Dagsbrún


Dagsbrún - 12.03.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 12.03.1916, Blaðsíða 1
w FREMJIÐ EKKI RANQINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 1 1. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 12. Marz. 1916. Frá Sandgerði. Fyiir eitthvað mánuði síðan fórst mótorbátur úti fyrir Sand- gerði, og drukknuðu þar tveir ungir og efnilegir menn, sem þeir, er þá þektu, trega, og misti islenzka þjóðfélagið þar vinnukraft, sem var því <í ann- <að hundrað þúsnnd króna virði. Veðrið var gott, daginn sem báturinn fórst, en brimið af- skaplegt, og segir Skafti Sigurðs- son útgerðarstj. (af Akureyri) þeim, sem þetta ritar, að alment ¦sé álitið að báturinn hafi farist á þann hátt, að brotið hafi yfir hann, þó á réttri leið væri, og kemur það vel heim við það, sem kunnugir menn hafa áður um þetta talað. Kjarninn í þessu máli er þetta: Af sjónum var ekki hægt að sjá að sundið var ^ófært, meðal annars, af því landið var alhvítt, en úr landi mátti sjá það. Hefði verið «nerkjastöð i landi, sem varaði skip við að Ieggja á sundið, þegar það væri ófært, þá hefði -enginn nú borið trega yfir láti þessara tveggja ungu manna, og landið verið á annað hundrað ;bús. kr. ríkara en það er nú. Slys eins og þetta getur lcomið fyrir aftur í Sandgerði <og á mörgum öðrum stöðum á landinu), hvern daginn sem er, og konur mist menn sína, unnustur elskhuga sína og börn orðið föðurlaus. Því er þá ekkert gert til þess að varna því að slíkt geti komið fyrir aftur? Því? því? því? mun margur spyrja. Svarið er: Af þvi að að þeir, sem ráða hér á landi, og hafa ráðið, síðan við feng- um sjálfstjórn, sem sé »heldri« mennirnir, stjórna landinu á þessu sviði, eins og öðrum sviðum, af litlu stjórnviti og -engri fyrirhyggju, og auk þess munu þeir hugsa lítið um það, þó sjórinn lokist yfir líti tveggja alþýðumanna. Við skulum gera okkur í hugarlund að það hefðu verið tveir yfirdómslögmenn, sem hefðu farist þarna fyrir illan Þjóðarbúskap, og að þeir, sem þarna ættu leið um daglega Væru tómir ráðherrar, fyrv. og ^úverandi, lögmenn, kaupmenn, læknar, útgerðarmenn o. s. frv. Getur nokkrum dulist, að ef svo hefði verið, mundi óðar og s'ysið var skeð, hafa verið gefin ut bráðabyrgðalög um merkja- st°ð í Sandgerði (og líklegast ^nundi hún hafa verið komin Þar, áður en nokkuð slys varð). E°a í öðru lagi: Ef hr. Jón Þorláksson, eða annar lands- sjóðslaunaður, hefði getað grætt 1 eða 2 þúsund kr. á því að gera áætlun um merkjastöð, ætli að þá hefði ekki verið meiri áhugi fyrir málinu? Má slíkt ástand haldast í landinu, að framgangur þeirra fyrirtækja, sem líf og velferð manna veltur á, sé kominn undir því hvort einhver »lærð- ur« maður geti matað á því krókinn? Alþýðan mun svara þessari spurningu við næstu Alþingis- kosningar. Rafmagnsmálið ( Rvík. Jón Þorláksson og hans fylgi- fiskar í bæjarstjórninni vilja nú óvægir láta reisa rafmagnsslöð fyrir höfuðstaðinn. En þetta er mál, sem með engu móti má hrapa að. Við höfum nú bless- að gasið, og fengum það með þeim hætti, að betur væri að hyggilegar yrði farið að í næsta sinn, þegar bygð er aflstöð handa Reykjavík. Þá var, af sumum þeim sem mest ham- ast með rafmagni nú, jafnákaft barist á móti því. Þá var vatn- ið í Elliðaánum talið alt of lítið til að fullnægja þörfum Reykjavíkur. En nú á það að vera nóg og meira en það. Þrír rafmagnsfræðingar bjóðast til að gera áætlunina. Það virðist þó eðlilegra að verkið væri boðið út; en þeir herrar kæra sig víst ekki um að Halldór rafmagnsfræðingur yrði við það riðinn. Hann mun ekki vera í samábyrgðinni. Mjög margt mælir á móti þvi að hafist sé handa með rafveitu nú. Bærinn er í fjárþröng, því að illa heflr verið með fé hans farið. Og það nær engri átt að leggja í vafasöm stórfyrirtæki einmilt nú, meðan stríðið stend- ur yfir. Alt efni er með ránverði, sem stafar af stríðinu. Hvers- vegna hrapa að þessu? Sú skýr- ing þykir sennilegust að Jón Þorláksson vilji vera búinn að koma þessu öllu í »gott horf«, þegar verkamenn fara að verða í meiri hluta. Hann mun vita hvert traust alþýðan hér ber til hans fyrir afskiíti hans af bæj- ar- og landsmálum fyr og síðar. En eins og Jón og höfðingj- arnir