Dagsbrún - 16.10.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 16.10.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 59 hve vel hann hefir staðið 1 þeirri stöðu sinni. En ritstjóra þessa blaðs (sem er G. J. persónulega ókunnugur, og aldrei hefir við hann talað) hefir sannfrétt að G. J. hefir staðið prýðilega í þeirri stöðu og segir sagan, að hann hafi t. d. látið rífa vegg á batte- riisgarðinum, sem margir stein- smiðir höfðu starfað að mán- uðum saman, af því garðurinn hafi ekki verið nógu traustur (né samkv. samningi.) Séu það ósannindi að umboðs- "’tnaður Monbergs standi á bak við andróðurinn gegn Guðmundi, þá er hægðarleikur fyrir hann að bera það af sér, en geri hann það ekki, verður að álíta að svo sé. Reykjavík. Mjólkin. Ekki hefir ennþá heyrst að það sé farið að gera neitt til þess, hvorhi <að tryggja bænum næga mjólk, né heldur til þess að sjá um að mjólkin sé ósvikin og heil- öæm. Einn vinur blaðsins segir því að mjólkurframleiðandi sá sem getið er um í síðasta blaði, selji ttjólk sína ennþá á 25 aura, á einum stað í bænum. • Rökkurdraumar hugsjóna minna. Eftir jafnaðarmann. Eilífðardraumurinn. (Frh.) Trú, sem dæmir alt það góða fyrir utan manninn, hann væri aðeins visið hálmstrá í hendi þess afls, sem hann þó ekki mætti gera sér grein fyrir hvað væri. Trú, sem býður sjómanninum sem fellur útbyrðis að synda frá skiftinu til að fá hjálp, en snúa sér ekki að þeim guði, sem býr í hjörtum samferðamannanna. Trú, sem leyfir mönnum að gera hvað það illa sem mönnum hóknast, bara að þeir geri það í guðs nafni. í þessum fiokki gaf að líta Uiarga fornpresta okkar íslendinga, °g flytjendur missionstefnunnar. Hér var Ólafur Tryggvason enn, °g allir þeir er vinna á hans riúargrundvelli. Þeir voru ekki enn húnir að bæta fyrir hryðjuverk riúarinnnar. Hér í þessum flokki voru því hhður margir nýkvaddir samferða- *henn okkar. Þessar sálir gátu hvergi unað; ^ektu sig hér ekki, þær álitu sig ^sfa verðskuldað hærra stig, og khtust nú tortryggja alt og alla. Hér sá eg gleggst hvað mikið Vautaði að vanta skilning og hekkingu trúarinnar. Hér virtist trúin þýðingarlaus, ef ekki fyigdi skarpur skilningur og sannleiks- löugun. En nú fór að byrta og hlýna, Uú fór eg að sjá framför og fram- hróunarlöngun samlífsins. Hér rirtist mér persónuálitið minka, en í þess stað komin þekkingin fyrir því að lífið er eitt og óskift, og að guð er sameiginlegur í hjarta sálnaheildarinnar, og til þess að hann geti verið það sem okkur var kent, aigóður, alvitur, alréttlátur, alstaðar nálægur, þá verði þeir að vera þetta altsaman fyrst. Nú fyrst finna þeir hversvegna jarðneska lífið var eins og það var, af hverju guð var eigs skeyt- ingarlaus fyrir því afskaplega böli, sem svo margir af okkar allra beztu mönnum og mannkynsfrels- urum urðu að líða. Nú fyrst fóru þeir að veita orðum Krists eftir- tekt, og skilning þar sem hann segir: „Og ekki verður sagt: Sjá, hann er þar, eða hér. Guð er hið innra í sjálfum þér. Eftir því sem nær dróg ljósinu, virtust einstaklingsverurnar dofna, en máttur kærleikans, Jjóssins og friðarins mynda eitt óútmálanlegt vald og mikilleik, sístarfandi að því að vekja eftirtekt, skilning og þekking á að ná þroska og full- komnun, vald sem gerði alt til þess að útrýma því