Dagsbrún - 11.09.1915, Page 1

Dagsbrún - 11.09.1915, Page 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA Þ O L I Ð EKKI RANGINDI ÖTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG - RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON ÍO. tbl. Reykjavik, Laugardaginn 11. September 1915. I. árg. 1 milljón kr. gróði. Fyrverandi stjórn ráðstafaði því, að 600 þús. kr. voru sendar vest- ur yftr haf, og látnar þar í banka. Attu þær að vera til þess að grípa til ef á lagi t. d. til frekari vörukaupa þar vestra, og verður eigi með sanni sagt annað, en að þetta haft verið vel ráðið, þegar það var gert. En það hefði átt fyrir löngu að vera búið að taka fé þetta, sem stendur á 2% rentu, og kaupa fyrir það kornvörur, steinolíu og aðrar nauðsynjavörur. Já, það hefði meira að segja átt að vera búið að senda peningana utan aftur, og kaupa nýja skips- farma og senda peningana utan í þriðja sinn. Svo sem getið er um í síðasta tbl. þá hefir landstjórnin hjálpað Fiskifélaginu til þess að kaupa 3500 föt af steinolíu, sem seld verður hverjum er hafa vill fyrir innkaupsverð, að kostnaði viðlögð- um. Er féð til þessara kaupa tekið af þessum fyr nefndu 600 þús. krónum, sömuleiðis féð til kornkaupanna, er einnig var skýrt frá í síðasta blaði. Mun þó tölu- vert eftir af fyrnefndri upphæð, og er sjálfsagt að verja henni iíka til vörukaupa, og mun það skýrt hér nánar. En fyrst skal minnast lítið eitt á kornvöru- kaupinn. Ennþá sem komið er, er ekki búið að ákveða að selja kornið, þegar það kemur, heldur á að geyma það, hve lengi veit enginn. En með því móti koma vörukaup þessi ekki að því gagni, sem þau gætu, væru vörurnar seldar strax almenningi, og nýjar vörur keypt- ar. Geri maður nú ráð fyrir að velta megi fénu níu sinnum á ári, og reiknað er að almenning- ur fengi vörurnar 18—19°/o ódýr- ar, (og það mun sízt of djarft reiknað, miðað við landið í heild sinni), þá yrði gróðinn af pen- ingum þessum fram undir það 170°/o Ætli það væri munur eða að hafa peningana nú á 2%> rentu? Gróði sá sem með þessu móti félli í skaut almennings yrði með því móti, þó eigi væri varið til vörukaupanna nema þessum um- getnu 600 þús. krónur, liðlega 1 milljón krónnr Eitt bezta ráðið til þess að bæta úr dýrtíðinni fyrir almenn- ingi er að útvega ódýrar nauð- synjavörur. Heyrst hafa raddir um það í blöðum, er enga stefnu hafa, nema koma sér vel við alla, að kaupmenn færu á vonarvöl, væri þetta framkvæmt, en trúlegt er, að þetta sé sagt i óþökk allra framtaksamra kaupmanna, enda væri bágborið, ef íslenzka kaup- mannastéttin væri svo bráð-ónýt og úrræðalaus, að hún dræpist þann dag, sem hún gæti ekki lengur okrað á lífsnauðsynjum al- mennings. Alþing-i. Þar gerist ekkert markvert. Deildirnar hafa verið að toga fjár- lögin á milli sín, og hefir það ekki gengið hljóðalaust af i dagblöð- unum, fremur en vant er, því þeir, (og aðstandendur þeirra) er um styrk sóttu, telja jafnan þjóðar- skömm, hneyxli, og þar fram eftir götunum, það sem að hinir fá, enda eru skoðanir manna, þó eigi sé persónulegur hagnaður með í spilinu, mjög misjafnar á því, hverju liggi nú mest á. Það er fyrirsjáanlngt að fjár- lögin verða afgreidd með tekju- halla, þrátt fyrir þó ýmsar bráð- nauðsynlegar samgöngubætur (svo sem vegir, brýr og símar) verði látnar sitja á hakanum. Þetta sýnir framúrskarandi lélegan bú- skap hjá þinginu; því var í lófa lagið á þessu fjárhagstímabili að gera fleirisamgöngubætur ennokkru sinni áður, og þó létta af öllum tollunum er þyngst hvíla á alþýð- unni. Þetta hefði þingið getað með því að leggja á ófriðarskatt. Má í þessu sambandi minna á, að gróði útgerðarmanna af völdum stríðsins, nemur af saltfiski einum að minsta kosti prem milljónum. Reykjavik. „Heldri“ menn erlendis. Reynslan erlendis sýnir, að í þeim bæjarstjórnum sem tómir „heldri* menn sitja, eða þar sem þeir hafa öruggan meiri hluta, þá er að eins eitt, sem hugsað er verulega um, en það er það, að láta ekki gjöldin stíga. Af hverju? Af því að aukin gjöld koma niður á þeim sjálfum, „heldri" mönnun- um, og flestir menn eru nú með þvi marki brendir, að þeir hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig, Verkamenn og aðrir alþýðumenn erlendis eru því búnir að sjá það fyrir löngu. að það er að eins með því, að koma mönnum úr sinni eigin stétt í bæjarstjórn, að þar er ákvarðað nokkuð, sem almenningi er vernlega til gagns. Því eins og höfðingjarnir eru á móti því yflrleitt, að auka gjöldin, eins eru þeir á móti því að bæjar- félögin auki tekjur sínar með