Dagsbrún


Dagsbrún - 07.05.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 07.05.1916, Blaðsíða 4
64 DAGSBRÚN sem þeir eru ríkir eða fátækir. Að meðaltali eru þetta um 15 kr. á hverja manneskju. En af þvi að tollarnir eru mestir af aðfluttri vöru, sem þurra- búðarfólk verður að kaupa meira af en sveitamenn, sem sem lifa að allmiklu leyti af framleiðslu sinni, þá lætur nærri að þessi þeSsi skattur sé um 20 kr. á hvern fátækling við sjávarsiðuna. en þeim mun kegri á efnafólki i kaupstöðum sera hefir mjólk og kjöt, svo að nm munar til fæðis, og svo á sveitabændum. Nú er það öllum Ijóst að alþýðan i kaup- túnunum er fátœkasta stétl landsins, en á henni hvíla þó gjöldin langmest. Þvi að það er favisra manna fyndni að kalla þetta skattaherfi »jafnað- armensku«, því að engin sann- girni er að láta tvo fjölskyldu- menn, annan með 20000 kr. í tekjur og hinn með 800 kr., borga jafnmikið til almanna þarfa. f stuttu máli: Skattar þeir sem núverandi og fyrver- andi valdhafar hafa lagt á al- þýðuna í kauptúnunum eru frámunanlega ranglátir. Þeir eru lagðir á þá sem litla eða enga skatta ættu að gjalda, en hinum hlíft sem efnin hafa og færir eru um að bera byrðar þjóðfélagsins. Frh Fyrirspurn. Hr. rilstjóril Viltu gjöra svo vel og svara órfáum spurningum. Tveir menn eru ráðnir hjá bæjarstjórn, tii þess að færa fisk frá ákveðnum stað til bæjarins. En 18 Marz fær bæjarstjórnin það innfall að hætta öllum fiskkaupum, og um leið segir hún mönnunum upp vinnunni þrátt fyrir j>að þó þeir væru ráðnir hjá henni til 11. Maí. Er þetta lögum samkvæmt? Eða eru engin lög til, þegar þeir, sem minni máttar eru, þurfa að ná réttí sínum gagn- vart þeim sem hærra eru settir. Ef 8VO er ekki, getur þá Bæjar- stjórn heiður síns vegna verið þekt fyrir að niðast þannig á bláfátækum barnamönnum, sem varla vita hvað þeir og þeirra fjölskylda á að borða þann og þann daginn. Eg veit svo mikið að hefði þetta átt sér stað hjá hr. Gísla Hjá|marssyni, að þa hefði hann ekki þótt alandi né ferjandi yfir land alt. Víðförull. Blöðin og verkfallið. Eins og við var að búast hafa flest blöð höfðingja snú- ist hart á móti hasetum, þó ekki hefði verið búist við því að þau mundu spúa slíkum ósköpum af illviljuðum rang- færslum og hreinni lygi, eins óg raun hefir sýnt að »Morgun- blaðið«, »Vísir« og »Lögrétta« hafa gert. Veri þeir vissir, blaðsnepl- arnir þeir arna, þeim verður munað þaðt Gunnar Gunnarsson rithöfundur kom um daginn frá útlöndum með Botniu, og stóð hér við meðan Botnía fór vestur. Miðvikudagskvöldið las hann upp nokkra kafla úr nGssti ein- eygða« í Bárubúð, fyrir troð- fullu húsi, og var gerður að ágætur rómur. Óskuðu margir að upplesturinn yrði endurtek- inn, en Gunnar á orðið svo marga vini hér, að hann komst ekki til þess, þar eð hann ætlaði aftur með Botniu. Kína lýðveldi á ný. Þann 11. Des. í fyrra, tók Yuan-shi-kai, forseti kinverska lýðveldisins, sér keisaranafn. En nú er sú dýrð hans úti, hann er nú búinn að segja af sér keisaratigninni, og Kína er nú aftur lýðveldi. Stimardagsmorguninn fyrsta. 