Dagsbrún


Dagsbrún - 27.06.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 27.06.1916, Blaðsíða 2
82 DAGSBKUN Neðri deild alþingis ályktar, að skora á ráðherra íslands: 1. að útvega sem allra gleggstar upplýsingar um verkamanna- löggjöf í þeim löndum, þar sem hún er fullkomnust, svo sem um slysaábyrgð verka- manna, um sjúkra, atvinnu- leysis og ellistyrk verka- manna, um gerðadóma í ágreiningsmálumverkamanna og vinnuveitenda, um vinnu kvenna og barna í verksmiðj- um og ella, o. fl. o. fl. — og leggja skýrslurnar síðan fyrir næsta alþingi. 2. að semja, og leggja fyrir næsta alþingi lagafrumvörp, er lúta að hinu ýmsa, er í fyrsta tölulið greinir. Forseti deildarinnar (Ó. Br.) ætlaði að bera þessa tillögu undir atkvæði i einu lagi, þó hún væri í tveim liðum, en Pétur Jónsson frá Gautlönd- um, óskaði eftir að tillagan yrði borin upp í tvennu lagi, hvor liður fyrir sig, og var það gert. Fyrri liður tillögunnar var samþyktur með 13 samhlj. atkvæðum, en síðari liður til- lögunnar var feldur með 9 á móti 9. Þeir, sem greiddu at- kvæði á móti seinni lið tillög- unnar voru þessir: Björn Hallsson, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Guðm. Eggerz, Guðm. Hannnss., Jón Jónsson, H. Hafstein, Magnús Kristjánss., Pétur Jónsson, en Jón Magnús- son (sml. Matth. ólafsson, Sig. Sigurðsson, Stefán Stefánsson og Þorleifur Jónsson) var einn af þeim, sem ekki greiddi at- kvæði, og var það sama sem að vera á móti tillögunni, og það varþó þingmaður Reykja- víkur, þar sem verkamanna- stéttin er lang fjölmennust á öllu landi'nu. Jón Magnússon hefir ekki þóst vera sendur á þing af Reykvíkingum, til þess að reka erindi verkamanna, honum hefir fundist sér bera fremur að reka erindi ann- ara. Og væri það vel þess vert, að sýna það gjör síðar. Þekkir nú Lögrétta ekki mark sitt lengur. Sér hún nú ekki, að hver einn og einasti heimastjórnar- þingmaður er á móti, eða sama sem á móti verkamönnum, að tveimur undanskildum, Jó- hanni Eyjólfssyni og Sv. Björns- syni. Með þessu sýndu þeir það, að þeir vilja ekki láta verkamenn hafa lög sinni at- vinnu og sjálfum sér til trygg- ingar. P. J. hefir því þekt flokksmenn sína er hann ósk- aði eftir, að tillagan væri borin upp í tvennu lagi. Til hvers átti ráðherra að afla þessara upplýsinga um þessi mál, ef ekki til þess, að láta þá njóta góðs af því, sem upp- lýsingar voru fyrir? Flokki, sem vill vera í raun og sannleika framsóknar-flokk- ur, sæmir ekki að standa á móti því, að lög næst fjölmennustu stéttarinnar i landinu séu aukin I Almennur fundur A verður haldinn sunnudaginn 2. júlí næst komandi í T3ári*t>iið. Þar verður meðal annars rætt um kola- og olíu- lca/iip fyrir Reykjavíkurbæ í haust. Verkaklýðsmenn, fjölmennið! og endurbætt, sér-staklega þegar lögin, sem fyrir eru, eru mjög ófullkomin. Getur nú Lögrétta ætlast til, að verkamenn séu í þessum flokki fyrir áhugamál- um sínum, bæði með tilliti til þessarar framkomu og svo fjöl- margs annars, sem er ótalið. Tveir þm.: Benedikt Sveins- son og Hjörtur Snorrason fluttu frumvarp til laga um slysa- ábyrgðarsjóð sjómanna og dag- launamanna. — Atti að veita landsstjórninni heimild til að verja alt að 5000 kr. hvort ár (1916 og 1917) til slysa-ábyrgð- arsjóðs, er kynni að verða stofn- aður fyrir daglaunamenn og sjómenn. Átti styrkveitingin að vera bundin því skilyrði, að Stjórnarráðið samþykti lögin, sem félagið setti sér, og féð kæmi því að eins til útborg- unar, að félagsmenn væru minst 500. Heimastjórnar-foringinn Matt- hías Ólafsson lét sér þau orð um munn fara, er rætt var um þessa sjóðs stofnun, að hægt væri að hugsa sér, að hóa mætti saman 500 mönnum til þess, að taka á móti þessu fé, og svo slitu þeir félagsskapnum. Honum (M. Ó.) þótti ekki rétt að veita þetta fé af því, að þessi sjóður var ekki áður stofnaður. Fyrir þessi ummæli var M. Ó. átalinn, en enginn af framsóknar-foringjunum (Heimastj.m.) gerði það. Pau hafa líklega verið úr þeirra hjarta töluð. Slíkt hæfir framsóknarflokki, að vinna að engu, sem ekki hefir verið byrjað á áður. Þessu máli var vísað til Sjáfarútvegs-nefndar, en í