því að eignast arðberandi fyrirtæki, t. d. verzlun með nauðsynjavöru, af því það er að nokkru leyti sama sem gróði til bæjarfélagsins, úr vösum einstakra [kaupjmanna. Það mætir því vanalega megnri mótspyrnu, þegar í ráði er, að bæjarfélagið ráðist sjálft í arðber- andi fyrirtæki, og er því þá vana- lega haldið fram með mikilli frekju, að þetta muni verða bænum stór- tap, eða jafnvel setja hann á höf- uðið, og þar fram eftir götunum. Fyrir nokkrum árum vildu jafn- aðarmenn í Khöfn*) láta bæjarfé- lagið taka að sér og reka spor- vagnana þar í borginni, og náði málið fram að ganga, þrátt fyrir ákafa mótspyrnu, og spádóma um stórtap fyrir bæjarfélagið. Reynsl- an er nú búin að sýna að fyrir- tækið hefir orðið til stórgróða fyrir Kaupmannahafnarbæ. „Heldri“ menn hérlendia. Af þeirri reynslu, sem fengin er erlendis, má því búast við að þeir, blessaðir höfðingjarnir hérna, muni snúast á móti því með hnúum og hnefum, að bærinn eignist arð- berandi fyrirtæki eða reki atvinnu að ráði. Það hefir lengst af verið svo, hér á landi, að alþýðumenn hafa látið kaupmenn, embættismenn og aðra, ráða fyrir sig, en nú er komið mál til þess að fara að hætta þeim ósið. Alþýðumenn verða að greiða þeim mönnum einum atkvæði í bæjarstjórn, sem halda fram mál- um alþýðunnar (það veitir ekki af að minna á að hafa þetta hug- fast, þó nokkuð sé langt til bæjar- stjórnarkosninga). Og iðnaðar- og verkmannafélög þessa bæjar verða nú þegar á þessum vetri að mynda fast samband og taka ákveðna stefnu í bæjarmálum (í samræmi við jafnaðarstefnuna). Alþýðumálefni Bríknr. En hver eru þá málefni alþýð- unnar hér í Rvík? Þau eru fyrst og fremst alt það, sem beinlinis verður til þess að gera nauðsynja- vöru ódýrari, húsnæði betra og ódýrara o. s. frv. Hefir áður hér í blaðinu verið minst á nokkur þeirra, svo sem það að bærinn keypti togara, reisti kúabú, bygði hús fyrir alþýðumenn o. fl. Mun hvert þessara mála tekið rækilega til meðferðar hér í blaðinu þegar tími vinst til, og rúm. í þetta sinn *) í bæjarstjórn Khaínar eru 56 fulltrúar, þar af eru 27 jafnaðarmenn, og vantar þá því að eins einn til þess að hafa meiri hluta. Hinir 28 bæjar- fulltrúarnir skiftast í þrjá flokka. skal að eins drepíð lítið eitt frekar á þau, en gert hefir verið. Togara-útgerð. Bærinn þarf að eignast togara, fyrst einn. síðan fleiri. Til þess að eignast einn, þarf bærinn ekki að hafa handbært fé nema 70 til 100 þús. kr., svo sem „Dagsbrún“ hefir áður bent á, því bankarnir hafa hingað til stanzlaust lánað þeim mönnum, sem ætluðu að kaupa togara, það, sem á vantaði, ef þeir höfðu helming sjálfir, af því fé sem þurfti; og er líklegt, að bærinn yrði ekki látinn sæta verri kjörum en einstakir menn. Togaraútgerð bæjarins á að vera til þess, fyrst og fremst, að hér skorti aldrei nýjan fisk, fyrir hæfilegt verð (það er ekki hæfi- legt það verð sem er á fiski núna), og þannig verða til beinlínis gróða fyrir almenning, og þar með til óbeins hagnaðar fyrir bæjarsjóð. En útgerð þessi á að vera meira en það, því hfin á líka að vera beint gróðafyrirtæki fyrir bæjar- sjóð, og enginn vafi er á því, að hún getur orðið það, sé hæfur maður settur yfir hana (helst verzlunarmaður vanur útgerð, og margir slikir menn eru til). Nú munu einhverjir spyrja, hvort slíkt hafi áður þekst, að bæjarfélag eigi togara ? Nú kemur það í sjálfu sér ekkert málinu við, hvort slíkt hefir þekst áður, úr því málið er gott. En spurningunni ber að svara játandi. Slíkt hefir heyrst fyr. Sá sem þetta ritar las fyrir mörgum árum, í útlendu tímariti, um togara, er einhver áströlsk borg átti (víst Adelaide), og vel getur verið að margar borgir eigi togara nú. Mjólkursala og kúabú. Mjólk er mjög ónóg á öllum tímum ársins hér í Reykjavík, og á sumrin fá hana varla aðrir en þeir, sem ráð hafa á því að taka einhvern tiltekinn mælir á hverjum degi. Að það sé ófært að svona mikill hörgull sé á jafn nauðsyn- legri fæðu og mjólkin er, er auð- sætt, einkum þegar þar við bætist að mjólkin ér oft súr, og að mik- ill lúuti hennar er svikinn með vatni. Getur af þeim svikum bein- línis leitt, að mannslíf týnist, því svo sem kunnugt er, er ungbörn- um, sem ekki fá brjóst, gefin kúa- mjólk útþynt með vatni. Sé nú mjólkin svikin (þegar útþynt með vatni), verður það, sem barnið fær, næringarlaust, eða því sem næst, svo barnið verður alveg mótstöðu- laust gegn sjúkdómum, og fellur við þann sem það fær fyrst. Það fyrsta sem þarf að gera í þessu máli, er, að bærinn komi

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.