1916. Sólin boðar sumarkomu, sælu- rika, alt er ljósi og unað vafið, unga vorsins, landið, hafið. Hugur gleðst, pótt hryggi margt, við hlýjar kveðjur, sælu veitir sálum rnanna, sumarljóðin vorfuglanna. Gróður vex og grundir klæðast glití blóma. Endurnýjast dáð og dugur, dýra og manna yngist hugur. M. G. Þetta og hitt. Belglsknr hermaðnr sem er i haldi í Hollandi, langar til þess að fá bréfspjald frá fslandi. Utanáskrift hans er: Georges Alla- erts militaire, belge interné, Camp. d’ Harderwyk Holland. Fllsnngi (eöa á maður að segja fílsfolald?) fæddist um daginn i dýragarðinum í Khöfn. Petta er þriðji filsunginn sem fæðist par, það er þó sjald- gæft að tamdir fílar auka kyn sitt Kanpmaðnr dáinn úr snlti. í bænum Horsens á Jótlandi dó nýlega kaupmaður, Otto Nygaard að nafni, og sagði læknijinn, er líkið skoðaði, að bann hefði dáið úr sulti og illum aðbúnaði. Nygaard pessi lét eftir sig 300 pús. kr. Nafi breyting. Otto Björnsson símritari hefir tekið sér ættarnafnið Arnar, skrifar sig pvi hér eftir Otto Bj. Arnar. Slagurinn á Steinbryggjunni. Á steinbryggjunni stóðu peir stæðilegir báðir tveir og Óli vissi ekki meir fyr en á hann rauk hinn prútni Geir, af bræði. Óll vék sér undan Geir pvi illa liktar smygla vínið. Hinn pví espast æ pvi meir svo óðum fór að byrja gríniö. Ólafur pá óð að Geir aðalsnefið sólin gylti orðum fáum eyddu þeir annað var, sem hugann fylti. Geiraus bilar broddur pá brast á arnarnefi stifu. Og á hæli hopar irá (hyggjan full af auradrífn). Aldinn halur hærugrár hlaupinn var að ganga á milli. En ungur kappi ýgldi brár ei gat haldið sér i stilli. t*að er sagt að Sigurjón segginn aldna slægi flatann, en i pvi sjálfur féll a frón flatur eins og tindaskatan. Og Sigurjóu greyið var grimm- á brá á götunni hattlaus og flatur hann lá. en upp stóð hanu jafnharðan prekaður pó og pá var pað margur sem skellihló. pað er sárt að segja hátt svo að margir kjaftar heyri pegar sá er settur lágt sem er haldinn flestum meirí. Eins er fyrir auðkýfing ílt að pola sannleikskeyri þegar sveiflar þvi í hríng pegn sem vart á grænan eyri. Hrátar. Satt eða logið? Sagt er að tveir menn, Vil- hjálmur og Jakob að nafni, vilji ráða sig á togara uppá það að fá allar kvarnirnar úr þorskin- um sem aflast. Aðrir bera þetta til baka, og segja, að þessir tveir menn hafi meira en það af kvörnum, að þeir geti bætt við sig. Góð atvinna. Mótorskipið »Báran« stund- aði sildveiðar við Noreg f einn mánuð, og höfðu hásetar yfir 1000 kr. hlut um þennan eina mánuð. Á »Helga magra« er einnig stundaði síldveiðar böfðu hásetar yfir 2000 kr. hlut á tveim mánuðum. Hann strýkur ekki. Ritglapinn sem fer að fá fyrir kjaptinn lokið, heimsku og skriðdýrs- hætti frá, hefir aldrei strokið, Héðinn. Borgað 4 árganga »Dagsbrúnar fyrirfram með 10 krónum hver: Markús Jónsson Lindarg. 21 B. Borgað 2 árganga fyrirfram með fimm krónum: Gísli Árnason Spítalastig 2. Guðm. Guðmundsson Hverf- isgötu 76. Jón Einarsson yngri. Handalögmál varð lítilsháttar út af verk- faliinu á Sunnudaginn var, en það voru mótstöðumenn há- seta sem áttu upptökin. — Eins og í heimsstyrjöldinni var barist bæði á sjó og landi, og féll blóð á jörðina — i dropa- tali þó. Staka. Er það gleði andskotans, umboðslaun og gróði, fjármunir þá fatæks manns fúna i ríkra sjóði. Bólu-Hjálmar. Málverkasýningu hélt Ásgrimur Jónsson málari nú um páskana. Alls vöru til sýnis 42 myndir, olíu og vatns- lita, og flestar mjög eftirtekta- verðar. flestar og það l>e^i«i. Nú er sáðtími og lögur g’hufiiu- t>löm er besta híbýla- prýði, er selt í (klæða- verzlun Guðm. Sigurðs- sonar) Ljaugaveg ÍO öyanl. Benediktsdottir. Xlæðaverzlun og saumastoja Guðm Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. JLöljót a,t- g-reids-sla — Vönduð viiiiui. Ný f »it ni með hverju skipi. Sparið peninga. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.