Dagsbrún - 04.11.1917, Qupperneq 2

Dagsbrún - 04.11.1917, Qupperneq 2
90 DAGSBRÚN (strandferöaskip landssjoös) fer héðan í strauðjerð vestur og norður um land til yikureyrar, mánuðag 12. nóv- ember. Kemur við á Vestfjörðum, Norð- urtirði, Reykjarfirði og Siglufirði til Akureyrar. Frá Akureyri til Reykjavíkur nálægt 22. nómember. Kemur við á Húnaflóahöfn- unum og Sauðárkróki. Nánar auglýst síðar og fást þá líka áætlanir fyrir þessa ferð á skrifstofu vorri. . H.f. Eimskipafél. íslands. Frá Vilhjálmi Stefánssyni. Það þótti tíðindum sæta, þegar það fréttist fyrir nokkrum árum, að í Viktoríuiandi, sem er stórt eyland fyrir norðan Ameríku, hefði fundist Skrælingja-þjóðflokkur, sem að sumu leyti mundi vera af norrænu bergi brotinn. Þessi frétt var sérlega eftirtektaverð fyrir okkur íslendinga, bæði af því að sá sem fyrstur fann þjóðflokk þennan var íslendingurinn Vil- hjálmur Stefánsson, sem nú er heimsfrægur orðinn fyrir norður- farir sínar, og af því að hugsan- legt var að þjóðflokkur þessi væri að sumu afkomandi íslendinga þeirra er Grænland bygðu, enda var það helzt skoðun Vilhjálms að svo væri. Það var 17. maí 1910 að Vil- hjálmur fann þjóðflokk þennan, er nefnir sig Haneragmiút. Þeir hafa sömu lifnaðarhætti og Skrælingjar og tála Skrælingja-málýsku, en ýms orð í tungu þeirra líkjast því, að þau væru komin úr íslenzku. Til dæmis kölluðu þeir úlfinn arg-luk, en ekki skildu Skræl- ingjar þeir, er voru með Vilhjálmi, það orð. Vilhjálmur áleit það vera orðið vargur, og hefir fært að því ýmsar líkur, t. d. að Skræiingjar láti niðurfalla samhljóðanda í upp- hafi framandi orða, og að þeir bæti iðuglega endingunni -luk við orð, er komast inn í mál þeirra úr öðrum málum. Vilhjálmur Stefánsson er ennþá i norðurför þeirri, er hann lagði af stað í 1913. En fregnir hafa komið af honum, að hann hefir fundið nýtt land fyrir norðan og vestan Patreksland, og kom hann að strönd landsins á 77° 43' norðl. br. og 115° 43' v. f. gr. Viihjálmur og félagar hans gátu ekki staðið við þarna nema í þrjá daga (til þess að geta komist á ís aftur yfir til Bankslands), en þeir fóru þó yfir um 30 mílur (danskar) af strandlengju þess, og um 5 mílur inn í landið. Nóg var þar af villidýrum, svo sem hreindýr og fleiri dýr, en ekki sáu þeir menn. Það mun þó vera hugmynd Vilhjálms, að í þessu nýja landi búi ef til vill afkomendur íslend- inga þeirra er Græniand bygðu. Það verður gaman að frétta nánar af uppgötvun Vilhjálms. £anðsspitalinn. ötjórnarráðið hefir skipað lands- spítalanefnd, sem á að rannsaka og. gera tillögur um málið. For- maður hennar er Magnús Sigurðs- son. G. Björnson, Guðm. Hannes- son og fleiri góðir menn eru í nefndinni; alls eru sjö í henni. Blaðið „Vísir" kemur með þá visku i gær, að það sé ekki viiji þingsins, að þessu máli sé hraðað, og að það sé ekki landið, sem eigi að sjá fyrir atvinnubótum, heldur bæjar- og sveitafélögin. — Þessa visku finnur blaðið auðsýni- lega upp til þess, að gera stjórn- inni óleik með því, er blaðinu það auðvitað velkomið fyrir okkur, en með þessu vinnur blaðið einnig á móti olchur verhamönnunum. Hvað er nú orðið úr allri um- hyggjunni er „Vísir“ hefir undan- farna mánuði þóttst bera fyrir vel- ferð almennings, og sem gekk svo langt, að það hvatti menn til þess að fara og gefa sláturfélags- stjórninni á ’ann. Verkakarl. Bjargráðanefnd. Á alþýðuflokksfundi í haust var samþykt að kjósa 5 manna nefnd til að starfa í dýrtíðarmálum verk- lýðsfélaganna í Reykjavík. Er nefnd- in nú fullskipuð. Kaus verkam.fél. Dagsbrún, Hásetafélagið og Verka- kvennafélagið hvort um sig einn mann í nefndina, og Prentarafé- lagið og Bókbandssveinafélagið í sameiningu einn, en Sambands- stjórnin skipaði fimta manninn. Laust og fast. „Vörftui,“ heitir nýtt mánaðar- blað, sem byrjað er að koma út. Tvö blöð eru komin; blaðið er afar lítið en virðist vera m mjög fylgið sér. Ritstjóri er Hallgrímur Jónsson kennari. Hey brann fyrir Gunnari frá Selalæk. Skaðinn töluverður, en kofarnir heldur ekki tómir þar. Steinþór Guðmnndsson cand. theol. er skólastjóri Flensborgar- skólans í vetur. Ögm. skólastjóri dvelur nú urn tíma í Bandarikj- unum. Látinn er Ole Möller kaupmað- ur á Hjalteyri. Hann var faðir Lúðvíks Möller og Jakobs Möller ritstjóra. „Pípuhattar“ og „pel8“. Við jarðarför Tryggva banka- stjóra í fyrradag voru það þeir einir, er voru með pípuhatta eða í loðfeldi, sem óhindrað fengu að- gang að þinghússgarðinum. Öðrum, sem þessi tignareinkenni vantaði, var bægt frá af tveimur lögreglu- þjónurn, sem stóðu við garðshliðið. Þessi ráðstöfun var sannarlega ekki í anda hins framliðna, sem vissulega hefði fremur kosið hinn síðusta einlæga virðingarvott al- mennings, en látalæti hinna. Hver ráðið hefir þessu skal ósagt látið; en hissa er eg á því, að lögregluþjónarnir skuii takast á hendur jafn óforsvaranlegt verk og þessháttar aðgreining á fólki sem hér er vikið á að framan. Nokkrir þeirra sem vísað var frá, gerðust svo djarfir að klifra upp á garðinn — ég var meðal þeirra — til að geta séð gamla manninn lagðan til hinstu hvíldar. — Á trjágrein í vesturhorni garðs- ins sat þröstur, hnípinn og hljóður; honum gátu „yfirvöldin8 ekki meinað að heiðra vininn sinn fram- liðna. ' Geiri. Landsstjórnin og atvinnuleysið. (Aðsent.) Hvar sem atvinnulausir alþýðum. hittast og tala saman; hvort það er úti eða inni, þá er þessi spurn- ing altaf á reiðum höndum: Hvað líður atvinnurekstri stjórnarinnar og hvað gjörir dýrtíðarnefnd sú er hún skipaði því máli viðvíkjandi, eða voru þetta dauðateygjur stjórn- arinnar? Helzt lítur svo út, en hver er meiningin með þessum dj.....syndasvefni? Er það ætl- un stjórnar og dýrtíðarnefndar að láta alla þá sem eru atvinnu- lausir, og sem fæstir munu vera svo efnum búnir að geta staðist þessa dýrtíð hjálparlaust, fara beint á bæjarsjóð (sveitina) sem að sögn er að miklu leyti skuldamegin. Það munu flest vera sjómenn^ sem nú eru atvinnulausir, svo stjórnin mun álíta að þeim sé nú óhætt að hvíla sig í vetur, að minsta kosti þeim sem undanfar- ið hafa verið á útveg hr. Indriða F.inarssonar skrifstofustj. og ísa- foldar og auðvitað haft hinar vel reiknuðu 3,600 kr. í laun, og svo þeir sem stunduðu síldveiði i sum- ar, sem ekki gat orðið að notum vegna hirðuleysis aukaþingsaf- sktæmisins þríhöfðaða, eða máske sé verið að reyna hvað lengi vér alþýðumenn þolum þeim háu herr- um óþarfa drátt (eða algerð svik ?) á þessu sviði, sem ætla mætti að gœti verið lífsskilgrði fyrir þá sem geta unnið flesta vinnu til lands og sjávar, svo framt að stjórnin kann með þetta að fara, en-hvað getum við nú, og sérstaklega hús- feður, þolað þetta rolufálm stjórn- arinnar og bar-na hennar lengi? Mér finst sem það hljóti að fara aj) styttast úr þessu, af því að hér getur tæplega átt við að: svo má illu venjast að goll þgki. Að öllu athuguðu væri nú varla óráð að reyna að vekja þessa stjórn til réttarmeðvitundar um sjálfa sig, ef nokkur meðvitund skyldi vera þar heima. Af því eg býst ekki við að þessar línur geti vakið stjórn- ina af 6—8 mánaða svefni, vil eg leyfa mér að skora á alla leið- andi menn í verklýðsfélögunum og, vel að merkja, stjórn „Háseta- félags Rvíkur" og stjórn „Alþýðu- sambands íslands", að hefjast handa þegar í stað og rugga dug' lega, skriflega eða líklega helzt munnlega, við þessari óhöndug' legu samsetningu aukaþingsins síðasta, sem menn af vana nefna landsstjórn. Njáll. Ijarmomum og piano fást ávalt. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.