henni áttu sæti þeir: Magnús Kristjánsson, Matth. Ólafsson, Guðm. Eggerz, Stefán Stefánsson, Skúli Thoroddsen, Þórarinn Benediktsson og Sig- urður Gunnarsson. Þessi neínd kom aldrei með nefndarálit og aldrei var það tekið til annarar umræðu, og var því óútrætt. í þessari nefnd voru heima- stjórnarmenn í meiri hluta1), 1) Reyndar eru peir ekki nema 3 og Sig. G. sá fjórði, en vitanlegt er um Skúla Th., að hann hefði orðið með hverjum, sem eitthvað vildi fyrir máliö gera. svo þeir áttu hægt með að koma málinu á framfæri, ef þeir hefðu viljað. Þetta eru nýjustu dæmí. Er ekki dálítil framsókn i þessú? Þvilíkt öfugmæli flokksheitið það hjá Lögréttu. Þá skulu nefnd nokkur stærstu landsmálin, sem komið hafa íyrir á síðustu þingum, og er sanngjarnt og sjálfsagt, að sýna hvernig heimastjórnar- foringinn H. H. hefir komið fram þar, er það sama sem að sýna framkomu als flokks- ins, að fáum málum undan- skyldum, því oftast hefir flokk- urinn óskiftur fylgt honum að málum. Enda er H. H. stoð og stytta heimastjórnarmanna. Svo miklu er hann fremri en hinir, að ekki er annað sýnilegt, heldur en að heimastjórnar-flokkurinn lognist út af, þegar H. H. fellur frá. En svona er þá framkoma þeirra lang-besta manns i þess- um stórmálum: Á þingi 1907 vill hann stofna Skógvarðar- stöðu með 5000 kr. árslaunum. Starfann átti sá að fá, sem hefir hann nú, maður að margra mætra manna dómi, ómögu- legur til að vinna þetta verk. Þessu kom H. H. í gegn með fylgi flokksmanna sinna, en launin voru lækkuð niður í 3000 kr. En vissulega hefði landinu verið betra, að fá hæfan mann fyrir 5000kr., heldur en þann er það fekk fyrir 3000 þús. — Á sama þingi (1907) lagði Stjórnin fyrir frumvarp um læknaskipunina hér á landi. (Ráðherra var þá H. H. eins og menn muna). Eftir því frumvarpi átti hver læknir að fá, er hans var vitjað, flutning ókeypis, og fyrir Iæknisverk, 1 kr. fyrir fyrstu stund, 75 a. fyrir aðra stund, 50 a. fyrir þriðju stund, og 25 a. fyrír hverja stund úr þvi, sem hann var á ferð eða að læknisstörf- um; en hálfu hærra gjald, ef hann var á ferð eða að lækn- isstörfum að nóttu til, milli náttmála og miðs morguns. Nokkrir heimastjórnar-þing- menn vildu samþykkja þetta, en sem betur fór þá náði það ekki fram að ganga. G. Björn- son fylgdi því fast fram.*) Einum af andmælendum þessa frumvarps, reiknaðist svo til, að það gæti kostað kr. 8,50 að vitja læknistil Reykiavikur af Seltjarnarnesinu til þess að draga út eina tönn, ef læknis væri vitjað eftir náttmál. H. H. sagði þegar þetta frumvarp var lagt fyrir Nd.: »Eg vona, að hin háttv. deild taki vel frumv.; leyfi eg mér, að mæla sem best með þvi«. Ja, var það furða. Hætt er við, að margur tá- tæklingurinn hefði mátt vera án læknishjálpar, ef þetta hefði náð fram að ganga. En þetta er nú framsókn. En fyrir hverja er hún? Og hve holl er hún? Á þessu þingi var heima- stjórnar-flokkurinn ráðandi, en með hjálp andstæðinga-flokks- ins var það, að þetta frumv. var felt. *) Alpýðuflokkurinn vill lækka takstann á læknishjálp, en hækka að mun laun læknanna og fjölga peim. - Ritstj. Fátækt. Hafi fjötra fært þig i fátækt grimm og nöpur; yfir höfði hanga ský, háðung æfi döpur. Sálin finnur sára til, sorgir hugann þreyta; fáir vilja ást og yl öreiganum veita. Vinir hverfa vegum af, vanti fé i gjöldin; týnist flest er gæfan gaf; gleði, frægð og völdin. Er á þaki hriðin hlær, hylja skýin sunnu; kuldagustur gnístir klær gegnum klæðin þunnu. Oft í þeirri örgu nauð ertu af blundi vakinn, við, að sáran biðja um brauð börn þín svöng og hrakin. Náðar lýðs ef leitar á lengist gata að vinum góðvinir ei gjörast þá greiðugari hinum. Níðist á þér nirfillinn, naglir auðs og valda: fyllist hatri hugur þinn: Hverju er af að gjalda? Vinnu er neitað þér, í þörf» þótt hún bjóðist hinum, arðsöm jafnan ætluð störf auðugari vinum. Litist þú um land og haf, leitir eftir brauði: virðist standa öllu af; angist, kvöl og dauði. M. G. Borgað tvo árganga fyrirfram með 5 krónum. Jens Jónsson trésm. Nýlendug. 19 B. Þorður Sveinss., læknir, Kleppi.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.