Dagsbrún - 04.12.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 04.12.1915, Blaðsíða 1
 DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÉTGEFANDI: N0KKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMABUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 22, tbl. Reykjavík, Laugardaginn 4. Desember. 1915. Hásetafélag Reykjavíkur heldur fyrst um sinn fuhd í Bárubúð hvert sunnudagskvöld kl. 6. — Nýir meðlimir teknir inn. — Sömuleiðis geta ftýir meðlimir skrifað undir lögin og fengið félagsskírteini hjá Sjálfboðaliðinu, sem heldur til allan daginn á skrifstofu öagsbrúnar í Aðalstr. (Gamla Bio). Formaðurinn, Jón Bach, býr á Hverflsgötu 58 A. Framtíðarhugsjónin. Framtíðarhugsjónin í verka- hiannahreyfingunni hér á landi er ekki eingöngu það, að gera ^lagsskap til þess að hækka kaupið, þó það sé eitt aðal- atriðið, heldur er ætlast til, að félagsskapurinn miði yfirleitt að öllu því sem getur eflt hagsmuni og vellíðan alþýð- UQnar. Það er því á slefnuskrá verkamannafélaganna að kjósa ^öenn úr sínum hóp í sveita- °§ bæjarstjórnir, ekki til þess ao láta sér nægja að eiga þar einn eða tvo fulltrú, heldur til þess eins fljótt og auðið er að na þar meiri hlutanum til Pess að geta stýrt sveitinni eða ksjarfélaginu, á þann hátt sem er alþýðunni fyrir beztu og samkvæmt hennar vilja. Einnig er það ætlun félag- arma, með samtökum innan hvers kjördæmis, að koma svo ^örgum fulltrúum á þing, að Pe*r geti velt þeirri skattabyrði, sem nú hvílir á alþýðunni, Vnr á þær stéttir sem eiga að era þær, þ. e. þær, sem gjaldþolið hafa. Ennfremur ætla verkamanna- ^°gin að vinna að því að *°ma á heilbrigðum kaupfé- lagsskap, til þess að bæta erzlunina, sem, þó hún sé* ekki alstaðar á landinu jafn "ölvuð, hvergi er í því lagi, Ser" hún ætti að vera. ^t þetta, sem nefnt hefir Verið, miðar að því að gera alPýðuna efnalega sjálfstæða, 8 þar með auka vellíðan fiennar. En framtiðarhugsjón verk- ^annahreyfingarinnar nær mik- 10 !engra en þetta, þó þetta ejj|. að bæta kjör alþýðunnar e|tir föngum, sé i sjálfu sér S: rt °g göfugt takmark að ^efna að. Markmið alþýðu- ^kksins er að koma skipu- a8i aframleiðsluna^ láta auðs- uppsprettur landsins renna sem ríkulegast, og þannig að það verði alþýðan, þ. e. sjálf þjóðin, sem nýtur kosta þeirra sem landið býðir, en ekki ein- stakir fáir menn, sem græði offjár, en alþýðan sé jafnsnauð eftir sem áður. . Alþýðuhreyfingin miðar því að því að útrýma fátæktinni og þar með stéttamismun úr landinu. Landið er nógu ríkt til þess að alþ57ðan geti hafið sig upp í velmegun, en það er aðeins hægt með þvi móti að hún lyfti samtaka, og að þau af framleiðslutækjunum, sem mikilvægust eru, séu eign þjóð- arinnar. Bardaginn við auðvaldið á íslandi. — hoimtar kotungum rétt, og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún cr voldug og sterk. E. B. Ýmsir hafa þá skoðun, ao ísland sé öðru fjárhagslögmáli undirorpið eu önnur lönd. En það er ekki rétt. Auðvaldið er ennþá á bernsku- stigi á íslandi, en þó er stétta- skiftingin byrjuð, en iæssa heflr ekki gætt ennþá vegna þess að öll stjórnmál hafa snúist um utan- ríkispólitíkina, jafnvel kosningar í bæja- og sveitastjórnir. Nú er því lokið í bráð, og hljóta því að koma þeir timar að flokkaskiftingin fari eftir fjármunalegum hagsmunum. Þeir, sem hag hafa af jafnaðar- stefnunni verða í öðrum flokkn- um, en þeir aem ætla að græða á alþýðunni í hinum flokknum. Víð skulum nú athuga bolmagn flokkanna hvers um sig. Eftir manntalsskýrslum frá 1910 voru af framfærendum hér á landi 24,272 verkafólk og aðstoðarmenn (skrifarar, verzlunarmenn o. s. frv.), en atvinnurekendur 8257, Alt aðstoðar- og vorkafólk, hvort heldur í bæjum eða kaupstöðum, heflr jafnan hag af þvi að jafn- aðarstefnan nái völdum á íslandi. Einnig myndu allir leiguliðar, 3773 að tölu, hafa beinan hag af jafn- aðarstefnunni, og ættu þeir því að fylla sama flokk og verkamenn. Þessi nýji flokkur mun beita sömu vopnum í bardaganum fyrir hiuu sanna frelsi mannkynsins og bræður vorir í útlöndum. Verkafélög á íslandi. Verkafélög eru nú orðið alment viðurkend um heim allan, sem lífsnauðsyn fyrir þjððfélagið. Verka- lyður í hverri