fyrir fólkið, en þeir vita, að mennirnir eru trúgjarnir og hættir til að gína við þess konar. Árangurinn er oft sá, að aðalforsprakkarnir afla sjer peninga. Petta er kunnugt um allan heim. Hins vegar eru margir, sem í barnalega sakleysi trúa á verulegleik slíkra fyrirburða, leggja alit í sölurnar og verða alger »fórn- ardýr fyrir trú sína. Fjöldi >spiritista< (eins og aðrir trúflokkar) reka iðn sína með góð- um árangri. Peir raka saman fje og það gerir ekkert til, þótt uppkomi svik um síðir. Fólkið sleppir ekki trúnni. Allt af kemur nýr og nýr miðill. Pað er auðvitað freistandi fyrir menn að færa sjer blindni bræðranna í nyt. Þeir hafa vald yfir þeim, sem trúa blint á þá. Stundum verða þeir svo nærgöng- ulir í ástamálum og peningamálum, að allir andarnir fara út í veður og vind og miðlarnir standa eftir sem svíkarar. En oftast veitir mönnum erfitt að viðurkenna villu sína. Trúin sljófgar eftirtekt í því atriði, auð- vitað ekki fremur í »andatrú« en í öllum írúarbrögðum. Materialisation og demate- rialisation er ein hinna svæsnustu limlestinga á mannlegri skynsemi, áiíka og »conceptio immaculata« i kaþólsku kirkjunni. P»að þarf mikið til þess að fleygja svo allri skyn- semi frá sjer, að menn trúi því statt og stöðugt, að heili limur, bein og vöðvar hverfi af mönnum. Hvernig hugsa menn sier það? Mjer að mínu leyti myndi verða allórótt, ef eg sæi allt-í einu fótinn eða hand- Iegginn hverfa af kunningja mínum. Sýnist andatrúarmönnum þá ekki þetta? Jú. Þeim sýnist það. En það er ofsjón (hallucination) og innst inni í meðvitund þeirra er þeim Ijóst, að þetta er ofsjón. Ella myndi þeim verða meir en lítið bylt við, ef þeir sæju limi hverfa af manni, ekki sízt kunningja sinna. Hjer kemur til greina sjálfleiðsla (autosuggestion), er menn reka sig á í margskonar myndum í lífinu. Samskonar er hægt að gera með »leiðslu«. Það er ekkert »undar- legt> eða ókunnur viðburður, þótt spiritistar geti ekki sjálfir fundið limi, þótt þeir þreifi á honum. Menn geta eins auðveldlega vaðið í villu og reyk, að því er til snertinga- skynjana kemur, og að því er sjón- ina snertir, og hefir verið þrásinnis sýnt og sannað. Útbreiðsla andatrúarinnar stafar mestmegnis af þekkingarleysi. Það ástand, sem iniðillinn (medium) verður að komast í til þess, að andarnir geti framkvæmt störf sín, er leiðsla. Millibilsástand, sem sumir kalla það, er Ijótt orð og engin lýsing á ástaridi manna. Leiðsla er miklu betri þýðing á »trance«. Maður, sem er í leiðsiu, hefir fulla meðvitund, en það er mjög auðvelt að Ieiða hann. Hann er mjög næmur fyrir »suggestion« frá þeim, sem tala við hann. Menn hafa orðið varir þessa fyrirburðar fyrir hundruðum og þúsundum ára, að menn skyndilega tóku að mæla á annarlegar tungur, sem þeir voru sjer sjálfir ekki meðvitandi, að þeir kynnu. Þetta kemur fyrir enn þann dag í dag mjög opt sem einkenni sjúkdóma í meðvitundarlífinu, t. d. móðursýki, Hysteri, er opt hefir farið yfir heilar sveitir, hysterisk farsótt. í öðru lagi er hægt með dáleiðslu (hypnose) að gera slíka viðburði, bæði að því er snertir mál, hljórn- blæ o. s. frv., smbr. t. d. söguna af kerlingunni, sem Melanchton hjelt, að djöfullinn hefði kennt grísku. Hin dularfulla lagarkenn- ing