Dagsbrún - 11.09.1915, Síða 2

Dagsbrún - 11.09.1915, Síða 2
38 DAGSBRÚN upp 2—3 mjólkursölubúðum, er hafi mjólk til sölu allan daginn, eins og mjólkursölubúðir hafa er- lendis. Mætti hafa ostagerð í sam- bandi við mjólkursöluna, og nota til ostagerðar, það, sem afgangs yrði af mjólkinni á kvöldin. Með því að gera samninga við nær- sveitabændur um að kaupa alla mjólk þeirra, gætu sölubúðir þessar haft næga mjólk á boðstólum. Þetta fyrirkomulag er algengt í borgum erlendis. En þetta er alls ekki nóg, þó mikið sé unnið við það að altaf sé hægt að fá nóga, heilnæma og ósvikna mjólk. Bærinn þarf sjálfur að eignast kúabú, til þess að geta látið bæjar- búum í té ódýra mjólk. Kæmi bærinn sér upp kúabúi, mundi af því leiða að mjólkin kæmist í hæfi- legt verð hér í Rvík, t. d. 15 au. eða minna. — Nokkrar borgir er- lendis eiga sjálfar kúabú, á Þýzka- landi t. d. fjórar borgir. Hér við Rvík er nóg land, sem bærinn á,*) til þess að hafa kúabú, til dæmis mætti í Fossvogi, ef ræktað væri, hafa mörg hundruð kýr, eða jaíu- vel þúsund, ef þess þyrfti með. (Frh.). Um alþýðumanninn. Þið leiðið hann áem blinding, og troðið hann um tær, en tilfinningar næmar, þið spyrjið ei um þær. Þið haldið kalt hans sinni, þar forarslettur frjósi, en fólgið er þar eldvatn, og hver veit nem’ það gjósi. M. O. Rökkurdraumar hugsjóna minna. Eftir jafnaðarmann. (Frh.) ---- Fjórði draumurinn. Næst var ég staddur í dómssal þar sem lög- valdið var að dæma sakborning. Sá er framleiddur var, var ung- lingspiltur. Ég fór að reyna að lesa úr andliti hans hugsanir og lyndis- einkanir. En ég þurfti þess ekki lengi, því við hliðina á mér stóð maður, sem gaf sig á tal við mig, og fór að segja mér, hver þessi piltur væri, hvaða uppeldi hann hefði átt við að búa, og fyrir hvað hann ætti að dæmast. Hann átti að dæmast fyrir mannsmorð. Ég varð forvitinn að hlusta á sögu mannsins, sem var á þessa leið: Maðurinn heitir N. N. og var ætt- aður ofan úr sveit, sonur fátækra foreldra, hefir alist upp víð kulda og kærieiksleysi, slæma sambúð foreldranna, drykkjuskap föðursins, óráðvendni í orði og verki, last og kala til náungans, veit ekkert hvað foreldraást er, hefir engar fagrar *) Sama er að segja um Akureyri, nema enn fremur sé. æskuendurminningar, og þekkir ekkert mannlífið í kringum sig. Þannig var hann úr garði gjör, úr foreldrahúsum. Þegar hann var 18 ára fór hann til vandalausra húsbænda sem vinnumaður, er þar í 2 ár og unir sér vel, enda var heimilið mesta myndar heimili, og er það nú komið í ljós, að ' pilturinn er gæddur mörgum hæfi- leikum, þó duldir séu. SonUr hjónanna, sem var ein- birni og uppáhald foreldranna, hafði ánægju af því að erta drenginn, og kom það oft fyrir, að hann stríddi honum með því að kenna hann við föðurmn. En af því að metnaður og sárar tilfinningar voru vaknaðar hjá honum, þá var það eins og í hann væri rekinn hnífur. í eitt slíkt skifti verður hann svo reiður, að hann missir alt vald á sjálfum sér, slær dreng- inn í höfuðið, svo hann dauðrot- ast. Og þess vegna er hann nú hér í dómsalnum. Þannig var nú saga aumingja drengsins. Hver var nú dómurinn? Hann átti að liflátast. Og er það réttlátur dómur? Nokkur fallegr