Dagsbrún - 16.10.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 16.10.1915, Blaðsíða 2
58 DAGSBRUN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaít. oft nokkurskonar æxli, og eru í þeim bæði gersveppir og súrgerlar, sem gera mjólkina súra og áfenga. Fyrst er kornið látið í volgt vatn; kemur þá svo mikil óiga í kornið, að það stækkar um helming og flýtur upp. Því næst er kornið látið í mjólk til gerðar. Kefír- mjólk er dálítið áfeng, freyðir mikið og lítur glæsilega út í vín- glösum. Eftir gerðina setjast drafla- flekkir á botn ílátsins. Þeir eru oft marðir í sundur og borðaðir með útáláti, eins og íslenzkt skyr. Kefírmjólkin heflr það orð á sér, að hún bætti meltinguna og jafn- vel blóðleysi. Vill mikið meira? Heyrst heflr að togaraútgerðar- mönnum, sem í ár sjálfir hafa grætt meira en nokkru sinni áður, hafi vaxið það mjög í augum hve mikið hásetarnir hafi haft upp úr „lifrarpeningunum" nú í ár og ætli þvi að afnema þá á komandi vertíð, en í stað þess hækka kaup- ið eitthvað lítillega. Hér má sannarlega segja máls- háttinn: „ágirnd vex með eyri hverjum". Nú er mál að stofna sjómannafólagið, sem F. J. stakk upp á í síðasta blaði. Jafnaðarstefnan, trúin og prestarnir, Hverjir eru jafnaðarmenn ? Og af hverju ertu jafnaðarmaður? Þetta eru spursmál og þau mikilvœg. Og er mér það stærsta óskin, að geta svarað þessu. Fyrst og fremst af nægri þekkingu, og svo að geta útmálað það svo skýrt að allir skilji til hlítar hvað eg meina, því það er sorglega altítt að lesarinn sjái ekki púntana, sem höfundurinn er að benda á, eða að minsta kosti ekki nema nokkra af þeim. Hverjir eru jafnaðarmenn? Allir þeir, sem eru sannment- aðir, þeir sem leggja áherzluna á að menta og auðga andann meira enn líkamann eða fyrirhyggju fyrir maga sínum og afkomenda sinna, af því þeir vita að likaminn er aðeins stundlegur bústaður sáln- anna, þeir vita að andinn er frjáls og áframhaldandi, en efnishyggjan (matrialisminn) nær ekki lengra en iíkaminn, að gröfinni. Að auðga andann; hver eru meðöl til þess? Það er að þe'kkja andana í kring- um okkur (meðbræður okkar), læra það fegursta af þeim og kenna þeim það fegursta er vér kunnum. Þessari sönnu mentun náum vér ekki nema vér séum sameginlegir andar, og þessvegna eru allir sannmentaðir menn jafnaðarmenn. Af hverju ertu jafnaðarmaður? Þetta er spursmál sem aðeins nær til skammtímis og þekkingar- leysis. Það nær aðeins til þeirra sem eru .jafrjaðarmenh af hags- munahvöt. Eg er jafnaðarmaður af því eg er ölnbogabarn mannlífsins, af því að þau eplin sem náttúran ætlaði mér, voru hrifsuð af mér, af meðbræðrum mínum, þó þeir virtust hafa nóg eplin fyrir. Ef y,ér skoðum þetta betur, og ger- um sjóndeildarhringinn stærri, þá sjáum vér að þetta eru ekki (sem vér í daglegu taii köllum) meðbræður okkar, heldur eru það löggjafar okkar eða lagasmiðirnir sjálfir, sem hrifsa eplið frá þér. Þessvegria skaltu altaf hafa það hugfast sem „Dagsbrún" er að benda þér á, að velja þá eina fyrir löggjafa eða lagasmiði sem eru sannmentaðir, með öðrum orðum jafnaðarmenn. Þá koma enn tvær mikilvægar spurningar, og þær eru þessar: Hver hefir verið mestur jafn- aðarmaður heimsins? Við hvað kennum