Dagsbrún


Dagsbrún - 05.03.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 05.03.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 33 brókarháttur að gömlu islenzku máli en »vatnsgrautar-miskunn- semi« á illa þýddri dönsku, að láta sér nægja að berja í brest- ina heima hjá sér og skamma »eftirlitsleysið« í sinn hóp, en »vita ekkert« og »muna ekkert« »stóru mönnunum« til óvirð- ingar þegar komið er fyrir landslög og rétt. Því miður hefir sá heybrókarháttur verið hér landlægur of lengi, og því hafa »ómögulegir« embættis- menn slarkað fram hjá eða fram úr öllum kærum æði oft, — eða komist á rifleg eftirlaun þegar úr hófi hefir keyrt. — En eg vona að verkamannasam- tökin segi slíkum heybrókar- hætti stríð á hendur, og heimti skilyrðislaust: Allir jafnir gagn- vart lögunum. — Er þá sóma og heill landsins betur borgið en ella mundi. Andbanningar kalla bannlögin stundum skrælingja- og þræla- lög, líklega af því að alþýðan heíir komið þeim á og hirðir ekki að brjóta þau, en vel gætu þeir rekið sig á það ennþá, að það séu ekki tómir skrælingjar né þrælar sem að þeim standa. Bannvinur. Frá Þörði. Greinin »Gjafir og fátækt«, sem birtist i »Dagsbrún« 19. febr., var skrifuð daginn eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Tilefni til greinarinnar var augljós andróður V. F. í »Morgunblaðinu« gegn verka- mannastefnunni, og andstyggi- legur ölmusu-lofsöngur úr sömu átt. Þegar ég skrifaði greinina gerði ég ráð fyrir að lesendur »Dagsbr.« fylgdust með því sem gerðist, og var því ekkert að hafa fyrir þvi, að tina sam- an of margar stoðir undir mál mitt. Mér datt ekki í hug ann- að en ég skyldist. En mér sýnist misbrestur hafa orðið á því hjá einhverj- um »Guðgeir«. Það verður að hafa það að mestu leyti. Eg fer t. d. ekki að útskýi'a hvað sjálfstilfinning sé. Eg ætla aðeins að sýna hin- um heiðruðu lesendum »Dags- brúnar á nfj megin-atriði máls- ins. Þau voru þessi: 1. Góðgerðar-starfsemin veð- ur uppi. Þess vegna: Ekki alt með feldu um kjör verka- manna (eða alþýðumanna i þrengri merkingu). 2. Eg vil að menn gleymi sér ekki í góðgerðarlofsöngn- um, en að verkamenn noti at- kvæðisrétt sinn til að koma því til leiðar, að þeir menn kjósist, er stuðli að þessu t. d.: Að verkamenn þurfi ekki að leigja lunda-holur, að þeir fái meir en skíts-virði fyrir vinnu- kraftinn. 3. Eg taldi það heppilegl að kjósa alþýðumenn. Þeir vita hvar »skórinn kreppir«. Eg hélt að útfrá þessu hefðu verkamenn kosið, að þeir hafi vitað hvað þeir gjörðu og þeim stæði því á sama um gjamm og spangól »Morgunbl.«. Er þetta ekki eins augljóst og troðinn tóbakspungur i 12 þumlunga fjarlægð? ★ * * Eg þykist vera búinn að gera grein fyrir mínu máli. Lofið mér því heiðruðu les- endur að koma með svolítinn »útúrdúr«. Hr. Gísli Sveinsson segir í »ísafold« um daginn, að hér sé sama sem enginn munur á kjörum manna. Er þetta að kunna að gera greinarmun á tveim og tíu? Það er mismunur, og verká- menn vilja láta hann hverfa það mikið, a,ð minsta kosti, að þeir verði sjálfstœðir. Pórður Magnússon. Bergstaðarstr. 7 Landlistinn. í sumar (þ. 5. Ágúst) á að kjósa 6 menn til efri deildar Alþingis (í stað þeirra konung- kjörnu) og aðra 6 til vara. Kosning þessi er listakosning (hlutfallskosning) og myndar landið alt í heild sinni eitt kjör- dæmi. Kosningarrétt hafa all- ir karlmenn, sem hafa náð 35 ára aldri (nema vinnumenn, þeir þnrfa að vera fertugir) og kvenfólk, sem hefir náð 40 ára aldri. Við alþingiskosningar hafa menn atkvæðisrétt jafnt hvort menn gjalda útsvar eða ekki. Hvað margir listar verða við þessa kosningu, vita.menn ekki, en liklega verða þeir 5 eða 6. Eitthvert fyrsta verk alþýðu- íélaga-sambandsins (verklýðs- sambandsins) verður að útbúa landlista. Nýr bændaflokkur, sem upp er risinn, hefir orðið fyrstur til þess að ákveða menn á land- lista. Fjögur fyrstu nöfnin á þessum lista eru þetta: Sigurður Jónsson, Ystafelli. Ágúst Helgason, Birtingaholti. Guðmundur Ólafsson, Lundum. M. Stefánsson, Eyðum. Heimastjórnarflokkurinn set- ur upp lista, og eru fyrstu sex nöfnin á honum þessi: Hann- es Hafstein, G. Björnson,G.Guð- lögsson, Bríet Bjarnhéðinsdótt- ir, Ágúst Flygenring og Sigur- jón Friðjónsson, bóndi á Ein- arsstöðum. Eftir því sem sagt er, var hr. Hanes Hafstein lengi tregur til þess að láta setja nafn sitt á