nöfn. Talan er tala þeirra er hétu þeim hér á landi 1910. Unnur (117) Svanlaug (17) Mjöll (1) Indríður (1) Hrafnhildur (2) Herdís (166) Gjaflaug (3) Birna (13) Árný (60) Álfrún (1) Yésteinn (17) Víglundur (17) Úlfar (8) Trausti (23) Sverrir (33) Svafar (29) Rútur (12) Rafnkell (3) Njáll (21) Ingimundur (126'. Gasmælarnir. Gasið hefir hækkað í verði hjá okkur Reykjavíkurbúum, er það víst ekki nema eðlilegt, þegar á kolaverðið er litið. En undarlegt er að gengið skuli vera framhjá íslenzku kolunuin til gasfram- leiðslu, sjálfsagt yrðu þau ódýrari en hin útlendu. — Það má ekki tala um ís- lendinga öðruvísi en framfara- og menningar þjóð. En einhver mundi þó í þeirra sporum vera búinn að láta rannsaka til hlýtar kolanámuna íslenzku, og gengin úr skugga um það hvaða gagn má að henni verða i framtíðinni, hvort kolin meðal annars muni hæf til gasframleiðslu, vitandi það, að landið er eldiviðarlaust, nema kynda áburðinum eða rándýrum kolum frá útlöndum, og eiga það á hættu að kolaflutningur teppist algerlega til landsins sökum styrjaldarinnar. — En svo er eitt, sem einkenni- legt er við gasverzlunina hér í bænum, sem sé að leigan eftir gasmælana. Menn verða að borga leigu eftir þá mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, án tillits til þess hvort gasið er notað eða ekki ef mælirinn hefir einu sinni verið settur upp. Ekki lækkar leigan fyrir það þó að hún sé búinn að borga mælirinn, sem þó væri sanngjarnt. 5 til 10 aura leiga á mánuði væri nægileg í staðinn fyrir 35 og 45 a. Nei, leigan er og verður, altaf jafn há þó búið verði að borga jafnvægi gasmæl- anna i silfri. Maður, sem borgar 45 aura eftir gasmælir á mánuði, er búinn á 10 árum (120 mán.) að greiða 54 kr. leigu, og á þó ekki einn eyri í mælinum eftir sem áður. Samkvæmt þessari verzlunar að- ferð gætu kaupmenn skyldað við- skiftamenn sína til að greiða sér ríflega leigu eftir vogir og mæla í verzlunarhúsunum. Gasverzlun bæjarins ætti þó ekki að vera öðrum til fyrirmyndar í rang- sleitni og ósanngirni, eins og hún virðist vera í þessu efni. Nú má segja sem svo: að gas- mælana megi taka burtu, meðan gasið er ekki notað, svo sem t. d. 3 eða 4 mán. á ári, og spara við það leiguna. En nú eru löggiltir menn látnir íást við þau störf, og mega ekki aðrir koma þar nærri, og vinna þeirra er jafnan svo dýr, að þegar þeir eru búuir að taka mælirinn burtu og setja hann aftur á sinn stað, fer leigan, sem annars mundi sparast, í það að borga þeim fyrirhöfnina, svo að fyrir öllu er nú séð. O. Stríðið. Lítið er þaðan að frétta, nema þá helzt ef satt skyldi reynast, sem heyrst hefir, að sendiherra Þjóðverja í Bandaríkjunum hafði lýst því yfir, að Þjóðverjar væru fúsir til að fara að ræða um friðarskilmála. Engin von er þó til að stríðinu linni fljótlega, því Þjóðverjar mundu setja þá kosti eina, er hinir ekki gengu að. Sumarauki. Síðustu kaflar. í fyrri köflum þessarar ritgerðar hefir verið sýnt fram á, að það má lengja sumarið hér á íslandi, með því að- útvega hingað allskonar nytsamar plöntur, víðsvegar að úr heiminum, sem vaxa í loftslagi sem svipað er loftslagi hér. Ennfremur með þvi að búa til nýjar tegundir af fóðurjurtum, matjurtum og