Mesmers er nú næstum dottin úr sögunni, en afkvæmi hennar er hin fjórða rúmstigskenning spiritista. Það væri auðviíað mikill fengur fyrir kirkjuna, ef hún gæti gert sína efnislausu anda og engia áþreifart- lega, en það er enn sem komið er, og verður líklega allt af, ofraun allra trúarbragða. Spiritistar fást við læknigar. Þeir eru ekki eini trúarflokkurinn, er það gerir. Það fæst fjöldi annarra trúflokka við þesskonar. Þar láta þeir trúna leiða sig, eins og annars staðar, hræðiiega í gönur. Skyn- semi manna virðist ótrúlega lömuð, þegar þeir halda, að hægt sje að opna kvið, án þess að nokkur um- merki sjáist á eptir. Þar sjest bezt, hve trúin má sín mikils, er hún veldur slíkum ofsjónum og missýningum. Þeir hafa læknað menn. Það er víst alveg satt. Það þarf engan sjerlegan «andakraft» til þess.Ýmsum sjúkdómum cr þannig farið, að þeir læknast af trú». Þeir geta læknað suma menn, sem trúa því, að þeir geti læknað sig, alveg eins og Kristur gat læknað þá, sem trúðu. Menn á Kristsdögum trúðu á yfirnáttúrlegan kraft í Kristi, sem hjálpaði, en spiritistar trúa á yfir- náttúrlegan kraft í öndum dauðra manna. Sumar þessara lækninga minna mjög á lækningarnar í Göngu-Hrólfsrímum, þar sem limir voru settir á aptur og enginn gat sjeð neina breytingu. Það mildasta, sem hægt er að segja, er: mikil er trú þín». Það er ekki rjett gert, er »spiri- tistar > fást við lækningar, af því að þeir geta unnið mein með því. Þá skortir þekking til að skera úr því, hvort Iíklegt . sie, að þessi eða hinn verði læknaður með trú . Þeir geta þannig, ef til vill, tálmað því, að sjúklingar leiti nógu snemma til læknis. Og í öðru lagi geta þeir komið einhverju inn í meðvitund sjúklinga, óafvit- andi, sem á einn eður annan hátt getur orðið þeim til tjóns. Eg er þess viss, að ýmsir «spiritisfar» vilja lækna og hjálpa eptir megni, en menn verða að bera vel skyn á slíka hluti, en það er ekki á annara færi en lærðra lækna í þeim efnum. Mjer stendur á sama, hverju menn trúa. Jeg býst heldur ekki við, að menn hætti að trúa á «andana», en mig langar til, ef urint væri, að klippa þá anga burt af andatrúnni, er lengst ná inn í hjátrú og hindur- vitni. Það er líka, ef til vill, ofraun. Ofsinn er orðinn svo mikill á báða bóga. Ofsóknir þær, er spiritistar hafa sætt, hafa næstum eingöngu verið sprottnar $f persónulegu hatri. Um leit á sannleikanum hefir ekki verið að ræða, enda eru margir andstæð- ingar andatrúarinnar sjálfir svo djúpt sokknir í hjátrú og hindurvitni, að naumast er að vænta leiðrjettingar úr þeirri átt. Sumir andstæðingar andatrúarmanna eru pólitiskirhaturs- menn þeirra og þeir sjáifir mjög óaðgætnir, hafa farið með feikna fjarstæður. Þeir eiga ekki að rita um trúmál sín í dagblöðum. Það gerir þau svo leiðinleg. Ef þeir vilja gera andatrúna sem kunnasta, þá geta þeir gefið út sjerstakt rit um trúmál, sem ýmsir aðrir trúar- flokkar. Næstum því allt, sem SigurðurTríer skrifar um andatrú, ber meira eða minna vitni um greinilegan sjúkdóm, þótt það sje raunar nokkuð erfitt að ákveða, hvað sje heilbrigt, þegar um trú er að ræða. Faustinus kom í fyrstu deilum þeirra strákslega fram, en grunur hans hefir rætzt, en það virðist hafa lítil áhrif á andatrúar- menn, svo að það er ekki við mikl- um árangri að búast. En latínan segir: Spes est dum ægrotus. Þórður Sveinsson. Wokkur atriði um T kynbætur kvikfjenaðar. Eptir: Jónas Eiríksson skólastjóra. -m- Niðurlag. 