Dagsbrún - 02.03.1918, Page 2
80
DAGSBRÚN
manna séu sveitarlimir, sem kall-
aö er, um það heflr oft verið rætt
og ritað hver áhrif það hefir undir
mjög mörgum kringumstæðum á
sjálfstæði og starfsemi þeirra sem
svo hamingjusnauðir eru að kom-
ast á sveitina, sem er mjög svo
eðlilegt þegar að því er gætt hver
skilyrði fylgja sveitastyrknum, en
vel getur það verið að það, að
sem flestir séu á sveitinni, geti
stundum komið vissum mönnum
vel, og svo er mér spurn, kemur
ekki á bak borgurum Eeykjavíkur
að borga brúsann jafnt fyrir það,
fé til framfærzlu þessum mönnum
eins þótt það sé veitt sem fá-
tækrafé eins og þó það sé veitt
sem kaup fyrir vinnu, nema sá
er munur, auk þess mikla munar
sem það er fyrir verkamanninn,
að þá er þó sú vinna sem fæst
viss borgun uppí fjárhæðina sem
veitt er.
Hvað landssjóðs dýrtíðarvinnu
viðvíkur, sérstaklega í sambandi
við Reykjavíkurbæ, þá eru ekki
miklar líkur til að bærinn hefði
getað risið undir þeim útgjöldum
sem af því hefði stafað að fæða
þá í viðbót sem þar hafa haft
vinnu og hafa, auk þess sem það
er skylda, bæði lanaleg og sið-
ferðisleg, að bera hver annars
byrðar, og það sem það er þungt
fyrir bæinn að bera útgjaldabyrð-
arnar, er það miklu léttara fyrir
landið. Tekjur bæjarins eru bein
útgjöld eftir efnum og ástæðum
sem fáir borga, tekjur landssjóðs
eru óbein gjöld að mestu sem
margir borga, og ekki svo lítinn
hluta borga þeir sjálflr, sem dýr-
tíðarvinnunnar njóta. Ég var kom-
inn að því ráðinu að halda þess-
um mönnum við lífið af fátækra-
sjóði — og þá er hitt ráðið, að
láta þá eiga sig og þá þarf ekki
um það að spyrja hvað af því leiddi,
hungur og dauði; en ekki er ólík-
lngt að einhverjir hefðu, og það
ekki einn og einn í einu, tekið
sjálfir sinn rétt, og enginn getur
sagt hvað af því hefði leitt. Það
er ekki vist að allir Jónar hefðu
orðið ánægðir með afleiðingarnar.
Verkamaður.
Forsmán
kalla óg það að mönnunum sem
eru að vinna að bæjarmónum í
vetur (þeir eru fjórir, að ég held)
skuli ekki vera borgað meira en
60 aurar um tímann, þar sem
lágmark verkamannnfélagsins er
75 aurar, og það borgað bæði í
bæjarvinnunni og annarsstaear og
í landssjóðsvinnunni. Skora ég á
forstöðumann móverksins, hr. Jón
Þorláksson, sem fókk (og heflr
máske ennþá) 25 kr. á dag fyrir
að vera æðsta móráð bæjarins, að
vera ekki að „knífa" þessa 15
aura á tímann við mennina. Þeir
þurfa á þeim að halda eins og við
hinir, og fá ýmislegt óþegið að
heyra um „rof“ og fleira, som ég
veit að Jóni Þorlákssyni leiðist að
heyra nefnt.
Bauðskeggur.
Leiðbeining
um notkun kornvöruseðla,
brauðseðla og sykurseðla.
Stjórnarráðið hefir skipað svo
fyrir að eftir 1. marz 1918 má
ekki selja rúg, rúgmjöl, hveiti,
mais, maismjöl, bankabygg, hrís-
grjón, hafragrjón og sykur nema
gegn seðlum, sem út verða gefnir
að tilhlutun landsverzlunarinnar
og ekki brauð nema gegn seðlum,
er bæjarstjórnin gefur út hér fyrir
Reykjavík og fást í skiftum fyrir
kornvöruseðla.
Kornvöruseðlum og sykurseðl-
um heflr nú verið útbýtt hér í
Reykjavík til tveggja mánaða, marz
og apríl, og heflr hver maður feng-
ið seðla, er gefa rétt til að kaupa
20 kílógrömm af kornvöru og 4
kílógrömm af sykri. Á þessu tveggja
mánaða tímabili fær enginn frek-
ari seðla og verður hver einstak-
ur maður að haga svo til, að
þessi skamtur dugi.