við trú vora? Það sem þór viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Þú sem heflr lesið og heyrt þessi orð, og alt það guðdómlega kenningakerfi sem utan um það er, og samræmi við það, hlýtur að viðurkenna að Jesús er mest- ur jafnaðarmaður heimsins, að hann er endurvaki og höfundur sannrar jafnaðarménsku hér á jörðu, og þessvegna er svo fagurt og bjart yfir nafninu jöfnuður. Þessvegna svo létt að fylkja sér undir merkið, þegar leiðsagan er svo bjargföst. Vér íslendingar við köllum okkur kristna; því erum vér þá ekki allir komnir undir merkið? Hvern er að spyrja? Eg, sem höfundur greinarinnar, finst mér skildast að spyrja prest- ana að þeirri spurningu. Hafið þið ekki flutt höfuðatriði kristindóms- ins rétt? Eg hef það sem af er æfinni ekki verið presta vinur — nú ekki óvinur heldur — en nú sé eg að það er af því að mér hefir fundist þeir gera höfuðatriði kristindómsins að aukaatriði. Eg hefi hlustað á marga presta, en ekki heyrt nema Harald Níelsson einan lofa jafnaðarstefnuna. Enda viðurkendan af flestum, sem á hann hlusta, okkar mesta sann- leiks og kærleiksfylsta kennimann íslenzku þjóðarinnar. Þið kennimenn! Gerið okkur leikmennina að kristnum jafnaðar- mönnum (lagalegum jafnaðarmönn- um). Það gengur ekki lengur hjá jkkur að biðja efnamanninn að gefa þeim snauða brauð, það er skökk leið, það iamar sjálfstæði þess snauða og eykur leiguþýs- lundina. Allir jafnir að sömu mál- fcíð. Burt með daglega óttann við hungrið, og umhyggju fyrir forða- búri framtíðarinnar. Vér erum aðeins stundar gestir hér í heimi, og ekki meir. Látum ekki efnis- hyggjuna klippa af okkur flug- fjaðrir andans heldur fljúga með heilum fjöðrum til sælli landa. Og þú einstaklings efnishyggja eða einstæða jafnaðarstefnunnar, eg ráðlegg þér heilt, ger þú annað- hvort að strika þig út af lista kristninnar — þér sæmir ekki nafnið. Set þig heldur í hóp heið- ingja, því þau nöfn falla saman. En kærast ætti öllum að vera að fylkja sér undir nafn hans, og vinna þar léttur og frjáls að sam- eiginlegum hagsmunum líkama og sálar. Þá sameinaðist andinn s-vo að tuttugu alda starf mætti vinna á tuttugu árum. Þá yrði þetta siðasti blóðvöllur mannlegrar til- veru. Þá hætti gullið að skyggja á sólina og efnishyggjan á bjart- ari frarrjtíð. Nú munt þú lesari vilja segja: Þú ert fyrir utan daglegt )íf og reynslu. En eg segi nei. Þetta er er mín bjargföst skoðun og dag- leg reynsla. Davíð Kristjánsson. Blóðsúthellingar. Sláturfélagið hefir, svo sem kunnugt er, sett slátrið upp nú í haust. Nú gengur sú saga um bæinn, að llóðinu sé helt niður, þegar slátrið gangi ekki út fyrir þetta uppsetta verð. Sé þetta satt, er það mjög víta- vert, og beri Sláturfélagið ekki opinberlega af sér áburð þennan verður að trúa honum. Hafnarumsjónarmaðurinn. í næst-síðasta tbl. var þess getið, að heyrst hefði, að nokkrir skipstjórar hér í bæ hefðu ritað bæjarstjórninni erindi, og afsagt að hlýða hinum kosna umsjónar- manni hafnarinnar. Nú er komið fram að þetta er satt, þó mörgum muni þykja það ótrúlegt, að ein fámenn stétt, og þó <ekki hún öll, skuli láta sér detta í hug, að þeir geti ónýtt kosningu gerða af kjörnum fulltrúum bæjarins. Það yrði ljóti