listann, þar eð hann er heilsu- bilaður maður og ætlar að draga sig í hlé, og hætta að fást við pólitik, en lét þó und- an eindregnum áskorunum flokksmanna sinna, sem meðal annars, þótti það ósvinna, að efstur á þeirra lista væri mað- ur sem hefði minna en 8000 kr. tekjur á ári. Og svo var líka ófært að hafa G. Björnson landlækni efstan, hann er með- al annars bannlagavinur eins og verkamenn og aðrir »dons- ar« eru yfirleitt, og hefir þess vegna lítið fylgi meðal »heldri manna«. Langsum-Sjálfstæðisflokkur- inn (þeir »endilöngu«) hafa lisla i boði með Einari Arn- órssyni ráðherra efstum, og á lista þversum-Sjálfstæðisflokks- ins, sem nefnir sig hinn sanna Sjálfstæðisflokk (sbr. Hinn eini ekta Kína-lífs-elixir) er efstur Sig. Eggerz fyrv. ráðherra en næstir honum séra Kristinn Danielsson og Björn Kristjáns- son. Og loks má nefna það að Bændaflokkurinn á þingi býður fram lista með Jósef Björns- syni efstum. Draumur. Eg hafði verið dálitið »híf- aður« um kvöldið, lagði mig til svefns og valt strax inn í draumalandið. Mér fanst eg vera heima hjá mér. Eg tók hatt minn og staf og gekk út. Þegar eg er kominn á móts við steinhöllina, kom Bjarni þar út. »Góðan daginn, Bjarni!« sagði eg. Hann tók kveðju minni vel og sagði: »Ætlið þér langt að ganga?« »Niður í miðbæ ætla eg að velta mér«, sagði eg. »Þér skuluð koma með mér á fyrirlesturinn hjá stjörnu- og tunglspekingnum«. »Hver er hann?« sagði eg. »Það er spámaður austan úr sveitum, les ekkert — alt in- spirationir«. Eg skildi lítið af því, sem hann sagði, stjörnuspekingurinn. Hann talaði svo einkennilega; annaðhvort talaði hann annar- legar tungur eða það vantaði 2—3 stafi í hvert orð hjá hon- um. Alt í einu hvein í honum ógurlega: »í tunglinu býr ekk- ert kvenfólk!« Mér brá í svefninum og hrópa upp yfir mig: »Eg flyt!« Bjarni grípur i mig. »Truílið þér ekki lesarann! Hvert ætlið þér að flytja?« »Náttúrlega i tunglið«, svaraði eg; »þar er ekkert kvenfólk«. Bjarni þreif í mig aftur. »Eg held þér séuð vitlaus. Komið þér út!« Eg elti. Við gengum áfram götuna. Þá sér Bjarni að stend- ur á stóru skildi: »Jón heldur fyrirlestur um, að Þjóðverjar verði undir!« »Hér skulum við fara inn«, sagði Bjarni; »eg hata Jón og engla«. Eg hlýddi. Þegar við gengum inn um dyrnar, hvislaði Bjarni að mér: »Verið þér ekki til skammar hér!« »Nei«, svaraði eg. Jón var í stólnum, talaði mjög gætilega, íletti óðara við en hann tálaði. »Hvers vegna gerir hann þetta?« hvísla^i eg að Bjarna. »Sjáið þér ekki Zeppelinsloft- skipið yfir Jóni?« »Jú«, sagði eg hálfhræddur og forvitinn. »Hvað á það að gera?« »Þessi Zeppelin er hingað kominn til þess að kasta ein- hverju ofan í raddbönd Jóns, ef hann segir ljótt um Þjóð- verja«. Nú fór eg að skilja af hverju flett var svona ótt við. Eg þótt- ist fara að gæta að bátnum. Sá eg þá glögt Theodor við stýrið. Loftur hélt á einhverju í hendinni. Eg sagði við Bjarna að það væri nauðsynlegt að senda Jón til Grikklands að segja þeim hvernig stríðið end- aði, því að þá byrjuðu þeir. Alt í eiuu slepli Jón af sér taumhaldinu, og sagði ljótt. Loftur slepti bombunni, og hún hljóp beint ofan í Jón og sleit raddböndin. Jón varð að hætta, því hann kom engu orði upp. Skipið flaug á burt og þegar eg vaknaði um morguninn var mér sagt, að Jón lægi í raddbanda- sliti. Lille Ejolf. Úr eigin herbúðum. Verkam.fél. Akureyrar sendir mann út á Dalvík, til þess að gangast fyrir stofn- un verkamannafélags þar. Sambandslögin hafa nú verið lögð fyrir verkamannafél. Dagsbrún, sem hefir kosið 7 fulltrúa til sam- bandsins, og aðra 7 lil vara. Voru kosnir: Otto N. Þorláksson, Jens Jóns- son, Kjartan Ólafsson, Helgi Björnsson, Halldór Jónsson, Guðm. Davíðsson, Jónbjörn Gíslason. Varamenn eru: Sig- hvatur Brynjólfsson, Þorl. Þor- leifsson, Ármann Jóhannsson, Jón Rafnsson, Guðjón Jónsson, Ólafur Þórarinsson og Árni Jónsson. Árshátíð »Dag8brúnar« var haldin — svo sem aug- lýst var hér í blaðinu — bæði kvöldið þ. 26. og 27. f. m. og fór mjög vel fram. Pegnshylduiuálið verður til umræðu á næsta fundi verkamf. Dagsbrúnar og er búist við að fundurinn verði fjölmennur. Vélstjórnnum tilkynnist hér með, að það hefir ekki verið hægt enn þá að halda stjórnarfund í Háseta- félaginu, og því ekki hægt að samþykkja yfirlýsinguna.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.