Sykurseðlunum er skift í 8 reiti
og gildir hver reitur l/t kílógramm.
Minna en ’/* kílógramm af sykri
fæst því ekki keypt í einu, en vert
er að geta þess, að seðilreitirnir
gilda jafnt í marz og apríl þótt á
þá sé prentað maí eða júní.
Kornvöruseðlunum er og skift
í 8 reiti og gildir hver reitur 2V2
kílógramm, en ef minna er keypt
af kornvöru í einu en 2^2 kíló-
gramm gefur seljandi kaupanda
kornvörusmáseðla fyrir því, sem á
vantar að keypt só 2^2 kílógramm.
Hver smáseðill gildir x/a kílógr.
og fæst þannig ekki keypt minna
en V* kílógramm af kornvöru í
einu. — Kaupmenn fá smáseðla
á seðlaskrifstofunni í skiftum fyrir
kornvöruseðla.
Brauðseðlarnir eru tvennskonar
og gefa rétt til að kaupa 1500
grömm (gulir), eða 250 grömm
brauðs (bláir). Þeir fást aðeins í
skiftum fyrir kornvöruseðla og við
skiftin fær móttakandi brauðseðils
sem næst 10°/« meira kornvöru-
gildi í brauðseðlinum, en hann
lætur af hendi í kornvöruseðlinum.
Mjölvigt brauðs, þ. e. rúgbrauðs
og hveitibrauðs, er í þessu sam-
bandi talin 8/4 blutar af brauða-
þyngdinni. 71/* kílógramm mjöls
(3 seðilreitir) jafngildir þannig 10
kílógrömmum af brauði og í skift-
um fyrir kornvöruseðla er gilda
71/* kílógramm verða því látnir
brauðseðlar, er gilda 11 kílógrömm
(10 kílógramm -j- 10°/o).
Til leiðbeiningar við kaup á
brauðum skal þess getið að þyngd
brauða er ákveðin þannig:
Rúgbrauð heil.... 3000 grömm
—hálf. . . . 1500 —
Normalbrauð og hálf-
sigtibrauð heil . . . 2500 —
—hálf . . . 1250 —
Franskbrauð, sigti-
brauð, súrbrauð og
landbrauð heil . . . 500 —
—„— hálf . . . 250 —
Ef keypt er hálít rúgbrauð, ber
því að afhenda seljanda gulan
brauðseðil, en sé hálft hveitibrauð
keypt skal afhenda bláan seðil.
Sé aftur á móti keypt hálft nor-
malbrauð eða hálfsigtibrauð, skal
afhenda seljanda gulan seðil, en
hann lætur bláan seðil í skiftum.
Eftir 1. marz verður seðlaskrif-
stofan í Hegningarhúsinu opin
alla virka daga kl. 10—4, og
verður kornvöruseðlum skift þar
fyrir brauðseðla.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
27. febrúar 1918.
K. Zimsen.
Sögur úr stríðinu.
Á kosningadaginn kvað kerling
ein hafa komið með fasi miklu
inn í eitt kjörherbergið og sagt:
„Ja guð gefl ykkur nú öllum
saman góðan daginn! Þeir sendu
mór þarna sitt pundið af hvoru,
og skilmæli um að eg væri endi-
lega beðin að kjósa B-listann, og
það er nú ekki nema alveg sjálf-
sagt úr því þeir eru svona hugul-
samir að vera að senda manni
þetta. Það kemur sér, að fá það
núna í dýrtíðinni. Það kvað eiga
að setja kross við B-ið, en óg er
nú orðin svo sjóndöpur að ég má
til með að biðja ykkur að undir-
vísa mér með það.
Sama dag kom Marta v. móð
og másandi, með höfuðið langt á
undan, vindur sér upp tröppurnar
í Barnaskólanum og segir: Hvar
er B-ið. Hvar er B-ið. Hann
Kjartan gaf mér krónu og sagði
mér að kjó3a B-ið, og eg vil ó-
mögulega svíkja hann, hann var
svo undur góður við mig, bless-
aður maðurinn, þetta er svo skelf-
ing vel innrætt.
Snemma sama dag stóð Blesi
ofarlega á Klapparstígnum og hélt
ræðu eins og honum er títt og
sagði meðal annars: Um Svein veit
maður það þó að hann er góður
maður og mikill maður og friður
maður, eða það var faðir hans að
minsta kosti, og ekki er hætt við
að Sveinn svíki það sem hann
lofar.