vilja hraða þessu sem mest, eins liggur á að alþýðu- menn standi fast á móti ótíma- bærum framkvæmdum. Raf- magnið getur komið á sinum tíma fyrir því. Fyrst þarf að líta á að bærinn þarf fremur að byggja yfir þá húsviltu og fram- leiða mjólk og fisk heldur en fá aðra aflstöð. Svo er það að minsta kosti frá sjónarmiði fá- tæklinganna. í öðru lagi þarf að vita hvernig ástatt er með gasið. Hvað mikið skuldar bær- inn fyrir stöðina og í hvernig ástandi er stöðin? Um það fer mjög tvennum sögum. Sumir álíta að stöðin hafi verið mjög illa bygð í fyrstu, og sé nú í versta ásigkomulagi. Það væri því mjög hyggilegt af útlending- unum, sem eiga hana, að vilja losna við hana. Og þeim er vafalaust greiði ger með því að bærinn neyðist til að kaupa hana — svona rétt áður en þarf að fara að endurnýja hana. Öll heilbrigð skynsemi mælir með því að farið sé mjög varlega í rafmagnsmálinu, enda munu fulltrúar alþýðunnar á einu máli um það. Bœjarbúi. Sæsíminn milli íslands og Færeyja var búinn að vera slitinn i mán- aðartíma, án þess að Rit- símafélagið hafi gert neitt til þess að bæta úr því. Land- stjórnin tók þá um daginn rögg á sig, og sendi björgun- arskipið »Geir« til þess að gera við símann, en þegar »Geir« kom til Færeyja fékk hann símskeyti frá Ritsimafé- laginu um það, að skip þess væri á leiðinni, til þess að gera við símann, og er nú loksins komið lag á hann aftur. Samningurinn við Ritsíma- félagið er þannig að, landsjóð- ur á enga kröfu á hendur fé- laginu, þó siminn sé slitinn i 4 mánuði, en eftir að þeir eru liðnir, getur landsjóður dregið af styrknum hlutfallslega við ársstyrkinn, fyrir þann tíma, sem enn líður, áður en gert er við símann. Þennan góða samning við Ritsimafélagið gerði Hannes Hafstein. < Skólamál. 1 1. tbl. »Skólablaðsins« þ. á. er grein eftir Hervald kenn- ara Björnsson. Greinin er mjög eftirtektaverð, og er hér settur meginhluti hennar, þar eð hún hefir boð að færa öllum feðrum og mæðrum í landinu: »Ýmsum þykir sem börnin séu líkt áttavilt á tilverunni eftir 4 vetra bóknám i skólunum. Úr mínum eldhúsdyrum sjeð er bóknámið mikla, innan 14 ára aldurs, sem barnafræðarar virðast nú starblina á sem hið eina nauðsynlega, mjög viðsjár- vert. Sannfærist eg hverjum deginum betur um sannmæli þeirrar skoðunar. Unglingaskóli hefir verið haldinn hér undanfarna 5 vet- ur, 4 mánuði á vetri. Kenslu- gjald nemenda er 5 kr., en landssjóðssfyrkur til skólans ýmist 3 eða 4 hundruð krónur. Venjulegast hafa nemendur verið 12, eða rúmlega það, all- an timann. Sumir þeirra að- komnir. Á hverju hausti heíir skólinn verið auglýstur, en fáir beiðast inntöku af eigin hvöt- nm. Mundi því skólinn fyrir löngu fallinn niður, ef nokkrir menn gripu ekki það örþrifa- ráð, að ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um nemendur. Biðja unglingana að nota fræðslu skólans, fyrir rúman 1 eyri á klukkutímann, og námsbækurnar, sem þeim eru flestallar lánaðar. Með þessu móti fást líklega 12 i skólann, af um 150 unglingum frá aldr- inum 14—20 ára, sem annars margir hverjir, iðja ekki ann- að en hlýja sér í buxnavösun- um. Svona gengur það hér með unglingafræðsluna. Sjálf- sagt er víðar pottur brotinn, þótt lítið hafi verið látið upp- skátt um þá hluti. Margir skella skuldinni á unglingana. Eg veigra mér við því, þegar eg athuga barna- fræðsluna. Á henni hvilir meg- insökin, segir reynslan. Er það nokkur furða. Jafnvel 7—8 ára börnum eru fengnar Biblíusögur (ekki dæmalaust Passíusálmar líka) til utanað lærdóms, og litlu síðar landa- fræði. Eftir 10 ára aldurinn er i viðbót dembt á þau »kver- inu«, Passíusálmum, sögu nátt- úrufræði o. fl. I 4—7 ár marg- lesa þau sömu námsbækurnar. Enda er þeim við burtför úr skólanum orðið svo illa við þessar námsgreinar, að þau líta þær ekki réttu auga fram eftir öllum aldri. Það vita allir, að megin- þorri barna verður ferming- unni feginn að eins af því, að þá losna þau við guðfræðis- námið (og alt nám). Hittvirð- ist fáum ofljóst, að þululær- dóminum langa er um að kenna, clla mundi sú aðferð ekki notuð. Og merkilega virð- ast þeir trúfræðarar sinnulausir um eilífðarmálin, sem fá sig

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.