Dagsbrún - 16.10.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 16.10.1915, Blaðsíða 1
m FREMJIÐ EKKI RANGINDI ]DAGSBRÚN ÞOLIÐ EKKI RANGINDI 1 J BLAD JAFNAÐARMANNA ÚTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 15. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 16. Október 1915. I. árg. Stefnuskrá ^slenzkra jafnaðarmanna. Frh. —— III. Til þess að koma fram áformi ^oru, ætlum vér að neyta allra iöglegra aðferða og þá fyrst efla fcekkingu almennings í þjöðfélags- írœði, hafa áhrif á löggjafarvald "°g stjórn, og efla samvinnufélags- $kap, Vér viljum að Jcaupfélög, stofnuð á heilbrigðum fjárhags- ^egum grundvelli, séu í hverri ^veit, og að þau myndi samband ianbyrðis. Það er álit vort, að l>annig löguð kaupfélagsverzlun ^ljóti að vera betri en kaupmanna- verzlun; en þá kaupmenn, sem krífast á sama stað og vel stofnuð *°g rekin kaupfólög, álítum vér &arfa. IV. Konur og karlar séu jafn rétthá. Dómsvald og framkvæmdarvald ^é aðskilið. Emhœttismenn eru þjónar þjód- winnar. Sakamál fari fram opinberlega *Og munnlega. Hegningarlögunum sé breytt í toannúðlegri átt, og miði að því ^ð gera þann sem brotlegur er a<5 betri manni, en dragi hann ^kki lengra niður. í>jóðin hafi málsJcotsrétt (refer- ^ödum). Fátækrahjálp sé Jijálp til sjálf- ^jálpar. Hið opinbera sjái á sœmilegan 't-átt fyrir munaðarlausum börnum "°g örvasa gamalmennum, og öðr- ^to er líkt stendur á fyrir. Trúarbrögð eru einkamál og ^inu opinbera óviðkomandi, komi $au eigi í bága við þjóðfélagslífið. Skattalöggjöfin sé sem fábrotn- yst. Beinir skattar eru réttlát- astir. Landsstjórnin hafi eigi rótt til tess að taka lán, nema með sér- "stöku samþykki (atkvæði) þjóðar- innar. Þetta kemur þó eigi til ^reina þegar leyfið er veitt sér- staklega í lögum, sem fó þarf til tess að framkvæma. Þó vér séum eigi eindregið á ^óti því að lána fé hjá útlendum f'jóbum, þegar það er til ákveðinna tyHrtœkja, þá erum vér samt ^firleitt á móti því að gerast 'ánþegar erlendra þjóða meira en oioið er; vér viljum sem minsta *agga binda á bak komandi kyn- slóðar. Þess er Jieldur ekki þörf. se skynsamlega að farið. Fjár- raagn þeirra lánstofnana sem nú ^i'U í landinu, er sem stendur nóg, *éu útlánin gerð með fyrirhyggju *il beirra fyrirtækja er fljótastan og vissastan arð gefa. Til þess að greiða fyrir hringrás pening- anna, þarf að stofna sparisjóði, og til þess að greiða fyrir þörf land- búnaðarins þarf að stofna lánfélög, eftír erlendu sniði (samvinnu). Úr „Skólasetningarljóðum" 1909. Margt er að læra, ljúfu mentavinir, on listin æðet er þó að verða menn, sem reynast sinnar þjóðar heilla-hlynir, því harðar skúrir bíða Snælands enn! Gott er að fljúga, — vinna veröld hálfa, og verða mikíll, hver í sinni bygð, en mest er vert, að sigra vel sig sjálfa með sannri vizku, fólagsskap og trygð! M. J. Góða árið vont. Það var bent á það hér í blað- inu að aukagróði útgerðarmanna, og annara framleiðenda, væri nú í ár af ófribarins völdum, að minsta kosti 10 milljónir Jcróna, umfram það sem vant væri að vera. í þeim útreikningi var miðað við útflutning þann er landshags- skýrslurnar 1912 sýna, en það eru nýjustu skýrslurnar sem al- menningur hefir aðgang að. Nú er orðið augljóst, af stað- festum fróttum um mikinn afla og verðhækkun á íslenzkum af- urðum, að aukagróði þessi er margfalt meiri en þetta, sóm til var tekið. Þannig hefir til dæmis aukaarðurinn af norðlenzku síld- veiðunum einum (af tveggja mán- aða tíma) orðið að minsta kosti átta milljónir Jcröna (sbr. bréf Finns Jónssonar í 13. tb].). Nú er æði mikill hluti af gróða þessum (þó állur sé hann íslenzJcur gróði) eign útlendinga, en þess meiri ástæða var til þess að leggja á hann óíriðarskatt, er um munaði, í stað skatts þess er þingið, bæði seint og illa samdi lög um (þó betri væri hann en ekkert). Séu tekjur og gjöld allra lands- manna reiknuð saman, þá kemur í Ijós, að þrátt fyrir það, þó er- lendur varningur hafi stigið í verði, þá stórgræðir landið í Jieild sinni á stríðinu, og það svo mjög, að árið í ár, er frá fjárhagslegu sjónarmiði besta árið, sem yfir landið hefir gengið, frá upphafi bygðar þess. Og þó víkur því svo við, að þetta ár er versta árið á þessum mannsaldri, fyrir verka- menn og yfirleitt al)a, sem ekki eru sjálfir framleiðendur. Hvers vegna er