Sama dag kom mister Bílan í
snöggri svipan inn í herbergi þar
sem kona var að svæfa barn. Upp
með yður, upp með yður, B-list-
ann, B-listann, sagði Bílan óður
og uppvægur, bíllinn bíður, bíll-
inn bíður. Ég hefi þrjá bíla í gangi
í allan guðslangan dag, og þó það
væru þrjátiu þúsund bílar í henni
Yik, skyldi ég hafa þá alla í gangi,
og 3 vindlakassa sendi ég skrif-
stofunni og mikið, mikið meira.
Kafflð bíður, kaffið bíður, upp með
yður, fljótt nú, B-listann, B-listann.
Það eru ekki allar kerlingar jafn
vitlausar, sagði konan loksins þeg-
ar hún komst að. Alla aðra daga
en kosningadaga eruð þið ríkis-
bubbarnir svo stoltir að þið lítið
ekki við okkur fátæklingunum, hvað
þá heldur að þið mynduð snerta
við okkur hinum minsta fingri því
þá væri hættan sú að föt okkar
kynnu að snerta ykkar fínu klæði
er þið trúið á næst peningunum.
En þetta kosningalítillæti þekki ég
og veit að það er aðeins uppgerð.
DAGSBRÚN
kemur út á laugardögum, og er að
jafnaði 4 síður aðra vikuna en 2 hina.
Árg. kostar 3,00. kr. ogborgist fyrir-
fram.
Afgreiðsla og innheimta á Lauga-
vegi 4 (Bókabúðinni).
Ég kýs þá sem eru jafnlyndari í
kurteisinni og kærleikanum. En ef
þér komið á morgun og bjóðið
mér bíltúr þá tek ég það til þakka,
og verið þér nú sælir.
Þá fór Bílan.
A-listamaður.
Alt flytur hann!
Tvö blöðin höfum við hérna á
Akureyri, „Norðurland" er alþekt,
og þarf ekki að eyða orðum að
því. Hitt blaðið, „íslendingur", var
í fyrstu heldur vinveitt alþýðunni.
Nú er það orðið enn meira kaup-
mannasinnað en sjálft „Norður-
land“. Ætla mætti að blöðin ræddu
nú dýrtíðarmálin, en ekki er því
að heilsa með „íslending", frekar
en mörg önnur blöð. Alt „vitið"
gengur í skammir um verkamenn
(sbr. niðurjöfnunarnefndarkosning-
jn) og stjórnína. Einkmn skammar
blaðið stjórnina fyrir að hafa ekki
styrkt kaupmenn til að verzla, m.
ö. 0. styrkt þá til að okra á almenn-
ingi. Er sorglegt að sjá prent-
svertu eytt í annað eins á þess-
um tímum. — En „íslendingur*
er fluttur til kaupmanna, afhend-
ingarstaðirnir eins og sannfæringint
og tjáir ekki um það að fást. Þó
öðru hefðu margir búist við aí
jafn frjálslyndum manni og ritstjór- *
inn virtist vera.
Akureyringur.
A öræíuni.
Um mánaðamótin nóvember og
desember síðastliðin lögðu 2 rnenn
af stað úr Mývatnssveit austur á
öræfin í eftirleit. Mennirnir voru:
Benedikt Sigurjónsson frá Fremsta
Felli í Kinn og Björgvin Árnason
frá Garði í Mývatnssveit. Láu þeif
úti 8 dægur, oftast í versta veðrii
unz þeir komust við illan leik í
Möðrudal. Yar þá Björgvin talsvert
kalinn á vinstra fæti, en Benedikt
var óskemdur. Höfðu þeir fundið
8 kindur. Eftir viku dvöl í MöðrU'
dal lagði Benedikt aftur af stað ^
öræfln vestur á bóginn, og var uú
einn, lá hann þá 2 nætur úti, faD0
5 kindur í viðbót, tapaði að vísu
4 af hópnum aftur en 9 kinduu1
kom hann í Grímsstaði. Er þes9Í
eftirleit Benedikts talin all frseki'
leg, enda er hann með afbrigðuú1
hraustur og harðger maður,
kippir honum í kyn til fornman119
um harðfengi og karlmensku.
„íslendingur" 4. jau-
Prentsmiöjan Gutenberg-