einst'akii gvein, dag- launamenn, sjómenn, vinnumenn, iðnaðarmenn o. s. frv. stofna félög til að sjá um hagsmuni sína. Verkafélögin mynda svo samband sín á milli fyrir alt landið, því sama gildir um félögin og ein- staklingana: Allir eitt — þá vinst sigur. Verkafélögin hafa reynst gott vopn fyrir smælingjana í bardag- anum við auðvaldið, en þau eru ekki einhlýt. Stjórnrnála afskiftin. Allir, sem það athuga, hljóta að viðurkenna að ekkert vit er í því að alt verkafólk og aðstoðar- menn, nær 2/3 hlutar allra lands- manna, eigi enga fulltrúa, hvorki á Alþingi nó í bæja- og sveita- stjórnum. Því til sönnunar má nefna fram- komu þingsins í dýrtíðarmálinu. Engum getur dulist að þingmenn, þeir er um það fjölluðu, voiu fidltrúar anðvaldsins og atvinnu- rekendanna í landinu, en ekki fulltrúar almennings. Ekki komu þingmenn heldur fram sem fulltrúar fjöldans þegar frumvarpið um frestun á fram- kvæmd laga um sölu þjóð- og kirkjujarða var á ferðinni. Því hver þjóð- og kirkjujörðin af annarreru núseldar/í/n'r V3 verðs eða minna*). Gróðinn lendir auðvitað í vasa þeirra er fyrir þeim hvalreka verða að fá jarðirnar keyptar, en alþýða blæðir. í bæja- og sveitastjórnir er ekki síður þörf á alþýðufulltrúum. Af bæjum skal ég nefna Akureyri. Þeir er koma til Akureyrar munu dást að náttúrufegurðinni sem óvíða á sinn líka, en þeir sömu munu líka undrast hvað bærinn er mikið á eftir tímanum, þar er ekki raílýsing, ekki baðhús, ekkert sundstæði, 100 faðmalangur gangstéttar spotti (bærinn er allur yflr 20 km.), engin holræsi, og skammarlegt skólahús — og þó hefir bærinn 1 rauninni ágætis tekjustofn. , Erlingur Priðjónssrn hefir sýnt og sannað i 30. fbl. „fslendings" að verzlun bæjarins, eingöngu, getur vel borið 50—60 þús. króna aukaútsvar (aukaútsvör eru mi 24000 kr.), þó ekki sé gengið nær en svo að teknar séu til bæjar- þarfa 15 kr. af hverju hundraði, sem verzlanirnar hafa í hreinan ársgróða. Gróði af útgerð er ekki tekinn með í þessu, og er hann þó íeiknamikill. En þessi ágæti tekjustofn er •) Melgerði, ein bezta jörðm í Eyja- firði var seld í fyrra fyrir Ö600 kr. Hrafnagil fyrir eitthvað 4500 kr. og Tjörn og öullbrekka báðar til samans fyrir 4TO0 krónur. ekki notaður, og vantar því bæ- inn fé til allra framkvæmda. í bæjarstjórninni sitja að mestu kaupmenn, eða menn sem hugsa eins og kaupmenn, og þeir vita sem er, að ef þeir hækka auka- útsvörín, myndu þeir fá að borga brúsann (af fé því er þeir græða á almenningi), vegna þess að þeir, sem ekkert eiga, hafa nú þegar svo há útsvðr að ekki yrði við þá bætt. Þessu verður nú eflaust kipt í lag á næstu árum, því nú er verka- fólkið að setja sína eigin menn í bæjarstjórn og niðurjöfnunarnefnd (1 mann í bæjarstjórn í fyrra og 2 í niðurjöfnunarnefnd). öllum er ljós þörfln, svo ekki verður hætt fyr en verkamenn eiga meirihlut- ann bæði í bœjarstjórninni og niðurjöfnunarnefndinni. Kaupfélags- og samvinnufólags- hreyfingin er í byrjun enn meðal verkamanna hér. En'eflaust mun hin óeðlilega háa álagning kaup- manna nú, víðsvegar um land, gefa þessari þjóðþörfu hreyflngu vind í seglin. Veturinn er sumartími hugsan- anna, hjá mönnunum sem þræla alt sumarið frá morgni til kvölds, og oft nóttina líka; á veturna í atvinnuleysinu og kuldannm vaknar meðvitundin um vanmátt einstak- liugsins. En fjöldinn getur alt — og þess vegna verður íslenzkur verka- lýður að vakna til meðvitundar mn stöðu sína í mannfélaginu — og ná rétti sínum. F. J. Hinír þýðingasjuku. Ekki allsjaldan kemur það fyrir að maður lesi í blöðum hér þýðingar bæði á staða- og mannanöfnum, af útlendu máli á islenzku, og er það ekki lítið einkennilegt, og ekki síst fyrir þá sök, að sennilega eru þessir hinir þýðingasjúku, mentaðir menn, og ættu þar af leiðandi að vita, að staðarnöfn og mannanófn eiga að halda sér óafbókuð, en hér virðist, sem eigi að sýna »kunst« sina. En úr því verið er að þýða nöfn, þá væri ekki lítið gaman að sjá sum nöfn í ísleuzkri þýðingu, sem látin hafa verið óhreyfð, svo sem: Proppe, Krabbe, Meinholt, Gladstone, Popp, Hobbs, Debell; sómu- leiðis orðin prófessor og doeent. Eyjólfur.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.