1. Þá er eptir að gera ýmsar al- mennar, en þó nauðsynlegar athug- anir, við kynbætur kvikjár. Hvaða regla sem notuð er við kynbæturnar, skal ætíð farga eða lóga þeim skepnum, sem úrættast eða hafa á einhvern hátt verri kosti en til er ætiast, ekki einungis með- an á kynbótunum stendur, heldur einnig eptir að kyngæðafesta er fengin. 2. Eigi hið lystaida eða ræktaða fjárkyn að geta haldisí við og stað- izt, svo að kostir þess þverri ekki, þá þarf það að hafa sömu góðu reglubundnu meðferð, sem kemur til af því, að kynið og kostir þess hefir fremur myndast fyrir tilhögun manna en af hálfu náttúrunnar og barátíunni fyrir lífinu. 3. Það þarf vandlega að gæta þess, að ókostir læðist ekki inn í kynferðið með kostunum og spilli þeim. 4. Hinar ýmsu kynbótaaðferðir eru optast einhæfar, en náttúran er marghæf. Ef t. d. kynbótin tek- ur einhverja þá stefnu, er stríðir á móti náttúrlegu eðli skepnunnar, líður hún af því meira og minna tjón. Því betur sem kynbóta tilraunin fylgir eðli skepnunn- ar og náttúru, þess affarasælli verur hún. 5. Kynfesta kvikfjár er það köll- uð, þegar allir kostir fjárins eru í fullu samræmi við landkosti, fóður og hirðingu, og þegar kynkostirnir eru arfgengir. Kynfestan er ákveð- in, ef ekki verkar neitt á móti henni, en eigandi fjárstofnsins má ekki láta það eiga sjer stað. 6. Það á sjer stað ekki svo sjaldan, að betri kostir geta komið fram á afkomendum einna stofndýra, en þau hafa sjálf. Þessi viðbrygðadýr á sjerstaklega að hafa fyrir stofndýr, til undaneldis. 7. Ættartölubókin er mikils- verð bókfærzla við komandi kyn- bótum húsdýra, og ein nauðsyn- leg grein af búreikningabókfærzlu. Þessi bók er stundum kölluð búfjár- bók. í hana eru ritaðar ættartölu- töflur (Stamtavler) hesta, nauta, sauðfjár o. s. frv. í þessum töflum er nákæmlega lýst stofndýrum kyn- stofnsins og tímgunarliðum hans. í þessa bók mætti einnig rita sjer- skylda kafla í töflu-formi yfir fóðrun búpenings. Gagnsemi og nauðsyn búfjár- bókarinnar er svo mikil, að vart er hægt að leggja stund á kvikfjár kynbætur eða kvikfjárrækt með reglu án hennar. Það er margt ótekið fram viðvíkj- andi kvikfjárkynbótum. Það stór- atriði má nefna, sem bændur eru óvanir við, að viðbúið er að hin stærri undaneidis karldýr — grað- hesta og tarfa — þurfi að hafa í áheldi eða fóðra inni yfir sumar- tímann, til þess að kynbæturnar geti farið reglulega fram. Allir hljóta að játa, að æskilegt væri, að kynbætur búfjenaðar kæm- ust sem fyrst á um allt land, og að sem bezt samræmi gæti orðið á þeim, en til þess þyrftu sömu reglur eða ein lög fyrir allt landið, en það mundi þykja of mikið ófrelsi; heppilegar hjeraðasamþykktir mundu líka betur, þó auðsætt sje, að meira og minna ósamræmi yrði þá á búfjárkynbótunum. Það er fjelagslyndi bændanna og fram- kvæmd, sem mest ríður á í þessu efni, sem og það, að þeir hafi það hugfast, að kynbæturnar frurfa að fylgja nákvæmlega öllum náttúr- legum þörfum sjerhverrar kvikfjár- tegundar.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.