þeim sem bera ávexti; þetta hefir verið gert annarsstaðar og má einnig gera hér. 8. Hrað þarf að gera? Við þuríum fyrst og fremst að eignast öflugar gróðrarstöðvar hér og þar um landið. Því það eitt, að rannsaka hvaða ræktartegund- um útlendum (fóðurjurtum, mat- jurtum, aldinum) við getum haft gagn af, og hvaða aíbrigðum hverr- ar tegundar má mest gagn að verða í hverjum landshluta, er geysimikið verkefni. Þar við bætist svo tilraunirnar við að framleiða nýjar tegundir. Fáeina menn munum við eiga, sem færir eru um að fást við þetta, en við þurfum að eignast fleiri. Alþingi þarf þvi, jafnframt því að veita ríflega fé til gróðrar- stöðva, að veita fararfé nokkrum efnilegum búfræðingum, til þess að kynna sér þetta mál í Svíþjóð og Danmörku. Við höfum ekki, eins og Banda- menn, ráð á að senda menn í jurtaleit til annara landa; en þess þarf heldur ekki með, ef við erum úti um okkur. En jafnframt því og við höfum áhuga á að draga að okkur útlendar tegundir, þarf að rannsaka og gera tilraunir með innlendar jurtir. Hver veit t. d. nema af mélnum íslenzka, sem til skamms tíma hefir verið hirt af kornið (og er ef til vill gert ennþá) megi framleiða tegund, sem betur borgi sig að rækta, en að kaupa útlent korn? Margar tegundir matjurta og aldina mun mega rækta á íslandi, sé rétt að farið. T. d. má telja víst., að hið vilta eplatré, sem í Noregi vex ósáið alt norður í Þrándheim, þrífist á íslandi. Tré þetta ber að sönnu súr og lítt æt epli, en það eru komnar af þvi ótal tegundir, sem bera góð epli, og ágrætt á rót þess má láta vaxa langtum viðkvæmnari tegundir. Nú má vera að einhver spyrji, hvort það skifti nokkru hvort rækta mætti lítilsháttar af eplum á ís- landi. Því er að svara, að það skiftir talsverðu, þó eigi væri meira en það, að hver bóndi fengi nokkra fjórðunga, og þó eplin væru óæt nema í mat. Edison heldur því fram, að því meiri fjölbreytni sem höfð sé í matarhæfi, því fjölbreytt- ara verði hugsanalífið; og þó hann sjálfsagt hafi rangt fyrir sér í þessu, þá er víst, að nokkur til- breytni í matarhæfi, frá því, sem nú tíðkast hjá almenningi, mundi auka hin almennu lífsþægindi, í stuttu máli sagt: gera æflna betri. Alt óskaðlegt, sem gerir lífið fjöl- breyttara á einhvern hátt, eða eykur lífsgleðina, er til góðs. 9. Höfum við efni á þessu? Nú má vera að einhver segi þegar hingað er kominn lesturinn : Höfum við efni á því, að gera til- raunir þessar? Já, þaðhöfum v i ð. Það mætti fremur spyrja að því, hvort við hefðum ráð á því að gera þær ekki. Ef landssjóður hefir ekki ráð á því að veita fé til þeirra fyrirtækja, sem miða að því, að auka þjóðarauðinn, þá hefir hann yfir höfuð að tala ekki ráð á neinu. Eigi all-litlu af landssjóðsfé er varið gersamlega til einskis. Skal hér eitt dæmi nefnt, og það er jarðdbóta-verðlaunin. Það er al- mannafé, sem alveg fer til ónýtis ; því ef það borgar sig elcki fyrir bóndann, að gera jarðabœturnar, nema hann fái ndkkra aura úr landssjóði fyrir hvert unnið dags- verk, þá er svo lítil framför í jarðabótinni, að það sannarlega borgar sig ekki fyrir landssjóð, að verðlauna hana. Ritað í Khöfn í janúar 1914.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.