þetta nú svona? Af þeirri ástæðu einni að sjálf þjóðfélagssJcipunin er vitlaus, en það er einmitt henni sem við jafnaðarmenn viljum breyta. Við vi]jum láta þau af framleiðslu- tækjunum, sem mikilvægust eru, vera opinbera eign, en ekki ein- stakra manna gróðafyrirtæki, eins og nú er. Við virjum láta auðs- uppsprettur landsins renna sem sem ríkulegast, og þannig, að það só almenningur sem græði á þeim, en ekki einstakir menn. Séu framleiðslutækin opinber eign, þarf aldrei að koma vont ár á íslandi, því þá má láta gróða góðu árauna bæta upp vondu ár- in. Með því þjóðfélagsfyrirkomu- lagi sem nú er verður góða árið vont, en þegar jafnaðarstefnan er orðin ofan á, þá verður meira að segja vonda árið gott. Bærinn ætlar að kaupa kol. Frá því síðasta blað var ritað heflr það komið í ljós að bærinn nú hefir í hyggju að kaupa kol 1000 til 1500 smálestir, fáist við- unanlegt tilboð. Ráðið til þess að fá einhverju komið í framkvæmd, er, að altaf sé verið að stagast á því, þetta er fimta blaðið frá því „Dagsbrún,, fyrst stakk upp á því að bærinn útvegaði bæjarbúum kol. Síðan hefir verið minst á það í hverju blaði. íslenskt og útlent skyr. Eftir Gísla Guðmundsson gerlafræðing. Tekið með leyfi höf. úr Búnaðarritimi. Frh.-------- I. Búlgarskt skyr (Yogliurt). Svo eg víki aftur að hinu búlg- arska skyri og öðrum alkunnustu skyrtegundum, hefir frægð þeirra flogið fjöllunum hærra hin síðari ár, og er það aðallega að þakka nokkrum vísindamönnum, er fjall- að hafa um rannsóknir mjólkuraf- urða, og eru þeirra kunnastir Ori- goroff og MetscJmikoff. Grigoroff, sem er búlgarskur læknir, vakti fyrstur manna athygli á því, að hið búlgarska skyr lengdi lífið. Dró hann ályktun sina meðal annars af því, að Búlgarar neyti skyrs manna mest, og verði þar rúmlega einn maður af hundraði yfir 100 ára að aldri. Hinn heims- frægi vísindamaður Metschnikoff tók tilgátu þessa búlgarska læknis til íhugunar, og tókst eftir ná- kvæma rannsókn að sýna fram á, að ályktun hans væri á rökum bygð, og um leið í hverju heil- Ýmsir nothæfir húsmunir eru teknir daglega til útsö]u á , Laugaveg 22 (steinhúsinu). næmi skyrsins væri fólgið. Met- sclinikoff hefir öðrum fremur sýnt fram á, að ellilasleiki og skamm- lífi sé oftast í nánu sambandi við slæma meltingu, en hana telur hann meðal annars stafa frá svo- nefndum ristilgerlum (Bac. Cóli) sem þróist í þörmum mannsins; segir hann að þeir gefi írá sér efni, er hafi skaðleg áhrif á melt- inguna og líkamann í heild sinni. 1 búlg'örsku skyri Jcveðst MetscnJii- koff og aðrir Jiafa fundið gerla, sem eyða kinum skaðvœnu ristil- gerlum. f þessu er þá heilnæmi skyrsins fólgið. Nú er því haldið fram, að víðar sé til heilnæmt skyr en í Búlgaríu. Má meðal annars ráða það af fyrirlestri þeim, sem prentaður er tímaritinu „Sam- tiden", sem eg áður gat um. Þar er því haldið fram, að allir mjólk- ursúrgeriar hafi í raun og veru sömu verkun á meltinguna. Hvort þessi ályktun er á réttum rökum bygð, er mér ókunnugt um. Hitt veit eg, að rannsóknir mínar á íslenzku skyri, er eg mun geta um síðar, mæla nokkuð með því, að norrænir mjólkursúrgerlar sé skyldir hinum suðrænu. Bidgarskt skyr má búa til úr allskonar mjólk með einskonar þétta. í þéttanum eru aðallega 2 tegundir gerla, önnur er striklöguð, en hin hefir perlubandslögun. Við lífstarf þessara sambýlisgeria verður til hlaupefni og mjólkursýra. Ef gerlunum er sáð í soðna mjólk, klekjast þeir ört út við 37—45° C, og er mjólkin hæfilega sýrð eftir 10 klukkustundir. Búlgarskt skyr er ýmist þykt eða þunt, alt eftir því, hve lengi mjólkin er seydd og sýrð. Oftast er skyrið borðað með útáláti, svo sem muldu brauði, sykri og aldinsafa. Einnig er því smurt ofan á brauð, og notað þannig sem viðbiti, eink- um hjá fátækara fólki. Á sumrin nota Búlgarar oftast þunt skyr, er líkist mjög íslenzkri súrmjólk, en er þó ekki eins súrt. II. Kefírrojólk. Kefírmjólk er súrmjólk, sem er uppáhalds drykkur Mdhameðstrú- armanna. Mjólkin er sýrð með fræi af grastegund einni (Panicum), sem ræktuð er í Suður-Evrópu. Grasfræ þetta er ekki ósvipað rúgi, og er oft nefnt spámanns- korn. Nafnið mun stafa frá Mú- hameð spámanni, og er sagt hann hafi lýst velþóknun sinni á þess- ari korntegund. Á korninu vaxa J

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.