Dagsbrún - 23.10.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 23.10.1915, Blaðsíða 1
FREMJIÐ EKKI RANQINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÞOLIÐ EKKI RANGINDI ÚTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 16, tbl. Reykjavík, Laugardaginn 23. Október 1915. I. árg. Um stefnuskrá jafnaðarmannna. Einn samvinnufélagsmaður hafði orð á því við þann er þetta ritar, að honum mislíkaði niðurlag 3. atriðis steínuskránnar, sem hljóÖar svona: „en þá kaupmenn sem þrífast á sama stað og vel stofn- uð og rekin kaupfélög, álítum vér rnjög þarfa". En hann athugaði ekki, að „vel stofnuð og rekin" geta kaupfélög ekki verið hér á landi meðan það ólag er á peningamálum landsins, að kaupfélögin þurfa bæði að lána viðskiftamönnum sínum og taka til láns hjá þeim, sem selja þeim vörur. Af útlánunum leiðir að vörurnar verða dýrari kaupend- unum, af því að þeir skilvísu verða að borga fyrir þá öshil- sömti. Á hinn bóginn verða lán- tökur hjá þeim, er selja félaginu vörur, ekki síður til þess að hækka vöruverðið, því fólögin lenda oftast að hálfu eða heilu leyti í vasa þeirra, enda heflr maður, sem vel þekkir til, full- vissað þann er þetta skrifar, um að ýmsar nauðsynjavörur, sem kaupmenn alment leggja lítið á (t. d. sykur) væru oft seldar sama verði í smásölu í Reykjavík og kaupfélög út um land yrðu að borga fyrir hann (iíklegast verða skuldugir smákaupmenn að sæta sömu kjörum). Eitt er það, sem benda má á um leið og mál þetta er rætt, en það er, að þó seljanda séu greidd- ar vörurnar með víxli, sem hann þarf sjálfur að skrifa á til þess að geta selt í banka, þá er lánið engu að síður tekið hjá honum. * » « „Konur og karlar séu jafnrétthá". Með þessum orðum er átt við meira en kosningarréttinn, sem heita má ab kvenfólk hér á landi hafi nú fengið; það er einnig átt við að kvenfólk hafi jafnan rétt til opinberra starfa, og til alls- konar skólagöngu á borð við karlmenn. En einkum er þó átt við að sama borgun komi fyrir sömu vinnuna, hvort heldur hún er unnin af karli eða konu. Skyldi kvenfrelsiskonum þessa lands vera kunnugt um, að kvenfólk fær langtum lægra kaup en karlmenn, Janvel þó það vinni karimanns- vinnu, til dæmis beri fiskbörur á ^óti karlmönnum liðlangan dag- mn? Og hafa verkamenn athugað a° ein af orsökunum til hins lága kaupgjalds er þeir veiða að sætta sig við, er sú, hve verkakven- fólkið fær lágt kaup, og það oft fyrir vinnu, sem er erfiðari en það að kvenfólk ætti að ganga að henni. Efling auðvaldsíns. Svo sem sýnt hefur verið fram á í undanförnum blöðum, þá hef- ur það góðæri sem er í ár á verði á íslenzkum afurðum, orðið til íls eins fyrir alþýðu manna, En of- an á það sem getið hefur verið bætist svo það, hve auðvaldið eflist gífurlega hér á landi við þetta. Það er margfengin reynzla fyrir því alstaðar um heim, að því meir sem þeir ríku græða, því kröfu- harðari verða þeir gagnvart verka- lýðnum. Þegar auður vex, í ein- stakra manna höndum, þá má búast við lægra verkakaupi, nema verkalýðurinn með öflugum fé- lagsskap geti reist rönd við auð- valdinu. Svo sem getið var um í síðasta blaði, hafa útgerðarmenn í hyggju að taka lifrarpeningana af háset- unum, en hækka í stað þess kaup- ið að nokkru. Útgerðarmenn hafa nú fyrst um þessar mundir getað séð upp á . hár, hve afskaplegur er gróði þeirra í ár, og fyrsta verk þeirra eftir að þeir kafa litið á hve gróðinn er mikill, er að reyna að lækka hásetakaupið. En það er nú ekki alveg vist að það takist. Launakjör á togurum. Algengast er að hásetar á tog- urum hér hafi 70 kr. mánaðar- kaup, þó einstaka fólag borgi 75 krónur. Auk mánaðarkaupsins er fæði og „lifrarpeningar". Miklar tröllasögur ganga af því hvað há- setarnir græði á þessum lifrapen- ingum, tvö hundruð kr. á mán- uði halda sumir, en aðrir halda jafnvel að þeir séu tvö hundruð krónur á vikul Sannleikurinn um lifrarpeningana er nú sá, að þeir fara varla að jafnaði fram úr mánaðarkaupinu, og er þá alt kaupið 140 til 150 kr. Er það að vísu þolanlegt kaup, borið saman við hið afar lága kaup sem er í landi, en það á líka að líta á hvað starfið er hættulegt, og hve