grauturinn, ef fámennir flokkar, færu að leggja í vana sinn að neita að hlýða löglega kosnum opinberum starfsmönnum, og það áður en starfsmennirnir sýndu hvort þeir væru færir til starfans eða ekki. Setjum að í stöðu þá, sem hér er verið að tala um, hefði verið kosinn skipstjóri, hvað mundi hafa verið sagt ef 38 iðnaðarmenn hefðu skrifað bæjarstjórn, og neit- að að hlýða því, eða haga sér eftir því, sem skipstjórinn mælti fyrir um? Eða segjum að það hefði verið borgarstjórakosning og verkfræð- ingur verið kosinn, en lögfræð- ingur fallið við kosninguna. Hvað mundi þá vera sagt ef nokkrir lögfiæðingar hefðu samið skjal og harðlega neitað að viðurkenna hinn kosna borgarstjóra? Friðfinnur Guðjónsson hefir til sölu afmælis- og: fermingarkojrt með ís- lenzkum erindum. Laugaveg 43 B. Hvað ætli að hefði verið sagt?1' Ekki neitt, bókstaflega ekkert,. hara hlegið. Sbjalið sem skipstjórarnir hafa látið til— leiðast að skrifa undir, er að* mörgu merkilegt. Helsta ástæðan- móti G. J. er sú, að það sé al- ment viðurkent hvarvetna í öðr- um löndum, þar sem hafnir eru,.. að stöðu þá, sem hér er um ar> ræða, eigi ekki aðrir að hafa en reyndir skipstjórar. En svo bæta þeir þessu við: „eða menn sem> um lengri tíma hafa fengist við> slík störf, svo sem aðstoðarmenn hafnarumsjónarmanna". Nú, hvað er þetta! verður manni á að segja.- Hvað verður þá af staðhæfingunni um að það séu altaf skipstjórar valdir til þessa starfa? Hún fellur alveg um sig sjálfa. Einkennilegt er að enginn þess- ara 38 skipstjóra skuli hafa verið* svo aðgætinn að hann sæi að~. hann komst í mótsögn við sjálfan sig, um leið og hann gerði þeim er um bað, þann greiða að skrifa undir skjal þetta. Merkilegt má og heita, að enginn þessara skip- stjóra (og margir þeirra eru vitan- lega skynsamir menn) skyldi detta í hug að þeir gerðu vitsmunum sínum vanvirðu með því að skrifa undir það áður en erindisbréf umsjönarmannsins var samið, að: þeir áreiðanlega vissu, að hinn nýkosna umsjónarmann skorti þau skilyrði, sem nauðsynleg væru til þess að gegna þessu starfi. Hvernig gátu þeir vitað það* áður en þeir vissu hvað var aðal- starfið, sem maðurinn átti að hafa á hendi? Og að lokum: Vitið þið nú nokkuð um það, skipstjórar góðirr hvað alment er siður erlendis, um menn í þessari stöðu? Hafi þið* ekki skrifað undir það líka i hugsunarleysi, ens og undir hitt?" Gjalda eða njóta. Mjög einkennilegt var hve mik- ill ofsi hljóp í þetta mál þegar í byrjun, og benti það á að annað mundi liggja á bak við, en fram kom. Mjög var og lærdómsríkt að- sjá alla þá fyrirlitningu fyrir líkamsvinnu, er kom fram þegar í upphafi þessa máls. Hvað eftir annað var þess getið með fyrir- litningu að Guðmundur Jakobsson væri trésmiður, og að hann hefði fengið mentun sína við hefilbekk- inn. Skal slept að fara úti í það hér að þessu sinni, en seinna mun tækifæri til þess að tala um fyrir- litninguna fyrir líkamsvinnunm> sem altaf er að aukast. Það er almannarómur, að and- róðurinn gegn G. J. stafi af því hve röggsamlega hann hafi gegnt - eftirlitinu með byggingu hafnar- innar, og er hart ef hann á að gjalda þess i stað þess að njótar

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.