efnislega og skammsýna frá þeim sem skemmra voru komnir, sem þó virtist ganga svo sorglega illa sökum þroska og viljaleysis þeirra, sem enn vantaði sjón til að þekkja það sanna og góða. En altaf virtist sælan frið- urinn, mátturinn og valdið að full- komnast. Og inn við takmörk sjónar minnar virtist mór alt fullkomn- að; þar var blómagarður saklausu æskunnar, sem óspilt var kölluð heim til Ijóssins. Þar voru þau í guðlegum og barnslegum æsku- leikjum, með friðinn, barnslegu gleðina og sakleysið, uppljómuð undir stjórn okkar ástríka vinar og Jesú Krists, sem alla þessa braut er búinn að ryðja fyrir mannkynið, ásamt með hjálp svo margra ágætis guðspekinga for- tíðarinnar. Hér virtist hann ýmist taka þátt í barnagleðinni, uppfylla barnssálirnar þeirri guðlegu þekk- ingu, og leiða og leiðbeina þeim sem hans leituðu, á framþróunar- braut eilííðarinnar. En nú var eg truílaður, því nú fann eg það sem eg þráði mest. í miðjum barnahópnum sá eg ástríka barnið mitt umvafið af gleði og frið við fætur okkar ástrika vinar, barnið sem hvarf svo skyndilega frá mér 8. apríl í fyrravor, barnið sem mér hefir verið kærast af öllu hér á jörðu. Atburðurinn 8. apríl í fyrra er mér sá lærdómsríkasti og bezti atburður, sem fyrir mig heflr borið á lifsleiðinni. Hann hefir kent mér það að sorgir og reynsla eru hugsandi mönnum mikið betri en meðlæti og jarðnesk gleði. Nú sá eg að hún var vel greind, þar var engin freysting sorg eða mæða. Þar var sólskinið sem hún elsk- aði svo mikið. Sólskin sem jarð- nesku skýin ekki skyggja. D. K. Bannlögin. Ýmsar hugleiðingar. Frh. ---- Tíminn leið; flýtti sér ýmist, eða fikaði sig áfram, að því er mér fanst, eftir því hvort lífið lék við mig, eða eg við það. Eg kyntist fjölda fólks, þar á meðal allvel æði mörgum drykkjumönn- um. Yarð eg þá þess vísari, að drykkjumenn eru svona upp og niður viljasterkir eða veikir, eins og við hinir, en áður hafði eg haldið að þeir væru allir vilja- lausir vesalingar. Nú sá eg að það var tilhneygingin (mjög misjafn- lega rík) sem gerði suma að hóf- semdarmönnum en aðra að drykkjumönnum, og að fæstum er í sjálfsvald sett, hvorn flokk- inn þeir fylla, ef þeir á annað borð eru komnir upp á það að neyta víns daglega. * i* * Atvik báru fyrir, sem þó ekkert kæmi þau víni við eða bindindi, urðu til þess að eg fór að líta dálítið öðruvísi á bannlög, en eg hafði áður gert. Eg hafði haldið, að jafnan færi bezt á því, að hver einstaklingur hefði algerlega einn ábyrgð á gerðum sínum, en nú sá eg að sumum var nauðsynlegt að hafa eitthvert aðhald (kontrol). En at- vikin, sem eg talaði um, voru þessi: Þrír ungir menn (eða rótt- ara sagt unglingar) í sömu stöð- unni (hver fram af öðrum) stálu úr sjálfs síns hendi, af því alt eftirlit við reikningsfærslu þeirra vantaði gersamlega. Þeir byrjuðu líklegast (eða svo var það að minsta kosti um einn þeirra, eftir því sem hann sjálfur sagði mér frá) á því að taka að láni 1 til 2 kr. af peningunum, sem þeir höfðu með höndum, og skiluðu þeim í fyrstu aftur. En svo hættu þeir því, af því þeir gátu ekki borgað (en hugðust að borga við mánaðamót, er þeir fengju laun, og gerðu það ef til vill líka í eitt eða tvö skifti). Og að lokum varð það að vana að taka daglega lítilsháttar af sjóðnum, sem þeir fóru