afar mikil slitvinna það er, jafnvel þó hinar bandvitlausu vökur, sem nu eiga sér stað, hættu. Ennfremur fara sjálfsagt einar 150 kr. í sjó- föt á ári, og óhætt er að gera ráð fyrir því að togaramenn eyði 50 kr. meira í fataslit en land- menn, og fer þá að saxast á kaupið. Skyldan kallar, Heyrð að vor köllun kallar komin eru timamót Btarfsvíð manna og stéttir allar standi og lifi á einni rót — þjóðfélagsins afli og eining. Engin frarnar sjáist greining þeirra er gefa hug og hagi heillum lands og þjóðfélagi. burt með auðsins einstaklinga, eiturbyrlan tjárpúkans, varmenskunnar valdgæðinga, viðja og snörur okrarans. Erjáls sé þjóð í frjálsu landi, frelsun allra jöfn mót grandi- þá mun hverfa gráturs gríma gleðjast þjóð við nýjann tíma. M. G. . íslenzkt og útlent skyr. Eftir Gísla Guðmundsson gerlafrœðing. Tekið með leyfi höf. úr Búnaðarritinu. Frh.-------- III. Mazunmjólkin. Mazun-sUrmjólk líkist nokkuð Kefír. Hún er armensk að upp- runa, og er vanaiega búin til úr geitamjólk. Mjólkin er sýrð með einskonar þétta, sem hefir að geyma gersveppi og súrgerla. Eftir gerðina er þykt mauk á botni kersins; því er oft hnoðað saman við mjöl og þurkað, síðan mulið, soðið með hrísgrjónum og blandað ýmsu kryddi. Þykir það ljúffengur réttur. Armenningar sýra smjör með Mazunsúrmjólkinni og nota hana einnig að nokkru leyti við brauðgerð. IV. Kumysmjólk. Kirgisar og aðrar hjarðmanna- þjóðir gera súrmjólk sem kumys nefnist, og er sagt að hún dragi nafn sitt af ættlegg nokkrum þar í landi (Kumanen). Þessi mjólk er oft nefnd mjólkurvín (vinum lactes) og er allvíða notuð sem læknislyf gegn brjóstveiki og syk- ursýki. Á austurhluta Rússlands er t. d. heilsuhæli, sem fæst við lækningu á þ6ssum sjúkdómum, með kumyssúrmjólk; ennfremur eru þess háttar stofnanir í Aust- urríki og Þýzkalandi. Súrmjólkin er aðallega búin til úr kaplamjólk og kúamjólk. Samblandið er látið súrna, og búinn þannig til þétti, og mjólkin sýrð með þeim þétta. Sumstaðar í Kákasuslöndum er kumys\> éttinn búin til með því að blanda saman ölgeri og kaplamjólk. Samsteypan er látin súrna lítið eitt, og síðan látin í mjólk til gerðar við 25° C. Mjólkurvínið er oftast látið í kampavínsflöskur, og þykir dýrindisdrykkur, Við gerðina skiftist mjólkursykurinn í mys- unni í vínanda og kolsýru og mjólkursýru, og þar að auki breyt- ist ostefnið að mestu leyti á þann hátt, að það leysist upp. Kumys- mjólkin hefir í sér 2°/o af vínanda, og er mjög þunn; hún er ekki eins súr og íslenzk súrmjólk, og hefir einkennilegan keim, sem lík- ist einna mest möndlubragði. V. Leben- og Oioddn-mjólk. Hin egypzka súrmjólk (Leben) er svipuð kumysmjólk, enda búin til á líkan hátt, en er hvergi nærri eins áfeng. Á ítölsku eyj- unni Sardiniu er búin til súr- mjólk (Qioddu), sem heflr orð á sér fyrir hve mjög hún bæti melt- ingu. Súrmjólkin er búin til með 2 sambýlisverum; er önnur þeirra gersveppur, en hin súrgerill. Eg hefl nú getið hinna helztu erlendu skyr- og súrmjólkurteg- undu, en mintist þess í byrjun, að menn byggju til skyr í ölium álfum heimsins, og er það eðli- legt, þar eð mjólkin hefir alstaðar tilhneigingu til að súrna við 5— 50° C. hita. Þetta kemur af því, að súrgerlarnir eru alheimsborg- arar og sækja aistaðar í þann jarðveg, er þeir þróast bezt í, en það er mjólkin. Frh. Himinn og jörð. Kræklingrur III. Það hefir borið við erlendis, að menn hafa sjkst af því að éta krækling, sem tekinn var úr þröngum tilbúnum höfn- um, sem skolpvegir mynntu út í. Ekki eru þó líkindi til þess að slikt gæti komið fyrir hér, vegna hreyfingunnar, er orsakast af hinum mikla mún á flóði og fjöru hér við land. Kræklingurinn er afar frjósamur, en er nokkuð lengi að vaxa. Það er auð- velt að sjá hve gamall hann er með þvi að telja ársgárurnar á skelinni. Helstu óvinir kræklingsins eru kross- fiskarnir. Krossfiskurinn legst yfir kræk- linginn, sem lokar skeljunum óðar og hann verður krossfiskBÍns var. Kross- fiskurinn lætur þá frá sér eitur, sem lamar kræklinginn svo hann getur ekki Matarverzlun Lofts & Póturs hefllr fengið Ost og* Pylsu*

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.