með. Þeir af lesendunum sem sjálfir hugsa, sjá hugsamband mitt milli atvika þessa og aðflutningsbanns- ins; hinir verða að fyrirgefa þó þetta sé ekki skýrt nánar. * * Eg er búinn að geta þess að eg kyntist allmörgum drykkju- mönnum, og orsökin var sú, að eg beinlínis leitaði kunningsskapar við þá. En orsökin til þess var aftur sú, er hér segir: Það var siður minn oft að vaka um vor- nætur (þær eru víðar fagrar en á Fróni!) Gekk eg þá um skemti- garða borgarinnar er eg dvaldi í, og naut náttúrufegurðarinnar. Mætti eg þá oft mönnum, eða sá þá sofa i grasinu; voru það alt rótlausir menn, „glerbrot á mann- félagsins haug“. Mér var í nöp við þá (þó eg ef til vill þá þegar kendi í brjósti um þá) því oft fipuðu þeir mig með því að betla aura (til brennivínskaupa) í því — er eg hélt — háleitum hugs- unum mínum um hina vaxandi vordýrð, eða þeir fældu fyrir mér fugla, sem eg var að athuga, eða (í eitt skifti) tvo broddgelti sem unnust. En eina nótt, um þær mundir sem morgunkrár eru opnaðar, bað einn þessara týndu sauða (svo sem oft kom fyrir) að eg léti nokkra skildinga af hendi rakna við sig. En er eg neitaði því, þá bað hann mig í guðs hænum að gefa sér, eg man ekki hvað marga aura, til þess hann gæti fengið hálfan pela af brennivíni, á glas, sem haDn var með. Maðurinn fékk á glasið, en eg alla hans raunasögu (eins og hún var frá hans sjónar- miði). Eg hafði um tíma, svo sem margir unglingar, verið afar sólg- inn í sögubækur, en eg var þó þegar þetta varð, fyrir æði löngu saddur af þeim lestri. En nú varð eg aftur mjög sólginn í sjjgur; ekki skáldsögur, heldur sannar sögur, sagðar af munni fram af sjálfri aðalpersónunni. Og það var auð- velt að fá að heyra sögurnar, eftir að manni lærðist aðferðin. Eg varð þess nú vísari að tjón það, er drykkjumaður vinnur sjálfum sér, er aðeins lítið hjá því er hann veldur þeim er vænst þykir um um hann, svo sem unn- ustu, konu, börnum, móðir, föður, systir eða bróðir. Hugsum okkur t. d. hve mikil sálarkvöl það má vera móðir, að sjá soninn sinn verða að drykkjumanni; soninn, sem hún.ef til vill ekki hefir get- að séð sólina fyrir, en vakandi dreymt um framtíðardrauma frá því hún bar hann við brjóst, eða jafnvel frá því hún gekk með hann undir hjartanu. Hvað finst þér nú um frelsið iesari (við skulum þúast í þessari grein, eða að minsta kosti i þessu blaði). Mér finst að mönnum eigi að vera frjálst að gera hvað sem þeir vilja, skaði það ekki aðra, en elcki það sem aðra skaðar. Þetta ætla eg að biðja þig að bræða með þér, þar til þú færð framhaldið af þessari grein. Fisksalan. Á síðasta bæjarstjórnaríundi var skýrt frá því að ágóði af fisksölu bæjarins, hefði, í þann mánuð er hún hefir staðið, verið 172 kr. auk þess sem bærinn ætti nú 60 vættir af söltuðum bútung, sem metinn er á 540 kr. Þegar um slík fyrirtæki og þetta er að ræða, þá skiftir það minstu hvort verzlunar-ágöðinn af fyrirtækinu er nokkur eða enginn. Hitt er aðalatriðið, að varan sé seld ódýrt, og — þegar um flsksölu þessa bæjar er að tala---að borgararnir geti fengið nóg af vörunni. Árangurinn yrði því að kallast góður, þó bærinn hefði tapað á fisksölunni jafnmikið og hann nú hefir grætt. Haldi fisksalan áfram í vetur, er enginn

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.